Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Friðarspjöll í fjölbýli Á ÍBÚÐAREIG- ANDA í fjölbýli hvíla ýmsar kvaðir og skyldur og er eignarrétur hans háður meiri og víðtækari takmörkunum en gilda um fasteignaeigendur endranær. Það byggist á eðli hlutanna og tillitinu til sameigendanna, sem eiga jafnmikinn rétt og hann. Afnot og eignar- ráð íbúðareigenda ráð- ast að verulegu leyti af málamiðlun og hags- munamati þar sem and- stæð sjónarmið vegast á. Eru reglur ijöleignar- húsalaganna um réttindi og skyldur íbúðareigenda brenndar þessu marki. Hagnýting íbúðar Eiganda er skylt að haga hag- nýtingu íbúðar sinnar þannig, að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjá- kvæmileg eru og eðlilegt þykir í sambærilegum húsum. Er eiganda t.d. almennt óheimilt að breyta hagnýtingu íbúðar, s.s. að hefja þar ónæðissama atvinnustarfsemi. Hagnýting sameignar íbúðareigandi hefur í félagi með sameigendum sínum rétt til að hagnýta sameign hússins og sam- eiginléga lóð. Þessi réttur takmark- ast af hagsmunum og jafnríkum rétti hinna. Ber íbúðareiganda að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit sameigenda sinna við hagnýtingu sameignarinnar og fara eftir regl- um og ákvörðunum húsfélagsins í því efni. Er óheimilt að nota sam- eiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað. íbúðareigendum er skylt að ganga vel og þrifalega um allt hið sameiginlega og gæta þess að valda ekki öðrum í húsinu óþægindum eða ónæði. Nánari reglur um sambýlis- hætti og umgengni og afnot ber að setja í húsreglum. Tillitssemi og umburðarlyndi í flestum tilvikum lukkast samskiptin og sambýlið með ágætúm og lífið gengur sinn gang og þá oftast af sjálfu sér án þess að menn séu að velta fyrir sér reglum og fari með- vitað eftir þeim. Hin nauðsynlega tillits- semi og umburðar- lyndi eru sem betur fer ríkjandi eðlisþættir hjá flestum á þessu sviði mannlegra samskipta sem öðrum. Má í raun segja að reglur og fyrir- mæli megi sín harla lítils ef hugar- farið að þessu leyti er ekki í lagi. En mörkin og jafnvægið milli at- hafnafrelsis eins og friðhelgi ann- ars er hárfint og þarf á stundum ekki mikið til að raska því með afdrifaríkum afleiðingum. Veltir þá oft lítil þúfa þungu hlassi. Deilumál tíð. Smámál magnast Það verður líka að viðurkennast að samskipti og sambýli virðast vanþróaðri hér á landi en í ná- grannalöndum okkar og tregða til að sýna tillitssemi og fara að reglum virðist nokkuð landlæg. í návíginu er mikil mögnun fólgin og smámál verða stór. Eru mörg sorgleg dæmi um að ágreiningur út af smámun- um, eins og skótaui í sameign, vefji svo upp á sig og magnist að úr verði fullur fjandskapur, sem veldur því að samstaða næst ekki um eitt né neitt, ekki einu sinni bráðnauð- synlegt viðhald, og húsið grotnar niður. I slíku húsi ríkir spenna og fátt um bros og góðan daginn og þar er erfitt að láta sér líða vel og í þessari grein fjallar Sigurður Helgi Guðjónsson um fjölbýli, eignarrétt og heimilisfrið. hamingjuríkt heimilislíf hlýtur að eiga erfítt uppdráttar. Urræði gagnvart brotlegum eiganda; bann við búsetu, brottflutningur, sala Þegar íbúðareigandi vanrækir eða brýtur þær skyldur, sem á honum hvíla, hafa fjöleignarhúsa- lögin að geyma úrræði fyrir