Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 8
fN*fgmifrIaMfe vrosnpnjaviNNUiJF FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1995 ¦ j.iit Slgurður Morgunblaðið/Kristinn Seldi ísbúð til Svíþjóðar FROSTVERK hf. í Garðabæ seldi í síðustu viku sérsmíðaða innrétt- ingu og tæki fyrir ísbúð til íslend- ings sem búsettur er í Jönköping í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem slík innrétting er flutt út frá fyrirtækinu en hún er afrakstur margra ára þróunarvinnu. Samkvæmt upplýsingum Brynj- ars Haraldssonar, framkvæmda- stjóra Frostverks, eru kúluískist- ur, dífuborð og sósubarir eins og þekkist í íslenskum ísbúðum, ekki algeng sjón á Norðurlðndum. Verði viðtökur góðar við innrétt- ingunni í Svíþjóð sé Ijósl að mark- aður fyrir sérsmíði sé stór á okk- ar mælikvarða. Framleiða tækisem áður vorufluttinn Frostverk hefur á undanförnum árum lagt ríka áherslu á þróunar- starf og lúta nú 10 störf í fyrirtæk- inu að framleiðslu tælg'a sem flutt voru inn fyrir 6 árum. Fyrirtækið annaðist t.d. smíði og uppsetningu á innréttingum og tækjum fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Það smíðaði auk þess innréttingar í matsal og kaffihús Ráðhúss Reykjavíkur svo og eldhúsinnréttingar o.fl. fyrir Heilsustof nun í Hveragerði. Þá hreppti fyrirtækið smíði á innrétt- ingum fyrir Hrafnistu í Hafnar- virði, þjónustueldhús á Bessastöð- fyrir: RÆSTINGUNA? Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ásamf öllum fyígihlutum. Ve& trá kr. 10»99Qr" m/v«H. s*9*' Meö allt á hreinu i RÉTTARHÁLSI 2 • 110 RfYKJAvÍK • SÍMI: 91 575554 '•_______ um, varðskip Landhelgisgæslunn- ar og frystitogarann Guðbjörgu. Þar er um að ræða smíði á samsett- um hita- og kæliborðum með di- skalyftum, bakkabrautum og fleira tilheyrandi. Brynjar telur fyrirtækið ekkert síður eiga möguleika á að selja framleiðslu til erlendra aðila en hér innanlands. Frostverk sé fylli- lega samkeppisfært í sérsmíði á innréttingum af þessum toga við erlend fyrirtæki. Það hrjái fyrir- tækið mest hversu erfið rekstrar- skilyrði séu hér á landi. Fjölda- gjaldþrot hafi dunið yfir árum saman og lánamöguleikar til iðn- aðar séu háðir fasteignaveðum. Breytingar hjá Nýherja mSIGURÐVR Ólafsson hefur tekið við starfi starfsmanna- stjóra Nýherja hf. Sigurður lauk prófi frá viðskiptadeild r Háskóla ís- lands árið 1988 og MBA prófi í rekstrarhag- fræði frá Rotterdam School of Management árið 1990. Sigurður hóf þá störf sem deildarstjóri starfsmannaþjónustu Flugleiða og var nú síðast deildarstjóri áætl- unardeildar Flugleiða. Eiginkona Sigurðar er Áslaug Guðjónsdótt- ir og eiga þau tvo syni. MBERGÞÓRA K. Ketilsdóttir hefur tekið við starfi deildarstjóra hugbúnaðar- deildar Nýherja hf. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð áríð 1973. Að loknu EDB Assistent námi frá EDB skólanum í Kaupmanna- höfn starfaði Bergþóra sem forritari á Datac- entralen til 1978. Þá flutti hún til Cambridge í Englandi og vann í 2 ár sem kerfisfræðingur hjá How- ard Machinery Group og 2 ár hjá F International við ýmis kerfis- fræðiverkefni. Árið 1982 flutti Bergþóra aftur til íslands og hóf Bergþóra störf hjá IBM á íslandi og síðan Nýherja hf., fyrst sem kerfisfræð- ingur og síðar sem markaðsfull- trúi. Eiginmaður Bergþóru er dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, pró- fessor við HÍ og eiga þau tvo syni og eina dóttur. Ennfremur á Berg- þóra einn guðson. Sigurður Arngrímsson tílMorgan Stanley mSIGURÐUR Arngrímsson rekstrarhag- fræðingur hef- ur verið ráðinn til starfa hjá bandaríska fjárfestingar- bankanum Morgan Stah- ley & Co. Int- ernational í London. Morgan Stanley er eitt stærsta og virtasta verðbréfafyrir- tæki heims með um 300 milljarða króna eigið fé og rúmlega 10 þús- und starfsmenn. Sigurður er 31 árs gamall. Hann er með BSPR próf í almenningstengslum og markaðsfræði frá University of Florida frá 1988 og MBA í fjár- málafræðum frá Pennsylvania State University 1990. Á árunum 1990-1991 starfaði Sigurður hjá The Falconwood Corporation í New York við greiningu á fyrir- tækjum. 