Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1995 C 7 GREINAR Sóun í smábátaútgerð Eru brennnur nauðsynlegar? Níels Einarssn í DAG fylgir sú kvöð á útborgun úreldingarstyrkja smábáta að bátar sem úreltir eru sannanlega eyðilagð- ir eða fluttir úr landi. Margt bendir til þess að þetta séu óþarfar aðgerð- ir, til þess eins fallnar að grafa undan trausti sjó- manna og almenn- ings á aðgerðum stjórnvalda og um- borðsmanna þeirra, sem framfylgja þessum reglum. Þetta er auðheyrt á umræðu meðai almennings þar sem „bátabrennur“ eru teknar sem dæmi um tilgangsleysi stjórnvaldsaðgerða við hagræðingu í sjávarútvegi. Svo virðist sem almenningur telji þetta óskiljanlega sóun og ómanneskjulegt skrifræði. Ég tel að full ástæða sé til að leggja hiustir við gagnrýni almenn- ings á eyðingu úreltra smábáta. Þessi gagnrýni er til marks um að reglur um úreldingu séu á skjön við réttlætistilfinningu almennings og því aðeins til þess fallnar að auka lögmætingarvanda ríkjandi fyrir- komulags við fiskveiðistjórnun sem er þó ærinn fyrir. Kvöð um eyðileggingu óþörf Kvöðin um eyðileggingu er í raun óþörf. Það er engin ástæða til að halda að þeir menn sem hingað til hafa ekki gerst sekir við landsins lög muni gerast lögbijótar þegar úreld- ingarstyrkurinn er fenginn. Ef rökin eru þau að smábátasjómönnum sé ekki treystandi til að hætta að stunda sjóinn til fískveiða í atvinnu- skyni á fleytum sínum, þá má ein- faldlega auðkenna sérstaklega þá báta sem úreltir hafa verið. Það væri þannig hægur vandi að bæta við bókstaf fyrir framan þá talnar- unu sem nú er að finna á öllum smábátum á skipaskrá. Einnig væri sjálfsagt að gera bátseigendum að endurgreiða úreldingarstyrkinn ef upp kemst að þeir efni ekki loforð um að hætta að nota bátinn til fisk- veiða í atvinnuskyni. Ástæöulaus nlðurlæging Ein ástæða þess að rétt sé að gera mönnum kleift að halda bátum sínum er sú ástæðulausa niðurlæg- ing sem fýlgir því að sá sem hefur neyðst tii að sækja um úreldingu á báti sínum, sökum hins gífurlega niðurskurðar á aflamarki, sé neydd- ur til að eyða fleyi sínu. Það er þung- bært fyrir sjómann sem lifað hefur súrt og sætt með báti sínum, lífs- háska og gleðistundir, að þurfa að farga því sem áður veitti ánægju og lifibrauð. Að vera trillukarl er nefnilega meira en að stunda vinnu. Það gefur lífínu gildi og merkingu. Báturinn er ekki aðeins tæki, hann er hluti af manninum sjálfum. Mörgum Vesturlandabúum reyn- ist raunar erfitt að skilja að um slík tengsl geti verið að ræða milli manns og hlutar enda býður neysluhyggja okkar tíma, þar sem litið er á hluti eingöngu sem merkingarleysur sem henda ber þegar ekki eru not fyrir þá, ekki upp á slík tengsl. Það er helst að greina megi slík viðhorf, við gætum kallað það væntumþykju, þegar fólk heidur í gamla bíla sem ekki kemur til greina að selja. Það getur verið þungbært að brenna eða mylja niður félaga og vin sem hefur þjónað manni vel. Mörgum þykja þetta sjálfsagt léttvæg rök andspæn- is tilfinningalausum reglugerðarrök- um en það stendur eftir sem áður: Það getur varla verið markmið í sjálfu sér að stuðla að frekari niður- lægingu þeirra sem þegar eru flestar bjargir bannaðar. Elga bændur aö brenna býli sín? Ef litið er til landbúnaðar á ís- landi hafa komið upp hugmyndir um að sauðfjárbændum verði gert kleift að bregða búi, hætta að framleiða fyrir markað sem ekki er til staðar. „Kvöðin um eyðileggingu er í raun óþörf,“ skrif- ar Níels Einarsson hér og hann heldur áfram: „ Það er engin ástæða til að halda að þeir menn sem hingað til hafa ekki gerst sekir við landsins lög muni gerast lögbrjótar þegar úreldingar- styrkurinn er fenginn.