Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 6
6 B FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ * Er Island góður tilraunamarkaður í alþjóðlegu markaðsstarfi? Morgunblaðið/Þorkell ISLAND er tilvalinn tilraunamarkaður að mati Halls A. Baldurssonar, framkvæmdastjóra auglýs- ingastofunnar Yddu hf., til hægri á myndinni, og Richards Hammond, eins af stjórnendum alþjóð- legu auglýsingastofunnar Bozell Worldwide. í kaflanum segir ennfremur: yFrá sjónarhóli markaðsprófa er Island áhugavert prófsvæði, lítið land í miðju Atlantshafi. íbúar landsins eru aðeins um 260.000 og lífskjör sambærileg við helstu markaði Vestur-Evrópu. Hér er fjölmiðlaflóran sambærileg við önnur vestræn ríki, en þó er fjölm- iðlun lítil frá öðrum svæðum. Á íslandi er að finna verslanamið- stöðvar, keðjur stórmarkaða og sjálfstæðar verslanir sem bjóða heimnsmarkaðsvörur. íslands er að mörgu leyti einstæður kostur sem tilraunamarkaður innan Evr- ópu.“ Viðræður komnar í gang Richard Hammond segist hrif- inn afþeirri hugmynd að markaðs- setja Island sem tilraunamarkað. „Við erum þegar komnir í alvarleg- ar viðræður við tvo framleiðendur, en það er of snemmt að segja hveij- ir það eru,“ segir hann og ennfrem- ur að hjá Bozell yrði rætt við al- þjóðlega viðskiptavini sem væru að hugsa um að þróa nýja vöru fyrir Evrópu. „Það sem heillar okkur við ís- land sem tilraunamarkað eru ein- stakar markaðsaðstæður. Venju- lega er mikil fjölmiðlun milli landa á evrópskum mörkuðum en það er ekki vandamál hér.“ Richard segir það einnig mikinn kost að hér kosti fremur lítið að framleiða góðar auglýsingar, sér- staklega fyrir sjónvarp. Eins séu fjölmiðlamir tiltölulega ódýrir. í stærri löndum sé mjög dýrt að prófa markaðinn, en á íslandi sé hins vegar hægt að gera mjög nákvæmar tilraunir með frekar litl- um tilkostnaði. Niðurstöðurnar STOKKPALL UR INNÍEVRÓPU Ein leið til þess að laða erlent fjármagn að íslandi er að markaðssetja ísland sem til- raunamarkað fyrir auglýsingaherferðir. Hanna Katrín Friðriksen kynnti sér málið. HALLUR A. Baldursson, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Yddu, er ásamt David Wheel- er, markaðsráðgjafa frá Englandi, og Elíasi Héðinssyni, sem starfar við fjölmiðla- og markaðsrann- sóknir á Yddu, höfundur kafla í væntanlegri bók John Philip Jones, Advertising: An Encyclopedia, sem kemur út í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Bókakaflinn ber heitið, Test marketing, eða á íslensku, Er Island góður tilraunamarkaður í alþjóðlegu samstarfí? En hvað er tilraunamarkaður? í umræddum kafla er skilgreining á hinum fullkomna tilraunamarkaði. Þar stendur m.a. að þar sé um að ræða smækkaða mynd hins raun- verulega markaðar: •Samskonar neytendur og á aðal- markaðinum. •Sama kaupgeta. •Sama samkeppni. •Sama verð. •Sömu mpguleikar á auglýsingum og kynn- ingu. •Samskonar fjölmiðlar. •Engin eða lítil miðlun af öðrum svæðum. •Samskonar dreifíngarkeðja. •Öruggar upplýsingar um viðhorf neytenda. •Oruggar upplýsingar um vöru- kaup og neyslutíðni. •Öruggar upplýsingar um söluna. „Hjá Yddu höfum við áhuga á að leggja okkar af mörkum í þeirri viðleitni að laða erlenda fjárfesta að íslandi. Kynning á íslandi sem góðum tilraunamarkaði í alþjóð- legu markaðsstarfí er þáttur í því,“ segir Hallur. Viljum laða að erlenda fjárfesta Þegar Morgunblaðið hitti Hall að máli var staddur hjá honum Richard Hammond, einn af stjóm- endum alþjóðlegu auglýsingastof- unnar Bozell Worldwide sem Ydda á aðild að. „Við gætum engan veg- inn staðið almennilega að kynning- unni ef við værum ekki í tengslum við Bozell," sagði Hallur. „Fyrirtæk- ið er með skrifstofur á 53 stöðum víðsvegar um heiminn og við munum nota þessi tengsl okkar til þess að kynna kosti íslands sem tilrauna- markaður.