Morgunblaðið - 12.04.1995, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.04.1995, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR t Maðurinn minn og faðir, GUÐLAUGUR BJÖRNSSON, Túngötu 15, Suðureyri, andaðist 1. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Hinriksdóttir, Kristín Birna Guðlaugsdóttir og aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Dunhaga 11, Reykjavík, sem lést 7. apríl sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 15. apríl kl. 10.30. Guðmundur Sæmundsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Þorvarður Sæmundsson, Ásta Lára Leósdóttir, Gunnar Sæmundsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona min og móðir okkar, SIGURJÓNA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 11. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Hannes Lárus Guðjónsson, Hrafnistu, Reykjavík. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóheimum 25, lést í Landspitalanum 9. apríl. Útförin ferfram frá Langholtskirkju mið- vikudaginn 19. apríl kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Nikulás Guðmundsson, Guðrún Nikulásdóttir, Björn Vignir Björnsson, Birgir Örn Björnsson, Guðný Björg Björnsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og frændi, JÓN PÉTURSSON, Álftamýri 2, sem andaðist í Borgarspítalanum 8. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 15.00. „ Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlegast bent á Krabbameinsfélag íslands. Eiríkur Þór Jónsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Jóna Björk Jónsdóttir, Ásta Hurrin, barnabörn, tengdabörn og systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞORGEIR BJARNASON gullsmiður, Vallhólma 18, Kópavogi, andaðist 11. apríl sl. Ingibjörg Magnúsdóttir, Jón Halldór Bjarnason, Elisabet Eliasdóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Birgir Reynisson, Lárus Bjarnason, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Svava Bjarnadóttir, Sveinbjörn Imsland, Bjarni Þorgeir Bjarnason, Kristín Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. BJORNAUÐUNN HARALDSSON BLÖNDAL >4- Björn Auðunn ■ Haraldsson Blöndal fæddist á Eyrarbakka 14. júní 1921. Hann lést 5. apríl sl. Langafi Björns Auðuns Har- aldssonar var Björn Auðunsson Blöndal, ættfaðir Blöndala (f. 1. nóv. 1787, d. 23. júní 1846), sýslu- maður í Hvammi, og kona hans Guðrún Þórðardóttir (f. 2. okt. 1797, d. 20. ág- úst 1864), fædd á Vindhæli á Skagaströnd. Þau hjón áttu 15 böm. Tólfta barn þeirra var Láms Þórarinn Björnsson Blöndal, f. í Hvammi í Vatnsdal 15. nóv. 1836, d. 12. maí 1894. Kona Lárusar Þórar- ins var Kristín Ásgeirsdóttir, Finnbogasonar frá Lambastöð- um á SeHjarnamesi. Börnin vom tíu, sem upp komust. Yngsta bam Lárus- ar og Kristínar á Kornsá var Harald- ur, f. á Komsá í Vatnsdal, 10. sept. 1882, d. 22. okt. 1953. Hans kona var Margrét, f. á Svarfhóli í Álftar- firði í Isafjarðar- sýslu 7. marz 1881, d. í Rvík 2. sept. 1936, Auðunsdóttir. Þeirra börn: 1) Lár- us Þórarinn mag. art., f. í Rvík 4. nóv. 1905, bókavörður. 2) Björn Auðunn, f. i Rvík 21. ágúst 1908, d. 2. júní 1911. 3) Sölvi Sigurður Thorsteinsson, hagfræðingur, f. í Rvík 25. des. 1910, d. í Svíþjóð 11. júlí 1981. 4) Kristín, hjúkrunarkona, f. í Rvík 9. feb. 1914, d. þar 28. sept. 1955. 5) Björn Auðunn. 6) Gunnar Ragnar, bankafulltrúi, tvíburi Björns Auðuns. HANN kom gangandi niður götuna í átt til mín. Hárið vel greitt og fötin óaðfinnanleg. Svo fallegur og fínn. Hjartað tók kipp, og ég hljóp fagnandi á móti honum með út- breiddan faðminn. