Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 37- MINNINGAR GUÐBJORG STEINSDÓTTIR + Guðbjörg Steinsdóttir fæddist í Bjargar- koti í Fljótshlíð 8. apríl 1910. Hún lést í hjúkrunarheimil- inu Skjóli 1. apríl. Foreldrar hennar voru Steinn Magn- ússon og kona hans, Sólveig Guðmunds- dóttir. Tíu ára göm- ul missti hún móður sína og fór hún þá að Efri-Þverá, þar sem Magnús bróðir hennar var farinn að búa. Var hún þar til 17 ára aldurs, en fór þá til Vestmanna- eyja og var þar í nokkur ár. Um 1930 fór hún til Reykjavík- ur og var þar við ýmis störf til ársins 1938, en þá um haustið kom hún að Hlíð. Hún giftist syni bóndans þar, Lýð Páls- syni. Þau bjuggu þar til ársins 1971 er þau fluttust til Reykja- víkur. Sonur Guðbjargar er Steinn Þorgeirsson tæknifræð- ingur. Kona hans er Svanhildur Sveinsdóttir og eiga þau þrjú börn. Útför Guðbjargar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 12. apríl, og hefst athöfn- in klukkan 15.00. Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá - en þá fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má: en angan horfin innir fyrst urtabyggðin hvers hefir misst. Þetta erindi Bjama Thorarensens kom í hugann þegar ég frétti lát Guðbjargar Steinsdóttur, mágkonu minnar, en hún var gift Lýð Páls- syni fósturbróður mínum. Heimili þeirra í Hlíð í Gnúpveijahreppi var mikið menningar- og rausnarheim- ili. Gestrisni var höfð í hávegum hvort sem ungir eða aldnir áttu í hlut. Það var ekki að undra þótt böm og unglingar hændust að Hlíð. Og þau urðu mörg bömin hénnar Guðbjargar. Þegar Guðbjörg kom að Hlíð haustið 1938 var fósturmóðir mín, Ragnhildur Einarsdóttir, sem ég kallaði mömmu, mjög farin að kröftum og sú mikla hlýja og umönnun, sem Guðbjörg sýndi henni, var engu lík. Heimilið varð glaðara og bjartara. En Guðbjörg kom ekki ein að Hlíð. Hann Steinn, sonur hennar, var með henni. Hann var þá ársgamall og varð brátt eftir- læti á heimilinu. Ég man alltaf þegar ég sá Guð- björgu í fyrsta sinn, en það var sumarið 1939. Ég hafði verið við kennslu vestur í Bolungarvík um veturinn og kom nú heim. Ég fór beint í bæinn og inn í eldhús. Þar var Guðbjörg og um leið og ég heils- aði henni sagði hún: „Þú ert Hulda. Ósköp er gaman að þú skulir vera kornin." Ég fann að þama hafði ég eignast vinkonu sem tengdi mig enn meira við æskuheimili mitt. Árin liðu. Ég eignaðist heimili og börn en Hlíð var annað heimili mitt og sona minna. Synir mínir þrír voru öll sumur hjá Guðbjögu og Lýð og fóru þangað líka um páska og áramót. Áramótabrennan á stórhól var engu lík. Guðbjörg var þeim sem önnur móðir. Þann mikla kærleika sem hún sýndi mér og þeim þakka ég að leiðarlokum. Blessuð sé minning Guðbjargar Steinsdóttur. Hulda Runólfsdóttir. Fyrst kemur heit sólin í hugann og heimatilbúinn ís með jarðarbeij- um. Síðan kviknar ilmur af heyi og minning um ylvolgan læk til að vaða í, latar kýr og meiri ís. Fallin spýta á kvöldin og alltaf kakó á morgnana. Hlíð var dásamlegasti staður á jörðinni af því hún Guð- björg Steinsdóttir bjó þar. Ég átti því láni að fagna að vera einn af heimalningunum hennar og bý að því ævina á enda. Það urðu allir dálítið