aðra íbúðareigendur. Geta afleiðingarn- ar orðið mjög afdrifaríkar fyrir við- komandi eiganda. Mæla lögin svo fyrir, að ef íbúðareigandi gerist sekur um gróf eða ítrekuð brot og lætur ekki segjast við aðvörun, þá geti húsfélagið lagt bann við bú- setu og dvöl hans í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji íbúð sína. Kröfum húsfé- lagsins verður að fylgja eftir með lögsókn og nauðungarsölu ef ekki vill betur. Ákvörðun hér að lútandi verður að taka á löglegum húsfé- lagsfundi og með auknum meiri- hluta, þ.e. 2/3 íbúðareigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta. Stjórn húsfélags er ekki bær um að taka slíka ákvörðun. Eðli og tegund brota Þetta úrræði er fyrst og fremst sett til höfuðs brotum á umgengnis- reglum. Brotin þurfa annaðhvort að vera gróf eða ítrekuð. Brot verða eðlilega að vera alvarlegs eðlis til að svona afdrifarík viðurlög séu réttlætanleg. Sífelld endurtekning minni brota geta þó einnig nægt til að úrræðunum verði beitt. Sigurður Helgi Guðjónsson Ástæður sem helst 'koma til álita eru háreisti og svall, meingerðir og áreitni í garð annarra íbúa. Þá má nefna óleyfilega og ónæðissama atvinnustarfsemi í íbúð, óleyfílegt dýrahald, vanræksla á verkskyld- um o.s.frv. Slíkt getur vitaskuld valdið miklu ónæði og verulegri röskun á högum annarra í húsinu og getur það valdið þeim beinu fjár- hagslegu tjóni og rýrt verðgildi eigna þeirra eða gert þær óseljan- legar. Óljós mörk Það er einatt mjög erfitt að draga mörkin milli leyfilegrar hag- nýtingar og óleyfilegrar. Sumar athafnir eru leyfilegar þótt þeim fylgi óhjákvæmilega ónæði og óþægindi. Það er ómögulegt að setja kvarða eða gefa um það ná- kvæmar reglur hvenær brot eru orðin þess eðlis að framangreindum úrræðum verði beitt. Það fer eftir atvikum og aðstæðum og samspili margra þátta. Verður að leysa úr því í hverju tilviki 'á grundvelli hagsmunamats og grenndarreglna. Menn verða að umlíða hið venjulega íbúðareigendur hljóta ávallt að verða fyrir einhveiju ónæði og jafn- vel óþægindum vegna sambýlisins og sameignarinnar. Hjá því verður aldrei komist, það leiðir af eðli hlut- anna, loft eins er annars gólf, hver er inn á annars gafli o.s.frv. íbúðar- eigendur verða að umlíða hið venju- lega, þ.e. það ónæði sem alltaf hlýt- ur að fylgja venjulegu íjölskyldulífi nágranna. Almennt geta eigendur ekki krafist þess að sambýlisfólkið taki sérstakt tillit til þess að þeir séu óvenju viðkvæmir fyrir ein- hverju ákveðnu ónæði eða áreiti ef það fer ekki út fyrir venjuleg mörk. I því efni gildir sem sagt almennur mælikvarði um það sem gengur og gerist og telst venjulegt og eðlilegt í sambærilegum húsum. Húsfélag verður að sanna brot og gæta réttra aðferða Til að dómstólar fallist á að beita þessum úrræðum gagnvart íbúðareiganda verður húsfélagið að sanna vanefndir og brot og má fullvíst telja að ríkar sönnunarkr- öfur verði gerðar. Eins verður húsfélag í hvívetna að gæta réttra aðferða við ákvörðunina og við að framfylgja henni. Verður húsfé- lagið einnig að tryggja sér sönnun um það. Sönnunargögn geta t.d. verið lögregluskýrslur, bréfa- skriftir og fundargerðir húsfélags- funda. Eignarrétturinn og vernd hans Sumir hafa staldrað við þessi úrræði gagnvart íbúðareiganda og spurt