Morgunblaðið - 20.04.1995, Page 1

Morgunblaðið - 20.04.1995, Page 1
FLUG FfÁRMÁL HAGSJÁ ' m Flugfrelsið og smælingjarnir/3 Hægfara bati tekur við/4 Hindurvitni og hagfræði/6 VIÐSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 BLAÐ Horfur á lægri verðbólgu SEÐLABANKINN hefur endurmetið verðlagshorfur á árinu 1995 f Ijósi þess að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,1% í apríl. Skv. endurskoðaðri verðbólguspá mun vísitala neysluverðs hækka um 1,5% miili áranna 1994 og 1995 og yfir árið 1995. Verðbólguhraðinn, mældur með þriggja mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á ársgrundvelli, verður mestur í júlí, eða um 2,7%, en lækkar síðan niður fyrir 2% á haustmánuðum. Fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir nokkurri hækkun vísitölu neysluverðs í apríl. í frátt frá banknum segir að erfitt sé að sjá á þessu stigi hvort lækkun vísitölu neysluverðs tvo mánuði í röð í framhaldi af nýjum kjarasamningum beri vitni um að launahækkanir muni skila sér síður út í verðlagið nú en söguleg fordæmi séu fyrir, eða hvort áhrifin komi einungis síðar fram. Ennfremur segir að betri staða fyrirtækja að undanförnu, aukin framleiðni og samkeppni, gætu benttil þess að áhrifin kæmu ekki eins sterkt fram og áður. Við það væri miðað að nokkru leyti f meðfylgjandi verðbólguspá. Aburðarviðskipti boðin út í fyrsta sinn hjá Ríkiskaupum Áburðarverksmiðjan keppir við innflutning Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1994 og endurskoðuð verðbólguspá fram til jan. 1996 Eiðistorg Endurskoðun stendur yfir á skipu- lagi verslunarmiðstöðvarinnar við Eiðistorg á vegum Seltjarnarnes- bæjar, Hagkaups og fleiri aðila. Þar er til skoðunar hvemig hægt sé að fjölga bílastæðum á svæðinu, auka nýtingu á torginu og efri hæð hússins og hvar koma megi fyrir bensínstöðvarlóð. Til greina kem- ur að byggja bílageymsluhús sem rúmaði 70-80 bílastæði. Fox Fox-sjónvarpsstöðin bandariska hefur náð þeim áfanga í barátt- unni við risastöðvamar þijár þar í landi að skríða fram úr CBS í horfun. Fox er nú komin með 5,4 stig i horfun á móti 5,3 stigum CBS. ABC-stöðin er vinsælust með 7,2 stig og NBC er með 6,8 stig. Bati Alþjóðabankinn segir efnahags- horfur nú hinar vænlegustu um árabil og að nánari viðskipta- tengsl milli þjóða kyndi undir efnahagsvexti um heim allan. Hins vegar segir í skýrslu bankans að Mexíkó-kreppan sýni ríkisstjórn- um að lítið svigrúm sé fyrir hvers kyns mistök í efnahagsstjórnun. SÖLUGENGI DOLLARS TVÖ fyrirtæki sem bjóða innflutt- an áburð keppa við Áburðarverk- smiðjuna í útboði á áburði sem Ríkiskaup efndu til nýlega fyrir Landgræðslu ríkisins. Áð sögn Ól- afs Astgeirssonar, verkefnisstjóra hjá Ríkiskaupum, er verið að yfir- fara og meta tilboðin. Sérstaklega þarf að meta mismunandi forsend- ur um flutninga og afhendingu sem fólust í tilboðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem áburð- ur er boðinn út hjá Ríkiskaupum enda hafði Áburðarverksmiðjan einkaleyfi á því að framleiða og selja áburð hér á landi fram til síðustu áramóta. Auk tilboðs Áburðarverksmiðjunnar bárust til- boð frá Áburðarsölunni ísafold og fyrirtækinu Intereb í Bretlandi. Eigandi Áburðarsölunnar ísafoldar er Þorsteinn Þórðarsson, fyrrver- andi sölustjóri Áburðarverksmiðj- unnar, en hann er jafnframt um- boðsmaður Intereb. Tilboð Áburðarverksmiðjunnar hljóðaði upp á tæpar 21,4 milljónir með virðisaukaskatti. Hins vegar hljóðaði tilboð ísafoldar upp á tæp- ar 16,5 milljónir án virðisauka- skatts. Að sögn Þorsteins er tilboð hans að meðtöldum virðisauka- skatti að fjárhæð 19,9 milljónir eða um 1,5 milljón lægra. Er þá miðað við að áburðurinn skiptist til helm- inga á tvær hafnir þ.e. í Reykjavík og Húsavík. Tilboð Intereb var hærra eða 14,7 milljónir án flutn- ingskostnaðar. Áburðarverksmiðjan er ekki samkeppnisfær Viðmiðunarmagn í útboðinu var 900 tonn en áskilinn er réttur til að kaupa 20% minna eða 20% meira magn á sömu kjörum. Þor- steinn segir það henta mjög vel að kaupa 1.100 tonn í einu því flutningsgjöld séu hin sömu og ef keypt væru 900 tonn. Því muni tilboð hans verða enn hagstæðara en tilboð Áburðarverksmiðjunnar ef keypt verður meira magn. Þorsteinn starfaði hjá Áburðar- verksmiðjunni í 29 ár og kveðst þekkja áburðarmarkaðinn mjög vel bæði hérlendis og erlendis. Hann segist aðspurður telja að áburðar- verksmiðjan sé ekki samkeppnis- fær við innflutning og það sé ekki lengur spurning um hvort henni verði lokað heldur hvenær. „Það er eðlilegt að Ríkiskaup taki hag- stæðasta tilboðinu fyrir hönd síns umbjóðanda því skattborgararnir eiga kröfu á því að því fjármagni sem varið er til Landgræðslunnar skili sér til landgræðslustarfa.“ Á SÍÐUSTU 5 ÁRUM HAFA UM 1200 AÐILAR GERST FÉLAGAR í ALVÍB VlLT ÞÚ EKKI BÆTAST í HÓPINN? • 8,7% ávöxtun frá upphafi. • Persónuleg ráðgjöf til sjóðfélaga um lífeyris- og eftirlaunamál. • ítarleg ársfjórðungsleg yfirlit. • Félagar í ALVÍB vita alltaf nákvæmlega hver inneign þeirra er og hvaða eftirlaunum þeir geta átt von á. • Ávöxtun hvers sjóðfélaga er reiknuð út sérstaklega. • Inneign í ALVÍB erfist. • Allir geta greitt viðbótariðgjöld í ALVÍB. • Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVÍB. • Lágur rekstrarkostnaður. • Örugg eignasamsetning. Almennur lífeyrissjóður VÍB, ALVÍB, er séreignarsjóður þar sem framlög sjóðfélaga eru eign hans og færast á sérreikning hans. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANOSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.