Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 12.04.1995, Síða 8
Útflutning'ur hafinn á rafeindamerkjum í físka Merkin skrá í minni hitastig og dýpi FYRIRTÆKIÐ Stjömu Oddi hf. hefur stofnað til útflutnings á nokkuð sér- stakri vörutegund nefnilega rafeinda- merkjum fyrir fiskmerkingar. Merki þessi hafa að geyma rafeindabúnað sem mælir hita og dýpi og skráir í minni. Til þess að tilraunir þessar takist þurfa merkin að komast aftur undir manna hendur og til þeirrar stofnunar sem að rannsóknunum stendur. Þar eru merkin opnuð og upplýsingum sem hlaðist hafa í minni merkisins er komið yfír á tölvu. Þær upplýsingar sem fást þegar fiskur merktur með þessum merkjum er endurheimtur eru reglubundnar mæling- ar á t.d. hita og dýpi yfir það tímabil sem fiskurinn hefur synt um frjáls, en af þeim upplýsingum má draga ýmsar ályktanir um atferli fisksins og það um- hverfí sem hann velur sér. Send verða í aprílmánuði á þriðja hundrað merki utan til tveggja landa og er það verkefni sem mun endurtaka sig í 3 ár. Markaðsetning vörunnar hefur til þessa verið einskorðuð við EFTA og EES svæðin. Minnl og öflugri merki Framundan hjá fyrirtækinu er fram- leiðsluþróun, þróun sem reiknað er með að muni standa yfir seinni helming þessa árs. Að framleiðsluþróuninni lok- inni verður hafist handa við þróun i næstu kynslóðar merkja sem verða mun minni og öflugri en núverandi merki. Sú þekking sem aflað hefur verið við þróun fyrstu kynslóðar nýtist að fullu í framhaldsþróun. Sjálf þróunin hófst árið 1993 í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnunina og Veiðimálastofnunina og hefur þetta þríhliða samstarf orðið töluvert árang- ursríkt sem sjá má af því að framleiðsl- an er komin í notkun á báðum þessum stofnunum og er þar að auki orðin að útflutningsvöru. Á Hafrannsókna- stofnun er ráðgert að merkja töluverð- an fjölda af þorski með þessum merkj- um á þessu ári og næsta. Á Veiðimála- stofnun eru sömuleiðis áætlanir um að nota þessi merki við rannsóknir á laxi og sjóbirtingi. Eigin fjármögnun að mestu leyti Hluti þróunarinnar var styrktur af Rannís, sjávarútvegsráðuneytinu og vöruþróunarátaki Iðntæknistofnunar. Stærstur hluti verkefnisins var íjár- magnaður af eigin fjármagni Stjörnu Odda. „Varðandi framtíðaríj árfesting- ar í framleiðsluþróun og þróun á kom- andi kynslóðum merkja koma tvær leiðir til greina, í fyrsta lagi að slík þróun fari hægt af stað og sé alger- lega háð þeim pöntunum sem berast eða í öðru lagi að skoðaðir verði mögu- leikar á að notast við utanaðkomandi fjárfesta svo hægt sé að hraða þeirri þróun. Erfitt er að markaðssetja vöru sem er alger nýjung, vöru serrríekki hefur verið notuð áður. Sú kynning sem átt hefur sér stað á vörunni, hefur vakið athygli væntanlegra notenda, pantanir eru farnar að berast, ísinn virðist vera að gefa sig. Mikilvægt er fyrir öll fram- leiðslufyrirtæki að vera í nálægð við markaðinn, við gerum okkur miklar vonir um að skapa öflugan markað á Islandi, þar sem lífsviðurværi okkar er það nátengt fiskinum og rannsókn- um á nytjastofnum," segir Sigmar Guðbjörnsson, eigandi Stjörnu Odda. < Það sem eftir er af kvótanum í byrjun apríl 1995 Þorskur, kvóti Ýsa, kvóti Ufsi, kvóti Karfi, kvóti 95.2 þús. tonn 57,0 þús. tonn 70,0 þús. tonn 86,5 þús. tonn ... þegar eftir lifir 38,9% kvótaársins Sept.’94 Okt. Nóv. Des. Jan.’95 Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ág. FÓLK Höfnin kynnt ■ REYKJA VÍKURHÖFN hefur, í samvinnu við brezka útgáfufyrirtækið Land and Marine Publications Ltd., gefið út kynningarrit um Reykja- víkurhöfn og þá þjónustu, sem skipum af öllu tagi stendur hér til boða. Bókin, sem er á ensku, er prentuð hjá Odda