Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FJOGUR andlit Orsons Welles; í útvarpinu 1938, sem Kane 1941, í „The Long Hot Summer" 1957 og þremur árum fyrir lát sitt. ÞEGAR kvikmyndagagn- rýnendur hafa undan- farna áratugi valið bestu myndir sem gerðar hafa verið á kvikmyndaöldinni lendir sama myndin iðulega í fyrsta sæti og það er „Citizen Kane", sem undrabarnið Orson Welles gerði í Hollywood þegar hann var aðeins 25 ára. Ástæðan er sú að hún markaði tímamót í gerð bíómynda og margt af því sem þar var gert í fyrsta skipti hefur fyrir löngu síð- an orðið að stöðluðum vinnubrögð- um við kvikmyndagerð. Þótt Welles hefði aldrei gert aðra mynd væri hann samt einn af mestu kvik- myndagerðarmönnum draumaverk- smiðjunnar. Ríkissjónvarpið sýnir hina sögufrægu mynd hans á páskadagskvöld undir heitinu Kane blaðakóngur. Nokkur vakning hefur orðið í kringum myndir Welles hin síðari ár en leikstjórinn lést saddur lífs- daga árið 1985. Kane blaðakóngur varð fimmtug árið 1991 og vakti miklar umræður um líf og verk Welles og mynd hans um Óþelló hlaut mikið lof gagnrýnenda þegar nýtt eintak hennar var sett í dreif- ingu fyrir nokkru. Einn angi af þessum endurnýjaða áhuga á Well- es birtist okkur hér heima í frá- bærri kvikmyndahátíð Hreyfi- myndafélagsins í fyrra á verkum Welles í Háskólabíói þar sem sýnd- ar voru nefndar myndir ásamt „The Magnificent Ambersons" og fleir- um. Undrabarnið Welles Það var svosem ekki að ástæðu- lausu sem Orson Welles var kallað- ur undrabarn og hann mundi ekki eftir sér öðruvísi. Faðir hans var uppfinningamaður og drykkjusjúk- lingur. Móðir hans var misheppnað- ur píanisti sem lést þegar hann var níu ára og eldri bróðir hans var geðklofl. Þegar Welles var 18 mán- aða var hann „uppgötvaður" af fjöl- skylduvininum dr. Maurice Bern- stein, sem tilkynnti að drengurinn væri snillingur og sá honum fyrir fiðlu, litum og brúðuleikhúsi á með- an hann gerði hosur sínar grænar fyrir móðurinni. Welles byrjaði 16 ára að leika og tvítugur vakti hann hressilega athygli í New York með því að setja Macbeth á svið með svertingjum eingöngu; 22 ára lék hann vinsæl- ustu útvarpshetju Bandaríkjanna, Lamont Cránston eða Skugga; 23 ára gerði hann svo raunverulegan útvarpsþátt úr sögu H. G. Wells, Innrásin frá Mars, að fólk taldi í raun og veru að heimurinn hefði orðið fyrir árás marsbúa. Honum var boðið að koma til Hollywood og gera nánast það sem hann vildi og hóf kvikmyndaferilinn á því að búa til eitt af meistaraverkum ald- arinnar ekki orðinn 26 ára gamall. Það sem síðar gerðist er hulin ráðgáta. Undrabarnið virtist hafa brunnið út og sagt var m.a. þegar hann varð sjötugur, skömmu áður en hann lést, að saga hans væri ein raunalegasta saga af velgengni og mistökum sem kunn væri i Banda- ríkjunum. í huga almennings lá allt niður á við eftir Kane þar til Welles á gamals aldri var farinn að leika í vínauglýsingum í sjónvarpi. Ein tilgátan var sú að hann væri hrein- lega hræddur við að klára myndir Blaðakóngur- inn Kane og Orson Welles Ríkissjónvarpið sýnir sögufræga mynd Or- sons Welles um blaðakónginn Kane á páska- dagskvöld. Arnaldur Indríðason fjallar um myndina sem iðulega er í efsta sæti þegar kosið er um bestu myndir sem gerðar hafa verið enda tímamótamynd sem boðaði bylt- ingu í kvikmyndagerð á sínum tíma. KANE verður gamall; sjaldgæf mynd af því hvernig förðunarmeistarar beyttu Welles í hinn aldna Kane. sínar eins og „The Magnificent Ambersons" og Macbeth eru vitni um og fjölmörg dæmi eru um hvern- ig hann hætti við kostnaðarsöm verkefni eins og kvikmyndun Don Kikóta eftir að hundruð þúsunda dollara hefðu verið sett í þau. Þetta er reyndar ekki svona ein- falt. Welles átti eftir að vinna margt gott verkið eins og t.d. ein af þrem- ur Shakespearemyndum hans, Óþelló, og íilm-noir klassíkin „Touch of Evil" sýna. Hann lenti í útistöðum vegna listræns forræðis yfir „The Magnificent Ambersons", sem kvikmyndaverið klippti úr 128 mínútum í rúmlega 80, og fékk á sig orð fyrir að vera óáreiðanlegur