Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kaupfélag Suðurnesja Söluaukning og 10 millj. hagnaður HAGNAÐUR varð af rekstri Kaup- félags Suðurnesja í fyrra sem nam 10,3 milljónum króna, en árið 1993 nam hagnaðurinn 14,9 milljónum. Tekjur af sölu námu fyrir virðis- aukaskatt 2.054 milljónum í fyrra, sem er um 12% aukning frá árinu áður, þegar salan nam 1.838 millj- ónum. Að teknu tilliti til lækkunar virðisaukaskatts var raunaukning í sölu ívið meiri, eða 17%. Sjóðir og eigið fé Kaupfélagsins nam í árslok 1994 um 159 milljón- um króna og hafði aukist um 14 milljónir á árinu. Skuldir jukust samtals úr 530 milljónum í 560 milljónir í fyrra. Afskriftir námu rúmum 23 milljónum og einnig voru afskrifaðir eignarhlutar í öðrum félögum samtals að upphæð rúmar 5 milljónir króna. Helstu fjárfestingar Kaupfélags- ins á árinu 1994 voru kaup á inn- réttingum og búnaði verslunarinnar Staðarkjörs í Grindavík og kaup á innréttingum og búnaði fyrir nýja verslun að Iðavöllum 14 í Keflavík. Á þessu ári er fyrirhugað að lag- færa og endumýja búnað og að- stöðu verslunarinnar Samkaup, en að öðru leyti eru ekki fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á rekstri félagsins á þessu ári, að því að seg- ir í ársskýrslu félagsins. Félagssvæði Kaupfélags Suður- nesja, sem er 50 ára á þessu ári, er Suðurnes, Hafnarfjörður, Garða- bær og Bessastaðarhreppur og fé- lagsmenn í árslok voru 3.518 í 8 deildum. Starfsmenn voru 176 í árslok í 149 stöðugildum. VIÐSKIPn ÆVINNULÍF Ef þú smellir á VlDSKIPn/AIVlNNULtF færðu allt sem skxifað er um viðskipti í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! VIÐSKIPTI Seðlabankinn spáði verðhækkunum í stað hjöðnunar Einsdæmi að verðlag lækki eftir kauphækkun SEÐLABANKI íslands hafði spáð 0,5% hækkun vísitölu neyslu- verðs milli mars og apríl, en í raun varð 0,1% lækkun. Umreikn- að á ársgrundvelli þýddi spáin um 6% verðbólguhraða, en raun- breytingin um 1,4% verðhjöðnun. LÆKKUN neysluvísitölu milli mars og apríl kemur á óvart vegna þess að sögulega hefur reynslan verið sú að kauphækkanir í kjarasamningum byiji að skila sér fljótt út í verðlag- ið. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, segir að þessi þróun veki upp spumingar um hvort grundvaliarbreyting sé að eiga sér stað á verðlagssviðinu og að menn ættu ef til vill að lækka sínar verð- bólguvæntingar í kjölfarið. Seðlabankinn hafði spáð 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða, en í raun varð 0,1% lækk- un. Umreiknað á ársgrundvelli þýddi spáin um 6% verðbólguhraða, en raunbreytingin um 1,4% verð- hjöðnun. Már sagði að auðvitað væri alltaf mikil óvissa í spám, sérstaklega frá mánuði til mánaðar. Seðlabankinn hefði reyndar spáð mun lægri verð- bólgu í framhaldi af kjarasamning- um en aðrir aðilar sem birt hefðu spár sínar opinberlega. „Það sem er hins vegar athyglis- vert í þessu er að það voru undirrit- aðir kjarasamningar í lok febrúar, með nær 4% hækkun launakostnað- ar í upphafi samningstímabilsins og í framhaldi af því lækkar vísi- tala neysluverðs í tvo mánuði," sagði Már. „Þetta hefur aldrei gerst svo lengi sem elstu menn muna. Stóra spurningin er hvort kjara- samningamir munu skila sér í mun minna mæli inn í verðlag heldur en söguleg fordæmi em fyrir eða hvort það kemur bara seinna fram.