Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 B 3 Hagnað- ur hjá Byggða- stofnun BYGGÐASTOFNUN var með 15 milljóna króna hagnað á liðnu ári að teknu tilliti til 390 milljóna framlags í afskriftar- reikning útlána. Stofnunin fékk 185 milljóna framlag frá ríkis- sjóði á síðasta ári en að auki var veitt sérstakt framlag vegna Vestfjarðaaðstoðar að fjárhæð 67 milljónir. Þetta eru veruleg umskipti frá árinu 1993 þegartap stofn- unarinnar nam alls 371 milljón að teknu tilliti til 541 milljónar afskriftarframlags. Þannig hefur afskriftarþörf stofnunar- innar vegna eldri útlána farið minnkandi og lánastarfsemin er að komast í jafnvægi, að því er segir í nýútkominni árs- skýrslu. Eigið fé var í árslok 961 milljón og jókst um 238 milljón- ir á árinu en þar af voru 205 milljónir vegna yfirtöku á eign- um iðnaðar- og fiskeldisdeildar Atvinnutryggingardeildar. Eig- iníjárhlutfall samkvæmt Bis- reglum var 13,9%. Besta af- koma fyrir- tækja í 5 ár AFKOMA sautján fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum var betri á síðasta ári en árin flögur þar á undan. Afkomu- batinn milli áranna 1994 og 1993 er 413%. í krónum talið nemur hann rúmum 2,3 millj- örðum þar sem samanlagður hagnaður fór úr 561 milljón í tæpa 2,9 milljarða. í riti Kaupþings Greining á hlutabréfamarkaðnum, kemur ennfremur fram að hlutabréfa- vísitala Verðbréfaþings hækk- aði um 8,6% fyrstu þijá mán- uði ársins, þrátt fyrir arð- greiðslur frá öllum hlutafélög- um sem hafa haldið aðalfund. Heildararðgreiðslur þeirra sautján fyrirtækja sem gerður er samanburður á nema sam- tals 945 milljónum króna. Það er 32% aukning í arðgreiðslum frá fyrra ári. Stærsta skýringin í auknum arðgreiðslum er 7% arðgreiðsla Flugleiða hf. Skeljungur fékk asfaltið SKEUUNGUR hf. hefur samið við Ríkiskaup og Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar um sölu á 13.500 til 16.400 tonnum af asfalti til gatnagerðar, en fyrirtækið átti hagstæðasta til- boðið að undangengnu útboði. Þá hefur félagið samið um sölu á 5.000 tonnum af asfalti til Hlaðbæs/Colas, sem þýðir að heildarinnflutningur Skeljungs verður 18.500 til 21.400 tonn. Það er jafnframt heildarinn- flutningur íslendinga á efninu, en innflutningur á asfalti er jafnan boðinn út í einu lagi á vorin. Undanfarin tvö ár hefur Nýnes hf. séð um þessi við- skipti en þar áður Olíufélagið hf./ESSO. Skeljungur flutti síðast inn asfalt árið 1989. Aðeins þtjú tilboð bárust að þessi sinni, en alla jafna berast sex til átta. Ástæðuna má rekja til skorts á asfalti í Evrópu, að sögn Þorsteins A. Guðnasonar hjá efnavörudeild Skeljungs. Landsvirkjun tók 150 milljón dollara lán á bankamarkaði í London á þriðjudag vegna endurfjármögnunar og hugsanlegra raforkuframkvæmda Sterk staða ábanka- markaði Morgunblaðið/RAX FORSTJÓRI og starfsmenn fjármáladeildar Landsvirkjunar höfðu í mörg horn að líta í síðustu viku við að undirbúa 150 milljón dollara lántöku í London. Á myndinni eru f.v. Kristján Gunnarsson, Örn Marinósson, Halldór Jónatansson og Stefán Pétursson. LANDSVIRKJUN hefur meiri fjármuni umleikis en flest önnur íslensk fyrirtæki enda nema úti- standandi skuldir liðlega 50 millj- örðum króna bg rekstrartekjur eru um 7 milljarðar á ári. Lánin eru að meðaltali til 7-8 ára og því þarf á hveiju ári að endurfjármagna þau að hluta til með 3-5 milljarða lántökum. Þessi starfsemi er raunar svo umfangs- mikil að fyrirtækið getur ekkert síður talist fjármálafyrirtæki en verkfræðifyrirtæki. Er nýjasti lánssamningur þess skýrt dæmi um mikið umfang á þessu sviði á íslenskan mælikvarða. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, undirritaði á þriðjudag í London lánssamning við 18 erlenda banka og fjármála- stofnanir. Samningurinn hljóðar upp á 150 milljónir dollara sem svarar til um 9,5 milljarða ís- lenskra króna og er sá stærsti sinnar tegundar sem íslenskur aðili hefur gert á hinum evrópska bankamarkaði. Undirbúningur íántökunnar var í höndum þeirra Arnar Marinós- sonar, framkvæmdastjóra fjár- mála- og markaðssviðs og Stefáns Péturssonar og Kristjáns Gunn- arssonar í ijármáladeild. Undir þessa deild fellur fjáröflun fyrir Landsvirkjun og hún hefur jafn- framt umsjón með fjárstýringu fyrirtækisins. Greiða upp eldri og óhagstæðari lán Hinn nýi lánssamningur var gerður við Union Bank of Switzer- land, Chemical Bank, ____________ Enskilda Corporate, JP Morgan, Sumitomo Bank og 13 aðrar er- lendar fjármálastofnan- _________ ir. Lánið er til fimm ára og er með breytilegum vöxtum sem miðast við millibankavexti í London (Libor) að viðbættu 0,175% vaxtaálagi. Hér er um að ræða svokallað veltilán og er Landsvirkjun því heimilt að draga á lánið og greiða upp í samræmi við fjármagnsþörf fyrirtækisins á hveijum tíma yfir lánstímann, ekki aðeins í Bandaríkjadollurum held- ur einnig í nokkrum öðrum gjaldmiðlum. Á óádreginn hluta lánsins á hveijum tíma greiðist 0,0875% skuldbindingargjald á ári. Fjármagninu verður m.a. varið til að greiða upp samskonar lán Landsvirkjunar að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadollara sem tekið var í apríl 1994. Vaxtaálag og skuldbindingargjald af því láni er um helmingi hærra en af nýja láninu og lækkar því vaxtakostn- aður umtalsvert. Landsvirkjun hefur meiri fjármuni umleikis en flest íslensk fyrirtæki því árlega þarf að endurfjármagna um 3-5 milljarða af 50 milljarða skuldum fyrirtækisins. Krístinn Briem ræddi við þá Stefán Pétursson og Kristján Gunnarsson í fjármáladeild um hið nýja lán og hvemig staðið er almennt að lántökum fyrirtækisins Greiðir 3-4 milljarða í vexti á ári Lánið veitir verulegan sveigjanleika Þá verður láninu einnig varið til frekari fyrirframgreiðslna á eldri og óhagstæðari lánum fyrir- tækisins eins og hagkvæmt kann að reynast svo og til að fjármagna framkvæmdir sem Landsvirkjun kann að þurfa að ráðast í á næst- unni. Teikn hafa verið á lofti um að leggja þurfi í fjárfestingar í raforkukerfinu vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Raunar átti lánið upphaflega að nema 100 milljónum dollara en vegna þess hve viðtökur markaðarins voru góðar var ákveðið að hækka það í 150 milljónir dollara til að búa enn frekar í haginn fyrir hugsan- legar aðgerðir til orkuöflunar. „Þessi lánssamningur veitir verulegan sveigjanleika við fjár- málastjórn og má líkja honum við yfirdráttarheimild í mörgum mynturn," segja þeir Stefán Pét- -------- ursson og Kristján Gunn- arsson. „Það þótti mjög hagstætt að fá 0,35% vaxtaálag á samskonar ________ lán fyrir ári síðan en núna fáum við lán með helmingi lægra álagi. Bankarnir eru að ná sér á strik eftir útlána- töp og alls kyns hremmingar á síðustu árum og bankamarkaður- inn er gríðarlega sterkur um þess- ar mundir. Þá er staða Landsvirkj- unar á þessum markaði mjög sterk sem sést best af því að ekki mun- ar nema fáeinum punktum á kjör- um fyrirtækisins á þessu nýja láni og þeim kjörum sem sænska ríkið fékk á sama markaði fyrir skörnmu." 3-4 milljarðar í vaxtagreiðslur á ári Landsvirkjun greiðir að jafnaði 3-4 milljarða á hveiju ári í vexti og um fimm milljarða í afborgan- ir. Þar af hefur þurft endurfjár- magna um Ijóra milljarða að með- altali á hveiju ári. Fyrirtækið hef- ur bæði gefið út skuldabréf í Bandaríkjunum og Evrópu. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið seldi skuldabréf fyrir 130 milljónir doll- ara til stofnanafjárfesta á Banda- ríkjamarkaði árið 1991. Það lán er til tíu ára og ber 9,42% fasta vexti. Samskonar útgáfa fór fram í desember 1992 en þá voru seld skuldabréf fyrir 62 milljónir doll- ara til 10 ára sem bera 8% vexti og bréf til 15 ára fyrir 10 milljón- ir dollara með 8,27% vöxtum. Þá voru boðin út skuldabréf á svo- nefndum Euro-markaði að fjárhæð 3,65 milljarðar jena í desember 1993 og skuldabréf að fjárhæð 80 milljónir þýskra marka voru boðin út september á sl. ári. „Við leitum jafnan til fjögurra eða fimm banka eftir tilboðum í hveija lántöku. Þá reynum við að fara á markaðinn á hagstæðum tíma jafnvel þó við þurfum ekki á fjármagninu að halda strax. Áður en af Iántöku getur orðið þurfum við fyrst samþykki stjórnar Lands- virkjunar og síðan samþykki eig- anda fyrirtækisins _____________ vegna ábyrgðar þeirra, þ.e. ríkisins, Reykja- víkurborgar og Ákur- eyrarbæjar auk þess sem leitað er álits Seðla- bankans,“ segja þeir Stefán og Kristján. Höfuðviðfangsefnið að draga úr áhættu Eitt höfuðviðfangsefni fjár- máladeildar Landsvirkjunár er að draga úr vaxta- og gengisáhættu eins og kostur er. Fyrirtækið býr að þvi leyti við töluvert verri að- stæður en t.d. raforkufyrirtæki í nágrannalöndunun og önnur ís- lensk fyrirtækji. „Skandinavísk systurfyrirtæki okkar geta t.d. tekið lán á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum í ýmsum myntum og umbreytt skuldunum yfir í þar- lendar myntir með gjaldmiðla- skiptasamningum. Þannig eru fyr- irtækin útilokuð frá gengisáhættu því bæði skuldir og tekjur eru í sömu mynt. Aftur á móti getum við ekki breytt okkar erlendu lán- um í íslenskar krónur og getum Sterkur banka- markaður því aðeins reynt að lágmarka gengisáhættu milli erlendra mynta en erum mjög því viðkvæmir fyrir gengissveiflum krónunnar gagn- vart erlendum myntum. Hér er um að ræða vandamál sem ekki verð- ur leyst nema með aukinni hlut- deild krónunnar í skuldasamsetn- ingu fyrirtækisins. Það var m.a. í þessum tilgangi sem Landsvirkjun réðist í tvær skuldabréfaútgáfur hérlendis á liðnu ári, samtals að fjárhæð 550 milljónir króna,“ segja þeir félagar.“ Þeir segja ennfremur að Lands- virkjun hafi séð sér hag í hér á árum áður að taka mikið af lánum sínum í dollurum. „Við höfuip hins vegar gert ráðstafanir í þá átt á undanfömum árum til að draga úr vægi dollars til að lágmarka áhættu og er hlutur hans í skulda- samsetningunni nú um 33% sem talið er eðlilegt til lengri tíma lit- ið. Er þá tekið tillit til tekjusam- setningar fyrirtækisins. Þá er einnig reynt að hafa vægi annarra mynta þannig að gengisáhætta á hveijum tíma sé eins lítil og unnt er. “ Erlendir bankamenn litu með velþóknun á hagsljórn En hvernig skyldu lánamál Landsvirkjunar og íslendinga horfa við erlendum bankamönnum um þessar mundir? „I viðræðum við erlenda banka- menn á árunum 1992 og 1993 urðum við varir við það að þær úrbætur sem þá voru gerðar í hagstjóm á íslandi juku mjög á lánstraust íslenskra aðila. Að vísu hefur ríkissjóður verið rekinn með -------- töluverðum halla á und- anfömum ámm. Sá halli hefur þó verið lægri sem hlutfall af landsfram- _____ leiðslu en víðast hvar í OECD-löndunum. Á sama tíma tóku t.d. Svíar lán á báða bóga og ráku ríkissjóð með 12-13% halla. Við erum ekki viss- ir um að lánskjör íslands væru hin sömu núna ef við hefðum farið sömu leið og Svíar. Við þurfum að minnast þess að framboð á lánsfé til íslands á bankamarkaði er takmarkað. Hver banki hefur yfirleitt ákveðna upphæð eyrnamerkta Islandi sem skiptist á milli ríkisins, Lands- virkjunar og annarra aðila. Á ár- unum 1992 og 1993 voru mögu- leikar íslendinga til að taka lán á bankamarkaði nánast fullnýttir en stáðan hefur lagast með betri hag hinna erlendu lánastofnana og batnandi horfum í efnahags- málum Islendinga,“ segja þeir Kristján Gunnarsson og Stefán Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.