Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 39 RAGNAR ÓLAFSSON + Ragnar Ólafs- son kaupmaður fæddist í Reykjavík 19.04. 1925. Hann er sonur Ingveldar Einarsdóttur frá Árbæ í Ölfusi, f. 10.08. 1889, d. 19.11. 1966, og Ól- afs Einarssonar frá Grímslæk í Ölfusi, f. 28.09. 1893, d. 03.05. 1973. Sonur Ragnars er Eiríkur Benedikt f. 11.07. 1973. Sonur Eiríks er Eiður Benedikt f. 01.11. 1991. Systkini Ragnars eru: Sigrún f. 01.10. 1916, Einar f. 08.11. 1917, d. 06.02. 1985, Vilborg f. 25.06. 1919, Ingólfur f. 24.03. 1921, d. 17.11. 1966, kvæntur Huldu Guðlaugsdóttur, f. 28.07. 1921, Gunnar f. 21.09. 1923, kvæntur Elísabetu Ólafsson f. 02.03. 1930, Anna Marta f. 19.09. 1923, gift Guðmundi Sig- urjónssyni f. 05.08. 1929, d. 09.04. 1981, Ólafur Kjartan f. 10.10. 1927, kvæntur Ingi- björgu Gísladóttur f. 20.04. 1928, Ágústa f. 02.01. 1929, gift Haraldi Sigurjónssyni, f. 06.04. 1921, Jón Abraham, f. 21.02. 1931, d. 20.10. 1986, kvæntur Sigríði Þorsteinsdótt- ur f. 29.09 1930. Ragnar verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl kl. 13.30. OKKUR systkinin langar til þess að minnast föðurbróður okkar, Ragnars Ólafssonar, kaupmanns í Reykjavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. mars sl. Ragnar ólst upp í hópi 10 systkina á Lauga- vegi 49. Auk þess ólst þar upp Jó- hanna, dóttir Sigrúnar, elstu systur Ragnars. Ragnar hóf ungur versl- unarstörf, fyrst hjá Silla og Valda. Hann hóf eigin verslunarrekstur í Matvörumiðstöðinni á Laugalæk árið 1959. Hann byggði nýja versl- un á Leirubakka í Breiðholtinu, en hélt áfram verslunarrekstri á gamla staðnum til dauðadags. Ásamt bróður sínum, Einari, byggði Ragnar húsið á Vesturbrún 2. I þvi húsi bjuggu þeir bræðurnir ásamt yngstu systkinum sínum, þeim Ágústu og Jóni Abraham, og þeirra fjölskyldum. Það eru ánægju- legar endurminningar, sem streyma frá æskuheimili okkar krakkanna og það var gott að alast upp í nán- um tengslum við ættingjana. Við vorum ekki há í loftinu, krakkarnir í fjölskyldunni, þegar við vorum farin að fara í búðina með Ragga frænda, fyrst til þess að flokka blöð og raða flöskum. Raggabúð var ævintýraheimur í augum okkar og við vorum stolt þegar við fengum loks að afgreiða við hans hlið. Þegar við urðum eldri afgreiddum við í sjoppunni með skóla, bæði á Laugalæknum og svo á Leirubakkanum eftir að sú versl- un kom til sögunnar. Fyrstu tengsl við atvinnulífið eru hverjum manni mikilvæg og getum við ekki hugsað okkur betri lærimeistara en Ragga frænda. Ragnar var mjög tölu- glöggur og var öllum mönnum fljót- ari að leggja saman í huganum. Hann var mikill sölumaður og lagði mikla áherslu á jgóða þjónustu við viðskiptavinina. A þeim tímum, sem vöruúrval í verslunum var ekki eins sjálfsagt og nú, lagði Ragnar oft mikið á sig við að útvega sínum viðskiptavinum vandfengnar vörur. Ragnar var mikill vinnuþjarkur og unni sér sjaldan hvíldar. Á sínum örfáu frídögum vildi hann ávallt fara í bílferðir upp í sveit með systr- um sínum, þeim Sigrúnu og Vil- borgu, og auk þeirra vildi hann hafa hafa sem allra flesta úr fjöl- skyldunni með. í þessum ferðum lagði Raggi alltaf mikla áherslu á að koma á einhvern kirkjustaðinn, enda mikill áhugamað- ur um kirkjuleg mál- efni. Raggi var sérstak- lega