Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 6

Morgunblaðið - 12.04.1995, Side 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Frskverð heima Þorskur Fiskmarkaður 1101 Hafnarfjarðar 1— 9C Apn1 - ,80 13.vl 14.vlöu Faxamarkaður 10Q| Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 261,6 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 20,3 tonn á 93,56 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 36,4 tonn á 91,61 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 204,9 tonn á 97,85 kr./kg. Af karfa voru seld 56,8 tonn. í Hafnarfirði á 73,77 kr. (14,71), á Faxagarði á 61,72 kr. (1,81) og á 71,21 kr. (40,41) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 119,5 tonn. í Hafnarfirði á 59,92 kr. (17,31), á Faxagarði á 57,81 kr. (11,71) og á 59,72 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (90,41). Af ýsu voru seld 163,9 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 91,59 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur mmmmm Karfi mmmmm Ufsi mmmmm Sjö skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku; Skagfirðingur SK, Klakkur SH, Hegranes SK, Már SH, Björgúlfur EA, Ottó N. Þorláksson RE og Breki VE. Alls voru seld 1.041,2 tonn af karfa á 117,59 kr./kg. meðalv. (88,68-140,38 kr./kg), en 12,2 tonn af ufsa á 108,24 kr./kg (68,01-151,94 kr.). Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 499,6 tonn á 139,48 kr./kg. Þar af voru 20,8 tonn af þorski seld á 115,58 kr./kg. Af ýsu voru seld 172,1 tonná 116,65 kr./kg, 143,8tonnaf kola á 148,46 kr./kg, 23,2 tonn af karfa á 101,28 kr. hvert kíló og 39,1 tonn af grálúðu seldust á 207,44 kr. kílóið. KrAg -200 180 160 140 120 100 80 60 Spá góðri þorskveiði við Noreg næstu árin ■■■■■■■^^^^■^■^^■■■■i FLEST bendir að Ástandið yfirleitt gott Noreg og vorgotsotld- nema í loðnu og rækju “ ^ðL»4 á árinu 1994. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá norsku hafrannsókna- stofnuninni en þar segir einnig, að minni sjávarhiti í Barentshafi muni sennilega valda lakari nýliðun um aldamótin. Með ákveðinni fískveiði- stjóm og jöfnum kvótum ætti þó að vera unnt að komast hjá miklum aflasamdrætti þegar stofnamir minnka. Fiskstofnar í Norðursjó standa enn illa. Mjög hefur gengið á síldina og veiðar úr öðrum nytjafiskstofnum verða að vera í algeru lágmarki. Þoskstofninn virðist hafa náð jafnvægi í rúmlega tveimur milljón- um tonna, sem er svipað og var á ámnum 1960-’70 og nálægt meðal- talinu fyrir árin eftir 1946. Vöxtur fisksins er hins vegar miklu minni nú en var fyrir 1990 og sem dæmi má nefna, að þyngdaraukning ár- gangsins er næstum helmingi minni en áður og líkist mest því, sem var 1986. Stofnþyngdin mun því minnka á næstu árum þótt fjöldi eintaklinga verði áfram mikill. Hrygningarstofninn 800.000 tonn Búist er við, að hrygningarstofn- in verði áfram um 800.000 tonn, sem er vel yfir meðallagi og hefur ekki verið stærri síðan 1971 og ’72 og á árunum fyrir 1960. Árgang- amir frá 1989 til 1994 virðást vera í meðallagi og munu viðhalda góðri stofnstærð jafnvel þótt veiðin verði mikil. Lítil nýliðun fylgir oft kóln- andi sjó í Barentshafi og svo virðist sem köld ár séu nú framundan í hafinu. Það ætti þó að tryggja til- tölulega góða nýliðun hve hrygning- arstofninn er