hvort hér sé ekki gengið of langt á eignarrétt hans. Á það er ekki hægt að fallast. í fyrsta lagi verður þessum úrræðum ekki beitt nema í algjörri neyð þegar brot og framkoma íbúðareiganda fer út fyrir öll eðlileg mörk og ekki er með neinni sanngirni hægt að ætlast til að aðrir íbúðareigendur búi við slíkt og þoli. í öðru lagi er tilgangur úrræðanna að veija og vernda eignarrétt og heimilis- frið annarra íbúðareigenda, sem til samans að minnsta kosti hljóta að eiga ríkari rétt til eðlilegra og ótruflaðra afnota af eignum sínum en hinn brotlegi að fara sínu fram og hunsa reglur og vanrækja skyldur. Það vill á stundum gleym- ast að mannréttindi eru einnig fyrir venjulegt fólk, sem á líka rétt á eignarréttarvernd. Kærunefnd, Húseigendafélagið Eins og áður segir eru mörkin milli þess sem má og ekki má oft óljós og mörg eru þar gráu svæðin. Oft rís ágreiningur um takmar- katilvik, sem ekki eru svo alvarlegs eðlis að til álita komi að beita þeim harkalegu úrræðum, sem áður get- ur. I slíkum tilvikum geta eigendur leitað til Húseigendafélagsins og/eða Kærunefndar í fjöleignar- húsamálum og fengið álitsgerð um deiluefnið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Enn um verðlagningn á sjávarafla Á VORI 1991 var verðlagning á sjávarafla gefin fijáls, eins og það var kallað. Breytt var lögunum um verðlagsráð sjávarútvegsins á þá lund að ráðið er til staðar en getur ekki komist að niðurstöðu nema sátt ríki beggja vegna borðsins, kaupend- ur og seljendur nái saman um verðið án atbeina oddamanns. Þess vegna hafa fulltrúar ráðsins setið á fundum t.d. nú nýverið til þess að verðleggja loðnu, en án niðurstöðu. Það nægir sem sé að annar aðilinn segi bara nei, þá gerist ekkert, annað en ráðs- menn flytja hver öðrum tilfínninga- ríkar ræður, góð æfing ætli viðkom- andi í pólitík. Þegar ráðið var gert óvirkt með lögum reyndi á ákvæði kjarasamninga um sölu aflans. Þar um fjallar gr. 1.9. í kjarasamningi VSFI og LIÚ sem er þannig: Vél- stjórum skal tryggt hæsta gangvcrð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær í sinn hlut. Þeir taka ekki þátt í útgerðarkostnaði skipsins. Um merkingu ákvæðisins er deilt. Ekki er samstaða um, hvað sé hæsta gangverð og hvernig það ber að ákvarða. Það sem gerir efni ákvæðisins marklaust er sú stað- reynd að hagsmunir útgerðarmanna og sjómanna fara ekki saman nema í örfáum tilvikum, þegar fiskverð er ákveðið, þar sem útgerðin er í um 85% tilvika í eigu vinnslunnar. Fyrstu lögin um verðlagsráð sjávarútvegsins voru sett á árinu 1961 vegna þess að fiskkaupendum og seljendum gekk illa að koma sér saman um verð, ekki betur en svo að róðrar féllu niður af þeim sökum um lengi-i eða skemmri tíma eða þá að verðið var ekki ákveðið fyrr en í vertíðarlok sum árin. Til þess að koma á vinnu- friði í greininni varð því ráðið að veruleika. En hvað var það á árinu 1991 sem benti til þess að friður yrði um verðlagning- una, sem fellst í að út- gerðarmenn ákveði verðið einhliða eins og samningsákvæðið gerir ráð fyrir? Að mínu mati benti ekkert til þess. Eina breytingin sem átt hefur sér stað frá því að lögin um ráðið voru sett er til- koma fiskmarkaðanna, en þar er afli þeirra sem ekki tengjast^ vinnslu verðlagður. Á árinu 1994 fór