barngóður og þol- inmóður við okkur frændsystkinin. Hann var ákaflega gjafmild- ur og rausnarlegur, ekki bara við okkur, heldur tóku börnin okkar við þegar þau voru komin til sögunn- ar. Við minnumst margra ævintýraferða í fylgd Ragnars, t.d. í leikhús og á ýmsa veit- ingastaði á hinum ótrúlegustu stöðum. Systkinin á Laugavegi 49 hafa ætíð haldið vel saman og nú þurfa þau að horfa á eftir fjórða bróðurn- um fyrir aldur fram. Mikill er miss- ir Sigrúnar og Vilborgar, sem sáu um daglegt heimilishald fyrir Ragn- ar í fjölda ára, allt til hinstu stundar. Við kveðjum Ragnar þakklát og þökkum fyrir að hafa átt hann að. Megi góður Guð geyma hann Ragn- ar frænda okkar Ólafsson. Hvíl í friði, Helga, Inga og Jón Einar Jónsböm. Það er margs að minnast og margt sem ég vildi þakka, þegar ég kveð kæran vin og félaga, Ragnar Ólafsson kaupmann, sem er látinn. Andlát hans kom mér á óvart, því viku fyrir andlátið höfðum við hist átta vinir hans til að samfagna honum með 70 ára afmæli hans, þ. 19. apríl nk. Hann langaði til að ná okkur vinunum saman, þar sem ég undirritaður yrði ekki á landinu á afmælisdeginum. Þetta var skemmtileg og ljúf stund og Ragnar var glaður og hress að vanda, þó að hann væri orðinn þreyttur og farinn að heilsu. Hann var ekki vanur að bera sorg- ir sínar á borð fyrir aðra, en raun- betri mann og sannari hef ég ekki þekkt, því hann mátti ekkert aumt sjá, þá reyndi hann að hjálpa eftir bestu getu. Kynni okkar hófust fyrir 50 árum, þegar við kornungir störfuð- um hjá Silla og Valda. Höfum við síðan átt margar góðar og skemmti- legar stundir saman hér heima og eins þegar hann fór með okkur hjónunum í utanlandsferðir. Ragnar var stálminnungur og skarpgáfaður og vel lesinn og hefði eflaust náð langt á menntabrautinni ef hann hefði haft tækifæri til þess, en hann valdi kaupmannsstarfíð og stóð við búðarborðið eins og klettur alla tíð frá morgni til kvölds. Til marks um dugnað hans og hæfni byggði hann af eigin rammleik tvö glæsileg verzlunarhús, annað á Laugateigi 2, en hitt í Breiðholti. Ragnar var alla tíð stakur reglu- maður, og neytti hvorki víns né tóbaks. Hann studdi bindindishreyf- ingu landsins af mikilli rausn og einnig lagði hann kirkju landsins lið, enda trúmaður mikill. Ég og öll mín fjölskylda þökkum honum allar skemmtilegu stundirn- ar sem við áttum saman og söknum hans sárt. Ragnar átti góða að, öll systkini hans og systkinabörn reyndust hon- um vel og studdu við bakið á honum alla tíð og var það honum mikill styrkur. Nú er ég kveð þennan vin minn viljum við hjónin og öll okkar fjöl- skylda færa öllum systkinum hans og systkinabörnum og öðrum ætt- ingjum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góðan dreng verða syrgjendum hans huggun í harmi. Minningin um hann mun lifa í hjarta okkar björt og hrein. Kristján P. Sigfússon. Ragnar Ólafsson kaupmaður er látinn, tæplega sjötugur og verður jarðsunginn í dag frá Fríkirkjunni. Ragnar var Árnesingur í ættir fram þó fæddur væri á Baldursgötunni í gömlu Reykjavík en ólst upp á Laugavegi 49 í hópi 9 systkina sem öll komust til fullorðinsára. Þegar Ragnar var að alast upp á Laugaveginum voru þar mikil umsvif og verslanir flestar við þá götu í bænum. Efalaust hefur það átt sinn þátt í