Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GÍSLI KRISTJÁNSSON una og lifði fyrir hinn bemska hlát- ur og saklausa svip einlægni og trúnaðar. Björn átti miklu barnaláni að fagna og hafa þau barist til vits og þroska af heilindum og dugn- aði. Þar bregður leiftri á marg- slungna lund, lífsgleði og eldlegan hug lifandi anda með hneigðir og þrár til hins fagra og göfugasta í sköpunarkrafti mannsandans. Eftirlifandi kona Björns er Ellen Snæbjörnsdóttir. Hún studdi mann sinn af óbilandi heilindum alla tíð og hlúði að honum eftir mætti fram á hinstu stund ásamt börnum sín- um. Fyrir hönd föður míns og móð- ur sendi ég henni, börnum hans og fjölskyldum þeirra einlægar samúð- arkveðjur. Læknum, hjúkrunarfræðingum og starfsfólki öllu á hjúkrunarheim- ilinu Eir sendir fjölskyldan öll þakk- ir fyrir frábæra umönnun, viðmóts- hlýju og nærgætni á alla lund. Mín fyrsta minning um Björn Auðunn tengist því að hann var eineggja tvíburi föður míns, Gunnars Ragn- ars. Þannig skrái ég einnig síðustu greinina í bók minninganna um föðurbróður minn, Bjöm Auðunn Haraldsson Blöndal. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Haraldur G. Blöndal. Hann hlustar ekki lengur á gaml- an Dixieland og Blues frá New Orle- ans, eða Chicago eða Kansas City. Hann hlustar ekki lengur á klassík - Wagner, Bach, Mozart und so weiter. Hann og tvíburabróðir hans Gunnar voru unglingar í skóginum, fyrstu Reykjavíkurgæjarnir sem sá, er þetta ritar, kynntist í henni Reykjavík, þegar faðir hans tók hann með sér suður þá nýlega 18 vetra stúdent, með stúdentshúfuna, sem hann bar af 'þótta í tíma og ótíma. Svipað og ungur liðsforingi í breska hemum veifar montprikinu sínu. Greinarhöf. var rétt að byija að falla fyrir beiskum forboðnum ávöxtum vínum forte, sem Dionysos gerði svo sjarmerandi, skozkt wiský með sóda og þetta var á gömlu Hótel Borg, við gluggann sem snýr útað Kirkjuhvoli, þar sem falang- j istaflokkurinn situr jafnan í kaffinu. Þeir bræður, Gunnar og Björn Blöndal, buðu mér að borðinu sínu I og uppá wiský og sóda, sama drykk og brezka yfirstéttin hefur nærzt á kynslóð eftir kynslóð. Þeir Blöndal- bræður voru málhressir og skemmtilegir og fróðir úr hófi fram. Björn talaði meira en Gunnar. Þeir vom báðir varmir persónuleikar, auðsýnilega báðir með gullhjarta blessaðir vinirnir. Kynnin urðu löng. Árin liðu og alltaf var maður að rekast á Bjöm, og alltaf var það jafn mannbætandi og menntandi. Björn var stólpa vel gefinn hæfileikamaður og lord í hugsun. Hann var beinn afkomandi Björns Blöndals, síðasta aftökuyfir- valds á íslandi, en hann fram- kvæmdi síðustu aftöku á íslandi í Vatnsdalshóium þegar hann líflét morðingja Natans Ketilssonar. Heyrt hef ég í Húnavatnssýslu hjá frændum og vinum að Natan hafi verið ástarbarn herra Sysselmanns I Blöndals og því hafi aftakan verið blóðhefnd-vendetta í suður-ítalíanó- stíl. Margt er líkt með afkomendum Blöndals sýsla og afkomendum Nat- ans. Sá síðarnefndi var hættulegur sjarmör — vafasamur á köflum, sambland af dýrlingi og bófa og gekk því vel í konur af öllum gerð- um. Seinna - löngu seinna - varð Björn granni minn í Seljahverfinu. < Eitt sinn bauð hann í músík og enska tedrykkju. Hann vildi löngu I fyrirfram vita, hvaða tetegund mér I geðjaðist best að. Hann var aristókrat fram í fing- urgóma, vel kynjaður með vestfirzkt ívaf. Móðirin ættuð úr Djúpinu, stórglæsileg valkytja að vestan, fað- irinn listamaður, portrett fótógraför frá Eyrarbakka, fínlegur aristó. Björn