Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Guðjón Gríms- son fyrrv. bóndi í Miðdals- gröf í Steingríms- firði, fæddist á Kirkjubóli í Stein- grímsfirði 26. mars 1903. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík þann 30. mars síðastliðinn. Guðjón var níundi í röðinni af tíu börnum hjónanna Gríms Benedikts- sonar bónda og konu hans, Sigríð- ar Guðmundsdóttur frá Víg- hólastöðum á Fellsströnd, sem þar bjuggu. Auk Guð- jóns .áttu þau Benedikt og Guðmund, sem dóu ungir, Valgerði Sigríði, Þorbjörgu Jóneyju, Guðbjörgu, Ragn- heiði, Guðrúnu, Benedikt og Ingunni Kristínu. Árið 1935 kvæntist Guðjón Jónnýju Guðmundsdóttur frá Lauga- landi í Reykhólasveit, f. 7. okt. 1916, d. 7. mars 1989, EINHVERN tímann hlaut að koma að því að elskulegur móðurbróðir ókkar hyrfi yfir móðuna miklu og nú er of seint að iðrast þess að hafa ekki gefið sér meiri tíma til rækta sambandið við hann og rifja upp með honum gamlar minningar og spytja um uppvaxt hans og þeirra systkinanna frá Kirkjubóli. Hann var síðastur þeirra að kveðja þennan heim og það gerði hann með sömu hógværðinni og ein- kenndi allt hans líf. Við vorum ekki háar í loftinu, systurnar, þegar foreldrar okkar tóku okkur fyrst með í heimsókn á æskustöðvar móður okkar. Það var mikið ferðalag frá Reykjavík norður á Strandir í þá daga og sæta varð lagi þegar háfjara var, því að víða lá vegarslóðinn í flæðar- málinu. Ævinlega var gist á ættaróðal- inu Kirkjubóli en mikil var til- hlökkunin að fara fram að Mið- dalsgröf í heimsókn til Guja frænda og Nýju. Þar var okkur innilega fagnað sem kærum og góðum gestum. Þegar okkur bar að garði voru dyrnar opnaðar upp á gátt og með útbreiddum faðmi _-buðu þau okkur brosandi að ganga í bæinn. Það var enginn venjulegur bær og ekki var hann óvenjulegur fyrir það að hann væri svo stór. Hann var bara einhvern veginn svo fullur af þokka og hlýju sem um- vafði mann. Nýja setti upp hvíta svuntu og bar fram veitingar og Guji frændi bauð til betri stofu þar sem allt heimilisfólkið settist niður með gestunum og þar var rætt um menn og málefni af nærfærni og var bömum þar gert jafn hátt und- ir höfði og fullorðnum. Minnisstæð- ur er frændi okkur á þessum stund- um, hlýr og hógvær, augun logandi af glettni og svo drap hann tittl- inga ótt og títt sem gerði hann alltaf svo sjarmerandi og það eins þó árin færðust yfir. Það er ljúft að minnast friðsæld- arinnar sem fylgdi manni eftir heimsókn í Miðdalsgröf og svona var þetta ævinlega og óbreytt öll árin. Jafnvel eftir að Nýja var fall- in frá og næsta kynslóð tekin við var gestrisnin sú sama og frændi okkar sat í stofunni með allan hóp- inn í kringum sig, hlýr og glettinn sem fyrr, og spurði frétta af skyld- fólkinu fyrir sunnan, sem hann fylgdist vel með því minnið var óbrigðult. Einnig er það okkur ógleyman- legt þegar við héldum ættarmót í Sævangi og allur hópurinn marser- aði fram að Gröf til að hylla þenn- an eina eftirlifandi forföður Kirkju- bólsættarinnar. Þarna stóð hann í hlaðvarpanum í sínu fínasta pússi og horfði yfir ættfólk sitt sem sat og keypti þá jörð- ina Miðdalsgröf þar sem þau bjuggu all- an sinn búskap, síð- ustu árín í sambýli við dóttur sína og tengdason, sem tóku svo við jörð- inni. Guðjón hafði fram að því unnið við búið á Kirkju- bóli, fyrst hjá föður sínum, þar til hann dó árið 1927, og síð- an hjá bróður sín- um, Benedikt, sem tók þar við búi. Dætur Guðjóns og Jónnýjar eru: 1) Guðfríður, f. 1935, gift Birni Guðmundssyni, f. 1930 og búa þau í Miðdalsgröf. Þeirra börn eru Anna Guðný, Asta Björk, Hildur og Reynir. 