því að Ragnar varð kaupmaður og þótt hann yrði ekki gamall hafði hann samt verið við- loðandi verslunarstörf I tæp 54 ár. Að loknu skyldunámi í Austurbæj- arskóla fór Ragnar strax að vinna m.a. í bretavinnu og við innanbúð- arstörf. En í stríðsbyrjun ræðst hann til Silla og Valda og vann sig fljótt í álit. Og aðeins 16 ára gam- all er Ragnar gerður að verslunar- stjóra í verslun Silla og Valda á Laugavegi 43. Þar starfaði Ragnar þangað til hann stofnaði sína eigin verslun árið 1959. Ragnar byggði ásamt fleirum verslunarhúsnæði við Laugalæk og þar setti hann upp kjörbúð sem hann nefndi Matvörumiðstöðina. Reksturinn gekk strax vel og um- svifin jukust enda var kaupmaður- inn vel liðinn og hverfið í mikilli uppbyggingu. Upp frá þessu varð Ragnar Ólafsson eiginlega ein af stofnunum í hverfinu og kennileiti. Menn töluðu um sundlaugarnar, kirkjuna, bankann og Ragnar og þá vissu allir við hvaða búð var átt, þótt hún héti formlega Matvör- umiðstöðin. Ragnar fylgdist alla tíð vel með í sínu fagi, var þjónustu- lundaður, hugmyndaríkur, fram- sýnn og framfarasinnaður. Hann hafði ekki rekið verslunina á Lauga- læk nema í nokkur ár þegar hann gerði sér grein fyrir að verslunar- hættir kynnu enn að breytast. Framtíðin yrði stórmarkaðanna. Hann ákvað að fylgja þessu hug- boði sínu og hóf að reisa aðra og stærri Matvörumiðstöð að Leiru- bakka í Breiðholtshverfí. Sú verslun opnaði um líkt leyti og fyrstu íbú- arnir fluttu í hverfíð eða árið 1972. í hönd fór annasamur tími, Ragnar var mannblendinn og fannst nú allt- of lítill tími gefast til að blanda geði við fólk og fannst sem ábyrgð- in væri orðin of mikil; einn maður gæti ekki svo vel færi sinnt vel tveimur stórum verslunum, en enn voru þeir tímar að viðskiptavinir vildu að hver verslun hefði sinn kaupmann sem væri andlit búðar- innar. Svo fór að Ragnar ákvað að leigja út reksturinn í Breiðholti en sinna áfram búðinni á Laugalækn- um. Við það stóð lengi en seinna leigði hann einnig út þann rekstur. Síðustu árin rak hann litla versl- un á Laugalæknum. Meira til að hafa ofan af fyrir sér en nokkuð annað. Þar fékkst allt sem við- skiptavinir hans óskuðu, tóbak, sælgæti, innlend og útlend blöð, bækur, kaffi, ís o.fl. Þeir voru marg- ir en ólíkir og lögðu ófáir á sig krók til að koma við í turninum hjá Ragnari. Allir voru þar velkomnir, og börn voru ekki undanskilin, en kaupmaðurinn var einstaklega barngóður. Og tók aldrei fullorðna fram fyrir börn í röðinni. Sennilega er Ragnar einn síðasti gamli góði kaupmaðurinn í Reykja- vík, hjálpfús, greiðvikinn, sann- gjarn og duglegur. Dálítið kapp- samur og kannski örlítið stjórnsam- ur, en öllum vildi hann leggja lið. Og sýndi það í verki á margan hátt, en m.a. starfaði hann áður í fangahjálpinni og var í stjórn Verndar um tíma. Hann var alla ævi bindindismað- ur og starfaði innan Góðtemplara- reglunnar. í frítíma sínum stundaði hann mikið kaffihús og var ánægð- ur með hvað kaffíhúsunum hafði fjölgað síðustu árin; fannst fátt jafnast á við góðan kaffibolla á góðu kaffihúsi. Síðustu árin ferðað- ist hann einnig til útlanda, m.a. með systrum sínum. Og hafði hug á að leggjast í víking og dvelja jafn- vel í lengri tíma í útlöndum við að læra framandi tungumál. Það var gaman að koma