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var ekki pabbi minn. Þetta var Bjössi, tvíbura- bróðir hans. Hann rétti mér faðminn og ég tyllti mér á tær og kyssti hann rembingskoss, alveg eins og þetta væri bara pabbi minn, þeir voru líka alveg eins og það var líka pabbalykt af Bjössa frænda mín- um. Þetta er mín fyrsta minning um elskulegan föðurbróður minn, sem lést 5. apríl sl. Bjössi „bróðir", eins og ég kallaði hann, var eineggja tvíburi við föður minn, Gunnar H. Blöndal. Þegar þeir voru.bomir í þennan heim var það haft eftir fæðingarlækninum að þeir væru með „gullin mál“, og var þá átt við hversu líkamsbygging drengj- anna var fullkomin. Og það er hverju orði sannara, þeir báru af öðrum mönnum hvað varðar glæsi- leik. Ungir misstu þeir móður sína, Margréti, aðeins fjórtán vetra og var missirinn mikill fyrir drengina ungu. Augu þeirra urðu einatt fjar- ræn ef minnst var á móður þeirra, sorgin bjó ætíð í hjarta þeirra, söknuðurinn eftir mömmu. En afí Haraldur ljósmyndari hugsaði um drengina sína og kom þeim til manns. Afa minn og ömmu mína hlotnaðist mér aldrei að hitta, þau létust bæði fyrir mína tíð. En ég er þess sannfærð að bræðurnir ERHSDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verb J|ífeVEBHMJ)Hl)SŒI V^^PÁLFHEIMUM 74 - S. 568-6220 Séiíræðingar < hlúimhkrnliii"iini iii) öll lirkilipri »blómaverkstæði I innaII Skólavörðustíg 12, á horni Borgstaðastraetis, simi 19090 hlutu frá þeim í erfðir mannkosti mikla og góða. Það er erfítt að minnast á einn nema tala um hinn. Svo líkir voru þeir. Vel gefnir og lesnir, frammúr- skarandi músíkalskir og eigum við börnin þeirra þeim mikið að þakka að hafa fært okkur inn í þann fagra heim sem tónlistarheimurinn er. Húmoristar miklir. Alltaf stutt í hláturinn, sem var svo smitandi að maður hreifst alltaf með og oft var erfitt að stoppa að hlæja. Stundum vissi ég ekki af hveiju þeir bræður voru að hlæja, en hló samt þar til mig verkjaði, þetta var náttúrlega í steríó. Ég hafði óskaplega gaman að því þegar menn tóku feil á tví- burunum, sérstaklega ef þeir fóru að rabba við rangan tvíbura, en þeir tóku þessu með jafnaðargeði og létu sem ekkert væri, nema þegar rak í vörðurnar, eftir oft langt spjall. „Þú heldur líklega að þú sért að spjalla við Gunn- ar/Björn,“ kurteislega. „Ég er Bjöm/Gunnar." Menn urðu vand- ræðalegir, en stuttu seinna kvað við hlátur mikill og smitandi. Ég minnist einnig þeirra mörgu ferða í Háskólabíó á fímmtdags- kvöldum, er ég sat á milli þeirra og hlýddi á Sinfóníuhljómsveitina. Ég var upp með mér að eiga svona fallega pabba. Við vorum einatt í okkar fínasta pússi. Það brást aldrei að ég fengi „komplíment" frá Bjössa á þessum kvöldum. „Yðar hátign" sagði hann og ekki var laust við að maður fyndi til sín. Bjössi var snyrtimenni, hann dúftaði af hreinlæti. Hann var húm- oristi, ljúfmenni, fagurkeri, músík- alskur og mikill sælkeri. Hann ljómaði ef honum var réttur sætur moli. En umfram allt bjó hann yfír miklum kærleika. Hann mundi alltaf eftir fjórðu stelpunni á afmælum og jólum. Honum þótti vænt um mig, það fann ég alltaf og það var gagn- kvæmt. Ég átti þess kost að vera hjá honum síðustu dagana í þessum heimi. Það var bæði sárt og Ijúft að vera í nálægð hans þessar stund- ir. Ég þakka dýrmætar minningar, samvistir og samfylgd látins vinar. Þakka allt sem hann var mér og bið Drottinn um eilífa hvíld og ei- líft ljós honum til handa. Ég bið góðan Guð að helga sökn- uð ástvina og trega. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (Davíð Stefánsson.) Áslaug M.G. Blöndal. Föðurbróðir minn, Björn Auðunn Haraldsson Blöndal, var aristókrat í hugsun og framkomu að eðlisfari. Hann var geðríkur, stórlundaður og skapmíkill að eðlislagi. En hann var líka blíðlyndur, hrifnæmur og viðkvæmrar lundar. Barnelskur var hann með afbrigðum. í honum tók- ust á sterkar andstæður af traust- um stofnum móðurætta og föður- leggs. Lífsharpa hans átti marga strengi, fjölhljóma, í öllum víddum mannlegrar náttúru. Gleðimaður, fjölfróður og vínhneigður. Því var ekki við að búast lognsléttri kyrrð í návistum við hann. Gleði hans var einlæg og opin einsog bamsins. Á hinn bóginn gat reiði hans verið heit og þung. Björn var víðfróður og fjöllesinn í Evrópubókmenntum og klassísk- um fræðum. Hugur hans beindist mjög að enskum skáldum fyrri alda og áhugi hans á klassískri tónlist var heitur, ákafur og óslökkvandi meðan líf og heilsa entust. Hann spilaði sjálfur á píanó og lærði m.a. hjá Katrínu Viðar. I tónlistinni sindraði andi hans í takt við voldug- ar hljómkviður meistaranna og í lit- rófí hljómanna hófst umræðan í andans hæðir frá skarki og búk- sorgum hvunndagsins. Liszt; tærleiki og stormar, píla- grímaárin, h-moll messan; Chopin; rússnesku kompónistarnir m.m. Balakirev, Rachmaninov og Alex- ander Scriabin; og sjálfur Wagner. í Wagner mætast sálir margra Blöndala. Þar kristallast allar til- fínningar í einum brennipunkti. Mannsröddin meitluð, mótuð, öguð og samanfléttuð við hljómsveit, söngtexta höfundarins, „libretto“, og sögulegan grunn fléttaðan leik- mynd og allt ofíð saman í samfelldu „Gesamtkunstwerk". M.ö.o. öll list- formin samfléttuð í einn voldugan streng. Hollendingurinn fljúgandi, Meistarasöngvararnir, Lohengrin, Wesendonk-ljóðin, Tannháuser, Tristan og Isolde, Niflungsbaugur og loks Parsifal. Pianissimo; ofur- veikur en síðar með vaxandi styrk; crescendo, sem verður þungur forte; voldugur, sterkur, hátimbraður og mannsandinn er hrifínn inní feg- urstu víddir ofurmannlegrar sýnar og innblásturinn eilífðaruppspretta hins skapandi anda, sem á rót sína í fegurðarþránni. Regnbogi; ilmdögg í grasi við sólarupprás, voldugir vindar í vídd- um andans, sólheitir söngvar fugl- anna á heiðbláum degi og ómstríðir hljómar í litasinfóníu sólarlagsins, svefn, eilífð, kyrrð. Sá sem hefur hlýtt á þessa tónlist, þorað að ganga innfyrir tjöldin til salar, opnað hjarta sitt og gefið sig henni á vald verður aldrei samur maður eftir það. Áhugi Bjöms á alþjóðapólitík var mikill. Hann var víðlesinn í þessum fræðum, einkum stjórnmálum 20. aldarinnar og sagnfræðiáhuginn fléttaðist saman við þetta. Þekking hans var yfírgripsmikil. Gaman var að ræða stjórnmál en vissara að hafa fræðin á hreinu; segja a.m.k. ekkert sem ekki var hægt að styðja gegnum rökum. Þá syrti í álinn hjá viðmælanda. Ungir menntamenn þessarar kynslóðar sórust gjarna í hugsjónafylkingar til hægri og vinstri. Um áratugaskeið deildu þessar sveitir af lítilli málefna- hyggju og dýrum svardögum. Báðir höfðu nokkuð til síns máls en viku við sannleikanum eftir því hvemig stóð í bólið hjá þeim. Sovétdraumur- inn snerist uppí andhverfu sína; martröð magnaða mannfyrirlitn- ingu og ískaldri sérhyggju. Kapítal- isminn var Ifka kaunum hlaðinn. Spilling og valdasýki fara ekki í manngreinarálit og engin þjóð ber hreinan skjöld. Reynslan varð til þess að margir söðluðu um og gengu til liðs við aðrar hugsjónir undir nýjum gunnfána eða sátu eftir með megna fyrirlitningu á mannlegu eðli og andstyggð á póli- tík. En Bjöm trúði því að inntak og markmið hugsjónarinnar myndi bera ofurliði spillingaröflin og kúg- unarherrana. Takmarkið var ævin- lega mannbót og siðbót sem stefndi að betra lífí fyrir bömin og kom- andi kynslóðir. Hann trúði á æsk- i i < 4 i 4 i 4 4 4 4 4 4 i V í i i i i i i I I ( I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.