Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 1
LANDSVIRKfUN Qtaprota ÍQlp>nc;V"?i ¦§'"111"—i-----K—1 FJÖLMIÐLUN Risaverkefni aö baki/4 ¦U AUGLÝSINGAR Stökkpallur inn í Evrópu /6 U lántakan /3 1 ^*»M il VlÐSKIPn/AIVINNUIÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1995 BLAÐ B Skandia Mál Gísla Arnar Lárussonar gegn Skandia í Svíþjóð er enn óleyst. Gerðardómur úrskurðaði í janúar sl. að kaup Skandia á hlut Gísla í tryggingarfélaginu Skandia væru ógild, en aðila greinir á um hvernig staðið skuli að málum. Skandia hefur þó nýlega greitt Gísla Erni máls- kostnað sem nam tíu milljónum króna. Flug Bráðlega fjölgar þeim kostum sem íslenskir inn- og útflytjend- ur vöru hafa á flutningi því flugfélagið Catalan Connection mun á næstunni hefja beint vöruflutningaflug á milli Kefla- víkur og Barcelona á Spáni. Ferðamenn Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn verða starfræktar í sumar á um 40 stöðum víðsvegar um ísland, í mismunandi miklum mæli þó. Undanfarin ár hefur Byggðastofnun veitt Ferðamála- samtökum íslands styrk vegna þessa málefnis. SÖLUGENGIDOLLARS 61,501" 15.mars 22. 29. 5. apríl 12. Hljómplötusala 1994 Sala dreifingaraðila. samtals 437,7 milljónir kr. Aðrir, 14,6% Japis hf. er okki meö í þessari úttekt aðila semframleiðaog selja íslenskar og erlendar hljómplötur, en tekur þátt í þessari sarnvinnu í ár. Sala hljömplötuframieiðenda. INNLENDIR ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ 67.9 Spoi ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦I 67,4 ! 14,2 m.kr. Smekkleysa I 36,5 m.ki: Aðrir innlendir ERLENDIR 42,4 m.kr. BMG | 39,9 mkr. Sony ! 37,3 mJtf. EMI/Vlrgin 35,9 mJ<r. Polygram 130,4 m.kr. Wamer ¦ 65,7 m.kr. Aðrir erlendir Árstíðadreifing sölunnar Jan.-mars ERLENDIR Júli-sepl. Okt-des. Jan.-mars April-júní Júli-sept. 10 20 30 40 50 60 70 INNLENDIR Okt.-des. » 90 100 m.kr. HAGVANGUR hefurtekið að sér að sjá um upplagseftirlit Samtaka hljómplötuframleiðenda á islandi og sjást fyrstu niðúr- stöður hér að ofan. Japis hóf þátttöku í eftirlitinu um síðustu áramöt og felur fyrirtækiö því undir liðinn annað vegna síðasta árs. Samkvæmt könnuninni nam heildarsala hljómplatna um 437,7 milljónum á sl. ári og var heildarfjöldi seldra eintaka liðiega 493 þúsund. Miðað við að meðalsmásöluálagning hafi verið 50% á árinu má gera ráð fyrir að veltan á þessum markaði hafi numið um 817,3 milljónum að meðtöidum virðisaukaskatti. Skffan ræður yfir tæpum helmingi markaðarsins, Spor hefur liðlega þriðjungshlut, en Japis nájægt 15%hlut.___________________________ Lyfjaverslun íslands hf. Fylkingar berjast FYRIRSJÁANLEGT er að töluverð átök muniverða á aðalfundi Lyfja- verslunar íslands sem haldinn verð- ur þann 29. apríl. Vitað er að fjórir af fimm núverandi stjórnarmönnum hyggjast gefa kost á sér í stjórnar- kjöri og einn fulltrúi starfsmanna. Þá hefur hópur hluthafa undir forystu Jóns Þorsteins Gunnarsson- ar, rekstrarhagfræðings og fyrrum framkvæmdastjóra Fryggjar hafíð samstarf. Þessi hópur mun bjóða fram þrjá menn í stjórnarkjörinu og freista þess að ná þar meirihluta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa þeir Þórhallur Ara- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, Ól- afur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra og Einar Stefáns- son, prófessor, sem sitja í stjórn ákveðið að gefa kost á sér. Hins vegar liggur fyrir að Margrét Björnsdóttir muni víkja úr stjórn- inni. Starfsmenn fyrirtækisins sem eiga samtals 6-7% hlutafjárins ætla að sameinast um kjör á Rúnu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra markaðssviðs. Auk Jóns Þorsteins mun Bolli Héðinsson, hagfræðingur í Búnað- arbankanum, gefa kost á sér en óljóst er hver þriðji maðurinn er. Að sögn Þórs Sigþórssonar, for- stjóra Lyfjaverslunar íslands, gera samþykktir félagsins kröfu um 50% lágmarksmætingu til að fundurinn sé lögmætur. Hluthafar eru 1.630 talsins en enginn einstakur fjárfestir á meira en 0,6% hlut. Því þurfa 600-800 manns að mæta á fundinn. „Ég lít svo á að það sé afar mikil- vægt fyrir hagsmuni félagsins að viðhalda þeim stöðugleika sem hefur ríkt i rekstri félagsins þrátt fyrir stórfelldar breytingar í rekstrar- umhverfinu." Jón Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði þegar fengið skrifleg^; umboð frá miklum fjölda hluthafa en aðrir hefðu óskað eftir að ræða þessi mál. „Núverandi stjórn var skipuð af ríkinu í lok síðasta árs og hefur setið í sex mánuði. Hennar hlutverk hlýtur eingöngu að hafa verið það að færa félagið yfir í almenningshlutafélags- form. Jafnframt hefðum við talið að stjórnin hefði upplýsingaskyldu gagnvart hluthöfunum en því hefur ekkert verið sinnt. Við teljum að gild rök séu fyrir því að þessi stjórn eigi að fara frá vegna þess að hún hefur ekki umboð núverandi eiganda. Auk þess teljum við að nokkrir núverandi stjórnarmanna séu van- hæfir vegna hagsmunatengsla. Auð- vitað geta einstakir stjórnarmenn boðið sig fram ef þeir eru hluthafar í félaginu en stjórnin sem slík ætti ekki að gera það. Við vitum nú þeg- ar að einn stjórnarmaður er þessarar skoðunar og telur hlutverki sínu lok- ið," sagði Jón Þorsteinn. Hann lagði hins vegar áherslu á að forsvarsmenn hópsins tengdust engum hagsmunaaðilum í lyfjafram- leiðslu eða öðrum hagsmunaaðilum sem kynnu að vilja komast til áh'rifa í félaginu. Þá væri ekki á nokkurn hátt verið að lýsa vantrausti á það starf sem hefur verið unnið í fyrir- tækinu eða starfsmenn. S U fl U R L A N C S B R LANDSBREFHF, Löggilt verðbréfafyrirtækr. Aðili að Verðbréfaþtngi íslands. >' ¦ FASIM1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.