við í turninum hjá Ragnari, hann þekkti vel til manna og málefna, fylgdist vel með í bæ- jarlífinu og hafði skoðanir á þeim málum sem efst voru á baugi, ekki síst verslunarmálum. Ragnar var ókvæntur og hélt lengi heimili með móður sinni og systrum á Laugavegi 49, en eftir að hún lést þá flutti hann í hús, sem hann reisti ásamt bróður sínum Einari að Vesturbrún 2. Og bjó þar upp frá því. Átti þó gott skjól hjá systrum sínum á Hrefnugötunni og hjá þeim borðaði hann yfirleitt. Var alla tíð kært með þeim. Þeirra miss- ir er nú mestur. Blessuð sé minning Ragnars Ólafssonar. Einar Guðjónsson. Við höfum trúlega aldrei vitað hvers son hann Raggi var, hann var bara Raggi í Raggabúð og ekki neitt bara, heldur eins og náskyldur frændi í hverfinu, Raggi var stór- kaupmaður. Hann var alltaf á sama aldri, að okkur fannst, gráhærður, með þessar ótrúlega þykku auga- brúnir og í hvíta afgreiðslusloppn- um. Hann hefur staðið bakvið búð- arborðið frá því við munum fyrst eftir okkur og bernskuminningarn- ar úr Laugarneshverfinu og Ragga- búð eru óijúfanleg heild í hugum okkar beggja. Alltaf var hann Raggi jafn huggulegur við okkur systkinin, brosti út að eyrum og stakk að okkur sælgæti, þótt hann ætti til að vera heldur hvass við fólk sem kom inn í búðina og las blöðin án þess að gera sig líklegt til að kaupa nokkuð. Við unnum hjá honum, þegar hann rak Matvörumiðstöðina, skúruðum gólfíð eftir lokun og vor- um alveg á ágætu kaupi og jafnvel kom fyrir að Raggi borgaði okkur viljandi alltof mikið. Hann átti líka til að hjálpa okkur og við sjáum hann ennþá fyrir okkur, þegar hann skvetti sápuvatninu á gólfið og skúraði búðina eins og stormsveip- ur. Seinna opnaði hann sjoppu í húsnæðinu þar sem mjólkurbúðin var og seldi allt milli himins og jarð- ar, sælgæti, bómul, sjampó, jafnvel pylsur, um stundar sakir allavega, og við minnumst þess að hann seldi plötuna Uppteknir, með Pelican, um margra ára skeið. Þótt við flyttum burt úr hverfinu komum við alltaf við hjá honum Ragga og alltaf var hann jafn al- mennilegur við okkur, jafnvel þótt við keyptum ekki neitt. Við munum sakna þessara heimsókna, við mun- um sakna hans Ragga og hverfið er ekki það sama og áður, það vant- ar hjartsláttinn. Það vantar hjart- sláttinn hans Ragga. Við systkinin vottum systrum hans, sem unnu jafnan í búðinni hjá honum þá sjaldan hann brá sér frá, okkar dýpstu samúð. Guðrún S. Vilhjálmsdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Föstudagur 31. apríl og frumsýn- ingarkvöld hjá Jonna og Einni stórri ijölskyldu. Hvar er Raggi? Hvers vegna kom hann ekki? Ég frétti það síðan seinna um kvöldið að hann hefði dáið kvöldið áður. Ragnar Ólafsson var stórskemmtilegur, greindur maður með ákveðnar skoðanir sem ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast. Ég votta systkinum, skyldmenn- um og vinum Ragnars samúð mína. Ragnar Ólafsson er maður sem ég mun aldrei gleyma. Júlíus Kemp. Ragnar Ólafsson rak um áratuga skeið almenningstengslamiðstöð dulbúna sem sjoppu á Laugalækn- um. Það var fastur liður að koma þangað, dagskrá Rásar eitt hljóm- aði úr bakherberginu, viðskipti voru nánast aukaatriði en samræður aðalatriði. Ragnar var fróður uin menn og málefni og margir komu til að heyra í kaupmanninum