Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Um skipan sjúkra- húsmála í dreifbýli I. hluti Gula skýrslan HINN 30. apríl 1992 skipaði heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Sighvatur Björgvinsson, vinnuhóp um málefni sjúkrahúsa. í honum störf- uðu: Guðjón Magnússon skrifstofu- stjóri, Ingibjörg R. Magnúsdóttir skrifstofustjóri, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Skúli Johnsen héraðslæknir, Þorkell Helgason þáverandi að- stoðarmaður ráðherra, formaður. Starfsmaður hópsins var Símon Steingrimsson verk- fræðingur. Verkefni hópsins var að greina störf og rekstur sjúkra- húsa og gera tillögur um skipan sjúkrahús- mála. Grunnhugmynd skýrslunnar var sú að í dreifbýlinu lægju illa nýttir flármunir i heil- brigðisþjónustunni. Eg vil strax áður en lengra er haldið skýra frá því að meginniðurstaðan varð sú að skera ætti niður 7-800 milljóna króna framlög (sem í dag fara að mestu leyti í hjúkr- un á dreyfbýlissjúkrahúsum og veita þar auk annars fjölda fólks mann- sæmandi umönnun síðasta tímabil ævinnar, meira um það seinna) og flytja til stofnana höfuðborgarinnar. Niðurstöður skýrlunnar voru kynntar í nóvember 1993 og voru viðtökur miðlungi góðar. Hljótt hefír verið að mestu um skýrslu þessa síðan. Ég hefí þó góða ástæðu til að ætla að skýrslan sé geymd en ekki gleymd og öðru hvoru eru að heyrast raddir er telja skýrslu þessa nýtilegt plagg. Þar sem ég tel slíkar skoðanir á mis- skilningi byggðar og þekkingarskorti á eðli málsins tel ég nauðsyn bera til að fara um þetta nokkrum orðum. Tilflutningur á 800 milljónum króna Tillögur nefndarinnar eða niður- stöður eru nokkuð afdráttarlausar í fímm liðum og ganga út á það að leggja niður skurðlækningar á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík og Neskaupstað, auk þess að dragá úr fjárframlög- um til þessara og 7 ann- arra stofnana svo nemi 800 milljónum króna. A móti er talað um að veija 100 milljónum króna til ferliþjónustu sérfræð- inga, væntanlega til að bæta þá skerðingu á þjónustu sem hlýst af niðurskurðinum (bls. VII). Á bls. 64 er talið að sami liður kosti 20 milljónir og er þetta eitt af mörgum dæmum um handahófs- og geðþótta- vinnubrögð skýrsluhöf- unda. Athugandi er að skurðlæknis- þjónusta sú sem á að leggja niður kosta sennilega hvergi nærri 100 milljónir króna (sjá síðar). Gallar skýrslunnar Ég held að það sé skylda heilbrigð- isyfírvalda, ef þau rekast á vanda- mál hjá einstökum stofnunum, of mikla eyðslu eða hnökra í starfsemi hverskonar að taka á því máli þegar og þar sem það kemur fyrir. Það getur útheimt frumkvæði, góðan vilja, alúð og þrautseigju og það Er skýrsluhöfundum alveg sama um, hvað þeir setja á blað, spyr Jón Aðalsteinsson, sem hér fjallar um störf vinnuhóps um málefni sjúkrahúsa. getur verið freistandi að leita heldur almennra og ópersónulegra lausna sem síðan er skipað ofan frá yfír alla línuna en það er einmitt það sem hefír gerst með umræddri skýrslu. Það gengur ekki að tala um að sum sjúkrahúsin séu óeðlilega dýr og láta síðan öll gjalda þess jafnt. Aðalgalli gulu skýrslunnar er einmitt sá að reynt er að fínna meira eða minna heildstæðar eða almennar eða prinsíplausnir varðandi framtíð sjúkrahúsmála í landinu sem síðan er þrykkt niður á kerfíð ofanfrá. Þetta er útilokað vegna mismunandi landfræðilegra og félagsfræðilegra aðstæðna og segja má að strax af þessari ástæðu sé hér um gjörsam- lega vonlaust fyrirtæki að ræða. Enda fer nú að læðast að manni sá grunur að aðalmálið sé þessar 7-800 milljón krónur sem átti að sækja út í dreifbýlið til að greiða halla í Reykjavík og skýrslan síðan gerð til að réttlæta þessa aðgerð. Annað sem stingur í augun er ruglandi sem lýs- ir sér í að ályktanir eru dregnar sem í engu