Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ing'imundur lætur smíða skip í Noregi NÚ er endanlega Tilboð Slippstöðvarinnar í^índu?0 m. mun hærra en þau norsku ’®tur smiða fynr A sig nýtt frystiskip í Noregi, en ekki hér á landi. Skipið er ætlað til veiða á rækju. Þaðan bárust 5 tilboð í smíðina og eitt innlent, frá Slippstöðinni Odda hf. Armann Armannsson, framkvæmdastjóri Ingimundar hf. segir að því miður hafi tilboðið frá Akureyri verið töluvert hærra en lægsta norska tilboðið, svo ekki hafi verið unnt að ganga að því. Fiskveiðasjóður og Landsbankinn hafa samþykkt lánveitingar vegna smíðinnar. RÓIÐ TIL FISKJAR Morgunblaðið/Alfons Norska rækjan gaf 10 milljarða á síðasta ári RÆKJUIÐNAÐURINN í Noregi er nokkuð umfangs- mikil atvinnugrein en talið er, að hann veiti um 3.000 manns atvinnu á sjó og í landi. Rækjuverksmiðjurnar eru 17 talsins og veiðamar eru stundaðar á 130 skipum, sumum smáum með einum eða tveimur mönnum um borð og á verksmiðjuskipum með allt að 15 manns í áhöfn. Helmingurinn tekinn norður af Svalbarða Logið til um stærð véla fískiskipanna? Á síðasta ári var útflutnings- verðmæti rækjuafurða frá Noregi um 10 milljarðar ísl. kr. og var Svíþjóð stærsti markaðurinn með rúmlega þrjá milljarða kr. Eru mörg byggðarlög í Noregi mjög háð þessari vinnslu þótt útflutn- ingsverðmæti rækjunnar sé ekki nema 5% af heildarútflutnings- verðmæti norskra sjávarafurða. Á þessum árstíma er veiðin að- eins stunduð á stóru skipunum, sem geta verið að innan um rekís- inn fyrir norðan Svalbarða en það- an kom helmingurinn af rækjuaf- lanum á síðasta ári, sem var 50.000 tonn. Rækjulaust í Barentshafi Venjulega er mikil rækjuveiði í Barentshafi einnig en vegna þess hve þorskstofninn er stór og breyt- inga á hitastigi sjávar er þar ekk- ert að hafa nú. Besta rækjan kemur af miðun- um við norðurströnd Noregs en þá eru bátarnir ekki úti nema í einn eða tvo daga og koma með hana ferska í land. Er ávallt notuð skilja til að komast hjá smáfiskadrápi og miðunum lokað strax og vart verður við of mikið af seiðum í pokanum. Um borð í norsku skip- unum, sem eru á veiðum við Græn- land, er rækjan fryst hrá í eins kílós pakkningar og seld beint til Japans. Fær útgerðin allt að 1.800 ísl. kr. fyrir kílóið. Hið nýja skip Ingimundar verð- ur smíðað hjá Slippen Mek. Verksted AS í Sandnessjöen í Noregi og verður það afhent í júní- mánuði 1996. Skipið verður sér- hæft til veiða á rækju og frystir aflann um borð. Það kemur í stað tveggja núverandi skipa Ingi- mundar hf. Helgu RE 49 og Helgu II RE 373, sem annað hvort verða seldar innan lands eða utan í fyll- ingu tímans. Þar til verður útgerð þeirra haldið áfram með sama hætti og áður. Skipstjórar á nýja skipinu verða þeir Geir Garðarsson og Viðar Benediktsson, en þeir eru BRESKA stjórnin ætlar að krefjast þess hjá Evrópusambandinu, að rannsakað verði hvort spænskir útgerðarmenn segi rangt til um vélarafl í skipum sínum til fela með því sóknargetuna. Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum hafa tugir skipa verið skráðir á Spáni með vélarafl, sem ekki passar við það, sem skipa- smíðastöðvarnar hafa gefið upp við Skipaskrá Lloyd’s. Sem dæmi má nefna, að spænskur frystitog- mfymeð Helgumar. Ármann Ármannsson segir, að tilboðið frá Slippstöðinni hafi verið vel unnið, en í því fólst að skrokk- ur skipsins yrði smíðaður erlendis og fluttur heim og smíðinni lokið á Akureyri. Því miður hefði Slipp- stöðin ekki verið samkeppnisfær í verði við norsku skipasmíðastöð- ina. Of mikið hefði borið í milli til að hægt hefði verið að ganga að tilboði Akureyringanna. „Mér finnst það miður, því ég hefði gjarnan viljað láta smíða hér innan lands,“ segir Ármann. ari, sem skráður er í Bretlandi, er gefinn upp með 1.997 hestafla vél en er skráður hjá Lloyd’s með 3.300 hestöfl. Ef þessar fréttir eru réttar gæti litið út fyrir á pappírunum, að spænski flotinn væri að minnka þótt sóknargeta hans sé í raun að aukast. Öflugri vélar auðvelda minni bátum að nota stærra troll auk þess sem sigling til og frá miðunum taka skemmri tíma en ella. Vaxandi áhugi á sjókælingu Akurfell o g Teknotherm kynna RSW-sjókælikerfí ÁHUGI á sjókælingu síldar- og loðnu- afla um borð í fiskiskipum fer nú vax- andi hér á landi. Þessi