Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 1
| branpararj IþrautirI Heimiiisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1995 PASKAR GRÁTLEGT - en ég hef engar upplýsingar um þessa frábæru mynd af páskaeggi á köflótt- um dúk. Er hér með skorað á listamanninn -listakonuna að segja til nafns. Eins og gerist stundum á stóru heimili, týnast hlutir og vel má vera að upplýsingarnar hafi fylgt með en glatast hjá okkur. Við því er ekkert að gera annað en að biðjast afsök- unar og ítreka að myndin á skilið að vera rétt feðruð - ef þannig má að orði komast. En nóg um það, krakkar. Við Moggafólk óskum ykkur gleðilegra páska. Páskar. 0, hvað það er gam- an að vera til! En fínnst ykkur ekkert skrytið með páskana? Jesús var svikinn með kossi af lærisveini sínum Júdasi ísk- aríot fyrir 30 silfurpeninga í hendur æðstu prestunum og öldungum lýðsins í landi sem við þekkjum sem ísrael. Tekinn til fanga í garði, sem heitir Getsemane, annar læri- sveinn, Pétur, afneitaði Jesú þrisvar sinnum áður en haninn gól við sólarupprás. Pílatus landshöfðingi Róm- verja, sem réðu yfír Israel og mörgum fleiri löndum (Róma- veldi) á þessum tíma fyrir 1.995 árum, bauð lýðnum að velja hvor yrði látinn laus, Jes- ús Kristur eða glæpamaður að" nafni Barrabas, lýðurinn valdi Barrabas. Jesús var húðstrýktur af hermönnum Pílatusar og þeir afklæddu hann og lögðu yfir hann skarlatslita kápu; og þeir fléttuðu kórónu af þyrnum og settu á höfuð hans, og reyrstaf í hægri hönd hans. Hann var krossfestur á fóstudaginn langa á Haus- kúpustað (Golgata) milli tveggja ræningja, og er hann gaf upp andann skalf jörðin og björg klofnuðu. Hann reis upp frá dauðum á þriðja degi, páskadegi, - og við borðum súkkulaði páska- Kveðja f rá Vasterás MÖRG íslensk börn eiga heima annars staðar en á íslandi. Margar ástæður liggja að baki, foreldrar eru við nám í viðkom- andi landi, stunda vinnu þar og margt fleira. Myndasögum Moggans barst þykkt og voldugt, brúnt umslag frá landi sem margir íslendingar búa í, Svíþjóð. Sví- þjóð er eitt af þeim löndum sem við teljum okkur eiga mest og best samskipti við, nefnilega Norðurlöndin - í ræðu og riti oft nefnd frænd- þjóðirnar okkar. Við skulum kíkja ofan í umslagið og sjá hvað íslensk börn erlendis gera til að rækta móðurmálið sitt, íslenskuna. Fyrst kemur í ljós bréfstúfur frá íslenskukennara þeirra, Ingibjörgu Eyju Kvist, sem segir okkur að bréfið komi frá Vásterás í Svíþjóð. Vásterás er bær við eitt af þremur stærstu vötnum Sví- þjóðar, Málaren, rétt norðvest- ur af höfuðborg Svíaríkis, Stokkhólmi. í bréfinu eru líka nokkur blöð með sögum og teikning- um eftir íslenska nemendur Ingibjargar Eyju. Við birtum sögurnar með mikilli ánægju og myndskreytingar með eftir krakkana. En eins og kom fram í síð- ustu Myndasögum er plássið mál málanna hjá dagblöðun- um. Við höfum þessar fjórar blaðsíður einu sinni í viku, á miðvikudögum, og þær rúma engan veginn allt það efni sem þið sendið okkur. Þið verðið þess vegna að sýna okkur Moggafólki þolin- mæði og skilning, við erum öll af vilja gerð að koma til móts við ykkur. En það er nú bara einu sinni þannig í þessu lífí, að ekki er hægt að fá allt sem hugurinn girnist. Eruð þið ekki með á nótun- um? Jú, það hlýtur að vera. Hér koma tvær fyrstu sög- urnar frá Svíþjóð, hinar koma í næsta eða jafnvel næstu blöð- um. Gjörið þið svo vel! Vetur ÞAÐ VAR einu sinni snjór sem átti heima uppi í stóru skýi. Snjónum leiddist þar. Guð sagði: Þú mátt ekki detta niður á börn núna. Þau eru í sumarfríi. Snjórinn spurði Jesúm: Hve- nær er sumarfrí barnanna búið? Jesús svaraði: Eftir fjórar vikur kemur haustið. Haustið varir í fimm vikur og svo mátt þú detta. NÍU VIKUR! kallaði snjór- inn. Það er of lengi. En Jesús sagði snjónum, að ef maður skemmti sér vel renni bara vikurnar burt. Snjórinn reyndi að skemmta sér eins vel og hann gat. Átta vikur voru liðnar og haustið var komið. Snjórinn spurði Guð: Eru bara tvær vikur eftir, Guð? Nei, svaraði Guð. Það er bara ein vika eftir. Snjórinn var rosalega glað- ur. Þegar síðasta kvöldið kom sat snjórinn í ruminu sínu. Hann sofnaði fljótt. Þegar hann vaknaði voru Guð, Jesús og allir englarnir hjá honum. Þau sögðu bless við hann. Svo hoppaði snjórinn niður og allir urðu hamingjusamir. Höfundur: Sólveig Sigurð- ardóttir, Vásterás, Svíþjóð. Veturinn VETURINN er kaldur. Það er mikið frost úti. Þá getur maður rennt sér á sleðanum sínum. Ef maður á sleða. Maður getur farið á skíði ef maður á skíði. Ég kann á skíði. Það er mjög létt að fara á skíði. Ég fór alltaf á skíði þegar ég átti skíði. Núna eru skíðin of lítil á mig. Það eru ekki göngu- skíði. Það er líka hægt að fara á skauta á ísnum. Það er líka hægt að renna sér á ísnum. Höfundur: Kristjana Finnbogadóttir, Vásterás, Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.