Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 C 5 . í SÍLDARSMUGUIMA •Ágætis úthald hefur verið hjá Jónu Eðvalds SP 20, nýja nótaskipi Skinneyjar hfsíðan það kora til landsins í janúar, en aflaverðmæti stendur nú í 44 miiy. eftir 8 vikna útgerð. Sem kunnugter er Jóna útbú- in RSW-sjókælit önkum sem haida aflanum við kjörhita- stig, sera er nýjung hér á landi og þvi spennandi að fylgjast með notkun þeirra í raun. Fyrstu veiðiferðir skipsins voru sfldveiðar og að sögn matsmanna hjá Skinney hf. er ekki líku saman að jafna því hráefni sem kom frá Jónu SF eða þeim skipum sera ekki hafa sjókælingu þegar sfld er annars vegar. Fyrir utan kjör- hitastig á hráefni er lítið um mar vegna pressu auk þess sem tankamir eru þéttir að ofan og fylltir upp í topp og þvl enginn sláttur á síldinni, en gott er að hafa um 20% sjó i aflanum til að kæling og pressa sé sem vera skal. Þegar loðnuvertíðin hófst nýttust tankarnir ekki eins vel, vegna hættu á að hrognin myndu stífia kælispíralana, en mikið lím myndast þegar loðnan er byijuð að losa hrogn og svil. .MorgmiblaOi(VSign'ui Ekki kom það að sök meðan loðnan veiddist hér við bæjar- dyrnar og var fryst hér líka. Ingólfur Asgrimsson skipstjóri segir skipið hafa reynst ágæt- lega við veiðamar en segir rýmið vera illa nýtt framskips og helsti gallinn sé að meiri afla þyrfti að vera hægt að setja í skipið þegar lengra er sótt. Áætlað er að fara til veiða i sfldarsmugunni nú að loknu páskafríi og mun skipið henta einkar vel til þeirra veiða hvað geymslu á hráefni varðar þeg- ar svo langt er sótt, en rýmið mætti vera þó nokkuð meira. Fordæma vinnubrögð við verðlagningu sjávarafla SKIPSTJÓRA- og stýri- mannafélagið Aldan mótmæl- ir harðlega þeim aðferðum sem notaðar eru við úreldingu fiskiskipa. Félagið fordæmir einnig vinnubrögð, sem viðhöfð eru við verðlagningu fersks sjávarafla og átelur stjómvöld fyrir hringlandahátt í setningu reglugerða um notk- unar seiðaskilju við rækjuveiðar. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðustu viku og fara helztu ályktanir fundarins hér á eftir: Alyktanir frá aðalfundi Oldunnar Aðalfundur Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Óldunnar, haldinn í Reykjavík 12. apríl 1995, mót- mælir harðlega þeim aðferðum sem viðgengist hafa undanfarið við svo- kallaðar úreldingar fískiskipa, sem leitt hafa til þess að í mörgum til- vikum em góð nýleg skip að hverfa úr flotanum, en gömul og úrelt skip verða eftir. Vlnnubrögð fordæmd Aðalfundurinn fordæmir þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við verðlagningu fersks sjávarafla, þar sem sjómönnum eru skömmtuð ein- hliða ákveðin verð, í flestum tilvik- um langt frá þeim verðum sem talist geta eðlileg. Þá lýsir fundur- inn furðu sinni á afstöðu forystu samtaka útvegsmanna, sem ekkert láta sig málið varða. Verðlagsmálum fersks sjávar- afla er nú svo komið að útilokað er að slíkt ástand geti gengið. Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjómvalda að þau kynni sér ríkj- andi ófremdarástand og leiti allra leiða til úrbóta, svo ásættanlegu ástandi fyrir sjómenn verði komið á, og bendir jafnframt á að það er eitt af því sem tryggt getur vinnu- frið í greininni. Lægra verö en ástæða var tll Aðalfundurinn, lýsir furðu sinni á vinnubrögðum sölusamtaka við sölu á frystum loðnuafurðum, á nýliðinni vertíð, sem virðast hafa leitt til lægra útflutningsverðs en ástæða var til að ætla og fá mætti fyrir afurðirnar. Afkoma sjómanna í þessari veiðigrein er beintengd afurðaverðinu og því mikið í húfi fyrir þá að staðið sé að sölumálum með þeim hætti að hráefnið gefi af sér hámarksafrakstur hveiju sinni. Fundurinn skorar á alla hlut- aðeigandi að þannig verði staðið að sölumálum í framtíðinni að af- koma allra sem hagsmuna eiga að gæta verði tryggð. Tilviljunarkenndar aAgerAir Fundurinn mótmælir harðlega vinnubrögðum sjávarútvegsráðu- neytisins, varðandi reglur um notk- un seiðaskilju við rækjuveiðar. Ráðuneytið gaf út reglugerð um notkun seiðaskilja 3. febrúar 1995. Nú eru uppi áform um að gefa út nýja reglugerð um notkun seiða- skilja sem felur í sér allt aðra til- högun en reglugerðin frá þvi í febr- úar. Það er með öllu útilokað fyrir skipstjórnarmenn að starfa við svona tilviljunarkenndar stjórnun- araðgerðir, þar sem menn vita ekki að kvöldi eftir hvaða reglum ber að fara næsta morgun. Ekki urður breytingar á stjóm félagsins og var Guðlaugur Jónsson endurkjörinn formaður. 1 RÆKJUBATAR Nafn StsarA Afll Flskur SJÓf. LAndunarst. [ HAÚ.DÓR JÓNSSONSHII7 102 4 8 III Ólafsvfk FANNEY SH 24 103" 4 0 1 Grundarfjörður ! FARSÆLL SH 30 1011 'Mí m 1 Gfuölðfpriöar | GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 3 0 1 Grundarfjörður [ SÓLEYSH1SO 63 8.... o 1 GnmdarfiörSur , HAMRASVANUR SH 201 168 1 6 1 Stykkishólmur | KRISTINN FRIÐRIKSSON SH 3 104 to 0 1 Stykkishólmur | SVÁNUR SH 111 138 4 0 1 Stykkishólmur ÁSNIÓLAÍSai 1? \~ 0 1 Bolungarvfk | BRYNDÍS ÍS 69 14 2 0 3 Bolungarvík I OUNNBIÖSN fe 30! ' 67 " 2 7 4 Bolungarvik HUNI ÍS~68 14" 3 J ‘ "6 5 Bolungarvík [ NEISTI ÍS 218 16 1 0 1 Bolungarvfk 'SÆBJÖRNls 121 12 jp “ T” Bolungarvik SÆOÍS IS 67 mm 0 3 Bolungarvfk SIQURGEIR SÍGÚRÐSSÖN ÍS 633 21 1 0 2 Bolungarvlk [ BÁRA ÍS $6 25 3 0.1 3 laafjöröur 71 DAGNÝiS 34 11 3 o 4 Isafjörður FINNÍIIÖRN fS 37 11 2 0 4 laafjöröur 71 GISSUR HVÍTI iS 114 18 1 0 1 Isafjöröur [ GUBMUNDUR PÉTURS ÍS 46 231 27 1 1 Isafjöröur HALLDÓR SIGURÐSSON ÍS 14 27 "1 0 1 ísafjöröur RÆKJUBA TAR Nafn StaarA Afll Fiskur SJÓf. LAndunarat. [ KOLBRÚN/S 74 25 2 0 3 Isafjöröur l VER Is 120 11 2 0 3 Tsafjöröur [ VINURlSB 267 19 0 1 ísafjöröur GUNNVÖR ST 39 20 1 ö 1 Drangsnes HILMIRSTI 28 2 0 1 Hólmavfk HÚNI HU 62 29 6 0 2 Hvammstangi SIGURBORG VE 121 220 28 1 1 Hvammstangi | HAFÖRNSK 17 149 16 0 1 Sauðórkrókur JÖKULL SK 33 68 1 0 1 Seuöórkrókur :,j HELGA RE 49 199 31 0 1 Siglufjöröur [ SIGLUVlK Sl 2 450 48 1 1 Siglufjöröur | UNA 1GARÐI GK IOÖ 138 12 0 1 Siglufjöröur HAFÖRN EA 966 142 38 0 1 Dalvik ] OTUREA 162 58 ió~ ö 1 Dalvik SÆÞÓREA 101 134 37 1 1 Dalvík SÓLRÚN