matvandir sem voru hjá henni og ekki nema gott eitt um það að segja því það er engin dyggð að vera að pína ofan í sig vondum mat. Guðbjörgu fannst að góður matur væri sjálfsögð lífsgæði og okkur bræðrum fannst það líka. Já, lífgæði er orð sem kemur í hugann þegar ég minnist hennar og annað orð er lífsgleði. Hún var komin undir sextugt og átti til að fá hlátursköst eins og unglingstelpa. Stúlkur sem voru í vist hjá henni urðu allar með tölu nánar vinkonur hennar. Ég man hvað hún og Sara Bertha hlógu mikið. Sara var kaupakona í Hlíð þráttán og fjórtán ára gömul. Mað- ur vissi aldrei af hveiju þær hlógu. Það lá bara eitthvað í ioftinu, eink- um og sér í lagi þegar þær voru að vaska upp. Þetta var víst fyrir rúmum 25 árum síðan og þá tíðkað- ist ekki að við karlmenn værum að vaska upp. Maður fór bara út í garð í sólbað eða lagðist fyrir ofan Lýð Pálsson á mjóum dívan inni í borðstofu op fékk hann til að lesa fyrir sig Andrés Önd. Ef einhver skyldi nú lesa þetta greinarkom sem ekki þekkti Guð- björgu sér hann hana kannski fyrir sér sem örlítið bústna bóndakonu með rauðar kinnar og köflótta svuntu. En það var öðru nær. Guð- björg var alla tíð tággrönn og reykti Camel-sígarettur af talsverðri nautn. Hún bjó um tíma í Reykja- vík áður en hún flutti að Hlíð og það verður að segjast eins og er að einangnm sveitarinnar átti ekki við hana. Ég held að hún hafi aldr- ei litið á sig sem sveitakonu. Hún vildi hafa fólk í kringum sig og það var svo sem enginn hörguil á gest- um í Hlíð. Eina helgina voru sextán næturgestir úr Reykjavík og þá kom sér vel að vesturbærinn í Hlíð er býsna stórt hús með mörgum her- bergjum. Það var dýrðlegur fögnuð- ur og kræsingar á borðum alla þá helgi. Eg veit ósköp vel að minningin bregður gullnum blæ á hið liðna. En ég veit líka að líf mitt væri svo miklu fátæklegra hefði ég ekki átt þess kost að alast upg hjá Guð- björgu og Lýð í Hlíð. Ég var þar hvert einasta sumar frá því ég fæddist þar til þau brugðu búi haustið 1971. Ég var þar flesta páska og um áramót ef þess var nokkur kostur og ég var vetrar- langt þegar ég varð sjö ára. Þann vetur kenndi Guðbjörg mér að lesa og svo kenndi hún mér að mjólka. Hvort tveggja átti eftir að koma sér vel. Það sem mestu máli skipti var þó ástúðin og hlýjan. Ég trúi að allt það sólskin hafi hlaðið mitt sálarbatterí fyrir lífstíð. Hjálmar Sveinsson. Guðbjörg var fædd og uppalin í Bjarkarkoti í hinni fögru Fljótshlíð og þar var ekki auður í búi fremur en annars staðar á þeim tímum. Faðir hennar gekk undir nafninu Steinn smiður, en í þá daga voru slíkir menn ekki vanir að safna auði, þeir þekktu ekki neinn iðnað- armannataxta. Það varð ævistarf tveggja bræðra hennar, Þorsteins og Guð- mundar, að reka járnsmíðaverk- stæði í Vestmannaeyjum og fást við að halda bátavélunum gang- andi. Ég kynntist þeim töluvert, því að þeir komu árlega að heimsækja systur sína. Þá var litið á það sem aflaga fór. Tæplega hef ég kynnst meiri höfðingjum fram i fingur- góma. Ég hef heyrt gamla Vest- manneyinga segja að þegar þeir bræður fóru í bátavélamar hefði ekki verið spurt um tryggingu fyrir greiðslunni. Ég hef fyrir satt að