Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 B ' 5 Bókhaldsaðstoð Dísu kynnir nýja þjónustu — reikningaútskrift með viðfestum gíróseðli. Sími 885136. -JOGA Morguntímar - fyrir karla og konur: Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar frá kl.8-9 Mánaðarkort á aðeins kr. 4000,- Síðdegistímar - fyrir konur: Hlíða-jóga Mánudaga og miðvikudaga frá kl.16:30-18:00. Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.16:30-18:00 Mánaðarkort á aðeins kr. 4000,- Stakkablíð 17 St'rni 552-3481 ■V. Heiðrúti Kristjátisdóttir Kripalujógakennari Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI Nýtt og fullkomið myndlyklakerfi Stöðvar 2 hefur endanlega leyst úrelt kerfi af hólmi Risavaxið þjónustuverk- efni að baki * A þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því -----------g------------ myndlyklaverkefni Islenska útvarpsfélagsins hófst hafa yfir 43 þúsund áskrifendur feng- ið nýja myndlykla í hendur. Kristinn Bríem ræddi við Jafet Olafsson, útvarpsstjóra um hvaða breytingar nýja kerfið hefur í för með sér, fjármögnun þess og stöðu félagsins á þessum tímamótum ISLENSKA útvarpsfélagið hf. lauk nú um miðja vikuna við að endurnýja myndlyklakerfi sitt þegar áskrifendur í aust- urhluta Reykjavíkur fengu nýjan myndlykil í hendur. A þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því verkefnið hófst hafa yfir 48 þúsund áskrifendur um allt land fengið myndlykil til afnota. Heildarfjár- festingin nemur nálægt 650 milljón- um og tókst félaginu að fjármagna um 230 milljónir úr rekstri vegna góðrar afkomu á síðasta ári. Á næstunni verður ráðist í að bæta dreifikerfið í þeim tilgangi að laða að fleiri áskrifendur. Markmiðið er að áskrifendur verði 50 þúsund tals- ins. „Gamla kerfið var orðið tækni- lega úrelt og myndlyklarnir voru ekki framleiddir lengur," segir Jafet Olafsson, útvarpsstjóri Islenska út- varpsfélagsins þegar hann er beð- inn að rifja upp rökin fyrir því að ráðast þurfti í endurnýjun kerfisins. „Þá var bilanatíðni orðin mjög mik- il. Það voru komnir nýir myndlyklar á markaðinn sem voru tæknilega fullkomnir og tóku á móti víðóma útsendingum. Gömlu lyklarnir voru einungis gerðir fyrir „mono“. Önnur stór ástæða fyrir þessari ákvörðun var sú að gamla mynd- lyklakerfið var farið að „leka“. All- margir áskrifendur greiddu ekki áskriftargjöld eftir venjulegum leið- um heldur notuðu myndlykla sem við kölluðum í daglegu tali „þjófa- lykla“. Við vitum að það voru um 3 þúsund ólöglegir lyklar í umferð. Með því að loka gamla myndlykla- Morgunblaðið/Þorkell ÁSKRIFENDUR Stöðvar 2 eru nú 41 þúsund talsins en Jafet Ólafsson sjónvarpsstjóri segir að markmiðið sé að fjölga þeim í 50 þúsund. kerfinu lokum við jafnframt á þessa þjófa sem eftir eru á því kerfi. Þeir þurfa því að fá sér nýjan myndlyk- il og við bjóðum þá velkomna í hóp ánægðra áskrifenda. Við rákum mál fyrir dómi á síð- asta ári vegna þess að verið var að brjóta upp myndlyklana. Það kom í ljós að frá 20 og upp í 90 manns notuðu sama myndlykilinn. Það var reynt að setja lögbann á einn af þeim aðilum sem stóð að þessu en við töpuðum því máli fyr- ir Hæstarétti. Við ákváðum því að ráða þennan mann í vinnu og hann hefur reynst okkur ágætlega. Ég einn ásamt tveimur öðrum starfs- mönnum komumst að því eftir krókaleiðum hvaða aðilar hafa stundað þetta og hvaða fyrirtækjum þeir tengjast. Þetta er tæknimennt- að fólk en sá listi verður brenndur núna eftir að gamla kerfinu hefur verið lokað." Ekki hægt að bijóta upp nýja myndlykilinn í nýja kerfinu er tekið upp gjör- breytt fyrirkomulag. Áður þurfti fólk að kaupa myndlykil en núna fær það hann að láni án endur- gjalds. Jafet segir allar sögusagnir um að hægt sé að bijóta upp nýja myndlykilinn ekki eiga við rök að styðjast. „Ég fullyrði að þetta er ekki hægt því við höfum látið reyna á það. Philips-fyrirtækið hefur látið kanna það hvort hægt sé að bijóta þá upp en það hefur ekki tekist." Stuldur á dagskrárefni hefur ekkert síður verið vandamál hjá erlendum sjónvarpsstöðum með