EA 361 147 18 1 1 Dalvík [ STÉFÁN RÖGNVALOS. ÉA 346 68 10 2 1 Dalvik STOKKSNES EA 410 451 43 0 1 Dalvík SVANUR EA 14 218 n 2 1 Datvik Ö'xa 'rNUPÚR ÞH 162 17 7 0 2 Kópasker ÞINGEYÞH81 12 11 0 3 Kópoaket KRISTEY ÞH 25 50 7 0 1 Kópasker Skuldbreyting forsenda^ kaup- anna á Osvör Á vettvangi Bakki hf. mun beita sér fyrir almennu hlutaíjár- útboði í Ósvör hf. innan þriggja ára, að lokinni endurskipulagningu LJÓST er að verði þeir fyrirvarar sem Bakki hf. í Hnífsdal gerði um skuldbreytingar og fleira í tilboði sínu í hlutabréf bæjarsjóðs Bolung- arvíkur hf. í Ósvör hf. ekki upp- fylltir að meginefni munu kaupin ekki fara fram. Kemur þetta fram í minnispunktum Bakka hf. til lánardrottna þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum fyrirtækisins um uppbyggingu og rekstur hins sam- einaða sjávarútvegsfyrirtækisins í Bolungarvík. Gæti framvinda málsins ráðist á stjómarfundi í Byggðastofnun sem haldinn verður fljótlega. Forsenda Bolungarvíkurkaup- staðar fyrir sölunni var að aflétt yrði ábyrgðum bæjarins af lánum Byggðastofnunar vegna Ósvarar. Byggðastofnun hefur tekið illa í hugmyndir um að breyta skuldum í víkjandi lán og að Ósvör verði samþykkt sem nýr skuldari í stað bæjarsjóðs. Nú óskar Bakki hf. eftir því í staðinn að Byggðastofn- un veiti Ósvör 50 milljóna kr. lán með veði í Heiðrúnu ÍS en lán bæjarsjóðs við Byggðastofnun verði greidd upp. Mál Ósvarar verður tekið fyrir í stjórn stofnun- arinnar síðar í mánuðinum. Bakki fór fram á það við Þróun- arsjóð sjávarútvegsins að breyta tveimur lánum sjóðsins á öftustu veðréttum í Dagrúnu, 45 milljónir kr., í hlutafé í Ósvör á þeim for- sendum að annars væru líkur á að þetta fé tapaðist. Og öðrum lánum verði skuldbreytt þannig að þau yrðu til fimmtán ára. Að sögn Hinriks Greipssonar hjá Þróunar- sjóðnum hefur stjórn hans hafnað því að breyta hluta skuldanna í hlutafé eða víkjandi lán. Hins veg- ar hafi verið samþykkt að lengja lán félagsins og hafa þau afborg- unarlaust næstu tvö árin. Áhersla á rækjuvlnnslu Verði af kaupum Bakka hf. á meirihluta Ósvarar mun fyrirtækið kaupa eignir Þuríðar hf. og þar með reka útgerð og alhliða fisk- vinnslu. Fram kemur í minnis- punktum Bakkamanna að í upp- hafi verður lögð áhersla á endur- bætur og uppbyggingu rækju- vinnslu í frystihúsinu í Bolungar- vík. Tilgangurinn er að geta selt afurðir samkvæmt samningum sem Bakki hf. hefur við erlenda kaupendur. Endurbæturnar eru taldar nauðsynlegar vegna mikilla gæðakrafna sem þessir kaupendur gera. í kjölfarið verða gerðar end- urbætur í frystihúsinu. Þær breyt- ingar miða sömuleiðis að því að framleiða sérstaklega fyrir ákveðna viðskiptaaðila sem Bakki hf. er í sambandi við og fá þannig hærra meðalverð en nú er í fisk- vinnslu Þuríðar hf. í því sambandi er talað um neytendapakkningar og aðra sérvinnslu. Verði af þessum kaupum mun Ósvör hf. hafa 6.930 tonna varan- legar aflaheimildir eða 4.747 þorskígildi. Þar af hefur fyrirtækið nú 3.383 þorskígldi en fær 1.364 þorskígildi frá Bakka hf. Áætlanir