standa í sambandi við forsend- ur eða heimildir sem upp eru gefnar en þær eru tölvuskráning landlækn- isembættisins sem nú hefur gengið nokkuð á annan áratug. Hjá öllum sem leggjast inn á sjúkrahús ■eru skráð persónuatriði, dagsetning inn- og útskriftar, hvaðan kom og hvert fór, aðalástæða vistunar, hjúskap- arstaða, þjóðemi, sjúkdómssgrein- ing(ar) aðgerð(ir). Þannig er mikið talnaflóð birt (fjöldi talnaliða nemur tugum þúsunda) og það greint eftir tölfræðilegum aðgerðum (og er þar vafalaust góð og vönduð vinna á ferðinni af tölfræðingsins hálfu). Hin aðalheimild skýrslunnar mun vera bókhald sjúkrahúsanna. Það er ekkert rökrænt samhengi á milli þessara talnalegu upplýsinga og þess að lækka framlög til dreifbýl- issjúkrahúsa um 800 milljónir og leggja niður skurðlækningar á fímm þeirra. Vantar veigamikinn þátt Það vantar veigamikinn þátt inn í forsendumar: Það er hjúkrunin. Ég hygg það vægt áætlað að einn þriðji af útgjöldum til heilbrigðisþjón- ustunnar í iandinu sé kostnaður við hjúkmn og þá á ég við alla þá hjúkr- un, sem í landinu er veitt. Óg næsta ofureinfalda spuming er þá hvað við fáum fyrirþessa, segjum 10 milljarða sem varið er til hjúkrunar. Svör við því liggja ekki á lausu fyrr en hjúkr- unarþyngd hefír verið mæld og skráð með sömu aðferð á öllu landinu hvar sem hjúkmn fer fram, í nokkur ár. Og það er einmitt þessi nokkuð stöð- uga og mikla hjúkmn á litlu sjúkra- húsunum sem hefir gert það mögu- legt að stunda þar fjölbreytilegri lækningar á hagkvæman hátt og verður komið betur að því síðar. Ekki góð skýrsla, heldur vond Ég minntist á það áður að öðru hvom skyti upp kollinum fólk sem teldi þetta góða skýrslu með nýtileg- um tillögum. Sennilega em þeir þó nokkrir landsmenn sem deila þeirri skoðun og þá einkum þeir sem ekki hafa fengið skýrsluna í hendur og þekkja aðeins í gegnum áróður ráð- herra og höfunda skýrslunnar. Ég vil leiðrétta þetta álit því þetta er vond skýrsla. Auk þess sem að ofan er bent á vil ég staldra aðeins við frágang skýrslunnar því hér er ekki riðið við einteyming. Hjálpast þar að óskýr hugsun og stirðbusalegt málfar. - Smá sýnishorn: „Tölur frá 1990 eru sýndar í fskj. 2. Þar hafa sveitarfélög verið dregin saman þar sem skráning sjúkrahúsa á heimilis- fangi sjúklings (sýslu) var ekki sam- bærileg" (hver skilur þetta?) „héraðs- hlutdeild heimasjúkrahúss óeðlilega há“ (hvað er eðlilegt?) „þær aðgerðir og meðferð sem byijar á 5 em í daglegu tali kallaðar skurðaðgerðir" (hvað em þær kallaðar annars?) Læt ég þetta nægja en af nógu er að taka. Á meir en þijátíu stöðum í skýrsl- unni era mikilvæg málefni afgreidd með almennu orðalagi eins og „gera má ráð fyrir“, „áætlað er að“ „laus- leg áætlun" „þarf að taka til athug- unar“ „reiknað er með að héraðshlut- deild verði að jafnaði“ „skipulag hef- ir líklega meiri áhrif en minniháttar breytingar". Er skýrsluhöfundunum alveg sama hvað þeir setja á blaðið? Era þeir svona handvissir um að tak- markinu verði náð, að framlög til sjúkrahúsa dreifbýlisins verði skert um 7-800 milljónir? Hvers vegna mega skýrslur ekki vera vondar? - Málin varða öryggi, þjónustu- stig, atvinnumál og byggðamál heilla landshluta og fjölda fólks. — Allar áætlanir sem stuðla að meiriháttar breytingum á þessum þáttum þarf að vinna af alúð og kostgæfni og umhyggju fyrir þeim er skýrslan varðar. - Vond skýrsla ber vott um tak- markaða virðingu skýrsluhöfunda fyrir sjálfum sér og fyrir lífi þúsunda sem ráðstafanir í anda skýrslunnar munu bitna á. Af því minnst var á öryggi má geta þess að þegar þessi grein er rituð, í aprílbyijun 1995, hefir, samkv. upplýsingum frá vegagerð- inni, verið nauðsynlegt að opna leið- ina milli Húsavíkur og Akureyrar með raðningstækjum flesta virka daga síðan