“ Verðbólga undir 2%? Már sagði að hugsanlega hafi fyrirtækin tekið á sig launahækk- anir í mun meira mæli en áður vegna þess að þau hafi talið sig eiga innistæðu fyrir því, en einnig bæri að líta á atriði eins og að nú ríkir meiri samkeppni á milli fyrir- tækja en áður. Spá Seðlabankans byggði á grundvelli sögulegra gagna, en það væri spennandi að sjá hvort kerfið væri hreinlega að breytast. „Ég held að það sé alveg ljóst að það ættu allir aðilar að lækka sínar verðbólguvæntingar,“ sagði Már. „Það er að minnsta kosti ekki hægt að miða við þessar spár sem eru hærri en spá Seðlabankans. Við erum ekki búnir að gera nýja spá, en okkur sýnist svona gróft að verðbólguhraðinn mældur með þriggja mánaða hækkunum muni þegar hann verður mestur ekki fara yfir 3% á þessu ári og að verð- bólga á árinu verði 1,5-2%.“ Hagnaður Islenskrar end- urtryggingar 78 milljónir HAGNAÐUR íslenskrar endur- tryggingar hf. var 78,3 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári. Það er sambærileg niðurstaða og árið 1993. Iðgjöld ársins hjá íslenskri end- urtryggingu voru 1.138 milljónir samanborið við 1.088 milljónir árið 1993. Tjón félagsins í fyrra námu 742 milljónum, en voru 782 milljóh- ir í árslok 1993. Eigin iðgjöld, þ.e. iðgjöld að frá- dregnum iðgjöldum til endurtryggj- enda félagsins, voru 334 milljónir sem er sama upphæð og árið áður. Eigin tjón voru 277 milljónir, sam- anborið við 290 milljónir 1993. Tryggingasjóðir 1.759 milljónir Hagnaður ársins hjá íslenskri endurtryggingu var 108 milljónir, en reiknaðir tekju- og eignarskatt- ar voru 30 milljónir. Hagnaður eft- ir skatta var því 78 milljónir. Árið 1993 var hagnaður ársins 100 milljónir, en að frádregnum reikn- uðum tekju- og eignarskatti upp á um 22 milljónir var hagnaðurinn um 78 milljónir. Tryggingasjóðir íslenskrar end- urtryggingar námu í árslok 1.759 milljónum og eigið fé 613 milljónum þegar greiddur hefur verið 10% arð- ur eins og ákveðið var á aðalfundi félagsins 6. apríl sl. Hlutafé í árslok 1994 var 336 millj. og samþykkti aðalfundurinn að auka það um 20% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. í stjórn voru kosnir Axel Gísla- son, formaður, Gunnar Felixson, varaformaður, Ágúst Karlsson, Einar Sveinsson, og Gunnar Haf- steinsson. Framkvæmdastjóri er Bjarni Þórðarson. Fiskeldi Eyjafjarðar stórhuga Hraðfrystihús Eskifjarðar Hagnaður nam 148 milljónum ÁÆTLAÐ er að framleiðsla á lúðu hjá Fiskeldi Eyjaíjarðar í eldisstöð fyrirtækisins í grennd við Þorláks- höfn geti orðið um 180 tonn árið 1998. Hægt er að auka framleiðslu- getu stöðvarinnar í 500 tonn með frekari framkvæmdum, segir í árs- skýrslu Byggðastofnunar. Stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar hf. hefur heimild til að auka hlutafé um 130 milljónir króna í 235 millj- ónir. Þessu hlutafé á að veija í kaup á fiskeldisstöðinni ísþóri í Þorlákshöfn. Fram kemur í skýrslunni um 200 milljónum króna hefur verið varið til tilraunaeldis á lúðu. Heildar- kostnaður við fimm ára tilrauna- rekstur eldisstöðvarinnar í Þorláks- höfn sé áætlaður yfir 300 milljónir. Eskiflrði - Hagnaður varð á síð- asta ári af starfsemi Hraðfrystihúss Eskffjarðar hf. sem nam 148 millj- ónum króna. í fyrra var hagnaður- inn 54 milljónir, þannig að afkomu- bati fyrirtækisins á milli