aðferð hefur verið notuð í fjölmörg ár við Noreg, írland og Hjaltland með góðum árangri og er nú forsenda þess, að fiskurinn fáist keyptur til manneldis eða vinnslu á hágæða- mjöli. Sjókælingin (RSW) hefur orðið til þess, að sjómenn og útgerðin fá hærra verð fyrir aflann en ella og veruleg kæling aflans er .nánast forsenda þess að hægt sé að nýta til fullnustu þá möguleika sem veiðar á síld, kolmunna og makríl í Síldarsmugunni gefa Islend- ingum. Nú er unnið að uppsetningu á RSW-kerfi frá Teknotherm í Beiti NK. um leið og fiskinum er dælt í lestarnar. Sé lögð áherzla á hraða kælingu er einmitt hægt að fylla lestarnar af sjó við brottför og kæla sjóinn niður í frostmark eða niður fyrir það, sé þess óskað á leið á miðin. Þegar fiskinum er síðan dælt um borð, rennur sá sjór, sem er umfram, út. Nauðsynlegt er að hringrásin í lestinni sé góð, þannig að kælingin verði jöfn um hana alla. Kerfi af þessu tagi eru misdýr eftir afkasta- Fyrirtækið Akurfell í Reykjavík og norski framleiðandinn Teknotherm kynntu þessa að- ferð til kælingar á fiskafla í Reykjavík. Akur- fell er með umboð fyrir framleiðsluvöru Tek- notherm, sem þekktast er fyrir framleiðslu sjókælikerfa auk annars búnaðar til kælingar og frystingar á afla um borð í skipum. Aðeins eitt íslepzkt skip er búið sjókælingu, en eitt annað, Isleifur VE, var með slíkan búnað um borð er það var keypt til landsins, en hann var tekinn úr því, enda þá ekki talin þörf á slíkri kælingu við veiðar á loðnu. Við notkun kælingar af þessu tagi tapast nokkuð lestar- rými miðað við núverandi fyrirkomulag. Miðlungsstærð um 500 kílówött Verið ræddi við Björgvin Ingvason frá Akur- felli og Torfinn Torp frá Teknotherm um sjó- kælinguna. Hjá þeim kom fram, að sjókæling- in byggist upp á þremur megin þáttum. Fyrst og fremst er það kælikerfið fyrir sjóinn, en það er hornsteinn framleiðslunnar hjá Teknot- herm. Slík kerfi er hægt að fá misafkastamik- il eftir þörfum hvers og eins og eftir því hve hraðri kælingu menn stefna að. Miðlungsstórt kerfi er um 500 kílówött að stærð. Annar þáttur kerfisins er dæling og lagnir í lestar og loks einangrun lestanna og hringrásarkerfi í þeim. Kerflð vinnur þannig, að sjó er dælt í lestar skipanna og hann kældur niður með hringrás- ardælingu, ýmist strax og lagt er úr höfn eða SVONA gæti sjókælikerfið frá Teknaotherm litið út, eftir að það hefur verið sett upp um borð. getu þeirra. Kælirinn sjálfur er grunneining- in, en sé miðað við kerfi af miðlungsstærð gæti það kostað á bilinu 7 til 15 milljónir króna. Þá er kostnaður við einangrun og aðr- ar hugsanlegar breytingar á lestum eftir. ís- Ienzku loðnuskipin eru undantekningarlítið með óeinangraðar lestar og því bætist þar við verulegur kostnaður. Kostir þessarar kælingar eru margir að sögn þeirra Torfinns og Björgvins. í fyrsta lagi er það eina leiðin í dag til að kæla fisk niður fyrir frostmark og halda honum þannig. Slík kæling er nú orðin forsenda þess að hægt sé að selja fiskinn til vinnslu til manneld- is eða framleiðslu hágæðamjöls. Þá gerir þessi kæling bátunum kleift að stunda veiðar lengra frá löndundarhöfn en áður, og til dæmis gætu þeir nú siglt með kælda síld á markaði í Noregi eða Danmörku, væri þess óskað. Annar kostur við kælingu er notkun á ís eða sérstök ísblöndunarkerfi. Með þeim næst ekki eins mikil kæling og til að ná svipuðum ár- angri og afkastamikið sjókælikerfi, getur þurft upp í 5 tonn af ís á klukkutíma, eða 120 tonn á sólarhring. Þeir segja því að ís- blöndun geti ekki komið í stað sjókælingar, en hins vegar sé hægt að nota báðar leiðirnar saman til að hraða kælingunni. Þeir Björgvin og Torfínn segja, að vissulega fylgi því nokk- ur kostnaður að taka upp sjókælingu, en spurningin sé þó tæpast sú hvort útgerðin hafi efni á því, heldur hvort hún hafi efni á því að gera það ekki. Eitt íslenzk skip með sjókælingu Teknotherm hefur framleitt og selt sjókæli- kerfi í 30 ár til margra landa. Meðal þeirra skipa, sem eru með kerfi frá Teknotherm má nefna Andeniu II á Hjaltlandi, en hún hér áður Pétur Jónsson RE og Vigilant, sem nú kemur í stað Jónu Eðvalds, sem keypt var til Hafnar í Hornafirði frá Skotlandi. Jóna er búin sjókælingu eitt íslenzkra skipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.