um áramót og heilir ófærðardagar samanlagt átján. Höf- undar gulu skýrslunnar sáu ekki ástæðu til að minnast á Víkurskarð eða vetrarfærð á þessari leið. Höfundur er læknir á Húsavík. Jón Aðalsteinsson Vfll fólk aðskílja ríki og kirkju? PÉTUR Pétursson, prófessor í guð- fræði, gerir í Morgunblaðinu 28. mars að umtalsefni grein eftir mig sem birtist í sama blaði 18. mars sl. (ekki 18. apríl!). I grein minni harma ég að stjómarskrámefnd skyldi ekki taka tillit til ábendinga félagsins Sið- menntar um að endurskoða ald- argömul ákvæði um forréttindi þjóð- kirkjunnar sem bundin em í stjómar- skrá. Að mati okkar í Siðmennt sam- rýmist það ekki nútímaskilningi á trú- frelsi að láta eitt trúfélag njóta svo afgerandi lögvemdar og efnahags- legra fríðinda umfram önnur. í grein- inni er einnig á það bent að sam- kvæmt tveimur könnunum Gallups (ekki Hagvangs eins og Pétur rang- færir) sem gerðar vor 1993 og 1994 vilji meirihluti þjóðarinnar skilja að ríki og kirkju. Kannanir Galiups og afstaða . Siðmenntar og SARK í umræddum könnunum Gallups var fólk einfaldlega spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Úrtakið er 1.200 ein- staklingar af landinu öllu á aldrinum 15-69 ára og er svarhlutfall venju- lega 70-75%. Árið 1993 sögðust 48% þeirra sem svömðu vera hlynntir aðskilnaði, 39% andvígir og 13% sögðust hvorki vera hlynntir né and- vígir. Þegar sama spurning var lögð fyrir rúmlega ári seinna sögðust 52% vera hlynntir aðskilnaði, 32% andvíg- ir og 16% tóku ekki afstöðu. Ef ein- ungis er litið á þá sem tóku afstöðu voru 55% hlynntir aðskilnaði 1993 og 62% árið 1994. Ég geri ráð fyrir að Gallup á Islandi hafi hér staðið faglega að verki. Mér skilst að 70-75% svar- hlutfall þyki vel viðun- andi í skoðanakönnun- um. Það þykir í hæsta máta eðlilegt að 13-16% aðspurðra taki ekki afstöðu. Ef marka má þessar kannanir em þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju um það bil helmingur þjóðarinnar og þeim virðist fara fjölgandi. Til þess bendir einnig sú niður- staða úr könnunum að aðskilnaðurinn á meira fylgi meðal fólks á aldrinum 15-44 ára heldur en meðal þeirra sem eldri em. Það verður fróðlegt að sjá hver þró- unin verður ef Gallup spyr þessarar sömu spumingar síðar. Ég tek undir með Pétri, að það er merkilegt að svo margir skuli vilja aðskilnað þegar 92% þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni, og tek undir þá til- gátu hans að hugsanlega telji meiri- hluti meðlima þjóðkirkjunnar henni óhollt og óhentugt að vera svo bund- in við ríkið. Ég tek einnig undir þau orð Péturs að þessar tölur séu „í meira lagi athyglisverðar". Það mættu fleiri taka þær gaumgæfilega tii athugunar. Siðmennt og Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju, SARK, byggja af- stöðu sína ekki á þessum tölum. Við viljum skilja á milli ríkis og kirkju til að stuðla að jafnrétti og trúfrelsi. Þessar tölur frá Gallup komu okkur líka á óvart á sínum tíma. Við vissum ekki að skoðun okkar væri svo útbreidd. Að sama skapi erum við hissa á því hve fáir stjómmála- menn hafa veitt þessu máli athygli. Ég hef ekki heyrt minnst á það í kosningabaráttunni. Það er virðingarvert að kirkjunnar menn skuli velta málinu fyrir sér. Það hlýtur að vera m.a. í þeirra verkahring að leita farsælla lausna á því. Túlkun á könnunum Guðfræðistofnunar Prófessor Pétur Pétursson vitnar töluvert í könnun á trúarviðhorfum íslendinga sem Guðfræðistofnun HÍ gerði 1987. Þar er spurt um afstöðu til sambands ríkis og þjóðkirkju. Spumingin er mun flóknari en í könn- unum Gallups, fólki em gefnir 4 svar- kostir: Óbreytt samband ríkis og kirkju (34% vilja það), endurskoða sambandið vegna kirkjunnar (15%), endurskoða vegna hagsmuna ríkisins (5%) og slíta því (4%). Um