“ Þetta er hluti af hagræðingarstefnu sem talin er næstum óumflýjanleg. Alþýðuflokkurinn hefur þannig talað um að bændum verði hjálpað til að hætta með reisn og þá með tilstuðl- an beingreiðslna sem í raun má líta á sem nokurs konar úreldingar- styrki. Verður þeim jafnframt gert, eins og einyrkjum í sjávarútvegi, að brenna býli sín eða jafna þau við jörðu til þess að tryggja að þeir muni ekki getað svindlað með úreld- ingarstyrkinn eða verður þeim gert mögulegt að eiga þess kost að finna aðrar leiðir til að sjá sér farborða á þeim stað sem þeir unna mest og þekkja best, til dæmis við ferðaþjón- ustu? Tækifærl í þjónustu við ferðamenn Varðandi möguleika við ferðaþjón- ustu og smábáta má benda á, eins og nýlega kom fram í ályktun bæjar- ráðs Ólafsfjarðar, að á tíma atvinnu- leysis er verið að spilla fyrir tækifær- um fjölda fólks sem hugsanlega gæti haft atvinnu af því að nýta báta sína fyrir ferðamenn, en ferða- mannaiðnaðurinn er einmitt sá geiri íslensks atvinnulífs sem mestur vöxt- ur er í. Er þannig talað um 14% vöxt milli ára. Atvinnulausum eig- endum smábáta byðust möguleikar til tekna við sjálfstæða atvinnustarf- semi í stað þess að vera vísað í rað- ir atvinnuleysingja þessa lands. Trillukarlar hafa sjaldan þann menntunarbakgrunn sem gæti tryggt þeim vinnu, enda flestir með stutta skólagöngu að baki og til- heyra því þeim hópi fólks sem minnsta möguleika eiga á vinnu- markaði. Að auki eru margir þeirra komnir á þann aldur að þeim er hafn- að'sem vinnukrafti fyrir þær sakir einar að vera of gamlir. Þessara áður dugmiklu og sjálfstæðu einstaklinga bíður þannig oft aðeins atvinnuleysi og vonleysi. Sérmenntaðir leiðsögumenn Margir þeirra smábátasjómanna sem ég þekki búa yfir mikilli þekk- ingu á þeim slóðum sem þeir hafa nýtt við atvinnu sína, á dýralífí og vistkerfi, mannlífi og menningu. Þessir menn eru einstök uppspretta fróðleiks sem aflað hefur verið í nán- um tengslum við náttúru heimaslóða. Þeir eru þannig í raun sérmenntaðir leiðsögumenn fyrir þá ferðamenn hafa áhuga á að kynnast lífskjörum, náttúru og menningu þjóðar sem hefur lifibrauð sitt af því að nýta harðbýlt umhverfi. Þeim ferðamönn- um fer einmitt fjölgandi sem eru að leita eftir hinu sérstæða í fari þeirra þjóða sem þeir sækja heim. Það er reyndar oft talað um að erlendum ferðamönnum verði helst tíðrætt um náttúru landsins eftir vistina hér en hafi lítið sem ekkert um þjóð og menningu að segja. Það litla sem ferðamenn sjá af landanum er á skemmtistöðum höfuðborgarinnar og það verður að segjast að barirnir í Reykjavík eru engu frábrugðnir bör- um annars staðar í heiminum. Engin haldbær rök íslendingar munu í nánustu fram- tíð þurfa að byggja afkomu sína á nýtingu hverfulia sjávarauðlinda. Ef þetta á að takast verður að koma til viss viðhorfsbreyting þar sem meiri virðing er borin fyrir verðmæt- um og hætt verði að líta á það sem sjálfsagðan hlut að sjávarfangi sé sóað eða vel búnir og vandaðir fiski- bátar malaðir niður eða brenndir. Fyrir slíkri sóun eru engin haldbær rök enda geta þær aðgerðir ekki verði í samræmi við ábyrga fiskveiði- stefnu, hagræna og félagslega. Fyr- irkomulaginu við úreldingu smábáta er vitanlega hægt að breyta og finna lausn sem er í senn í samræmi við markmið og hagræðingarkröfur Þró- unarsjóðs sjávarútvegsins, en tekur jafnframt tillit til hins mannlega þáttar í sjávarútvegi. Höfundur er mannfræðingur, sérfræðingur við Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands og gistifræðimaður við Háskólann á Akureyri. GLUGGAHREINSUIM 1-------H| » . .