Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 B 7 Yottun getur greitt fyrir viðskiptum Vottað gæðakerfí getur hjálpað útflytjendum að ná til fólks sem gerir sér annars ekki háar hugmyndir um íslenska framleiðslu, seg- ir Kjartan J. Kárason í grein sinni. AUNDANFÖRNUM árum hefur það færst mjög í vöxt að fyrirtæki sæki um vottun á að þær aðferðir sem þau beita til þess að hafa stjóm á gæðum þeirrar vöm eða þjónustu sem þau veita uppfylli kröfur alþjóð- legu staðlanna ISO 9000. Á íslandi er starfandi slík vottun- arstofa, Vottun hf., og hefur hún vottað gæðakerfí 7 íslenskra fyrir- tækja á undanfömum tveimur árum. En hvað þýðir það að fyrirtæki hafí komið sér upp gæðakerfí sam- kvæmt ISO-stöðlunum og hafí fengið það vottað? í stuttu máli felst það í því að fyrir- tækið hefur komið sér upp ákveðnu skipulagi og þróað starfsaðferðir sínar þannig að tryggt er að hægt sé að veita umsamin gæði frá degi til dags. Þannig næst fram aukin nýting og minna fer til spillis. Staðallinn bendir á þá þætti starfseminnar þar sem aðgæslu er þörf, en fyrirtækið ákvarð- ar sjálft hvemig staðið skuli að verki. Vandamálin byrja oftast þegar ver- ið er að bjarga hlutunum fyrir hom og skynsemin lögð til hliðar. Skipulag og starfsaðferðir skráir fyrirtækið í svokallaða gæðahandbók. Handbók þessi fær þó ekki að standa ónotuð uppi í hillu heldur er hluti af gæða- kerfínu og þá jafnframt rekstrinum sá, að vera sífellt að bæta sig og aðlaga að breyttum aðstæðum. Mikil- vægur hluti gæðakerfisins er að hafa tiltæk gögn sem sanna að rétt hafí verið staðið að verki og bera þannig ábyrgð á eigin gjörðum. 70.000 vottuð fyrirtæki Vottun gæðakerfísins felst í því að óháð vottunarstofa staðfestir að fyrir- tækið starfræki gæðakerfí sem upp- fyllir kröfur staðalsins og að starf- semin sé í samræmi við lýsingu gæða- handbókar fyrirtækisins, þ.e.a.s. að saman fari orð og efndir. Vottunar- stofan er þannig í sporam kröfuharðs viðskiptavinar. Þegar ISO-9000 staðlamir komu fram árið 1987 vora það einkum fyrir- tæki í framleiðsluiðnaði sem sóttust eftir vottun. Miklar breytingar hafa síðan átt sér stað og í dag era vottuð fyrirtæki í öllum greinum atvinnulífs- ins og virðist aukningin vera mest hjá þjónustufyrirtækjum. Sem dæmi um starfsgreinar má nefna lögmanns- stofur, endurskoðunarstofur, spítala, bændur, banka og skóla. Vottunin er ekki lengur bundin við fyrirtæki á einkamarkaðnum heldur hafa opin- berar stofnanir fengið starfsemi sína vottaða. Samkvæmt könnun í síðasta tölu- blaði ISO 9000 News, er talið að í júní 1994 hafí verið rúmlega 70.000 vottuð fyrirtæki í heiminum og var aukningin 52% frá því í september 1993. Flest fyrirtækjanna era í Bret- landi en aukningin er mest í Asíu, Norður-Ameríku og öðrum Evrópu- löndum. Á Norðurlöndum voru 916 vottuð fyrirtæki í Danmörku, 618 í Svíþjóð, 400 í Noregi og 496 í Finn- landi. Ávinningur af vottun Reynsla íslenskra fyrirtækja af gæðakerfum er á sama veg og reynsla erlendra fyrirtælq'a, þ.e.: • Gæðakostnaður, kostnaður vegna galla, endurvinnslu, úrkasts o.s.frv. hefur lækkað. Stjórnun er orðin mark- vissari og samskipti hafa batnað. • Markaðsstaðan hefur batnað, einnig hér innanlands. ímynd fyrir- tækisins á markaðnum styrkist þar sem það getur sýnt fram á að það hafí stjóm á sínum málum. Ekki í snjóhúsum Fyrir suma þýðir þetta aukin við- skipti en fyrir aðra að þeir era ekki afskrifaðir jafn fljótt þegar fleiri era að bjóða sömu vöra eða þjónustu. Þau fyrirtæki sem eru í útflutningi hafa fíindið fyrir þessu og virðist það al- geng skoðun erlendis, að hér þrífíst aðeins framvinnsla og íbúamir búi í snjóhúsum. í Evrópu virðist vottunin vera orðin forsenda viðskipta á ISO-staðlarnir í nýrri útgáfu ISO 9000 staðlarnir um gæða- stjórnun eru nú komnir út í endur- skoðaðri útgáfu og námsefni um staðlaröðina er væntanlegt frá Iðn- tæknistofnun. Það er Staðlaráð íslands sem hefur látið þýða ISO 9000 staðlana á íslensku til þess að stuðla að útbreiðslu þeirra hér á landi. Sala staðlanna hefur geng- ið n\jög vel, að sögn Guðlaugar Richter hjá Staðlaráði, en þeir hafa nú selst í um 600 eintökum. Kaupendur eru fyrirtæki og stofnanir af ýmsu tagi, þ.