stór. Stofnstærð ýsunnar er áætluð 300.000 tonn. Hefur nýliðunin batnað mikið eftir 1990 en þó er nokkur óvissa um stærð árgang- anna og vöxt og viðgang stofnsins. Fram til 1993 stækkaði hrygning- arstofninn en þótt hann hafi minnk- að nokkuð vegna síðbúins kyn- þroska á síðasta ári, þá má gera ráð fyrir, að hann muni stækka aftur. Búist er við góðri hrygningu á þessu ári þótt vitað sé, að nýliðun ýsunnar er miklu sveiflukenndari en þorsksins. Heildarúttekt á vorgotssíldinni í janúar 1994 sýndi, að hrygningar- stofninn var þá 2,5 milljónir tonna og búist er við, að hann verði svip- aður á þessu ári. Árgangurinn frá 1992 er mjög sterkur og hann mun koma til með að auka hrygningar- stofninn verulega frá og með þessu ári en árgangurinn frá 1993 er aft- ur á móti lítill. Hann mun því hafa öfug áhrif á hrygningarstofninn eftir 1997-/98. Haldi veiðamar áfram að aukast eins og þær hafa gert síðustu þrjú, fjögur árin, verð- ur að skera kvótann vemlega niður eftir 1998. Áhyggjur af sveppasýkingu Samkvæmt merkingum, sem gerðar voru á síldinni 1993, er nátt- úruleg dánartíðni miklu meiri en var framan af síðasta áratug og stafar það af sveppasýkingu. Var engin breyting sjáanleg á þessu á síðasta ári og veldur það nokkmm áhyggjum. Hrygningarstofn Norðursjávar- síldarinnar hefur minnkað mikið á síðustu fimm árum. Er ástæðan léleg nýliðun, mikil veiði og lítill vöxtur einstaklinganna. Þó virðast árgangamir frá 1992 og ’93 lofa nokkuð góðu. Náttúmleg dánartíðni er einnig lítil vegna þess hve illa aðrir fiskstofnar standa. Nauðsyn- legt er að draga verulega úr smá- síldardrápinu og veiðinni almennt til að ná stofninum upp. Loðnustofninn við Noreg er á svipuðu róli og 1986 og ’87 vegna mikillar, náttúmlegrar dánartíðni í öllum árgöngum. Þorskur og sjáv- arspendýr sækja í kynþroska físk- inn og síldin í loðnuseiðin. Mæling- ar sýna, að mjög lítið er um árs- gamla loðnu, lítið virðist vera af loðnuseiðum frá síðasta ári og minna fínnst af tveggja ára loðnu og eldri en áður. Vöxtur fisksins var hins vegar góður á síðasta ári. Meðalþungi ársgamals físks er sá mesti frá 1980 og þungi eldri fisks er jafn langtímameðallagi. Loðnu- stofninn verður lítill næstu 2-3 árin að minnsta kosti. Grálúða í sögulegu lágmarki Grálúðustofninn er enn í sögu- legu lágmarki og minni en Alþjóða- hafrannsóknaráðið telur líffræði- lega óhætt. Hrygningarstofninn var áætlaður 40.000 tonn 1992 og 1993 og heildarstofninn um 60.000 tonn. 1977-’98 var hrygningarstofninn áætlaður 60-70.000 tonn og heild- arstofninn 110.000 tonn. Nýliðunin á síðasta ári virðist hins vegar hafa tekist betur en í fimm eða sex ár þar áður. Norskir sjómenn veiddu 112.000 tonn af makríl í Norðursjó og Skag- erak á árinu 1993. Þessa góðu veiði mátti rekja til þess, að mikið af vesturmakrílnum var í ætisleit í Norðursjó og Norska hafi frá því í júlí og til janúarloka. Nýliðun í makrílstofninum í Norðursjó hefur hins vegar verið lítil í 20 ár en góð í vesturmakrílnum og hrygningar- stofn hans var áætlaður 2,9 milljón- ir tonna 1992. Talið var, að hann yrði álíka stór 1994 og ’95 en síðar kom í ljós, að árgangurinn frá 1991 hafði verið ofmetinn. Það sama átti því við um hrygningarstofinn á síð- asta ári og þessu. Hrygningarstofn ufsans fyrir norðan 62. gráðu stækkaði 1994 og búist er við, að hann aukist enn á þessu ári. Hefur nýliðunin batnað verulega frá 1988 og árgangurinn það ár og 1989 mjög stór. 1990- árgangurinn er einnig fyrir ofan meðallag. í Norðursjó hefur aftur á móti ekki komið neinn sterkur ufsaárgangur frá 1983 og hrygn- ingarstofninn þar hefur minnkað stöðugt allt frá 1973. 