2) Sigríður, f. 1940, gift Kára Steingrímssyni, f. 1941, og eru þeirra synir Steingrímur og Guðjón Grímur. Utför Guðjóns fer fram að Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. þarna í grasinu í glampandi sól og eins og ávallt fyrr þegar gesti bar að garði voru bornar fram veiting- ar og hlaðið var fánum skreytt í tilefni dagsins. Hógværðin og brosið fylgdu hon- um alla tíð og eftir að hann fluttist á sjúkrahúsið á Hólmavík kvaddi hann okkur ævinlega eftir hverja heimsókn með þessum orðum „Þakka ykkur fyrir komuna og far- ið nú fram að Gröf og fáið ykkur kaffisopa hjá henni Dædu minni.“ Nú er hann allur þessi góði drengur og öðlingur sem gekk á meðal okkar hljóðlátur og hógvær og vildi öllum gott eitt gera. Hans verður sárt saknað Blessuð sé minning hans. Sigríður, Pálína og Bára. Stopular og allt of fáar stundir í návist Guðjóns Grímssonar færðu mér heim þau sannindi að návist hans væri bætandi og göfug. Frá honum stafaði hlýju og góðvild en jafnframt glettni, allt var af hinu góða í fari hans. Frá árdögum ævinnar kunni hann fótum sínum forráð. í föðurgarði lagði hann grunn að því að standa á eigin fótum, hann eignaðist eigin bú- stofn. í næsta nágrenni hóf hann svo búskap með góðri konu og farnaðist vel. Að líkindum má kveða svo að orði að Guðjón hafi með vissum hætti staðið í skugga bróður síns, sem bjó á föðurleifð þeirra, héraðshöfingjans Benedikts á Kirkjubóli. En þeir studdu hvor við annars bak og nutu báðir sam- vistanna. Um langt árabil hef ég notið þess í ríkum mæli að leiða frændl- ið Guðjóns mér við hönd, afkom- endur mína. Á ættarmóti á Kirkju- bóli á blíðum sumardögum fyrir nálega fjórum árum hitti stór skari frændfólks þennan öðling. Það voru góðir dagar. Guðjón var þá einn lifandi systkinanna frá Kirkjubóli og hann var góður full- trúi þeirra allra. Frændgarðurinn og venslalið hreifst af hinum aldna heiðursmanni. Hann bjó við gott atlæti á heimili aldraðra á Hólma- vík. Þangað var gott að koma og góður félagi hans á þeim stað, hagleiksmaðurinn Þorsteinn Magnússon, átti hlut að ógleyman- legum samfundum. Hjartans þökk sé þeim báðum. Guðjón sagði mér frá Guðbjörgu á Broddanesi og ávarpsorðum hennar þegar faðir hans, Grímur á Kirkjubóli, var til grafar borinn. Guðbjörg hóf mál sitt m.a. með þessum orðum: Allt hefðarstand er sem mótuð mynt en maðurinn gull- ið þrátt fyrir allt. Þessi yfirskrift hinnar gáfuðu grannkonu feðganna MINNINGAR á Kirkjubóli á vel við í dag, þegar Guðjón í Miðdalsgröf er kvaddur. Hann var vissulega gull að manni, óþægileg er sú tilfinning að eiga þess ekki kost að hitta hann fram- ar. Við Þorgerður vottum dætrum hans, Guðríði og Sigríði, og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð. Sigurður E. Haraldsson. Mig langar að minnast Guðjóns bónda í Miðdalsgröf nokkrum orð- um. Með honum er genginn góður og traustur maður sem lifði öld breytinga og framfara í búskapar- háttum. Hann kvæntist frænku minni, Jónnýju, árið 1936 en stuttu áður höfðu þau hafið búskap að Miðdalsgröf. Það má segja að lífs- starf þeirra og vettvangur hafi frá þeim tíma verið í Miðdalnum. Á hinum langa hjúskapartíma þeirra hjóna kom mikill fjöldi barna og unglinga til sumardvalar að Miðdalsgröf. Öllum var tekið með opnum örmum og þar var oft fjöl- menni i heimili. Það var alla tíð eftirsótt að komast þangað í sveit og sömu börnin komu þangað sum- ar eftir sumar og ég held að öllum sem þar hafa dvalist sé ákaflega hlýtt til þessa staðar og margir hafa haldið tryggð við hann og heimilisfólkið. Eg var einn þeirra sem var svo lánsamur að fá að vera þar í nokkur sumur ásamt Maríu systur mini og við eigum sannarlega margar ljúfar minning- ar frá þessum tímum. í Miðdals- gröf höfum við ávallt verið aufúsu- gestir eins og allir sem þar hafa dvalið í gegnum tíðina. Um þetta leyti ríkti mikil bjart- sýni í sveitum landsins. Bændur voru að taka upp nýja búskapar- hætti. Gamli tíminn var að kveðja en