hljóð- ið. Auk gamalla kunningja frá árun- um meðan hann annaðist verslunar- stjórn hjá Silla og Valda í miðborg- inni höfðu honum bæst ófáar kyn- slóðir úr Laugarneshverfinu. Ragn- ar kom við sögu íslenskrar kvik- myndagerðar, þekkti vel ýmsa yngstu leikstjórana og stuðlaði m.a. að gerð myndarinnar Veggfóðurs. Á vinsælum veitingastað unga fólksins hékk uppi málverk af hon- um. Ragnar var sómi sinnar stéttar hér í borginni að því leyti að gera viðskiptin að list samræðunnar eins og tíðkast helst enn á landsbyggð- inni. Strax og maður kom inn úr dyrunum byijaði yfirleitt stutt yfír- heyrsla um heilsufar og hagi ýmissa sameiginlegra kunningja. Ragnari var annt um að fólk nyti sannmæl- is. Hann lét skoðanir sínar skýrt í ljós en var umtalsgóður um þá ein- staklinga sem gagnrýni beindist að og lét þá þess jafnan getið hverjir kostir þeirra væru. Margir sem lent hafa í skakkaföllum kannast við áhrifin þegar vina- og kunningja- hópurinn dvínar. Ragnar gerði ekki greinarmun þótt menn hefðu mis- stigið sig. Hann var umburðarlynd- ur þrátt fyrir stefnufestu sína og mótaðar skoðanir um rétt og rangt. Slíka menn er gott að þekkja. Ragnar var stórskorinn og hafði myndugleika. Þótt hann gæti verið snöggur upp á lagið ef ungviði þurfti leiðbeiningar um framkomu lét honum jafnvel að gantast létti- lega við það. Hann var ýmist grall- arinn eða alvörumaðurinn. Óþarfa spurningar lét hann sem vind um eyrun þjóta en hélt sínu striki. Hann var ekki maður smáatriða eða nosturs í uppröðun vörutegunda en leysti margs konar annan vanda viðskiptamanna en þann efnislega. Mannlegu tengslin gengu fyrir öllu. Iðulega gaukaði hann að manni gripum úr hillunum í kaupbæti. Honum var annt um að gleðja vini sína og kunningja og ýmsar sendi- ferðir fór ég fyrir hann með gjafir til sameiginlegra hollvina okkar í öðrum pörtum bæjarins. Það sem dró mig upphaflega að verslun Ragnars voru erlendu dag- blöðin sem hann seldi, frá Norður- löndum, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Hollandi. Þarna gátu menn t.d. rætt samdægurs efnið í blöðum eins og Frankfurter Allgemeine Zeitung, International Herald Tribune, E1 País og Politik- en. Ragnar átti það líka til að seil- ast undir búðarborðið, draga fram nýlega útgefnar íslenskar bækur og lána manni heim til lestrar í því skyni að geta rætt innihaldið. Éin af handbókum hans í bókastaflan- um var Prestatal og prófasta og vitnaði hann í það af miklu öryggi og hafði jafn mikinn áhuga á hveij- ir sátu hvaða brauð á fyrri öldum og nú. Hann velti oft fyrir sér ræðu- efni presta sem hann hafði hlýtt á og endursagði hugleiðingar sem honum höfðu þótt athyglisverðar. Ég held að Ragnar hafi verið við því búinn að verða kallaður burt. Hann leit oft yfir farinn veg og vildi draga lærdóma af lífí sínu og annarra. Hann margtók fram að lífið hefði sýnt sér að græðgin væri skæðasti lösturinn og upphaf óánægjunnar. Það er mikill sjónarsviptir að Ragnari Ólafssyni kaupmanni. Góð- ur drengur er genginn. Ég bið hon- um Guðs blessunar og votta að- standenum samúð mína. Ólafur H. Torfason. Erfidrykkjur Glæsileg kafti- hlaðborð, failegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIÐIR ÍIÍTSL L#mSI»lK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.