forsvarsmanna Bakka hf. gera ráð fyrir að togurum Ósvarar hf., sem nú eru Dagrún og Heiðrún, verði haldið til rækjuveiða. Veiði þeir samtals um 3.000 tonn af rækju auk 250-300 tonna af bolfiski. Félagið mun eiga um 1.000 tonn af úthafsrækjukvóta en gert er ráð fyrir að það muni afla sér viðbótar- kvóta með því að leiga bolfiskk- vóta á móti. Af þeim bolfiskkvóta sem þá yrði eftir yrðu 800 tonn notuð til að afla hráefnis fyrir bol- fískvinnslu fyrirtækisins og annað eins leigt til annarra útgerða. Samvlnna um útgerA Náin samvinna verður hjá Bakka og Ósvör um útgerð í þeim tilgangi að auka hagkvæmni í hrá- efnisöflun og vinnslu. Ósvör á nú togarana Dagrúnu og Heiðrúnu auk Flosa sem er í eigu dótturfyrir- tækis þess. Bakki á Hersi og Órra. Gert er ráð fyrir að Flosi og Hers- ir verði seldir eða settir í úreld- ingu. Dagrún er biluð og fram kemur í minnispunktum Bakka að ekki hafi fengist upplýsingar hjá núverandi stjómendum fyrirtækis- ins um þá vinnu sem lagt hefur verið í varðandi mat á kostnaði við viðgerð. Fram hefur komið að þar hefur m.a. komið til greina að breyta skipinu í frystiskip. Bakki hf. bendir á aðra kosti, svo sem að skipta Dagrúnu fyrir annan ís- físktogara. Af þeim 3.000 tonnum af út- hafsrækju sem skip félagsins eiga að veiða fara 1.800 tonn til vinnslu í rækjuvinnslunni í Bolungarvík en Bakki hf. mun kaupa 1.200 tonn. Auk þess verða keypt liðlega 1.000 tonn af íslenskum frystiskipum og 500 tonn af innfjarðarrækju. Alls er því gert ráð fyrir að unnin verði 3.350 tonn í rækjuvinnslunni. í rekstraráætlun er gert ráð fyrir að unnið verði úr 3.000 tonn- um af bolfiski í fískvinnslunni í Bolungarvík. Félagið mun hafa til ráðstöfunar 800 tonn af eigin bol- fiskkvóta til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið. Sá kvóti verður ekki veiddur af eigin skipum heldur er gert ráð fyrir að hann verði drýgð- ur, m.a. með kvótaviðskipum við útgerðir og skili þannig 1.500 tonnum af hráefni í frystihúsið. Þá verður afli keyptur af smábát- um og á markaði. 100 milljónlrfrá nýjum fjárfestum Hlutafé félagsins verður 327 milljónir kr. Til viðbótar núverandi hlutafé og breytingu á skuld bæjarsjóðs í hlutafé er gert ráð fyrir 50 milljóna kr. hlutafjár- aukningu frá Bakka hf., breytingu skulda ýmissa lánardrottna, um 100 milljónir kr., í hlutafé (þar af var reiknað með 45 milljónum frá Þróunarsjóði sjávarútvegsins) og hlutafjárframlagi að fjárhæð 100 milljónir kr. frá nýjum fjár- festum. Fram kemur hjá Bakka- mönnum að fyrir liggur vissa um að unnt verði að ná inn verulegu hlutafé ef áformuð endurskipu- lagning gengur eftir en þeir segj- ast ekki geta upplýst hvaðan það fé kemur. Auk þessa er stefnt að almennu hlutafjárútboði eftir tvö til þrjú ár. Það verður þó ekki gert fyrr en endurskipulagning hefur að fullu náð fram að ganga, reynsla verður komin á reksturinn og staða fé- lagsins orðin þannig að félagið verði vænlegur fjárfestingarkostur fyrir almenna fjárfesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.