Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Bókhaldsaðstoð Dísu kynnir nýja þjónustu — reikningaútskrift með viðfestum gíróseðli. Sími 885136. Kripalujóga cr Ukamsrækt og sjálfsrœkt sem byggir á teygjum, öndun og slökun. ^\PALU -JOGA -fyrirþigl Morguntímar - fyrir karla og konur: Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar frá kl. 8-9 Mánaðarkort á aðeins kr. 4000,- Síðdegistímar - fyrir konur: Mánudaga og miðvikudaga frá kl.l6:30-18:00. Þriðjudaga og fimmtudaga frá k!.16:30-18:00 Mánaðarkort á aðeins kr. 4000,- Hlíða-jóga\ Stakkahltð 17 St'mi 552-3481 <OÍ Heiðrún Kristjánsdóttir Kripalujógakennari Ertþú með lánshæfa hugmynd til eílingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna Iöllum greinum. O LÁNASJÓÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410,125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 VIÐSKIPTI Nýtt og fullkomið myndlyklakerfi Stöðvar 2 hefur endanlega leyst úrelt kerfi af hólmi Risavaxið þjónustuverk- efniaðbaki Á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því myndlyklaverkefni Islenska útvarpsfélagsins hófst hafa yfír 43 þúsund áskrifendur feng- ið nýja myndlykla í hendur. Kristinn Briem ræddi við Jafet Olafsson, útvarpsstjóra um hvaða breytingar nýja kerfið hefur í för með sér, fjármögnun þess og stöðu félagsins á þessum tímamótum ISLENSKA útvarpsfélagið hf. lauk nú um miðja víkuna við að endurnýja myndlyklakerfi sitt þegar áskrifendur í aust- urhluta Reykjavíkur fengu nýjan myndlykil í hendur. Á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því verkefnið hófst hafa yfir 48 þúsund áskrifendur um allt land fengið myndlykil til afnota. Heildarfjár- festingin nemur nálægt 650 milljón- um og tókst félaginu að fjármagna um 230 milljónir úr rekstri vegna góðrar afkomu á síðasta ári. Á næstunni verður ráðist í að bæta dreifikerfið í þeim tilgangi að laða að fleiri áskrifendur. Markmiðið er að áskrifendur verði 50 þúsund tals- ins. „Gamla kerfið var orðið tækni- lega úrelt og myndlyklarnir voru ekki framleiddir lengur," segir Jafet Ólafsson, útvarpsstjóri Islenska út- varpsfélagsins þegar hann er beð- inn að rifja upp rökin fyrir því að ráðast þurfti í endurnýjun kerfisins. „Þá var bilanatíðni orðin mjög mik- il. Það voru komnir nýir myndlyklar á markaðinn sem voru tæknilega fullkomnir og tóku á móti víðóma útsendingum. Gömlu lyklarnir voru einungis gerðir fyrir „mono". Önnur stór ástæða fyrir þessari ákvörðun var sú að gamla mynd- lyklakerfið var farið að „leka". All- margir áskrifendur greiddu ekki áskriftargjöld eftir venjulegum leið- um heldur notuðu myndlykla sem við kölluðum í daglegu tali „þjófa- lykla". Við vitum að það voru um 3 þúsund ólöglegir lyklar í umferð. Með því að Ioka gamla myndlykla- kerfinu lokum við jafnframt á þessa þjófa sem eftir eru á því kerfi. Þeir þurfa því að fá sér nýjan myndlyk- il og við bjóðum þá velkomna í hóp ánægðra áskrifenda. Við rákum mál fyrir dómi á sið- asta ári vegna þess að verið var að brjóta upp myndlyklana. Það kom í ljós að frá 20 og upp í 90 manns notuðu sama myndlykilinn. Það var reynt að setja lögbann á einn af þeim aðilum sem stóð að þessu en við töpuðum því máli fyr- ir Hæstarétti. Við ákváðum því að ráða þennan mann í vinnu og hann hefur reynst okkur ágætlega. Ég einn ásamt tveimur öðrum starfs- mönnum komumst að því eftir krókaleiðum hvaða aðilar hafa stundað þetta og hvaða fyrirtækjum þeir tengjast. Þetta er tæknimennt- að fólk en sá listi verður brenndur núna eftir að gamla kerfinu hefur verið lokað." Ekki hægt að brjóta upp nýja myndlykilinn I riýja kerfinu er tekið upp gjör- breytt fyrirkomulag. Áður þurfti fólk að kaupa myndlykil en núna fær það hann að láni án endur- gjalds. Jafet segir allar sögusagnir um að hægt sé að brjóta upp nýja myndlykilinn ekki eiga við rök að styðjast. „Ég fullyrði að þetta er ekki hægt.því við höfum látið reyna á það. Philips-fyrirtækið hefur látið kanna það hvort hægt sé að brjóta þá upp en það hefur ekki tekist." Stuldur á dagskrárefni hefur ekkert síður verið vandamál hjá erlendum sjónvarpsstöðum með ÁSKRIFENDUR Stöðvar 2 eru nú 41 ] sjónvarpsstjóri segir að markmiðið s áskriftarkerfi en Stöð 2. „Það er t.a.m. töluvert af ólöglegum áskrift- um að gervihnattastöðvum hér á landi t.d. að Sky Movies. Sá sem selur áskriftir að þessari stöð hér á landi hefur ekki heimild til þess. Stóru fyrirtækin eins og Sky og Filmnet eru í málaferlum við þá aðila sem hafa stundað það að fram- leiða svokölluð þjófakort og síðast fyrir hálfum mánuði fékk Filmnet samþykkt lögbann á tvo aðila í Þýskalandi sem hafa verið mjög stórtækir. Sky er að hefja lögbannsaðgerðir á írlandi þar sem mikið er um stuld á dagskrá. Fólk gleymir því gjarnan að það er ekki aðeins verið að hafa tekjur af sjónvarpsstöðvunum held- ur einnig af framleiðendum kvik- mynda, leikurum og leikstjórum sem eiga sinn hlut í myndunum. Þá er þetta óréttlátt gagnvart þeim sem greiða áskriftina." Góðar viðtökur áskrifenda Endurnýjun myndlyklakerfis ís- lenska útvarpsfélagsins er eitt stærsta þjónustuverkefni sem ís- lenskt fyrirtæki hefur ráðist í enda er það ekki á hverjum degi sem fyrirtæki heimsækja alla sína við- skiptavini með sama hætti. Suma þurfti reynar að heimsækja oftar en einu sinni. „Við réðum til starfa í þessu skyni 30 manns og 34 þjónustufull- trúa um allt land," segir Jafet. „Verkefnið hófst í september á síð- asta ári á Suðurlandi en við héldum síðan austur og norður á land. Þetta tókst allt mjög vel þrátt fyrir að Viðsjáumum hraðsendingarnar á HM'95 FORGANGSPOSTUR Viötökustaðir senclinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutnings- deildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300, fax 550 7309. Opið frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og ájaugardögum frá kl. 9:00-12:00. <5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.