heimur tækniframfara að taka við. Húsakostur var bættur, tún stækkuðu og sauðfé fjölgaði. Véla- öldin gekk í garð. Unglingunum var á varfærnislegan hátt kennt að tileinka sér ný vinnubrögð en engu að síður var gömlum venjum og siðum haldið í heiðri. Þessi tími var ákaflega lærdómsríkur og það var skemmtilegt að upplifa þessar breytingar í Miðdalsgröf. Guðjón ávann sér strax traust og virðingu þeirra sem honum kynntust. Hann var hæglátur og athugull og með sínu góðlátlega brosi ávann hann sér traust okkar. Hann kenndi börnunum mikilvægi vinnuseminnar. Sumarstöfin voru skemmtileg og heillandi og tíminn frá sauðburði á vorin til rétta á haustin var fljótur að líða. Þetta var ævintýraheimur fyrir okkur borgarbörnin og þarna höfðum við hlutverki að gegna og nutum tenglsanna við náttúruna. Það var ætlast til að við værum þátttakend- ur í flestum störfum og ég held að við höfum haft gott af ábyrgð- inni. Þegar maður kallar fram minn- ingar frá þessum tímum koma ofar- lega í huga ýmsar hefðir sem voru virtar. Börn og fullorðnir hlustuðu ávallt á fréttir og veðurfregnir á gömlu Gufunni. Þetta var nánast helgistund en eftir lesturinn var farið að ræða landsins gagn og nauðsynjar og víst er að heimilis- fólkið fylgdist vel með því sem var að gerast innan lands og utan. Einnig koma í huga ýmsar sérstæð- ar persónur sem bjuggu á Strönd- um á þessum tíma og áttu þær óskipta athygli okkar barnanna þegar þær komu í heimsókn að Miðdalsgröf. Heimilisbragurinn hjá þeim hjón- um var til mikillar fyrirmyndar. Allt í föstum skorðum og regla var á öllum hlutum og vel hugsað um alla sem þar dvöldust. Guðjón flutti fyrir nokkrum árum til Hólmavíkur og dvaldi þar á elliheimilinu síðustu æviárin. Um leið og við kveðjum Guðjón hinstu kveðju þökkum við fyrir góðar sam- verustundir og góð kynni. Við send- um dætrum hans og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Sophusson. + Guðbjörg Guð- jónsdóttir var fædd á Kaldbak í Kaldrananeshreppi 22. janúar 1902. Hún andaðist á Borgarspítalanum 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Jóns- son bóndi og kona hans, Sigþrúður Sigurðardóttir ætt- uð frá Kleifum á Selströnd. Hún var ellefta barn þeirra hjóna, en þau áttu saman 13 börn og ólu upp dótt- urson sinn, Guðmund R. Dags- son. Tíu börn þeirra komust til fullorðinsára en þrjú barna þeirra dóu ung. Guðbjörg lifði öll systkini sín. Hún giftist aldrei og átti enga afkomend- ur. Utför _ Guðbjargar verður gerð frá Isafjarðarkirkju í dag. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. Nú fækkar þeim óðum sem fremstir stóðu og festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefum og hnúum og höfðu sér ungir það takmark sett, að bjargast af sínum búum, og breyta í öllu rétt. (Davíð Stefánsson) Mig langar að minnast Guð- bjargar Guðjónsdóttur frá Kaldbak í Kaldrananeshreppi með nokkrum kveðjuorðum. Eg á margt að þakka henni, þegar leiðir skilja. Hún var ern og líkamlega heilsugóð, fór allra sinna ferða allt til síðustu daga. Hún hafði gott minni, var sílesandi og fróð um ætt sína, og gaman var að ræða við hana um ættir og mannlíf á Ströndum. Á Kaldbak var jafnan búið vel og lífsafkoman var sótt bæði til lands og sjávar. Sveitin er afskekkt nú og fátt af fólki, en á uppvaxtar- árum Guðbjargar var þar mikið athafnalíf til sjós og lands. Upp úr aldamótunum síðustu tóku búskaparhættir fólksins stór- stígum framförum og hagur fólks batnaði. Á Djúpavík, sem var í næsta nágrenni, var reist síldarverksmiðj- an og síldarsöltun einnig starfrækt þar. Með þessum atvinnurekstri batnaði afkoma fólksins mjög mik- ið. í dag er öldin önnur á hinum nyrstu ströndum. Þar brotna enn hávaxnar öldur Norður-íshafsins með þungum sogum við þverhnípt björg og gjögur, þegar