það hafi verið fagurt mannlíf í Fljótshlíð- inni. Einn af feijumönnum við Sandhólafeiju sagði frá því í endur- minningum sínum að það hafi alltaf verið gaman þegar Fljótshlíðingam- ir komu og tjölduðu því þeir voru svo glaðir og sungu svo mikið. Til er líka annar vitnisburður um mannlífið í Fljótshlíðinni, þar sem er kvæði Þorsteins, „Fyrr var oft í koti kátt“, sem er í senn einn af þjóðsöngvum íslendinga. Guðbjörg var yngst af fimm systkinum, átti íjóra eldri bræður. Hún sagðist oft hafa haft þungar áhyggjur af föður sínum, þegar hann þurfti stundum að fara langar leiðir til að liðsinna mönnum við alls konar smíðar. Það var auðvitað engin furða þar sem Guðbjörg missti móður sína ung að árum. Auk þess bar hún alltaf mikla um- hyggju fyrir öllum sem henni fannst þurfa hjálpar við. Haustið 1938 kom Guðbjörg að Hlíð með Stein son sinn eins árs gamlan. Þau öfluðu sér strax vin- sælda þar. Árið 1942 giftist Guð- björg Lýð bróður mínum. Við bjugg- um síðan í sambýli til ársins 1971. Þá hættu þau búskap Guðbjörg og Lýður og fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar í Gautlandi 21. Dvöl Guðbjargar í Hlíð var hátt í 33 ár, fyrst í sambýli en síðar var jörðinni skipt í Hlíð I og II og skömmu seinna var byggt annað íbúðarhús sem við Katrín búum í. Samskiptin milli heimilanna voru að sjálfsögðu alltaf mikil. Þau voru mjög ánægjuleg og árekstralaus. Ekki var það síst Guðbjörgu að þakka. Þetta æviskeið Guðbjargar er okkur hjónum nú ofarlega í huga er leiðir skiljast og teljum við ekki ofmælt að við eigum henni mikið að þakka. Það kom í hlut Guðbjargar að hlynna að foreldrum mínum sein- ustu árin sem þau lifðu. Það getum við böm þeirra varla fullþakkað. Það var í hennar eðli að hjúkra, þótt það yrði ekki hennar ævistarf. Áður en hún kom að Hlíð starfaði hún um tíma á spítala og eftir að hún fluttist til Reykjavíkur starfaði hún um skeið á elliheimilinu Gmnd. Mörg böm og unglingar dvöldu í Hlíð á þessu rúmlega 30 ára tíma- bili. Öll hennar viðskipti við böm og unglinga einkenndust af mikilli umhyggju, enda eignaðist hún þar stóran hóp tryggra vina. Bömum okkar Katrínar var hún líka eins og móðir. Gestagangur var oft mikill hjá þeim Guðbjörgu og Lýð sem ekki var furða þar sem húsmóðirin kunni flestum betur þá list að taka á móti gestum þannig að þeir gátu verið eins og heima hjá sér. Síðustu árin urðu Guðbjörg frem- ur erfið vegna veikinda. Þó gat hún lengst af dvalið heima. Hún naut þar mikillar umhyggju Lýðs, Steins, Svanhildar og fleiri vina og vanda- manna. Allra síðast dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli og naut þar ágætrar hjúkmnar. Nánustu aðstandendur gleymdu henni ekki þar frekar en annars staðar og hún naut heimsókna þeirra. Þegar við Katrín komum til henn- ar fáum dögum áður en hún dó var hún fremur illa haldin en bar sig þó vel. Okkur fannst næstum furðu- legt hversu mikil ró var yfír henni, þar sem við vissum að henni leið ekki vel. Auðséð var að hún var hvíldarþurfi. Ég lýk þessum minningarorðum með hinu fagra versi Matthíasar Jochumssonar um hið litla tár. í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. Steinar