vandræðagemsi. Hann fór í tíu ára sjálfskipaða útlegð frá Hollywood til Evrópu en lauk ekki mörgum myndum. Síðasta verkefnið sem hann vann að var sjálfsævisöguleg mynd um frægan leikstjóra, sem John Huston lék, er átti í sífelldum vandræðum með að fjármagna mynd sína. Hann byrjaði að kvik- mynda hana árið 1970 en tókst ekki að Ijúka henni. Kvikmyndagerð varð honum sífelldur barningur. Martin Scorsese sagði að enginn í sögu kvikmyndanna bæri eins TÍMAMÓTAMYND; veggspjaldið af „Citizen Kane". Fosters Kanes, og byggði Welles hana á ævi dagblaðakóngsins Will- iams Randolphs Hearsts. Ein mesta nýlundan var sú að frásögnin var rakin að hætti fréttamynda tíma- bilsins en önnur atriði sem ein- kenna hina byltingarkenndu frá- sagnartækni voru eftirfarandi m.a.: djúpfókus tengir saman ólík atriði á sama myndfletinum; flókin uppsetning þar sem margt gerist samtímis innan myndrammans; myndataka næstum úr gólfhæð sem sýnir m.a. loftin á leikmyndunum og gerir Kane bæði ógnandi og sem króaðan af; langar tökur; hreyfanleg kvikmyndataka; frumleg notkun hljóðsins (Welles kom úr útvarpinu) sem m.a. er notað til að tengja atr- iði í tíma („Gleðileg jól" er sagt við Kane ungan en seinni hluta setning- arinnar lýkur þegar hann er lcominn á fullorðinsár, „og farsælt komandi ar"). Hearst illur Gagnrýnendur tóku myndinni fagnandi þegar hún var frumsýnd en hún lenti í vandræðum þegar hún var sett í dreifingu vegna þess að blaðakónginum Hearst líkaði illa að vera hafður að myndefni og Kane vegnaði illa ( miðasölunni. Hearst reyndi að komast yfir nega- tífuna og eyðileggja hana en án árangurs og bannaði að minnst væri á hana í blöðum sínum, sem hafði talsverða þýðingu. Seinna var banninu aflétt og Hearstpressan hóf skipulega árás á myndina. „Rosebud" er frægasta tilvitnunin I Kane en það er hið dularfulla loka- orð hans á dánarbeðinu. í myndinni hét sleði Kanes hins unga Rosebud og átti að tákna glataða æsku og sakleysi. En orðið mun hafa aðra merkingu því lengi hefur það verið mál manna vestra að það hafi verið gæluyrði blaðakóngsins Hearst á kynfærum hjákonu sinnar, kvik- myndastáörnunnar Marion Davis. Myndin var útnefnd til sex óskars- verðlauna en hreppti aðeins ein fyr- ir besta frumsamda handritið. Árið 1970 var Welles veittur heiðursóskar fyrir störf sín í þágu kvikmyndanna. „Nú er ég orðinn eins og gamalt jólatré með dauðar rætur," sagði hann Hollywoodsam- félaginu sem þótti hann ekki nógu áreiðanlegur til að veita honum fjár- magn. „Þegar nálarnar falla fyllið í skörðin með medalíum." AÐEINS 25 ára; Welles með mótleikara sínum og vini, Jos- eph Cotten, í „Citizen Kane." mikla ábyrgð á því og Welles að menn gerðust kvikmyndaleikstjór- ar. Ef verðandi leikstjórar vilja taka einhvern til fyrirmyndar er það hann því engum hefur hvorki fyrr né síðar tekist eins vel upp í fyrsta skipti og honum. Hann skrifaði, framleiddi, leikstýrði og lék aðal- hlutverkið í Kane og hafði lítið sem ekkert komið nálægt bíómyndum áður. Reyndar hefur gagnrýnand- inn Pauline Kael haldið því fram í bókinni „The Citizen Kane Book" frá 1971 að maðurinn sem skrifaði handritið með Welles, Herman J. Mankiewicz, hafi átt stóran þátt í lokaútgáfu myndarinnar. Lengi hefur verið rifist um þátt Mankie- wicz. Welles sagðist hafa gert hand- ritið einn og Mankiewicz þurfti að leita til félags handritshöfunda í Hollywood til að fá viðurkennt að hann væri meðhöfundur. Einnig má nefna að kvikmyndatökumaður- inn, Gregg Toland, á ekki svo lítið ( heildarútkomunni en hann hafði lengi unnið að nýjum leiðum til að þróa kvikmyndatökuna og sagði eitt sinn: „Mig langar að vinna með manni sem hefur aldrei gert bíó- mynd. Það er eina leiðin til að læra eitthvað — af einhverjum sem veit ekki neitt." Hvað gerði myndina sérstaka? Upprunalega hét myndin „Amer- ican" en síðar var nafninu breytt í „Citizen Kane". Hún segir frá mörgum ólíkum sjónarhornum upp- gangs- og spillingarsögu banda- rísks kaupsýslumanns, Charles

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.