um 7,9% af Helgi Laxdal magni fyrir utan sjófrysta fiskinn, um innlenda fiskmarkaði sem nam um 22% af verðmætinu. Sé sjófrysti- fiskurinn talinn með lækkar verð- mætishlutfallið í um 15% af heild. Sá hluti flotans, sem tengist vinnslu, mun ekki selja sinn afla á mörkuðum ótilneyddur að neinu marki við óbreyttar aðstæður, einfaldlega vegna þess að fyrirtækin eru búin að byggja upp starf- semi sína m.t.t. þessa fyrirkomulags. Allt miðast við þennan feril hjá fyrirtækjunum. Skipin koma að landi á ákveðnum dögum með fyrirfram ákveðnar tegundir fisks sem henta á þeim tíma vinnslunni o.s.frv. Ef aflinn færi á markað mundi samspilið rofna þ.e. ef innlendir kaup- endur gripu inn í og keyptu aflann. En hveijir verka fisk á ís- landi? Það eru fyrst og fremst aðilarnir sem gera einnig út skip og þeir munu ekki að óbreyttu fara á markaðinn og bjóða í aflann hver fyrir öðrum. Þeir sem koma til með að bjóða í aflann eru fiskvinnslumar sem eru ekki einnig eigendur skipa, þær munu bjóða í aflann líkt og hingað til, þar verður í reynd lítil breyting á. En hver er vinnslugeta þessara húsa? Hvað geta þau unnið hátt hlut- Til fermingccrcjjccfa: Ný lína á handsmíðuðum silfur- og gull- skartgripum Gott verð Ný viðmið verðlagning- ar þarf að útfæra, segir Helgi Laxdal, og eitt þeirra þarf að sækja til reynslutalna frjálsra fískmarkaða. fall aflans? Ef þau geta ekki unnið allt að helmingi botnfiskaflans munu vinnsiurnar sem tengjast útgerð litla samkeppni fá og verða ráðandi á mörkuðunum. Að mínu mati þarf tvennt að koma til í verðlagningu sjávarafla, til þess að sjómenn og útgerðar- menn geti við unað. Ganga þarf þannig frá málum að ef annað- hvort kaupendur eða seljendur æskja verðlagningar og nái þeir ekki niðurstöðu í ráðinu innan ákveðins tíma verði oddamaður kvaddur til, til þess að niðurstaða fáist. Auðvitað vill ekki nokkur maður vekja verðlagsráðið upp í sinni fyrri mynd. En það hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir okkur, líkt og aðrar þjóðir, að eiga möguleika til verðlagningar t.d. á tegundum sem ekki er fyrirséð að fari á mark- aði. Þar má nefna til loðnu og síld svo eitthvað sé nefnt. Ný viðmið verðlagningar verði útfærð, eitt þeirra verði sótt til reynslutaina fijálsra fiskmarkaða. Samið verði við útvegsmenn um breytingar á samningsákvæðinu um sölu aflans, á þá lund að ákveðið stígandi hlutfall aflans fari, á ári hveiju, á markaðina og verði verð- lagt þar þannig að innan skamms fari allur afli um markaðina. Með þeim hætti tryggjum við okkur gegn undirboðum og þokum okkur stig af stigi til meira ftjálsræðis við verð- myndun á sjávarafla. Einhveijir sem lesa þessar línur munu telja að hér sé um undanslátt að ræða, allur afli eigi að fara á markað strax, helst í gær. Þannig gerast hlutirnir bara ekki. Við snúum ekki við á einni nóttu ríkjandi útgerðarháttum né ríkjandi verðmyndun á ferskum fiski, þar verða hlutimir að þróast með eðlilegum hætti eigi varanlegur árangur að nást. Höfundur er formaður Vélstjórafélags íslands. Skólavoröustíg 10 sími 611300 a leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. BYGGINGAVÖRUVERSLUN P. ÞORGRIMSSON S CO AHtaf tll i layor Ármúla 29, sími 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.