hafði fengið allt það bezta að erfðum frá báðum foreldrum. Guð blessi Björn Blöndal og allt | hans fólk. | Steingrímur St.Th. Sigurðsson. + Gísli Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 17. febr- úar 1920. Hann lést í Reykjavík 26. febrúar sl. og var jarðsung- inn frá Árbæjarkirkju 3. mars. GÓÐUR vinur hefur verið kvaddur og þótti mér leitt að vera fjarver- andi, er útför hans fór fram. Kynni okkar Gísla Kristjánssonar hófust, er hann réðst til starfa sem verk- stjóri í fyrirtæki afa míns snemma árs 1952. Auk þess tók hann að sér framkvæmdir, er tengdust heimili og sumarbústað ömmu minnar og afa, en Gísli var trésmið- ur að iðn og einstaklega handlaginn og velvirkur. Við rifjuðum oft upp okkar fyrstu kynni, þegar afi minn og hann fóru að vorlagi upp í Kjós til að skoða sumarbústað afa og ömmu árið, sem Gísli hóf störf. Eg fékk að fara með, fimm ára gömul, í þessa fyrstu ferð Gísla í Kjósina og þær áttu eftir að verða margar. Vinátta okk- ar hófst í þeirri ferð, hann var barn- góður og á heimleiðinni sofnaði ég í fangi Gísla. Ég á ótal dýrmætar og góðar minningar um Kjósarferð- ir vor og haust með Gísla. Tregi fýlgdi ferðunum á haustin, þegar farið var til að ganga frá, Kjósin komin í haustbúning og langt, langt til vors, að henni yrði heilsað á nýjan leik. En vorið kom og kemur ætíð að liðnum vetri og ég fékk að fara með í Kjósina mína til að búa í haginn fyrir sumarið. Vorangan var í lofti, lóan söng, áin niðaði og dalurinn, Qöllin og allt var á sínum stað. Að mörgu var að hyggja og allt lék í höndum Gísla langt út fyrir hans iðn. Hann var úrræða- góður og vandvirkur og gekk ótrú- lega snyrtilega að og frá hvaða verki, sem hann snerti við. Þessar ferðir voru vinnuferðir, en aldrei + Jóna Hildur Jónsdóttir Reykdal fæddist í Unhól á Stokkseyri 30. janúar 1910. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 12. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 17. febrúar. MIG LANGAR til að minnast Jónu Reykdal í fáum orðum. Ég kynntist þessari heiðurskonu strax á bernskuárum mínum þar sem ég og dótturdóttir Jónu, Þórhildur Elfa Reykdal, vorum miklar og góðar vinkonur. Við Þórhildur vorum oft hjá ömmu hennar og afa, Þórði Reykdal, sem nú syrgir góða eigin- konu. Alltaf mætti maður hlýlegu viðmóti frá henni Jónu og ósjaldan var boðið upp á flatkökur og mjólk í eldhúsinu og var þá alltaf glatt á kom Gísli sér undan því að hafa mig með. Hann tók mig, barn og ungling, fúslega með sér og vinnu- félögum sínum, sem eru mér fyrir- mynd duglegra og samviskusamra manna. Eg var látin hjálpa til og gera gagn og lærði ég ótrúlega margt á því. Það hef ég skilið betur og betur eftir því sem árin líða. Sum verk vinn ég aldrei án þess að hugsa til Gísla, vinnulags hans og snyrti- mennsku, sem ég lærði af. Á þessum árum var til í eigu afa míns gamall Willy’s jeppi, sem mér er afar minnisstæður og á Gísli heiðurinn af því að hafa kennt mér að keyra þann jeppa löngu áður en ég náði réttum aldri til að taka bíl- próf. En þessa kennslu varð ég mér úti um á sveitavegi uppi í Kjós eft- ir mikla þrábeiðni og eitt er víst, að ekki mátti ég segja frá. Gísli kom mjög oft í ýmsum er- indagjörðum á heimili afa míns og ömmu, sem var æskuheimili mitt. Hann var alltaf ljúfur í samskiptum og ríkti milli hans og heimilisfólks- ins alls gagnkvæm vinátta og virð- ingj sem varði til æviloka. Á síðari árum hittumst við með jöfnu millibili og alltaf áttum við góðar minningar til að tala um og oftar