Pálsson. í dag kveðjum við Guðbjörgu Steinsdóttur. Hún var gift föður- bróður mínum og heimili þeirra var frá fyrstu stund einn af föstu punkt- unum í lífi mínu, sannur gleði- og griðastaður. Á slíkri stund hvarflar hugurinn til baka og minningamar leita á. Sannarlega verður Guðbjargar ekki minnst án þess að skilningurinn dýpki á því hvað það er sem gefur lífinu gildi. Það er ekki munaður og íburður heldur samfélag við fólk. Gott fólk eins og Guðbjörgu. Hún var meira en í meðallagi félagslynd og í kring um hana ríkti glaðværð. Það lifnaði ævinlega yfir henni þeg- ar gesti bar að garði og hún tók fólki alltaf opnum örmum, hversu mikið sem annríkið var. Enda leit- aði fólkið til hennar. Heimili hennar og Lýðs var því stundum líkara hóteli en venjulegu heimili. Lengst af hafði. Guðbjörg mikil samskipti við unglinga og fórst henni það einstaklega vel. Hún hafði hjartað á réttum stað og gæddi lífíð gamansemi og skilning- ur hennar og umburðarlyndi komu í góðar þarfír. Það má segja að Guðbjörg hafi verið einstaklega lag- in við að umgangast fólk. Hún tók þátt í því sem manni var hugleikið og hafði skilning þess sem hefur lifað skin og skúrir enda var hún mér ævinlega ofarlega í huga, jafnt í gleði sem og þegar á bjátaði. Guðbjörg reyndist mér og fjöl- skyldu minni sannur vinur. Til hennar og Lýðs lágu sporin, jafnt smá sem stór. Hún skilur eftir sig minningar sem ylja og enginn getur tekið frá okkur sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni. Elsku Lýður, Steinn, Svana og börn, ykkur verður seint þakkað fyrir hversu vel þið studduð Guð- björgu þegar halla tók undan fæti. Hún átti það svo sannarlega skilið. Elín Erna Steinarsdóttir. í Vesturbænum er alit eitthvað sérstakt, þessi ótalmörgu herbergi hvert með sína sögu og sína sál, Hrútakofínn, Norðurkot og Kvistur- inn. í Smíðakjallaranum er margt brallað og inn af Skemmukjallaran- um er Kartöfluhúsið en þangað fara aðeins þeir sem eru hugaðir. Þarna er alltaf opið hús. Þeir eru ekki hversdagslegir dag- arnir þegar hægt er að skreppa yfir og kíkja í Andrésblöð eða tíma- ritið Skák og allar myndirnar inn í Miðhúsi sem má skoða aftur og aftur og öll jólakortin. Þvílíkur bunki. Á sumrin fyllist húsið af fólki, stóru og smáu, endalaus gesta- gangur og allir krakkarnir sem eru komnir og fara ekki fyrr en skólinn byijar. Þegar haustar og allt hljóðn- ar og svartnættið virðist framund- an, þá er enn sem fyrr alltaf jafn gott að koma í Vesturbæinn. Þar er allt eitthvað svo sérstakt, einhver ævintýraheimur, eitthvað sem dreg- ur alveg sérstaklega að, Guðbjörg. Á henni mæðir allt heimilishaldið og það er hreint ekki svo lítið og það sem meira er, hún er fjölda barna nánast sem móðir. Sá hópur er býsna stór. Núna þegar við minnumst hennar og finnum hve mikið við höfum misst er notalegt að finna að þrátt fyrir allt eigum við svo mikið, sem eru ljúfar og notalegar minningar. Hvernig sem maður gramsar í þeim minningarbrotum kemur aldr- ei neitt upp í hugann sem manni gramdist eða sámaði, en aftur og aftur hljómar þægileg rödd hennar sem segir eitthvað svo hlýlegt og fallegt og fær mann til að hugsa og skilja að maður