áskriftarkerfi en Stöð 2. „Það er t.a.m. töluvert af ólöglegum áskrift- um að gervihnattastöðvum hér á landi t.d. að Sky Movies. Sá sem selur áskriftir að þessari stöð hér á landi hefur ekki heimild til þess. Stóru fyrirtækin eins og Sky og Filmnet eru í málaferlum við þá aðila sem hafa stundað það að fram- leiða svokölluð þjófakort og síðast fyrir hálfum mánuði fékk Filmnet samþykkt lögbann á tvo aðila í Þýskalandi sem hafa verið mjög stórtækir. Sky er að hefja lögbannsaðgerðir á írlandi þar sem mikið er um stuld á dagskrá. Fólk gleymir því gjarnan að það er ekki aðeins verið að hafa tekjur af sjónvarpsstöðvunum held- ur einnig af framleiðendum kvik- mynda, leikurum og leikstjórum sem eiga sinn hlut í myndunum. Þá er þetta óréttlátt gagnvart þeim sem greiða áskriftina." Góðar viðtökur áskrifenda Endurnýjun myndlyklakerfis ís- lenska útvarpsfélagsins er eitt stærsta þjónustuverkefni sem ís- lenskt fyrirtæki hefur ráðist í enda er það ekki á hveijum degi sem fyrirtæki heimsækja alla sína við- skiptavini með sama hætti. Suma þurfti reynar að heimsækja oftar en einu sinni. „Við réðum til starfa í þessu skyni 30 manns og 34 þjónustufull- trúa um allt land,“ segir Jafet. „Verkefnið hófst í september á síð- asta ári á Suðurlandi en við héldum síðan austur og norður á land. Þetta tókst allt mjög vel þrátt fyrir að Við sjáum um hraðsendingarnar á HM'95 FORGANGSPÓSTUR 90 afgreiðslustaðir um land attt Viðtökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutnings- deildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300, fax 550 7309. Opið frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga ogllaugardögum frá kl. 9:00-12:00. wjmmwimm vm (fiZ >? Þegar þessu er lokið gerum við ráð fyrir að um 97% landsmanna geti náð útsendingum Stöðvar 2. arð 1997 fyrir rekstrarárið 1996, ef fram heldur sem horfir. Rekstur- inn hefur gengið vel og við höfum verið með áskriftaraukningu í hveijum mánuði frá áramótum. Við erum hins vegar alltaf við- búnir nýrri samkeppni á sjónvarps- markaði og það má ekki gleyma ríkissjónvarpinu sem er okkar keppinautur. Umræðan hefur verið töluvert mikil um kapalsjónvarp en við teljum að það sé enn skammt á veg komið. Póstur og sími á eft- ir að svara mörgum spurningum um það t.d. hver eigi að eiga enda- býnaðinn til að taka á móti sjón- varpssendingum og hvernig gjald- skráin verður fyrir að flytja sjón- varpsefni gegnum kapal. Ef gjaldið verður mjög hátt getur kapalsjón- varp ekki keppt við sjónvarpsstöð sem flytur mest af sínu efni gegn- um loftið.“ Markmiðið er að fjölga áskrifendum í 50 þúsund —Hvernig hefur áskrifendafjöldi Stöðvar 2 ykkar verið að þróast og hvaða markmið hafið þið sett ykk- ur? „Áskrifendur eru rétt um 41 þúsund talsins og þeim hefur fjölg- að um nálægt 3 jmsund á síðustu tólf mánuðum. Áskrifendafjöldinn varð mestur í desember þegar hann fór í 44 þúsund og það segir okkur að áskrifendur séu rétt um 50 þús- und. Margir sleppa því auðvitað að greiða áskriftina þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús eða fara til útlanda svo dæmi séu tekin. Markmið okkar er að fjölga áskrifendum upp í 50 þúsund en síðustu prósentin verða auðvitað erfið. Að undanförnu höfum við verið að stækka dreifikerfi Stöðvar 2 sem mun sjást á fyrsta skipti á nokkrum svæðum í Þingeyjarsýslu fyrstu vikuna eftir páska. I sumar mun Stöð 2 sjást í Mývatnssveit og Hrútafirði. Við gerum ráð fyrir að áskrifendum mun fjölga um 900 við þessa viðbót. Þegar þessu er lokið gerum við ráð fýrir að um 97% landsmanna geti náð útsendingum Stöðvar 2.“ Jafet segir að ætlunin sé að hamla gegn fækkun áskrifenda á sumrin með því að bæta dag- skrána. „Við verðum t.d. með sér- staklega góðar kvikmyndir í maí meðan á heimsmeistarakeppninni í handknattleik stendur fyrir þá sem ekki hafa áhuga á handbolta og í sumar verður boðið upp á úrval kvikmynda. Það er einnig verið að vinna að því að bæta móttökuskil- yrðin í sumarbústaðahverfum í upp- sveitum Borgarljarðar og uppsveit- um Árnessýslu. Ef íslensk veðrátta býður ekki upp á útivist mun fólk geta notið dagskrár Stöðvar 2.