þriðjungur hefur ekki skoðun á málinu. Það er nokkuð há tala, mun hærri en í könn- unum Gallups og kann að helgast bæði af því að spumingin er flókin og einnig af því að meira hefur verið hugsað og rætt um þessi mál síðustu ár. Það er athyglisvert að þeir sem vilja óbreytt samband ríkis og kirkju em hlutfallslega álíka margir og í könnunum Gallups (34% 1987, á móti 39% 1993 og 32% 1994). Þeim sem vilja endurskoða sambandið eða slíta því virðist hafa fjölgað mikið síðan 1987, þá vom þeir samanlagt aðeins 24%. Flestir vilja endurskoða sambandið kirkjunnar vegna og kann það að renna stoðum undir áður- nefnda tilgátu Péturs um að sú al- menna andastaða við samband ríkis og kirkju sem kannanir Gallups mæla gmndvallast ekki síst á umhyggju fyrir kikrkjunni. Það má þó ekki gleymast að kannanir Guðfræðistofn- unar og Gallups em ólíkar og erfitt að bera þær saman. Mér sýnist.að við Pétur lesum ekki alveg það sama út úr könnun Guð- fræðistofnunar. Hann ályktar út frá henni að það sé „vart nema 4% þjóðar- Ég tel það vera allra hag, se^ir Þorvaldur Orn Arnason, að for- réttindi kirkjunnar verði afnumin. innar sem vill aðskilnað ríkis og kirkju — í hæsta lagi 10%. Okkur greinir í fyrsta lagi á um hvar flokka eigi þá sem velja tvo svarmöguleika um að endurskoða samband ríkis og kirkju. Hveiju skyldu þeir hafa svarað ef þeir hefðu verið spurðir: Ertu hlynnt- ur eða andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju? Mig gmnar að meirihlutinn hefði þá merkt við aðskilnað. Ég get t.d. orðað mína afstöðu svo að ég vilji „endurskoða" samband ríkis og kirkju, tel það vera allra hag að for- réttindi hennar verði afnumin en samt verður áfram ýmiss konar samband milli ríkis og kirkju. Til dæmis munu lög ríkisins ná yfír kirkjuna og hún verður eftir sem áður lang fjölmenn- asta trúfélagið jafnvel þótt eitthvað fækki í henni þegar forréttindunum sleppir. í öðm lagi virðist Pétur ekki gera ráð fyrir því að viðhorf fólks hafí breyst veralega á þeim 7 ámm sem líða á milli kannana Guðfræðistofnun- ar og Gallups. Pétur minnist á aðra könnun sem Guðfræðistofnun hafí gert 1993 sem hann telur gefa til kynna að afstaða fólks hafí ekki breyst frá 1987. Fróðlegt væri að fá nánari útlistun Péturs á þeirri könnun og hvemig hann kemst að þeirri nið- urstöðu. Það hefur ýmislegt breyst á þessum ámm. Árið 1987 vora Sovét- ríkin t.d. enn við lýði og Berlínarmúr- inn óbrotinn. Hljóta hugmyndir fólks um trúfrelsi og eðlilega samkeppnis- hætti ekki einnig að hafa breyst? Mikilvægt að ræða tengsl ríkis og kirkju Björgvin Brynjólfsson á Skaga- strönd kemst svo að orði í Frétta- bréfí Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, SARK: „Sérréttindi þjóðkirkj- unar em vanabindandi og valda því að kirkjan hefur ekki náð að þróast með fijálsum hætti líkt og gerst hef- ur með aðra flokka og flestar stofnan- ir í þessu landi. Lögvarin sérréttindi em ætíð hættuleg þeim sem þeirra njóta, ragla samkeppnisstöðuna, stuðla að sífellt meiri kröfuhörku um aukin sérréttindi og em algerlega úr takt við aðra þróun í frjálsu þjóðfé- lagi.“ Ég er ósammála Pétri Péturssyni þegar hann segir: „Samhand ríkis og kirkju er það margbrotið málefni að ekki er hægt að mæla viðhorf fólks til þess með því að spyija það hvrt það sé með eða á móti aðskilnaði." Þó að samband ríkis og krikju sé margbrotið málefni vil ég treysta fólk- inu í landinu til að gera upp hug sinn og svara hvort það vilji skilja þar á milli eður ei. Við getum hjálpað því til að skerpa skilning sinn með mál- efnalegri umræðu um sem flestar hliðar málsins á opinberam vettvangi. Höfundur er formnður Siðmenntar, félags áhugnfólks um borgaralegar athafnir. ÞorvaJdur Örn Ámason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.