skiptir einhverju máli og að veröldin er ekki tveir ólíkir heimar, það er bamsins og fullorðna fólksins, heldur ein og sami heimurinn. Fyrir okkur Önnu, sem nú búum í sama húsi og þau Guðbjörg og Lýður éyddu stórum hluta ævi sinn- ar, er það ómetanlcgt að geta rifjað upp það góða og skemmtilega and- rúmsloft sem hér ríkti. Það er líka þægilegt til þess að hugsa að hún tók þátt í að spinna okkar örlaga- þráð. Litla garðholan við Kapellugilið er og verður alltaf tengd minningu Guðbjargar. Þar óx allt og dafnaði en þó var annar garður sem hún lagði enn meiri rækt við en það vom mannlegu samskiptin og þann- ig minnumst við hennar. Margs er að minnast, \ margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Lýður, Steinn, Svana, Guð- björg, Sveinn og Ragnar Páll. Inni- legar samúðarkveðjur héðan úr Vesturbænum. Guð er með ykkur. Tryggvi Steinarsson. Elskuleg amma okkar er dáin. Hún hefur nú lagt aftur augu sín í síðasta sinn og fengið hina lang- þráðu hvíld. Það eru margir sem minnast hennar og ekki síst við bamabömin sem fengum að njóta umhyggju hennar í öll þessi ár. Það er með þakklæti sem við hugsum til þess að við áttum svo margar stundir með ömmu og afa og það em fáar minningar sem við eigum sem ekki tengjast þeim. Líf- ið verður ekki það sama án hennar ömmu en hún lifir áfram í hjarta okkar og minning hennar veitir okkur gleði og styrk um ókomna framtíð. Guðbjörg, Sveinn Arnar og Ragnar Páll. Leiðin milli Hælis og Hlíðar er rúmir 2 km eða hálftíma gangur fyrir stutta fætur. Oft gengum við þessa leið, allt frá því við munum eftir okkur og oftast var erindið það sama. Nefnilega að hitta son- inn á heimilinu sem var örlítið eldri en við og hálfgerður töframaður í okkar augum. Það sem gerði erindið enn nauð- synlegra var að komast í eldhúsið til Guðbjargar og fá kakó og góm- sætar kökur eftir erfiðan dag í bflaleik og öðru slíku. Þessar minn- ingar ásamt mörgum fleirum koma upp í huga okkar er við nú fylgjum Guðbjörgu til hinstu hvílu. Gestrisni og glaðværð er það sem manni dettur alltaf í hug þeg- ar hugurinn er látinn reika um lífs- hlaup þessarar merku konu. Mikill samgangur var á milli bæjanna þegar við vorum að alast upp enda lá vegurinn að Hlíð í gegnum hlað- ið á Hæli. Þegar íbúðarhúsið á Hæli brann til kaldra kola í ársbyijun 1959 r þótti Lýði og Guðbjörgu í Hlíð al- veg sjálfsagt að foreldrar okkar flyttu til þeirra á meðan verið væri að byggja nýtt hús. Þessu góða boði var tekið og vorum við þar til vors í góðu yfiriæti og aldr- ei kom til greina að greiða nokkra krónu fyrir. Nærri má geta að þetta hefur verið mikið álag að fá inn á heimil- ið hjón með fimm börn, en aldrei létu þau Hlíðarhjónin það á sér finna nema síður væri. Þetta og margt fleira verður seint fullþakk- að. Við vottum eftiriifandi ástvin- um, okkar dýpstu samúð. Gestur og Bjarni Einarssynir. • Fleiri minningargreinar urn Guðbjörgu Steinsdóttur bíða birt- ingur ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. ríGI, frQm 5 ÍUiiihuisuit Suöurveri, Stigahlífl 45, sími 34852 > Frí fjlfíiv > Arjlátiíirkurí F Frí ■jiíukkufi \ Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.