“ TT veturinn hafi verið mjög.snjóþung- ur. Það hafa víða komið upp smá- tæknileg vandamál en með góðri aðstoð starfsfólksins og þjónustu- fulltrúa hefur verið hægt að greiða úr þeim. Viðtökur hafa verið mjög góðar hjá áskrifendum og við fylgdum þessu eftir með beinum útsending- um Bylgjunnar og Stöðvar 2 frá mörgum stöðum á landinu. Eftir hvern áfanga var haldinn stórdans- leikur með Hljómum, Björgvini Halldórssyni, Siggu Beinteins o.fl. Mér er sagt að þetta séu fjölmenn- ustu dansleikir um langt skeið á sumum stöðunum." 650 milljóna fjárfesting Mikil fjárfesting liggur í hinu nýja myndlyklakerfi og því liggur beint við að spyija hvernig félagið ætlar að standa undir henni. „Fjárfesting í öllum myndlyklun- um og nýju myndlyklakerfi hljóðar upp á um 650 milljónir króna og er þá allur kostnaður meðtalinn sem tengist þessu verkefni. Af því feng- um við 5 ára lán upp á 420 milljón- ir frá Sparisjóðabankanum, Lýs- ingu, Sjóvá-Álmennum og VÍS. Mismunurinn sem nam 230 milljón- um var tekinn úr rekstri. Við erum mjög sáttir við hvernig tókst til með fjármögnunina enda þótt smá- hnökrar hafi verið á henni í upp- hafi sem tengdust stjórnarskiptum i félaginu sl. sumar. I upphafi fjár- mögnuðum við kerfið með skamm- tímalánum en brejrttum því yfir i langtímalán í desember sl..“ Keppikefli okkar að keyra niður skuldir Samkvæmt ársreikningi íslenska útvarpsfélagsins námu heildar- skuldir um síðustu áramót um 1.900 milljónum. Því var Jafet spurður hvort félagið væri ekki orðið hættu- lega skuldsett. „Skuldirnar voru óeðlilega háar í árslok vegna þess að við vorurn með tvöfalda fjármögnun á mynd- lyklakerfinu. I reynd eru skuldir okkar rétt um 1.600 milljónir. Sjóðsstaðan var óvenjulega góð um áramótin þar sem við áttum 345 milljónir. Þetta helgast af því að við fengum langtímalánið rétt fyrir áramót en greiddum upp megnið af skammtímaskuldunum í janúar. Auðvitað vildum við skulda miklu minna og það er okkar keppikefli að keyra niður skuldir. Miðað við afkomu og greiðslustreymi félags- ins þá eigum við að geta greitt megnið af okkar skuldum niður á fimm árum. Eigið fé félagsins var um síðustu áramót rétt um 400 milljónir og hlutaféð er rétt um 540 milljónir þannig að væntanlega greiðum við Hlunnindi um allan heim með EuroBonus! EuroBonus er sérstakt hlunnindakerfi sem SAS notar til aö verölauna viðskiptavini sína. Þú safnar punktum og færö síöan bónusúttektir á margs konar þjónustu. Einn stærsti kosturinn viö EuroBonus er aö þaö veitir þér í raun aðgang aö leiðakerfi sem spannar allan heiminn. Svona færðu bónusúttekt... ...á flugi, gistingu eöa bílaleigubíl. Með því að ferðast meö SAS, gista á SAS Radisson hótelum og leigja þér bílaleigubíl getur þú safnaö þér EuroBonus punktum sem nýtast sfðar til úttektar á flugi, hótelgistingu og bílaleigum eftir ákveönum reglum. Auk þess vinnur þú þér inn aukapunkta hjá sarhstarfsaöilum okkar um heim allan*. * Helstu samstarfsaöilar SAS sem veita þér aukapunkta I EuroBonus eru eftirfarandi: Flugfélög: Swissair, Austrian Airlines, British Midland, Continental Airlines, Qantas og Air New Zealand. Hótelkeöjur: Hilton International, Inter-Continental Hotels, Swissotel, Forum Hotels og SAS Business Hotels. Bílaleigur: Hertz og Avis 2.500 punktar við inngöngu SAS EuroBonus er fyrir alla 18 ára og eldri. Nýir meðlimir fá 2.500 punkta í forgjöf og blátt kort. Þegar safnast hafa 20.000 punktar á einu almanaksári sendir SAS viðkomandi silfurkort og viö 50.000 punkta markið er gullkortiö sent út og njóta silfur- og gullkorthafar fjölbreyttra hlunninda. Þú getur fengiö allar nánari upplýsingar um SAS EuroBonus í síma 562 0062 eöa fyllt út seöilinn hér fyrir neöan og sent okkur í pósti eöa á faxi 562 2281. Já, takk, ég vil gjaman fá aö vita meira um SAS EuroBonus Nafn:. Heimili:. Sími:. Sendist til: SAS á íslandi, Laugavegi 172, 105 Reykjavík ÆT/StS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.