Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR12.APRÍL1995 C 3 FRETTIR Hittogþetta Vinnsluskipin fáekkieigin söiusamtök B NORSKA sjávarútvegs- ráðuneytið hefur hafnað beiðni samtaka útgerða vinnslsukipa um að að fá að stofna eigin sölusamtök. Niðurstaða ráðuneytisins byggist á því, að það renni styrkari stoðum undir markaðsetaingu sjávaraf- urða, a ð þar komi til sög- unnar f œrrri en stæiri sö- lusamtök. Sjáyarútvegsráðuneytið leggur áherzlu á, að sala á fiski iipp úr sjó eða úr skipum sé í höndum fárra öflugra sölusamtaka. Þess vegna hef- ur það lagt lið þeirri viðleitni sjómanna og framleiðenda sjávarafurða að fækka og stækka sðlusamtðk sín. Því hafa sölusamtok safmark- aðra hagsmunahópa verið log niður og þrjú samtök um sölu sfldar runnið saman í eitt. Þá hafa fíögur samtök í þorski runnið saman ú tvenn sam- tök. það er skoðun ráðuneyt- insins að viðurkenm'ng og staðfesting á nýjum sölusam- tokum bryti í bága við þróun sfðustu ára og gæti dregið líflíkum þeirra samtaka, sem fyrir eru. Hafinner Ínnflutningurá Flo-Scan mælum ¦ FYRIRTÆKIÐ H. Haf- steinsson hefur hafið inn- flutning á Flo-Scan olíu- eyðslumælum, sem henta smábátum og stærri bátum með vélar altt að 3.000 hest- öfl. Mælarnir geta sparað mikið, enda eru smábátarn- ir ko ninir með vélar allt að 400 hestiif lum. í frétt frá fyrirtækinu seg- ir, að inn á mælinn skráist hve mikið af olíu sé á gey- munum við upphaf veiðiferð- ar, því sé hægt að fylgjast nákvæmlega með því mikið mikið 'af oh'u sé til hverju sinni. Þá sé hægt að sam- stilla hraða og olíueyðslu og sjá hvemig hagkvæmast sé að keyra bátinn. Loks sé hægt að fylgjast með því, þegar komið er að botn- hreinsun vegna aukinnar olfueyðslu og fleiri þáttum. FloScan mælamir hafa verið samþykktir bæði fyrir báta og flugvélar. Eftirtaldir bátar eru þegar komnir með Fio-Scan mæla: Sæþór RE, Elsa Rún HF, Sindri NS, Gamli Valdi RE, nýsmíði B.G., Snæberg RE, Lukka RE, Skarpur RE, Hulda RE, Bylgja RE og Sleipnir AR. Mælarnir kosta S5.000 krón- ur. BRESKIR sjómenn eiga við ærinn vanda að glíma en nú telja þeir, að ný ógn steðji að atvinnu sinni og afkomu. Þá er átt við fískeldið en nú virðist sem menn séu að ná tökum á eldi sjávarfíska í stórum stfl, þorsks, sandhverfu, bassa og steinbíts svo nokkrir séu nefndir fyrir utan lax og silung, ál og hum- ar. í Bretlandi er nú verið að huga að stórum eldisstöðvum undir þaki, eins konar „fískverksmiðjum". Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þessar nýju verksmiðjur, til dæmis umhverfissinnar, sjómenn og mat- argerðarmeistarar, sem segjast ótt- ast, að fískurinn verði ekki nógu bragðmikill, en vísindamenn halda því fram, að þessi nýja tækni, sem var fullkomnuð í Danmörku, geti orðið til að draga úr sókn í físk- stofnana og vernda þá þannig. Fiskverksmiðjur í sjómanna stað? Eldisstöðvar um allan helm í tveimur fískeldisstöðvum í Danmörku eru nú framleidd árlega 300 tonn af ál og sandhverfu og bresk fyrirtæki og fyrirtæki í 20 öðrum löndum eru í startholunum. „Markmiðið er að koma upp svona eldisstöðvum um allan heim enda eru möguleikarnir ótæmandi vegna þess, að stöðvarnar geta verið hvar sem er," segir Keld Nielsen, for- 'stöðumaður dönsku fískeldisstofn- unarinnar, en hún varð fyrst til að ná tökum á tæknmni. Hún felst í nýjum búnaði, sem hreinsar vatn- ið í tönkunum fjórum sinnum á klukkustund en það þýðir, að unnt er að nota ávallt sama vatnið eða sjóinn. Hægt er að ala tugþúsundir físka allan ársins hring í aðeins 40 rúmmetrum af vatni og á ve- turna er haldið góðu hitastigi á vatninu til að auka vöxtinn. í Egtved í Danmörku eru nú aldir 200.000 álar í hverjum tanki en þeir eru 20 talsins. Hefur Evrópu- sambandið lagt fram mikið fé til rannsókna á þessum málum og hafa ýmis matvælafyrirtæki áhuga á eldi af þessu tagi til að tryggja sér jafn framboð. Engin mengun Breskir sjómenn hafa nokkrar áhyggjur af þessari þróun og um- hverfísverndarsinnar segja, að svona eldi sé ómannúðlegt gagn- vart fiskinum. Talsmenn hinnar nýju tækni vísa þó öllu slíku tali á bug og benda á, að hún bjóði upp á svo mikla möguleika, að þróunin verði ekki stöðvuð. Einn megin- kostur hennar er líka sá, að henni fylgir engin mengun eins og er með kvíaeldi í sjó. Fullkomin löndunaraðstaða við hliðina á flutningaskipum Samskipa Samskip og Löndun hf. bjóða heildarlausn í löndun og annarri þjónustu við trystiskip. Þessi heildarlausn eykur hagkvæmni og einfaldar alla meðhöndlun vöru. Samherji, Royal Greenland og Polar Seafood eru meðal fyrirtækja sem hafa notfært sér þessa þjónustu undanfarin ár með því að landa fiski á Vogabakka. Þaðan er leiðin stutt yfir í millilanda- og innanlandsskip Samskipa, því þau liggja við Holtabakka sem er í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Samskip bjóða auk þess upp á frystigeymslur innanlands og erlendis. Hafðu samband við Samskip næst þegar þú þarft á löndunarþjónustu ^- ^^ ____ að halda, það skilar sér fljótt. oXVIVI O iV I Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.