ára er 94 milljónir. Mestu munar um góða afkomu í frystingu loðnu og loðnuhrogna á veiiíðinni 1994, ásamt hækkandi verði á rækjuafurðum seinni hluta ársins, en veruleg aukning varð á vinnslu á rækju hjá félaginu. Þá lækkaði fjármagnskostnaður um 46 milljónir á milli ára. Heildarvelta Hraðfrystihússins var 2.415 milljónir og jókst um 5% á milli ára. Launagreiðslur í fyrra námu 460 milljónum og meðal starfsmannafjöldi var 260. Fjárfestingar námu 281 milljón. Langstærsti hluti þeirra var vegna fiskimjölsverksmiðju félagsins, en keyptir voru og settir upp nýir heit- loftsþurrkarar frá Noregi og ýmsar fleiri endurbætur unnar í verksmiðj- unni þannig að hún getur nú fram- leitt hágæðamjöl. Einnig var aukið við frystigetu í frystihúsinu. Aðalfundur Hraðfrystihúss Eski- fjarðar verður haldinn 26. maí næstkomandi. Tracinda vill kaupa Chrysler Las Vegas. Reuter. TRACINDA-fyrirtæki Kirks Kerkorians, hins kunna fjár- festis, vill kaupa Chrysler-bíla- fyrirtækið eins og það leggur sig. Tracinda á fyrir 10% hlut í Chrysler og fréttin hefur valdið fjaðrafoki í Detroit og Wall Street. Að sögn Tracinda mun Lee Iacocca, hinn kunni fyrrver- andi stjórnarformaður Chrysl- ers, koma til liðs við fyrirtæk- ið og leggja í það talsvert fé, en ekki gegna stjórnunarstörf- um. Tracinda er reiðubúið að kaupa þau hlutabréf í Chrysl- er, sem það á ekki, á 55 doll- ara hvert, sem er 40% hærra verð en fékkst fyrir þau við lokun á þriðjudag. Þá var verð- ið 39,25 dollarar í kauphöllinni í New York, en í gærmorgun hækkaði það í 49,50 dollara. Tilboðið jafngildir því að Chrysler-fyrirtækið sé talið 22,8 milljarða dollara virði. ESB rann- sakar Crédit Lyonnais Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur haf- ið rannsókn á umdeildri áætlun frönsku stjórnarinnar um að bjarga Crédit Lyonnais, einum helzta banka Evrópu. Könnunin beinist að 4,9 milljarða franka viðbótarfjár- magni ríkisstjórnarinnar til bankans 1994 og nýlegri til- kynningu hennar þess efnis að hún muni ábyrgjast hugsanlegt tap upp á 50 milljarða franka samkvæmt 20 ára áætlun um endurskipulagningu. Franska stjórnin hefur mán- aðarfrest til að svara beiðni framkvæmdastjórnarinnar um upplýsingar. Verð á olíu hækkar enn London. Reutcr. HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu hækkaði enn í gær vegna frétta um að birgðir af hráolíu úr Norðursjó verði minni en búizt hefur verið við í maí. Framreiknað verð í New York fór yfir 20 dollara tunnan í fyrsta sinn síðan í ágúst. Viðmiðunarverð á Norður- sjávarolíu til afhendingar í maí hækkaði um 32 sent í 18,95 dollara í London. Pylsustríð til kasta WTO Washington. Reuter. EITT fyrsta viðfangsefni Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) verður ef til vill gömul deila Bandaríkjanna og Suður- Kóreu, sem hófst út af pylsum upp á nokkur hundruð milljóna dollara. Ef Suður-Kórea tilkynnir ekki fyrir 30. apríl að reglum verði breytt þannig að hægt verði að senda þangað fleiri bandarískar pylsur og kjötvör- ur munu bandarísk stjórnvöld bera málið upp á vettvangi WTO 3. maí. „Þetta mál snýst ekki aðeins um pylsur upp á sex milljónir dollara," sagði fulltrúi kjötiðn- aðarins. „Þetta er mikilvægur markaður, sem reynt er að loka með viðskiptahindrunum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.