Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR19. APRÍL1995 C 3 FRÉTTIR STYÐJA KANADA í GRÁLÚÐUSTRÍÐINU BREZKIR sjómenn hafa verið einhuga í stuðningi sínum við Kanada í grá- lúðudeilunni við Evrópusambandið, einkum Spánvetja. Spánveijar njóta afar takmarkaðra vinsælda á Bret- landseyjum og írlandi. I»ar eru þeir þekktir fyrir tíð brot á fiskveiðilög- gjöfinni, en auk þess gremst Bretum það mikið, að þeir hafa stofnað eða keypt upp útgerðir í Bretlandi og gera þaðan út undir brezku fiaggi, veiða úr brezkum kvóta en landa öll- um aflanum á Spáni. Eitt slíkra skipa, Blenheim, var tekið fyrir nokkru fyr- ir margendurtekin brot á fiskveiði- löggjðfinni og hlaut mestu sekt sem dæmd hefur verið I slíkum málum á Bretlandi, 33 milljónir króna. Sjómenn notuðu skipið síðan til að koma sjón- armiðum sinum á framfæri eins og sjá má. Kynna troll úr ofurtógi ÍRSKA netagerðin Swan Net kynnti þróun nýrra botntrolla gerðra úr ofurtógi á nýafstaðinni sjávarút- vegssýningu í Aberdeen í Skot- landi. Ofurtógið, Dyneema, er afar sterkt og þolir mikið átak. Það hef- ur hins vegar verið vandamál að hnútar vilja renna til við átak og möskvar því riðlast. Það dregur töluvert úr fiskni trollsins og veldur ýmsum öðrum erfiðleikum, svo sem við möskvamælingar. Hnútarnlr haldast betur Swan Net hefur þróað upp að- ferð, sem leysir þennan vanda og gerir það að verkum að hnútamir haldast allt að því að slitþoli tógs- ins. „Ofurtógið er dýrt, segir Sea- mus Hayden, framkvæmdastjóri Swan Net i samtali við brezka blað- ið Fishing News, en við höfum náð þeim árangri að hægt er að nýta sér kosti þess til fullnustu. Vegna þess hve miklu sterkara það er en polyethylene-tóg, getum við notað grennra tóg en ella og því verður trollið léttara í drætti." Léttara troll Léttara troll degur úr olíueyðslu, en auk þess sýna tilraunir með troll- ið, sem verður komið á markað inn- an tveggja mánaða, að meiri opnun næst með ofurtóginu og einnig er hægt að nota þyngri steinastiklur, “rockhoppera" með því. Trollið hef- ur verið notað til reynslu af írskum bátum að undanfömu, en gerð þess og notkun verður kynnt opinberlega síðar. Rækjuverð í Noregi hækkandi VERÐ á rækju upp úr sjó hækkaði um 15 krónur á kíló í Noregi í byrj- un apríl. Lágmarksverð fyrir hráa rækju til pillunar, 231 til 250 stykki í kílói er nú um 130 krónur. Fyrir minnstu rækjuna til pillunar fást nú tæpar 100 krónur á kílóið en 154 fyrir þá stærstu. Fyrir allra stærstu rækjuna, sem soðin er um borð fást 350 krónur, en aðeins um 82 fyrir þá smæstu. Verð á rœkju tll neytenda hefur hækkað Verð á rækju til neytenda hefur hækkað mikið síðan á síðasta ári og er að nálgast topinn sem náðist fyrir nokkmm árum, en þá fór verð á kaldsjávarrækju svo hátt, eð illa gekk að selja hana og kaupendur tóku hlýsjávarrækjuna fram yfir. Verð lækkað þá mikið og þá tókst að örva söluna á ný og verðið fylgdi á eftir. Ekker lágmarksverð er á rækju til pillunar hér á landi, hvorki ferska né frysta en fyrir rækju sem unnin er um borð í fiskiskipum til útflutnings, er greitt í samræmi við markaðsverð. * _l O Fullkomin löndunaraðstaða við hliðina á flutningaskipum Samskipa Samskip og Löndun hf. bjóða heildarlausn í löndun og annarri þjónustu við frystiskip. Þessi heildarlausn eykur hagkvæmni og einfaldar alla meðhöndlun vöru. Samherji, Royal Greenland og Polar Seafood eru meðal fyrirtækja sem hafa notfært sér þessa þjónustu undanfarin ár með því að landa fiski á Vogabakka. Þaðan er leiðin stutt yfír í millilanda- og innanlandsskip Samskipa, því þau liggja við Holtabakka sem er í aðeins nokkurra metra ijarlægð. Samskip bjóða auk þess upp á frystigeymslur innanlands og erlendis. Hafðu samband við Samskip næst þegar þú þarft á löndunarþjónustu að halda, það skilar sér fljótt. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.