1990 var hrygningarstofninn áætlaður 80.000 tonn, sá minnsti, sem mælst hefur, en búist er við, að hann kom- ist þó í 115.000 á þessu ári. Skelfllegt ástand á noröursjávarþorskl Hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó er nú aðeins 60.000 tonn en ekki er talið líffræðilega óhætt, að hann fari niður fyrir 150.000 tonn. Hefur hann verið að minnka í meira en 20 ár. Vegna núverandi sóknar er dánartíðni eins og tveggja ára gamals fisks mjög mikil og aðeins einn af hveijum tíu ársgöml- um þorskum í Norðursjó nær þriggja ára aldri. Rækjustofninn í öllu Barentshafí hefur minnkað mikið frá 1991. Um meira en 50% víðast hvar og um meira en 30% á Svalbarðasvæðinu. í Skagerak og í Norsku rennunni er 1992-árgangurinn sterkur, meira en í meðallagi frá 1993 en fyrir neðan meðallag frá 1994. Áætlað er, að fjöldi konungs- krabba hafi verið 400.000 á síðasta ári og búist er við áframhaldandi vexti stofnsins. Þá er talið, að 86.700 hrefnur séu í Norðaustur- Atlantshafi. Loðnuvertíðin 1994-1995 Landaö Landað Landað úr fsl. úr erl. I heild, tonn: Vetrarvertíð 1995 519.791 309 520.100 Sumar- og haust 1994 210.968 33.233 244.201 Heildarveiði 1994-95 730.759 33.542 764.301 Loðnukvótinn 94/95 837.879 Endanl. kvóti islend. skv. uppi. Fiskistofu Heildarveiði 94/95 730.759 Voiði Islenskra skipa Eftirstöðvar, óveitt: 107.120 Loðnumóttaka á vetrarvertíð 1995 1,11,1 Samtaka Fiskvinnslust. 475.279,9 tonn tnnflutningur á ýsu Ufl til Bretlands, HS í jan.- név. 1994 Frá: Tonn: ThríTTl 12.. 446 íslandi RússlandiHH 3.171 Færevlum^E 2.717 Danmiirku^j 1.272 Öðrum ríkjumH 1.457 Bretar auka fiskkaupin BRETAR juku innflutning á ýsu töluvert á síðasta ári. Alls fluttu þeir inn 30.700 tonn fyrstu 11 mánuði ársins, en 25.700 tonn árið áður. Nú keyptu þeir 9.700 tonn af ýsu héðan, sem er aukn- ing um rúmlega 500 tonn. Frá Noregi keyptu Bretar 12.400 tonn þetta tímabil í fyrra, sem er aukning um tæplega 4.000 tonn. Innflutningur frá öðrum þjóðum er mun minni, en þess má geta að bæði Danir og Rússar auka hlut sinn í þessum viðskipt- um. Ýsan, sem fer héðan út, er meðal annars mikið notuð í þjóð- arrétt, Breta fisk og franskar. KoU Innflutningur á kola íö til Bretlands, U8 í jan.- nóv. 1994 Frá: íslandi j j 5.019 Hollandi P^jjlipp 3.989 Danmörku|| 516 Færeyjum|385 Öðrum ríkjumQ 3.989 BRETARjuku einnig innflutning á skarkola eða rauðsprettu á síð- asta ári. Fyrstu 11 mánuði ársins fluttu þeir inn 10.800 tonn af kolanum, sem er aukning um 1.200 tonn milli tímabila. Héðan keyptu Bretar rétt rúm 5.000 tonn, sem er samdráttur upp á rúmlega 400 tonn. Næstmest keyptu Bretar af Hollendingum, eða tæp 4.000 tonn. Það var aukning um 1.600 tonn, en Holl- endingar eru mjög stórir í vinnslu og útflutningi á flatfiski. Vinnsla á flatfiski hér heima hefur aukizt mikið hin síðari ár og fer mikið af honum til Evr- ópu, mismikið unninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.