hf. og ljósmyndir tóku Hauk- ur Snorrason, Ljósmynda- stofa Reylgavíkur og Ragn- ar Th. Sigurðsson. Bókinni er fyrst og fremst dreif er- lendis. Hannes Valdimars- son, hafnarstjóri ritar inn- Hannes Valdimarsson gang að bókinni, sem er 60 síður að stærð. þar segir hann meðal annars: „Það er ánægjulegt að benda á að innan sjávarútvegsins fer hlutur okkar vaxandi. Um höfnina fer nú meira af fiski en áður, bæði af innlendum og erlendum skipum. Auk þess höfum við þróað okkur sem mikilvæga þjónustuhöfn og flutningamiðstöð fyrir er- lend fiskiskip, en áður stóð sú þjónusta aðeins innlendum skipum til boða. Um höfnina fer líka stór hluti útflutnings sjávarafurða héðan. Þetta rit fjallar ekki aðeins um stöðu Reykjavíkurhafnar í dag, heldur einnig framtíðarsýn okkar. Okkur hefur orðið vel ágengt í því að auka fjöl- breytni í viðskiptum okkar og áfram er haldið á þeirri braut. Reykjavíkurhöfn ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og við erum þess fullvissir að þannig verði langtímahags- munir okkar tryggðir." Breytingar á stjóm ÍS og dótturfyrirtækja ■ NOKKRAR breytingar urðu á stjórnum íslenzkra sjávarafurða og dótturfyrir- tækja þeirra á nýafstöðnum aðalfundum. Sú breyting varð á stjóm IS, að Ari Þorsteins- son, forstöðumaður sjávarút- vegsdeildar KEA kom inn í stað Jóns Þórs Gunnarsson- ar, forvera síns í starfi, en Jón Þór hefur nú haldið til starfa erlendis. Þá varð sú breyting á varamönnum að Guðmundur S. Guðmunds- son verður varamaður í stað Tryggva Finnssonar. Stjórn IS skipa því, Hermann Hans- son, formaður, Gísli Jóna- tansson, varaformaður, Gunnar Birgisson, ritari, Þórólfur Gíslason, Friðrik Mar Guðmundsson, Jón Guðmundsson og Ari Þor- steinsson. Til vara eru þeir Guðmundur S. Guðmunds- son og Pétur Olgeirsson. Tveir nýir menn komu inn í stjórn Iceland Seafoord Corp. í Bandaríkjunum. Hal Carper, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tekur sæti í stjórninni í stað fyrrverandi forstjóra, Magnúsar Frið- geirssonar, sem starfar nú á öðrum vettvangi. Þá kemur Tryggvi Finnsson inn í stjórnina í stað Magnúsar Hermann Halldór Hansson Árnason Ari Hal Carper Þorsteinsson Guðjónssonar. Stjórnina skipa því nú þeir Benedikt Sveinsson, formaður, Jó- hann A. Jónsson, varafor- maður, Tryggvi Finnsson, Pétur Olgeirsson, Alti Við- ar Jónsson og Hal Carper. Ein breyting varð á stjórn Iceland Seafood Ltd. í Bret- landi. Halldór Árnason tek- ur þar sæti í stað Tryggva Finnssonar. Stjórnina skipa því nú þeir Benedikt Sveins- son, formaður, Halldór Árnason, Jón Alfreðsson, Guðmundur S. Guðmunds- son, Jóhann Þ. Halldórsson og Höskuldur Ásgeirsson. Þorskbitar í raspi með provencale sósu NEMENDUR Hótel- og veitingaskóla íslands sjá lesend- um Versins enn fyrir uppskrift í Soðninguna. Að þessu MMMMB sinni kenna þeir okkur að matreiða kLLÍiJlUUJJJi þorskinn. Þorskurinn er prýðis fisk- ur enda þótt hann hafl átt erfitt uppdráttar á matborð- um okkar Islendinga nema saltaður eða siginn. Þorsk- urinn er hins vegar eftirsóttur víða um heim, einkum í Bandaríkjunum, þó hann sé reyndar á nokkru undan- haldi vegna óstöðugs framboðs og tíðra verðhækkana. í þennan rétt, sem heitir Þorskbitar í raspi með pro- vencale sósu, fara: 900 g þorskbitar í raspi Sósa: hvítvín skaliotlaukur hvítiaukur tómatar, niðursoðnir tómatkraftur steinseija ólívur sveppir Fiskurinn er djúpsteiktur í raspi og síðan er komið að sósunni. Laukurinn saxaður og svissaður í potti, hvítvíni bætt í, ásamt maukuðum tómötunum og kraft- inum, steinselja, sveppir og óiívur skorið og sett í sem meðlæti. Rétturinn er borinn fram með soðnum kartöfi- um. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.