Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR12. APRÍL1995 C 7 Allur fiskur á markað Þetta er sú krafa sem sjómanna- samtökin hafa lagt aðal áherslu á allt frá því að lög'um um verðlags- ráð sjávarútvegsins var breytt árið 1991, sem gerði ráðið í raun ónot- hæft. Þó krafan hafi verið sett fram með þessum hætti, hefur ítrekað kom- ið fram hjá a.m.k. sumum samtökum sjómanna að ýms- ar leiðir að þessu marki eru færar, m.a. til að tryggja aðilum sem hafa bæði veiðar og vinnslu á sinni könnu það, að þeir hafi ráðstöfunarrétt á afla eigin skipa. M.ö.o. þetta þarf alls ekki að þýða það að hver fiskur skuli undantekningarlaust fara í gegn um húsnæði markaðanna, svo fremi viðunandi verð fáist fyrir aflann, sem m.a. tekur mið af markaðsverði. Umræður um útfærslu á fyrir- komulagi sem flestir gætu sætt sig við sbr. ofanritað, hafa á undan- förnum árum oftsinnis farið af stað, en ætíð strandað á afstöðu LÍÚ. Ágreiningurinn ætti að vera óþarfur Ágreiningur um þetta atriði ætti í raun að vera óþarfur með tilliti til þess að í samningum sjó- manna og útvegsmanna eru skýr ákvæði um að sjómönnum skuli tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er. Það á kannski við um þetta samningsákvæði það sama og sum önnur sem í samningum eru og fulltrúi útvegsmanna hefur lýst yfir að aldrei hafi verið mein- ingin að standa við, enda hafi það verið tilkynnt um leið og það var sett í samninga. Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna sem sett var á laggirnar sl. vor á grund- velli bráðabirgðalaganna sem sett voru á sjómenn í janúar 1994, var tilraun til að freista þess að ná fram einhverri lagfæringu þessara mála, en því miður virðist sem sú tilraun verði árangurslaus. Nú hefur krafan um allan fisk á markað enn einu sinni komist í kastljós fjölmiðla, í tengslum við ályktun og fyrirhugaðar aðgerðir Sjómannasambands íslands, eftir formannafund sambandsins nýver- ið, sem hugsanlega leiðir til þátt- töku annarra samtaka sjómanna í aðgerðunum. Fjölmiðlar leita að vanda til LÍÚ Fjölmiðlarnir leita að vanda í smiðju til formanns LIU, sem eins og venjulega nær varla andanum af vandlætingu, vegna þeirrar ósvífni sem felst í ályktun um boð- aðar aðgerðir, og kröfunni um markaðssetningu afla. Forsvarsmönnum sjómanna sem eiga ekki annarra kosta völ en að hlusta á svipaðan söng í hvert sinn sem tilraun er gerð til að ná samn- ingum við samtök útvegsmanna, kemur málflutningurinn ekki á óvart, en það hlýtur að koma fé- lagsmönnum formannsins, a.m.k. „Ég er sannfærður um að landsbyggðar- og fiskvinnslufólk frábiður sér formann LÍÚ sem talsmann," skrifar Guðjón Armann Einarsson hér. „Því ef eitthvað hefur bitnað á því fólki er það tilkoma vinnslu- skipa og tilfærsla á aflaheimildum með þeim hætti sem áður er vikið að,“ segir hann hinum almenna félagsmanni, á óvart þegar hann í stað þess að verja hagsmuni útgerðarinnar (fiskseljenda), með því að beijast fyrir sem hæstu fiskverði henni til handa, tekur í staðinn til við að veija hagsmuni gagnaðilans, fisk- vinnslunnar (fiskkaupenda). Skrítinn málflutningur Reyndar tekur formaður LÍÚ með málflutningi sínum einnig að sér hagsmunagæslu landsbyggðar- innar og fiskvinnslufólks þar, og talar í föðurlegum tón um að ef krafa sjómanna næði fram að ganga yrði þar allt lagt í rúst. Þetta er skrítinn málflutningur hjá manni sem hefur verið einhver mesti talsmaður fjölgunar vinnslu- skipa og haldið því fram að með því að færa vinnsluna út á sjó næðist mest og best hagræðing og í því væri framtíðin fólgin. Umræddur formaður hefur einnig verið helsti talsmaður frjáls fram- sals á aflaheimildum, og ávallt varið þann þátt laganna um stjórn