1991-1992 starfaði hann hjá eignarleigufyrirtækinu Glitni hf., en fór til Kaupþings hf. í maí 1992 þar sem hann var for- stöðumaður verðbréfamiðlunar. Sigurður Torgið Fljúgandi f erðalangar KOMUM erlendra ferðamanna til íslands hefur fjölgað verulega síð- ustu ár. Þannig komu tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári. Aukningin frá árinu áður var 14% og 25% frá árinu 1992. Um helmingur þeirra útlendinga sem lögðu leið sína til íslands í fyrra komu utan háanna- tíma og er þar um að ræða árang- ur af nýjum áherslum í markaðs- setningu á undanfömum árum. Þar er hlutur Flugleiða mikill, enda mikilvægt fyrir félagið að tryggja nýtingu tækja og vinnuafls utan aðalferðamannatímans. Á síðasta ári var afkastageta Flugleiða fullnýtt yfir sumar- mánuðina, enda var þar um að ræða „einhverja bestu flutninga- mánuði í sögu félagsins," eins og Sigurður Helgason, forstjóri komst að orði á aðalfundi Flugleiða í mars sl. Hann sagði ennfremur að félagið stæði frammt. fyrir mikil- væcjum ákvörðunum á næstu misserum. Taka þyrfti afstöðu til þess með hvaða hætti félagið vildi taka þátt í vexti ferðaþjónustunnar á íslandi. Núverandi flugvólafloti væri fullnýttur og komið væri að ' þvf aö gera nýja flugflot'aáætlu.n. ¦Einar Sígurðsson, upplýsinga- fulltrúi FÍugleiða, segir að þó félag- ið muni. ekki stækka flugvélaflot- ann fyrr en á næsta ári, sé ætlun- in að fjölga ferðum í sumar og auka þannig sætafram- boðið. Flöskuháls Þegar ferða- mannaösin var mest í fyrrasumar var flutningageta Flugleiða flösku- háls í ferðum til og frá landinu. í Ijósi þeirrar stað- reyndar og þess að umtalsverðir vaxtarmöguleikar eru enn fyrir hendi í íslenskri ferðaþjónustu er ekki að undra að beint áætlunar- flug til íslands yfir háannatímann freisti erlendra flugfélaga. Þannig hefur SAS tilkynnt að auk þess að fljúga hingað frá Kaupmannahöfn tvisvar í viku frá apríl til september líkt og undanfarin sumur, muni félagið yfir háannatímann, þ.e. frá júníbyrjun til í seinni hluta ágúst- mánaðar, fljúga hingað þrisvar í viku. Þýska flugfélagið Lufthansa hefur undanfarin ár verið með viku- legt áætlunarflug. hingað frá Þýskalandi og í sumar verður eng- in breyting þar á. Tvö ný flugfélög bætast í hópinn í sumar. Þar er annars vegar um að ræða þýska flugfélagið LTU, sem verður með beint vikulegt áætlunarflug hingað frá Dusseld- orf frá maí til sept- ember. ( frétt Morgunblaðsins um málið kemur fram að forráða- menn LTU, sem m.a. rekur ferða- skrifstofur í Þýska- landi, hafi ákveðið að fljúga hingað í kjölfar aukinnar markaðssetningar á íslandsferðum í Þýskalandi. Þá mun Emerald Air, sem er nýtt flugfélag í eigu íslenskra og breskra aðila, hefja áætlunarflug milli Belfast og Keflavíkur um miðj- an júní nk. Flogið verður þrisvar í viku. Samningar um Evrópska efna- hagssvæðið gera að verkum að erlend flugfélög geta verið með áætlunarflug hingað án þess að sækja sérstaklega um leyfi til þess, eða án þess að um tvíhliða loft> ferðasamninga milli landa sé að ræða. Með frjálslegri flugmálalöggr jöf í Evrópu hafa opnast ný mark- aðstækifæri fyrir Flugleiðir, en að sama skapi hefur tækifærum ann- arra evrópskra flugfélaga fjölgað. Af framangreindu er Ijóst að með auknum straum erlendra ferða- manna til íslands hugsá erlend f lug- félög sér gott til glóðarinnar. HKF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.