veðurofsinn með ógn, frosti og byljum nær hámarki. Þar bjó stofn sterkur að gerð, skekinn af veðrum, og vetrar- hörkum, skininn af sólu, og í hans skjóli döfnuðu ungir kjörviðir og kjarnagróður. Albert Schweitzer sagði, að þroskinn væri fólginn í því, að maðurinn lifði af sólskin, regn, storma og hörkur ævi sinnar, þann- ig, að hann yxi hið innra, því að það sé auðvitað það sem mestu varðaði. Á Kaldbak upplifði fólkið þetta allt og meira til. Þar umlykja rishá fjöll máttug og foldgná. Þau þurfti að smala, um þau var ferðast og við þau varð að glíma hvernig sem viðraði. Guðbjörg elst upp við þess- ar aðstæður, og kunni að segja frá mörgu skemmtilegu frá þeim tíma. Hún vann öll störf er féllu til á búinu frá æsku til fermingar. Hún lærði snemma að hlut- irnir gerðu sig ekki sjálfir. Hún fór ung í vistir til ísafjarðar og síðar til Reykjavíkur, en var aðeins að heim- an að vetrinum, kom heim á sumrum. Var sá háttur hennar fram eftir aldri. Hún vann við fatasaum á ísafirði hjá Þorsteini Guð- mundssyni klæðskera marga vetur og einnig hjá Andrési Andrés- syni í Reykjavík. Hún þótti hög í höndunum og hún átti margar merkilegar og fallegar hannyrðir eftir sjálfa sig. Á ísafirði kynntist hún mörgum merkum íbúum bæjarins og kunni þar vel við sig. Þar var hún einnig í vist hjá Vilmundi Jónssyni lækni og fleiri góðborgurum. í Reykjavík kynntist hún einnig mörgu merkis- fólki, til dæmis Einari Benedikts- syni, heimili hans, börnum og heim- ilisvinum þeirra hjóna, því þar var hún við barnagæzlu og heimilis- störf. Öll verk sín vann Guðbjörg af alúð, vandvirkni og dugnaði, og var enginn svikinn af verkum hennar. Hún var geðgóð, glaðlynd og um- gengnisgóð, nærgætin þótt hún væri hnyttin í tilsvörum og orð- heppin. Hún hafði góða frásagnargáfu, kunni frá mörgu skemmtilegu að segja frá liðinni tíð, því hún var minnug, fundvís og glögg á það, sem í frásögur var færandi. Eftir að móðir hennar, Sigþrúð- ur, var látin 1941, tók Kristín syst- ir hennar við búsforráðum innan- húss. Svo þegar Guðjón faðir henn- ar dó 1952, tók Jón bróðir hennar við búsforráðum en áfram unnu þau Guðbjörg og Guðmundur, fósturbróðir hennar, við heimilis- störfin. Þau bjuggu snyrtilegu og góðu búi við mikla gestrisni. Þótti þar gott að koma gestum og gangandi. Árið 1966 afréðu þau systkinin að bregða búi. Jón bróðir þeirra fluttist til Reykjavíkur, en Guð- björg og Guðmundur fluttust til Isafjarðar. Þau keyptu þar hús á Hnífsdalsvegi 8. Á ísafirði unnu þau Guðbjörg lengst af í rækju og í hraðfrystihúsunum. Guðbjörg vann í fiskverkun allt til áttræðis- aldurs. Árið 1986, þegar Kristín systir þeirra dó, sem búsett var á ísafirði, þá tóku þau systkinin sig upp og fluttu suður og vistuðu sig á Ási í Hveragerði, þar sem Guðmundur dvelur enn. Þar hefur þeim liðið vel og farið vel um þau, og var Guðbjörg mjög þakklát starfsfólkinu þar og for- stöðumönnum. Þau hafa þar notið félagsskapar vina og félaga, um- hyggju og hlýju, og þar hefur farið vel um þau á ævikvöldinu. Guð- björg var ein af þessum samferða- mönnum, sem fara fagnandi, nær- gætnum höndum um flesta hluti. Góðvildin var greypt í hug og sál. Það geislaði frá hveijum andar- drætti. Hún gæddi oft mál sitt glettni og kímni, sem var þó græskulaust og létti skap annarra og bætti. Henni var slík hjálpar- hönd léð, að hika aldrei nætur jafnt sem daga, að geta ekkert aumt séð án þess að bæta um og laga. Nú sit ég hljóður er ég hugsa um okkar kynni. Minn söknuður breytist í blessun og þökk, og bæn yfir minningu þinni. (S.F.) Ættingjum og vinum Guðbjarg- ar Guðjónsdóttur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hennar. Hvíl í friði. Björn Ólafsson. GUÐJÓN GRÍMSSON GUÐBJORG G UÐJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.