en ekki sótti ég hagnýt ráð til Gísla um verklegar framkvæmd- ir og kartöflurækt, sem við Einar höfum stundað í Kjósinni í tvo ára- tugi. Ég mun sakna þess að geta ekki oftar talað við Gísla um liðna tíma og kærar minningar. Gísli Kristjánsson var mér traustur og tryggur vinur alla tíð. Guð blessi minningu hans. Eiginkonu Gísla og fjölskyldu hennar, sonum hans og fjölskyldum þeirra vottum við Einar einlæga samúð okkar og biðjum góðan Guð að hugga þau öll. Guðrún Edda Gunnarsdóttir. hjalla. Ekki leið á löngu áður en Jóna var í mínum huga „amma í Setberginu". Er Þórhildur flutti til Kanada ásamt móður sinni hélst vinátta mín við þau hjónin áfram og trygg vinátta Jónu var og verður mér mjög kær. Við áttum okkur sameig- inlegt áhugamál sem er tónlist og sýndi hún námi mínu í fiðluleik ein- stakan áhuga sem á sér engan líka. Jóna kom á flestalla þá tónleika sem ég spilaði á og vildi alltaf fylgjast með hvernig mér gengi. Mér leið alltaf í návist hennar eins og hún væri bæði vinkona mín og amma og segir það sjálfsagt mikið um hennar persónu. Ég þakka guði fyrir að hafa kynnst Jónu. Aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Hlín Erlendsdóttir. Bróðir okkar, t BALDURSTEFÁNSSON frá Hvammbóli, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, mánudaginn 10. apríl. Systur hins látna. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR EINARSSON frá Grindavík, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 10. apríl. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Kristinn Þórhallsson, Guðrún Jonsdóttir, Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Stefán Bergmann, barnabörn og barnabarnabörn. JÓNA H. REYKDAL MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 41 t Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG STEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, miðvikudaginn 12. apríl, kl. 15.00. Lýður Pálsson, Steinn Þorgeirsson, Svanhildur Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför DAGMAR BECK. Jóna B. Svavars, Sten Frandsen, Eva Frandsen. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, EINARS GUÐMUNDSSONAR frá Málmey, Hrauntúni 11, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Guðfinna Bjarnadóttir, Gísli Einarsson, Ellý Gísladóttir, Kristbjörg Einarsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför VALGEIRS SIGURÐSSONAR kennara, Seyðisfirði. Málfriður Einarsdóttir, Kristfn (Kiddý) Jóhannesdóttir og systur hins látna. Við þökkum innilega alla þá samúð og vináttu, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLENDAR SIGURÐSSONAR, Búðargerði 7, Reykjavik. Sérstakar þakkir til Magna Jónssonar, læknis, og starfsfólks deilda E-6 og B-6 á Borgarspítala. Anna Clara Sigurðardóttir, Þórir Erlendsson, Halla Björg Þorsteinsdóttir, Guðmundur Erlendsson, Ester Jónsdóttir, Marólina Guðrún Erlendsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Olga Dagmar Erlensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA PÉTURSSONAR fyrrv. bónda og stöðvarstjóra, Fosshóli, Suður-Þing., Hólmgarði 46. Sigurbjörg Magnúsdóttir, Sigriður B. Bjarnadóttir, Sigfús Bjarnason, Ingunn A. Ingólfsdóttir, Arnaldur M. Bjarnason, Jónína H. Björgvinsdóttir, Birna Þ. Arnaldsdóttir, Aðalsteinn Esjarsson, Bjarni P. Arnaldsson, Björgvin Arnaldsson, Pétur Þ. Gunnarsson, Birna Gunnar&dóttir, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Ingólfur B. Sigfússon, Ásgeir Sigfússon, og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.