fiskveiða með kjafti og klóm, jafn- vel þegar stærsti hluti aflaheimilda- heilla byggðarlaga hefur verið framseldur annað, í mörgum tilvik- um til aðila sem safna að sér heim- ildum, í krafti sterkrar fjárhags- stöðu fyrirtækja sinna, fyrst og fremst til að braska með þær og/eða láta leiguliða veiða fyrir einhliða ákveðið smánarverð. Til viðbótar nýta þessir aðilar sér ákvæði skattalaga til að auka enn á gróða sinn vegna þessara svo- kölluðu viðskipta. VerðlagsráAIA Ég er sannfærður um að lands- byggðar- og fiskvinnslufólk frábið- ur sér formann LÍÚ sem talsmann, því ef eitthvað hefur bitnað á því fólki er það tilkoma vinnsluskipa og tilfærsla á aflaheimildum með þeim hætti sem áður er vikið að. Eins og áður sagði var lögum um verðlagsráð sjávarútvegsins breytt 1991, en fram að þeim tíma var lágmarksfiskverð ákveðið i ráðinu, og fyrirkomulagið var þá venjulega þannig að tveir fulltrúar seljenda (sjómenn og útvegsmenn) og tveir fulltrúar kaupenda (fisk- verkendur) tókust á um lágmarks- verðið. Oftast gekk ekki saman með aðilum og þá kom oddamaður að ákvörðuninni og myndaði meiri- hluta í ráðinu með öðrum hvorum, seljendum eða kaupendum. Á þess- um árum snérist málið um það að sjómenn og útvegsmenn sameigin- lega næðu að rökstyðja og beijast fyrir eins háu fiskverði og nokkur kostur var, umbjóðendum sínum til handa. Fulltrúi útvegsmanna í ráðinu var til margra ára formaður LÍÚ, sá hinn sami og nú finnur því allt til foráttu að ná sem hæstu verði fyrir afla fiskiskipa, til handa sömu aðilum og á meðan vettvangurinn var innan verðlagsráðs sjávarút- vegsins. í mínum huga hefur það ætíð verið svo að því hærra verð sem fiskiskip fær fyrir afla sinn, þeim mun betri verður afkoma útgerðarinnar. FormaAur LÍÚ spornar viA hækkun á fiskverAI Þetta virðist hins vegar ekki vera sjónarmið formanns LÍÚ, heldur þvert á móti. Nú hamast hann sem best hann getur til að sporna við hveiju því sem hugsan- lega leiddi til hækkunar á fiskverði til sjómanna og útgerðar. Maður spyr sjálfan sig þegar maður heyrir málflutning af þessu tagi, í þágu hvers formaðurinn talar og hagsmuni hverra hann er að veija. Eitt er víst, það er útilok- að að málflutningur af þessu tagi þjóni hagsmunum útgerðar eins og hún hefur verið skilgreind til þessa. Þegar hins vegar formaður LÍÚ er að veija þá afstöðu samtak- anna um að vera ekki sammála sjómönnum um að selja afla á mörkuðum og tryggja þar með hæsta verð, eða tryggja viðunandi verð með öðrum hætti eru rökin þau að sú afstaða hafi verið tekin þegar verðlagsráðið í sinni fyrri mynd var lagt niður, að samtökin hefðu ekki afskipti af verðlagningu sjávarafla, m.ö.o. þau kysu að vera hlutlaus, þar sem verðið hafi verið gefið frjálst, og afskipti af verð- lagningu því óþörf. Hlutleysið sem hér er flúið á bak við er raunar afar furðulegt, því það á eingöngu við þegar málið snýr að því verði sem sjómenn eiga að fá, en er kastað fyrir róða þeg- ar kosið er að draga málefni lands- byggðar eða fiskvinnslufólks inn í umræðuna. Það er kannski svo í huga for- manns LÍÚ að það að styðja ein- hliða ákvarðanir fiskkaupenda um verð á sjávarafla sé hlutleysi, en því fer fjarri að svo sé í hugum sjómanna. Sjómenn eru eigendur hluta þess sem aflað er, og það eru lágmarksmannréttindi að geta haft áhrif á það á hvaða verði sá afli er seldur. Höfundur er frnmkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Oldunnar. Loðnuvertíðinni að ljúka LOÐNUVERTÍÐ er nú að lMpsfll lílílílílíi í vpfi1f* öllum líkindum lokið að íviebiu idiiuau 1 veiur þessu sinni Síðustu skipin voru að tínast inn með slatta um helgina og ekki vitað til þess að þau haldi til veiða á ný. Heildarveiði