‘O', M Morgunblaðið/Jén Páll 3 * Námskeið HI um fiskihagfræði og stj órn fiskveiða ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands gengst fyrir nán- skeiði um fiskihagfræði og stjóm- kerfi fiskveiða mánudag og þriðju- dag í næstu viku. Námskeiðið er ætlað stjórnendum fiskveiða, stjórnendum í sjávarútvegsfyrir- tækjum og sölusamtökum, físki- fræðingum, hagfræðingum, starfs- fólki sérfræðistofnana í sjávarút- vegi, starfsfólki stjórnarráðsins, al- þingismönnum og öðrum, sem áhuga hafa. Megináherzla verður lögð á hin ýmsu stjórnkerfi fiskveiða, kosti þeirra og galla. Jafnframt verður fjallað um fiskveiðistjórnun víða um heim og horfur á komandi árum. Að lokum verður fjallað um fisk- veiðiarðinn og skiptingu hans. Fjallað verður um fiskihagfræði, sameiginlegar náttúruauðlindir, samkeppnisfiskveiðar, hagkvæmar fiskveiðar, tímtengda aðlögunar- ferla, flökkustofna, fískveiðilög- sögu, stjórnkerfi fiskveiða, heildar- kvóta, sóknartakmarkanir, varan- lega og seljanlega aflakvóta, veiði- gjald, kvótaviðskipti, fiskveiðiarð, skiptingu fiskveiðiarðs og aðlögun- arhraða. Leiðbeinendur verða Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla íslands og Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihag- fræði við Verzlunarháskólann í Bergen. Þátttökugjald er 9.500 krónur. Upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu Endurmennt- unarstofnunar. Mikið fyrir borð í NÝRRI skýrslu, sem unnin var á vegum Evrópusambandsins, er lagt til, að ákveðin svæði í Norðursjó verði friðuð fyrir öllum veiðum til að kanna megi áhrif ýmiss konar togveiðifæra á vistkerfið og lífríki botnsins. Verður skýrslan lögð fyrir Norðursjávarráðstefnuna í Esbjerg 5. júní næstkomandi. Höfundar skýrslunnar, starfs- menn hollensku hafrannsóknastofn- unarinnar, segja, að á togveiðunum sé hent 10 kg af dauðum fiski og sex kg af krabbadýrum og öðrum hryggleysingjum fyrir hvert kg, sem fæst af seljanlegri sólflúru. Munu þessar niðurstöður vafalaust endur- vekja kröfur um friðun ákveðinna svæða í Norðursjó en jafn víst er, að til dæmis Spánveijar og Norð- menn og samtök sjómanna munu setja sig á móti þeim. Dr. H.J. Lindeboom, einn af yfír- mönnum hollensku hafrannsókna- Vantar báta íhumarviðskipti Skinney hf. á Höfn í Hornafirði óskar eftir bátum í humarviðskipti á komandi humar- vertíð. Möguleiki á kvóta. Upplýsingar veitir Aðalsteinn í síma 97-81408. Skinney hf., Hornafirði. smíði = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI6 • GARÐABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta 'é LOWARA stofnunarinnar, heldur því fram, að verði togveiðunum hagað þannig, að þær skaði ekki lifríki sjávarins, verði jafnframt að segja upp helm- ingi allra sjómanna við Norðursjó. Rannsóknirnar fóru fram á Flæmska banka undan Hollands- strönd og eins og fyrr segir, var yfirleitt hent 16 kg fyrir hvert eitt af nýtanlegum flatfiski. Þá voru á milli 70 og 100% aflans langt und- ir máli. Áætlað er, að af togskipun- um í Norðursjó sé hent aftur í sjó- inn um 270.000 tonnum af fiski árlega. RYBFRIAR ÞREPADÆLUR Allt að 25 bör II 3*^ Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.