Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 12.APRÍL 1995 BLAÐ C EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Spá góðri þorsk- veiði við Noreg næstuárin Greinar 7 Guðjón Ármann Einarsson BURI I PASKAMATINN? • FISKBÚÐIR og veitingahús eru nú í íiukiiuiti mæli að kynna ýmsar fisktegundir og matreiðslu áþeim, Oftast er unt að ræða fatíðari fiska eins og búrann, sem Kristófer Ásmundsson í Fiskbúðinni við Net- Morgunblaðið/Árnl Sæberg hy I hampar hér. Kristófer kynnir afog til eintakar fisktegundir og hýður viðskiptavinum sínunt þá upp á uppskriftir af ýmsu tagit.il matreiðslu ágóðgætinu. Segir hann það gefa góða raun. ______—I IceMac hannar „gámahús" til lýsis og saltfiskvinnslu Ráðgjöf og sala afurða fylgir hugsanlegri sölu SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa nú yfir milli IceMac fisk- vinnsluvéla hf. í Reykjavík og erlendra aðila um sölu á gáma- einingu sem fyrirtækið hefur hannað til vinnslu á hágæðalýsi að söluverðmæti um 250.000 dollarar, eða um 16 milljónir króna. Einnig á IceMac í viðræðum við rússneskt fyrirtæki um sölu á gámaeiningu til saltfiskverkunar. IceMac hefur þegar selt eitt gámafrystihús með öllum vinnslulínum til útgerðarfélagsins UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi, en það samanstendur úr 18 gámum sem tengdir eru saman. Að sögn Gunnlaugs Ingvarssonar, framkvæmdastjóra IceMac, hefur verið gerður samstarfssamningur við Kraft- lýsi hf. á Djúpavogi og Gunnlaug Frið- bjarnarson, eiganda þess, um samstarf varðandi tækni og þróun á útfærslum á litlum einingum til lýsisvinnslu. Felur þetta samstarf í sér að Kraftlýsi hf. getur tekið að sér markaðsfærslu fyrir viðkomandi erlend fyrirtæki sem kaupa einingar af þessu tagi, og auk þess ráðgjöf og aðstoð vegna þeirrar reynslu sem þeir hafa af því að hafa byggt upp vinnslu af þessu tagi. „Við byggjum verulegar vonir við þetta og erum við þegar í viðræðum við erlendan aðila um kaup á svona húsi, en ég get ekki á þessari stundu skýrt frá því hver það er. í því tilfelli myndi fylgja íslensk ráðgjöf í sex mán- uði og jafnframt að íslendingar myndu sjá um sölu á afurðunum," sagði Gunn- laugur. Saltf iskverkun í 40 feta gáml IceMac hefur einnig hannað saltfísk- verkun í 40 feta gámi og er þar um að ræða hausun, þvott, B440 flatnings- vél, hnakkabursta, hreinsibúnað og sjálfvirkt saltdreifingarkerfí. y? „Við erum í viðræðum við rússneskt fyrirtæki um sölu á svona einingu, en ef af kaupum þess verður munum við eða íslenskir samstarfsaðilar okkar sjá um sölu og markaðsfærslu allra afurða rússneska fyrirtækisins," sagði Gunn- laugur. Fréttir Klara seld til Nýja Sjálands • TEISTURhf.,semerí eigu fjögurra ísfirskra fyr- irtækja og keypti rækjutog- arann Klöru Sveinsdóttur SU 50 á Fáskrúðsfirði hefur selt skipið til Nýja Sjálands. Kaupandinn er kínverskur útgerðarmaður þar og mun það bætast í fiskiskipaflota hans. Skipið er enn á ísafirði en fer einhvern næstu daga í slipp í Reykjavík á vegum kaupandans og heldur vænt- anlega áleiðis til Nýja Sjá- lands um mánaðamótin./2 30 skip á Hryggnum • HELDUR hefur dregið úr úthafskarfaveiðinni á Reykjaneshrygg síðustu þrjá dagana en áður hafði verið mjög góð veiði um tíma. Þegar Morgunblaðið ræddi við Ragnar Ólafsson skipstjóra á Sigli í gær voru um 30 skip á svæðinu, þar af fjögur íslensk./4 Bætt aðstaða við Vogabakka • SAMSKIPhafatekiðí notkun löndunarþjónustu fyrir frystiskip á Voga- bakka, sunnan Holtabakka í Sundahöfn, en aðstaða þessi hefur verið í þróun í rúm- lega eitt ár. Að sögn Pjeturs Más Helgasonar hjá Sam- skipum eru fjögur skipalægi við Vogabakka./5 Loðnuvertíð er að ljúka • LOÐNUVERTÍÐ er nú að öllum líkindum lokið að þessu sinni. Heildarveiði ís- lenzkra skipa á loðnuvertíð- inni varð alls um 733.340 tonn. íslenzki kvótinn náðist allur, en ekki tókst okkur að veiða eftirstöðvar Norð- manna og Grænlendinga. Því voru óveidd um 104.500 tonn af leyfilegum kvóta nú./7 Fiskimerki flutt utan • FYRIRTÆKIÐ Stjörnu Oddi hf. hefur stofnað til útflutnings á nokkuð sér- stakri vörutegund nefnilega rafeindamerkjum fyrir fisk- merkingar. Merki þessi hafa að geyma rafeindabúnað sem mælir hita og dýpi og skráir í minni./8 Markadir Minna af þorski til Bretlands • ÚTFLUTNINGURokkar á þorski til Bretlands dregst stöðugt saman. Munar þar mestu gífurlegur samdrátt- ur á ú 1 fiti tniiigi á óunnum þorski, sem er nánast að engu orðinn. Sem dæmi um það fóru aðeins 70 tonn utan af óunnum þorski í febrúar- mánuði síðastliðnum. Fyrstu 11 mánuði ársins fluttu Bretar inn rúmlega 97.000 tonn af þorski. Um fjórðungur þess kom héðan, 21.153 tonn, sem 9.000 tonn- um minna en á sama tíma í fyrra. Mest af þorskinum kemur engu að síður héðan. Um 20.000 tonn koma bæði frá Noregi og Danmörku og hafa Danir tvöfaldað hlut sinn milli ára. Þorskinnflutninaur HtilBretlandsli jan.-nóv. 1994 IÉL Tofin: fslandi L Rússlandi|_ Noregi |_ Danmörkul 11.2241 23.153 20.037 19.811 Færeyjum 19.2951 SpSn'D3-275.-*.; ððrum ríkj, liQ.299| £ f/* Bretar kaupa mjölið frá Perú Innflutt mjöl og lýsi til Bretlands, jan.- nóv. 1994 92.9561nno Frá: Perúj ístandif Noregif GhHe__ 5_ Bandaríkj. §_f 23.397 Þýskalandi_|l1.199 Írlandi_|l1.147 Hollandill 8.476 ^_J^_ft Fsreyiuml6.669 KanarieyiJS.433 Öðrtimríkj.j • Fyrstu 11 mánuði síðasta árs fluttu Bretar inn 355.000 tonn af fiskimjöli og lýsi, litlu minna en árið áður. Mest þeyptu þeir frá Perú, 93.000 tonn, en næst- mest héðan frá íslandi, 68.500 tonn. Þetta eru nokkrar beytingar milli ára, því 1993 vorum við með 82.300 tonn en Perú 63.000. Bretar kaupa einnig mikið af lýsi frá Noregi, Chile og Bandaríkjunum./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.