Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 45 BREF TIL BLAÐSINS Páskaegg má brjóta - ekki umferðarlög Pólitík bjargar ekki fiskistofnunum frá glötun GERA MÁ ráð fyrir að margir leggi upp í ferðalög í páskleyfinu. Þess vegna er rétt að benda á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við undirbúning ferðar og á leiðinni. Fyrst ber að huga að veðri og færð á þeirri leið sem fara á um. Gott er að fylgjast með veðurspá nokkra daga fram í tímann og jafnframt að leita fregna af færð á vegum og ástandi þeirra að öðru leyti. Þá þurfa bílar að vera vel búnir og á þessum árstíma kemur sér vel að hafa meðferðis hlýjan fatn- að, keðjur, skóflu, dráttartaug og nauðsynlegustu varahluti. Þá er brýnt í fjallaferðum að gera grein fyrir ferðaáætlun og láta vita meðan á ferð stendur, þannig að komið sé í veg fyrir óþarfar áhyggjur aðstandenda. Vegakerfið hefur tekið stórstíg- um breytingum til batnaðar á und- anförnum árum. Samt sem áður er ástæða til að hvetja ökumenn til að vera vel á verði og aka í samræmi við aðstæður. Það á ekki síst við um ökuhraða. Fólk þarf að gefa sér nægan tíma til að komast á milli staða, hafa ferðaá- fanga hæfilega langa og mikil- vægt er að ökumaður og farþegar geti rétt úr sér með regluelgu millibili. Bílbelti og öryggisbúnað fyrir börn á alltaf að nota, hvar svo sem fólk situr í bílnum. Áfangi og akstur er stórhættu- leg blanda. Ólvun tengist mörgum af alvarlegustu slysum sem verða í umferðinni. Ástæða er til að minna ökumenn allra vélknúinna ökutækja á þá staðreynd, sama hvar þeir eru, á vegum eða utan vega. Vélsleðar eru vinsæl farartæki. Ökumenn þeirra eru hvattir til að sýna skíða- og göngufólki fulla tillitssemi og aka aðeins þar sem akstur vélsleða er leyfður. Umferðarráð óskar ferðafólki góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu. UMFERÐARRÁÐ Frá Guðvarði Þórissyni: FISKVEIÐISTJÓRNUN virðist ætla að verða þingmönnum erfitt úrlausnarefni því enn hefur ekki fundist nein lausn á þessu vanda- máli sem menn gætu sæst á. Mér hefur alltaf fundist að það ætti að skipta landinu í kvótasvæði og heildarkvótanum skipt á þessi svæði. Síðan úthlutuðu heimamenn hvers svæðis kvótanum eftir því sem þeir teldu hagkvæmast fyrir byggðarlagið og þau skip sem kvótann eiga að veiða. Veiðileyfagjald virðist mér ekki til þess fallið að leysa neinn vanda, reyndar líklegt að það skili sér illa vegna slæmrar íjárhagsstöðu út- gerðar. Það er því nokkuð ljóst að útgerðin verður að fá gjaldið til baka í hækkuðu fiskverði, sem setur fiskvinnsluna í erfiða fjár- hagsstöðu, er mun vera nógu erfið fyrir. Þar sem mjög er horft til fjárhagsstöðu fiskvinnslu þegar kjarasamningar eru gerðir, virðist veiðileyfagjaldið því vera ávísun á launalækkun verkafólks, en flest- um mun finnast að nóg hafi verið að gert á þeim vettvangi og varla ástæða til að taka strax til baka þann árangur sem náðist í síðustu samningum til kjarajöfnunar. Þegar ákveðið er hversu mikinn þorskkvóta megi veiða ár hvert, hlýtur það að vera mikilvægt að koma með allan veiddan fisk að landi, stóran og smáan. Ef ákveðið væri að leyfa veiði á 150 þús.t. þorskkvóta og hent væri 10 þús.t. af smáfiski og það þyrfti þrjá fiska til þess að ná meðalþyngd fullorð- ins fisks, værum við í raun að henda 30 þús.t. í stað 10 þús.t. og veiða 180 þús.t. í stað 150 þús.t. Þvi hlýtur það að vera frum- skilyrði að hægt sé að reikna allan veiddan fisk inn í kvótann, ef menn eru í raun og veru að tala um verndun stofnsins gegn útrýmingu. En það eru margir fleiri þættir sem gæti þurft að huga að varð- andi fiskvernd. Er t.d. ekki ástæða til þess að huga að því hvaða áhrif botnvarpan hefur á lífríki botnsins? Er möguleiki á því að botnvarpan tortími hrognum og seiðum í ein- hvetju magni? Gæti botninn tekið einhveijum breytingum sem gerði veiðisvæðin óæskilegri fyrir fiskinn eða átuna? Eða hvort það friðleysi sem hundruð togveiðiskipa valda á svæðinu með linnulausu skarki á miðunum allt árið, gæti valdið því að fiskurinn leitaði sér annarra friðsælli svæða, og inn á miðin leitaði aðallega yngri fiskur, sem minna þekkti til þess friðleysis sem þar ríkir? í loðnuna munu sækja fleiri en við mennimir, en ekki veit ég hvort sá kvóti sem við veiðum er