íslenzkra skipa á loðnuvertíðinni varð alls um 733.340 tonn og verður vertíðin því að teljast nokkuð gjöful, þrátt fyrir að veiðar hafi dottið alveg niður mánuðum saman frá hausti og fram yfir áramót. íslenzki kvótinn náðist allur, en ekki tókst okkur að veiða eftirstöðvar Norðmanna og Grænlend- inga. Því voru óveidd um 104.500 tonn af leyfilegum kvóta nú. á Eskifirði og hjá Vinnslustöðinni hf. Loðnuaflinn á vetrarvertíð varð alls 522.000 tonn, en sumar- og haustvertíðin skilaði okkur aðeins 211.000 tonnum. Auk þess lönduðu erlend skip hér rúmlega 33.000 tonnum síðsumars í fyrra. Verk- smiðjurnar tóku því á móti um 767.000 tonnum til vinnslu á vertíð- inni samkvæmt bráðabirgðatölum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Samkvæmt bráðabirgðatölum SF tóku tvær verksmiðjur á móti meiru en 50.000 tonnum af loðnu á vetrar- vertíðinni eða hvor um sig meiru en 10% af heildaraflanum. Vinnslustöð- in í Vestmannaeyjum tók á móti tæplega 54.000 tonnum og Hrað- frystihús Eskifjarðar tók á móti rúmlega 53.000 tonnum. SR Mjöl á Seyðisfirði var með 49.000 tonn og Síldarvinnslan í Neskaupstað með 42.000 tonn. Tuttugn manns luku pungaprófi ÁÐUR en verkfall kennara hófst hinn 17. febrúar sl. luku tuttugu nemendur 30 rúmlesta réttinda- námi, pungaprófi, á kvöld- og helgarnámskeiði Stýrimannaskól- ans í Reykjavík. Á skólaárinu hafa þá 43 lokið þessu prófi frá Stýri- mannaskólanum. Síðasta 30 tonna námskeiðið á skólaárinu er nýlega byijað og lýkur því í byijun maí. Á myndinni eru talið frá vinstri: Fremri röð: Harald Holsvik kenn- ari, Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- meistari, Benedikt Blöndal kenn- ari, Friðgeir Snæbjörnsson. Aftari röð: Arngrímur Her- mannsson, Kristján Þór Haralds- son, Gunnar Ólafsson, Björn Krist- jánsson, Guðmundur Tryggvason, Auðunn Ragnarsson, Gísli Sævar Guðmundsson, Jóhann Þorfinns- son, Ingvar Engilbertsson, Björn Gíslason, Ólafur Hans Ólafsson og Eyjólfur Þór Kristjánsson. Auk þess luku prófinu: Alex- ander Helgason, Flosi Skaftason, Hermann Sigfússon, Guðjón Ól- afsson, Jakob Freyr Jakobsson og Baldvin Einarsson. Kennsla í Stýrimannaskólanum í Reykjavík Eftir verkfall kennara, sem lauk 28. mars sl., hófst kennsla 30. mars og mættu allir nema fjórir nemendur aftur í skólann. Kennt hefur verið á laugardögum, nema kjördaginn 8. apríl. Kennsla er alla dymbilvikuna, nema bæna- dagana og laugardaginn fyrir páska. Kennsla fyrir vorprófin lýkur laugardaginn 13. maí og er kennsla á vorönn þá einni viku styttri en var áður áformað. Nem- endur farmannadeildar fara á skír- dag í siglingu með skipi Eimskipa- félagsins, Bakkafossi, til Færeyja. Sjóferðin er námsferð í umsjá kennara, en þó styttri en undanf- arin ár og verða nemendur komn- ir aftur úr ferðinni þriðjudaginn 18. apríl nk. þegar kennsla hefst aftur. Stýrimannaskólanum verður slitið 2. júní nk. og er það hálfum mánuði síðar en var áður áætlað. VOGIRsem VITerí..! $ Sölu- og þjónustuumboð: ’ ílSi msmm SlÐUMÚLA 13.108 REYKJAVÍK (91) 882122; V ... Stórar og smáar vogir í úrvali. PÓLS Rafeindatvörur hf„ I: Krókaleyfisbátur með tilheyrandi búnaði óskast til kaups. -■ -■ • skipasala Suðurlandsbraut 50 R 1 • fjármálaþjónusta simi 91 88 22 66 V'l'-l-ALJ • viðskiptaráðgjöf fax 91 88 94 65 UNIVERSAL Vestfirskir sjómenn „Stuðningur í steinbítsstríðinu“ Staðgreiðum við afhendingu í Faxalón hf., Hafnarfirði, fersk steinbítsflök með roði kr. 180 kr/kg. Hafið samband við Guðmund eða Hörð Bragason. G. Ingason hf. útflutningur, Fornubúðum 8, Flensborgarhöfn, 220 Hafnarfirði, s. 6563525, fax 565-4044, GSM 989-27020, bs. 985-27020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.