á.m. verk- fræðistofur, sjúkrastofnanir og deildir innan Háskólans og stjórn- arráðsins. Að sögn hennar hafa staðlarnir hlotið það mikla út- breiðslu að jafnvel sé talað um gæðastjórnun sem tiskufyrirbæri. Staðreyndin væri samt sú að við eruin miklir eftirbátar annarra þjóða hvað varðar vottanir sam- kvæmt ISO 9000. Nú fer að hilla undir nýja staðla- röð frá ISO - ISO14000 - sem tengist stöðlunum um gæðastjóm- un, en hún fjallar um stjómun umhverfismála í fyrirtælqum. Fyrstu staðlarnir í þessum flokki verða sendir til almennrar umsagn- ar um allan heim í sumarbyijun og að likindum verða þeir orðnir að íslenskum stöðlum um næstu ára- mót og gilda þá líka um alla Evrópu. Staðlarnir sem nú koma út í endurskoðaðri útgáfu em fimm elstu gæðastaðlarnir, sem upphaf- lega komu út á ámnum 1986-’87. Þessir staðlar öðluðust gildi sem íslenskir staðlar (ÍST) þann 1. apríl um leið og eldri útgáfumar féllu úr gildi. Námsefni sem hlotið hefur nafn- ið „ISO 9000 - réttu tökin!“ er væntanlegt frá Iðntæknistofnun. Þá er námsefnið „Gæði - í þína þjónustu!" væntanlegt í nýrri út- gáfu, sem tekur mið af þörfum framleiðslufyrirtækja ekki síður en þjónustufyrirtælq'a, en fyrri útgáfa þess höfðaði sérstaklega til hinna síðarnefndu og hefur náð talsverðri útbreiðslu meðal þeirra. íslensk fyrirtæki með vottað gæðakerfi FYRIRTÆKI STAÐALL VOTTUNIN NÆR TIL Bakkavör hf. ÍSTIS0 9002 Vinnslu og sölu hrogna. Borgarplast hf. ÍSTIS0 9001 Hönnunar, framleiðslu og úrvinnslu hverfimótaðra plastvara. Plastprenthf. ÍST IS0 9002 Framleiðslu PE filmu, prentunar, pokunar og sölu plastumbúða. Osta- og smjörsalan sf. ÍSTIS0 9002 Sölu, dreifingar og pökkunar á ostum og viðbiti, auk framleiðslu á bræddum ostum, ostabökum og -kökum. íslenskar sjávarafurðir hf. ÍSTIS0 9001 Sölu, þróunar og útflutnings á sjávarafurðum frá íslenskum framleiðendum. Össur hf. ÍST ÍS0 9001 Hönnunar, viðgerða og smíði stoðtækja og íhluta í stoðtæki, auk endursölu á annarra vörum. Umbúðamiðstöðin hf. ÍSTIS0 9002 Sölu, framleiðslu og prentunar á umbúðum úr karton- og bylgjupappír ásamt almennri arkaroffsetprentun. ákveðnum sviðum. í sumum starfs- greinum er fyrirtækjunum umbunað með því að umfang opinbers eftirlits breytist. Má þar nefna að fískvinnslu- fyrirtæki geta fengið undanþágu frá samningi við skoðunarstofu ef það hefur vottað gæðakerfí. Nýlega var fjallað um 70% veltu- aukningu hjá Borgarplasti hf. í Morgunblaðinu, þar sem fram kom að veltuaukninguna mætti að vera- legu leyti þakka gæðakerfi fyrirtæk- isins. Sá árangur sem íslensk fyrir- tæki hafa náð með aðferðum gæða- stjórnunar er mjög góður en umfjöll- unin hefur því miður verið full lítil til þess að hvetja aðra til dáða. Höfundur er framkvæmdastjóri Vottunar hf. þegar flogiö er á Saga farrýini til kaiipmannaliaínar * samvinnu við hótel í Kaupmannahöfn, Ósló ósiuar ma °£ Stokkliólmi bjóða Flugleiðir farþegum á Siokkhólms Saáa fhrrými tvær íyrstu gistinæturnar á , |ini;|bj|jni| aðeins 100ísl.kr.hvoranóttfyrirmanninn. 15. apríl - 30. júní Tilboðið gildir á eftirtöldum hótelum: Kaupmannahöfn Stokkhólmur Hotel Richmond Hotel Imperial Hotel Mercur Öli Flugleiðahótel íborginni Öll Flugleiðahótel í borginni Tilboðið gildir í ferðir á Saga-farrými til Kaupmannahafnar, Óslóar o g Stokkhólms sem bókaðar eru frá og með 11. apríi og farnar á tímabilinu frá 1S. apríl til 30. júní. Gisting á hinum scrstöku kjörum er boðin meó fyrirvara um nægilegt gistirými á tilgreindum hótelum á hverjum tíma. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofumar eða söludeild Flugleiða í síma 690 300 (svarað mánudaga - föstudagaki. 08-19 og laugardaga kl. 08 -16). FLUGLEIÐIR Traustur ísletiskurferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.