“ Ydda hefur látið útbúa bækling með upplýsingum sem byggja á umræddum kafla Halls og félaga. Bæklingnum verður dreift í gegn- um alþjóðlegt net Bozell. Þá hafa Hallur og Richard kynnt málið fyrir aðilum hjá Útflutninsráði og iðnaðarráðuneytinu. „Við höfum líka heimsótt nokkra innflytjendur og rætt við þá hvemig hægt er að nota þetta. hugtak, tilrauna- markaður, til þess að skipuleggja betur markaðssetningu þeSsara erlendu vörumerkja sem þeir eru að sinna hér og fá þannig meira fjármagn inn \ landið til þess að byggja upp viðskiptin hér,“ segir Ilallur. Einstæður kostur 'í umræddúm kafla í Adyertising: An Encyclopetia eru sérkenni Is- lands dregin fram. Þar segir m.a. að áhrif fjölmiðla af öðr- um svæðum séu einn stærsti vandinn við val á tilraunamarkaði. Vegna mikillar fjölgunar fjöl- miðla verði birting aug- lýsinga afar flókið mynstur. Lykil- atriði við árangursríka greiningu tilraunamarkaðar sé að geta mælt hve mikið neytendur hafí séð af auglýsingum um vöruna og vörar sem keppi við hana, og svo tengsl þess við markaðshegðun neytend- anna. I þeim tilfellum þar sem mik- il fjölmiðlun berist af öðram svæð- um kunni slík greining að vera óframkvæmanleg og þar með sé tilraunamarkaðurinn ónýtur. megi síðan heimfæra á ýmsa mark- aði í Evrópu. Islenskur tilrauna- markaður gæti t.d. verið góður stökkpallur inn í Evrópu fyrir framleiðendur í öðrum heimsálf- um, t.d. Asíu og Ameríku.“ Aðstoð til útflytjenda Bozell Inc. er samsteypa fímm alþjóðlegra fyrirtækja í markaðs- og almannatengslageiranum. Þar á meðal er Bozell Worldwide sem var útnefnd auglýsingastofa ársins í Bandaríkjunum í fyrra auk þess að vera sú auglýsingastofa sem stækkaði mest bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Veltan Bozell Worldwide nam 3 milljörðum doll- ara í fyrra og jókst um 50% á milli ára. Hallur segir að auk þess að nýta sambandið við Bozell til þess að kynna ísland sem alþjóðlegan tilraunamarkað hafi Ydda í huga að bjóða íslenskum útflytjendum aðstoð í viðleitni þeirra við að tengjast erlendum mörkuðum. „í gegnum þessi alþjóðlegu tengsl okkar get- um við boðið sérfræðingsaðstoð á þessu sviði,“ segir Hallur og Ric- hard tekur undir það. „Einn helsti styrkur Bozell, og raunar ástæðan fyrir því að við teljum okkur góðan feng fyrir íslensk fyrirtæki er að við höfum aðgang að mörkuðum um allan heim,“ segir hann. „Við getum vonandi reynst íslenskum fyrirtækjum góð hjálp við að fínna og þróa nýja markaði." Smækkuð mynd raun- veruleikans Einstæðar markaðsað- stæður heilla VIÐSKIPTI/AT VINNULÍF DAGBÓK Meðferð trúnaðar- gagna miNNGANGUR að skjala- stjórnun er yfirskrift nám- skeiðs sem haldið er dagana 24. og 25. apríl kl. 13.00- 16.00 í litla sal Hótels Lindar Rauðarárstíg 18. Námskeið- ið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjalastjórnun og vilja auka þekkingu sína á þessu sviði. Kynnt verður undirstöðu- atriði skjalastjórnunar, lífs- hlaup skjals. Helstu hugtök skjalastjórnunar verða skýrð; upplýsingaúttekt, skjalaáætl- un, skjalalykill o.fl. Rætt verður um skjalastjórnun sem altækt átak við að taka á skjalavanda fyrirtækis eða stofnunar. Fylgt verður hugmyndinni um lífshlaup skjals við að út- skýra hvernig koma megi á alhliða skjalastjómun á vinnu- stað. Sérstaklega verður farið í meðferð trúnaðargagna og einnig tölvur og skjalastjórn- un. Skipulag og skjöl standa fyrir námskeiðinu í samvinnu við Félag um skjalastjórn. Fyrirlesarar ver;ða þau Alfa Kristjánsdóttir, bókasafns- fræðingur, og Sigmar Þorm- ar, félagsfræðingur. Nám- skeiðsgjald er kr. 11.000, en félagsmenn Félags um skjalastjórn fá 10% afslátt. Námskeiðsgögn ásamt kaffi og meðlæti báða dagana eru innifalin í námskeiðinu. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 564-4688 (fax 564-4689) í síðasta lagi fyrir kl. 12 föstudaginn 21. apríl. Endur- menntunar- stofnun MNÁMSKEIÐ í framleiðslu- stjórnun verður haldiðá veg- um Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands 12., 18. og 21. apríl nk. kl. 8.30- 12.30. Leiðbeinandi verður Páll Jensson, prófessor við Háskóla íslands. Aðalfundur UAÐALFUNDUR Útgerðar- félags Akureyringa verður haldinn í matsal ÚA mánudag- inn 24. apríl nk. og hefst kl. 16.00 AÐALFUNDUR SR-mjöls verður haldinn föstudaginn 28. apríl nk. kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík. UAÐALFUNDUR Lyfja- verslunar íslands hf. verður haldinn í Háskólabíó laugar- daginn 29. apríl og hefst kl. 10.00. UAÐALFUNDUR Granda hf. verður haldinn föstudaginn 28. apríl. í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði og hefst kl. 17.00. (•) RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ÍSLANDS SlMII 626070 - FAX 626073

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.