miðaður við það að við veiðum aðeins það sem eftir er af hugsanlegum veiði- kvóta, þegar aðrar tegundir hafa tekið sitt, eða hvort við erum að taka allan kvótann og aðrar tegund- ir að hirða sinn hlut úr endurnýjun- arstofninum. Þetta gildir ekki síður um rækju- og síldarstofninn. Ég minnist þess að þegar ég var ungur maður vestur við Djúp að svo þéttar þorsktorfur gengu inn í Djúpið og Isaíjörðinn að handfær- ið stoppaði á 9-10 faðma dýpi, þótt 40-50 faðmar væru til botns og oft gengu stórar síldartorfur inn í Djúpið með marsvínavöður á eft- ir sér. Svo fengu menn allt í einu þá hugmynd að þarna væri gulln- áma, sem vantaði bara að ausa uppúr. Djúpið og ísafjörðurinn fylltust af skipum, sem vildu veiða síld og kepptust allir við að kasta á síldina og koma sem mestu í lásinn, en afleiðingarnar urðu allt of oft þær að næturnar sprungu og meirihluti síldarinnar, sem í nótinni var, sökk dauður til botns. Eftir þetta ævintýri var ísafjörður- inn ekki iðandi af lífi, heldur gú- anópyttur með þykkt lag af dauðri síld á botninum og allar fjörur full- ar af rotnandi síld. í áratugi var Djúpið og ísafjörðurinn næstum því lífvana eftir þetta ævintýri, þó eitthvað sé farið að lifna yfir Djúp- inu upp á síðkastið. En getur það verið að við séum að gear miðin að þessari rotþró, sem ekkert líf vill vera í nánd við? En eitt virðist ljóst að pólitík bjargar ekki fiskistofnum frá glöt- un. Til þess að fiskvernd verði að veruleika þarf faglega þekkingu og fulla virðingu fyrir lífríki náttúr- unnar, þá fyrst förum við að safna í gullkistuna. GUÐVARÐUR ÞÓRISSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. RAO/\ UGL YSINGAR Framhaldsaðalfundur svd. og bjsv. Fiskakletts verður haldinn í Hjallahrauni 9 miðvikudaginn 19. apríl kl. 20.00. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Stjórnin. Aðalfundur Meitilsins hf., Þorlákshöfn Aðalfundur Meitilsins hf. fyrir árið 1994 verð- ur haldinn í Duggunni, Þorlákshöfn, föstu- daginn 21. apríl 1995 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. sam- þykktum félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins skv. lögum nr. 2/1995. Stjórn Meitilsins. Tilkynning frá landskjörstjórn Landskjörstjórn kemur saman til fundar í Austurstræti 14, 4. hæð, miðvikudaginn 19. þ.m. kl. 3 síðdegis til þess að úthluta þingsætum við alþingiskosningarnar, sem fram fóru 8. apríl sl., sbr. 110 gr. 1. um kosn- ingar til Alþingis. Umboðsmönnum landsframboða gefst kost- ur á að koma til fundarins á sama tíma. Landskjörstjórn. Rafiðnaðarsamband íslands Umsóknir um orlofsaðstöðu 1995 Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofs- húsum og leigu á tjaldvögnum R.S.Í. sumar- ið 1995. Umsóknum skal skila á þar til gerð- um eyðublöðum, sem fást á skrifstofu sam- bandsins, Háaleitisbraut 68, í síðasta lagi föstudaginn 21. apríl. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: Reykjavík Ölfusborgum við Hveragerði Snæfoksstaðir, Grímsnesi Hraunborgir, Grímsnesi Kirkjubæjarklaustri Brekkuskógi, Biskupstungum Svignaskarði, Borgarfiröi Vatnsfirði, Barðaströnd Auk húsanna eru 3 tjaldvagnar til útleigu í eina eða tvær vikur Leigugjald fyrir viku í sumarhúsi: 9.500-10.500 kr. Leigugjald fyrir tjaldvagn: 1.000 kr. á sólarhring. Þeir, sem ekki hafa þegar fengið umsóknar- eyðublöð send, er bent á að hafa strax samband við skrifstofu R.S.Í., sími 681433. Ath.: Umsóknarfrestur er til 21. aprfl. Rafiðnaðarsamband íslands. Vatnsendahlíð, Skorradal Stykkishólmi lllugastöðum, Fnjóskadal Akureyri Mývatni Einarsstöðum, Völlum, S-Múlasýslu Klifabotni, Lóni við Höfn UTBOÐ F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, er ósk- að eftir tilboðum í kaup á eftirfarandi lokum: 1. Heimæðalokar (Service valve). Opnun miðvikudaginn 3. maí 1995 kl. 11.00. 2. Dreifikerfislokar (Gate valves). Opnun miðvikudaginn 3. maí 1995 kl. 14.00. 3. Kúlu- og rennilokar (Gate valves). Opnun fimmtudaginn 4. maí 1995 kl. 11.00. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. i, Útboðsauglýsingar birtast nú einnig í ÚTBOÐA, íslenska upplýsinga- bankanum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURÐORGAR Fríkirkjuvegi 3 • Sími 2 58 OO • Fax 62 26 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.