Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ HINN glæsilegi frystitogari Skagstrendings, Arnar HU-1, hefur reynst fyrirtækinu þungur í skauti vegna mikil fjármagnskostnaðar. Skagstrendingur með 82 milljóna tap TÆPLEGA 82 milljóna tap var hjá Skagstrendingi á síðasta ári eftir að tekið hafði verið tillit til tæplega 13 milljóna óreglulegra gjalda. Á árinu 1993 nam heildartap félagsins 258 milljónum og stafaði það að stærst- um hluta af gengistapi vegna gengis- fellingar það ár. Rekstrarafkoma félagsins versnaði hins vegar á síðasta ári og nam rekstrarhagnaður fyrir flármagns- kostnað og afskriftir um 207 millj- ónum samanborið við 289 milljónir árið 1993. Samkvæmt frétt frá Skag- strendingi má rekja versnandi rekstr- - arafkomu til 31 milljónar taps af rekstri ís- og saltfísktogarans Amars II HU-101, verulegra gjaldfærðra | endurbóta á frystitogaranum Amari HU-1, minni afla á seinni hluta ársins og lægra verðs á afurðum félagsins. Bókfærðar afskriftir á árinu 1994 námu 182 milljónum en þar af nema afskriftir af keyptum framtíðarveiði- réttindum tæplega 97 milljónum. Afskriftir á árinu 1993 námu hins vegar 225 milljónum. Á síðustu fímm árum hefur félagið afskrifað keypt framtíðarveiðiréttindi fyrir alls 407 milljónir og er bókfært verð þeirra nú um 150 milljónir. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði nam samtals um 25 milljónum en á árinu 1993 var rekstr- arhagnaður 63 milljónir. Nettófjár- magnsgjöld námu alls 93 milljónum og tap af reglulegri starfsemi nam því tæplega 69 milljónum samanbor- ið við tæpar 25 milljónir árið áður. Eigið fé í árslok nam alls 236 milljónum en heildarskuldir 1.619 milljónum. Eiginfjárhlutfall var 12,7%. Veltufé frá rekstri nam alls 97,5 milljónum. Vonast eftir hagnaði í ár Skagstrendingur gerði út tvo frystitogara Arnar HU-1 og Örvar HU-21 á árinu svo og saltfisktogar- ann Arnar II HU-101. Afli þeirra á árinu varð alls 7.797 tonn en þar af veiddu skip félagsins 1.940 tonn utan landhelginnar. Amar HU-1 er með mestan kvóta allra togara landsins eða samtals 3.666 þorskígildistonn og Örvar HU-21 er í 11. sæti með 2.199 þorskígildistonn. Nýlega var keypt veiðileyfi fyrir Arnar HU-101 og er stefnt að því að gera skipið út á rækjuveiðar í framtíðinni. Samtals hefur fyrirtækið yfír að ráða 6.820 þorskígildistonnum á yfirstandandi kvótaári. Skagstrendingur gerðist aðili að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna um síðustu áramót í því skyni að treysta sölu afurða félagsins og styrkja þró- un á frekari vinnslu um borð í skipun- um. Ávinningur hefur þegar skilað sér vegna framleiðslu í verðmætari pakkningar en áður var mögulegt. Unnið að endurskoðun rekstrar og eigna Rekstur félagsins það sem af er þessu ári bendir til að félagið hafí þokkalega möguleika til að skila hagnaði miðað við óbreyttan rekstur. Unnið er að endurskoðun á öllum þáttum rekstrar og efnahags með það meginmarkmið í huga að lækka skuldir og auka nýtingu eigna. „Við erum mjög óánægðir með útkomuna á síðasta ári og jafnframt höfum við áhyggjur af miklum skuld- um,“ segir Óskar Þórðarsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings. „Við erum ekki sáttir við það að félagið sé í jafnmikilli fjárhagslegri spenni- treyju og raun ber vitni. Hér eru gífurlega miklar eignir og félagið á mjög mikið dulið eigið fé. Það kemur til greina að Iosa um eignir og selja jafnvel skip og kvóta til að minnka skuldir. Hugsanlega er hægt að nýta kvótann betur og ná fram meiri framlegð eða sækja hann með ódýr- ari skipum." Lufthansa hafði betur í valdabaráttu Nýr forstjóri hjá Cargolux NYR forstjóri hefur verið ráðinn hjá Cargolux, tæpu ári eftir að forstjóri félagsins til tólf ára, Sten Groten- felt, sagði upp störfum. Nýi forstjór- inn, Heiner Wilkens, starfaði lengi hjá þýska flugfélaginu Lufthansa sem á fjórðungshlut í Cargolux. Leit að nýjum framkvæmdastjóra Cargolux hefur staðið yfír frá sl. hausti og margir voru nefndir til sögunnar. í febrúar sl. skýrði Morg- unblaðið frá því að þrír kæmu til greina í stöðuna, þar á meðal Þórar- inn Kjartansson, framkvæmdastjóri Nortran hf., umboðsaðila Cargolux á íslandi. Það dróst fram til 10. apríl að ráða nýjan framkvæmda- stjóra Cargolux, enda náðist ekki samstaða innan stjórnar félagsins um arftaka Grotenfelt. Hagsmunareipitog „Mér skilst að undir lokin hafi valið staðið á milli mín og Wilkens," sagði Þórarinn í samtali við Morgun- blaðið. „Af hálfu Lufthansa, sem á 25% í Cargolux auk þess að vera hluthafi í Luxair sem á önnur 25%, var lögð mikil áhersla á að „þeirra" maður yrði ráðinn í framkvæmda- stjórastöðuna. Eigendur 50% hlutafjár í Cargol- ux eru hins vegar ýmsir bankar og aðrir aðilar í Lúxemborg og af þeim voru margir sem töldu óheppilegt að Lufthansa fengi slík ítök í félag- inu. Þarna átti því sér stað ákveðið hagsmunareipitog sem gerði að verkum að það dróst að komast að niðurstöðu í málinu.“ Þórarinn sagðist vona að Cargol- ux fengi áfram að halda sjálfstæði sínu þó nú væru komin bein og ódul- in tengsl við Lufthansa. „Það kom mér skemmtilega á óvart síðasta haust þegar þetta mál kom upp. Upphaflegi listi þeirra sem komu til greina í starfið var langur og það er heiður að hafa verið jafn- lengi inni í myndinni og raun bar vitni,“ segir Þórarinn. „Ég var reiðu- búinn að taka þetta starf að mér, en úr því að svona fór held ég áfram á minni braut. Þar hef ég nóg fyrir stafni." Útflutningsverðlaun afhent á Bessastöðum FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun í dag, fimmtudaginn 20. apríl, afhenda Útflutningsverðlaun Forseta ís- lands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt í samráði við Útflutningsráð ís- lands. Útflutningsverðlaun Forseta íslands eru nú veitt í sjöunda sinn. í fyrra fékk Sæplast hf. á Dalvík verðlaunin, en áður hafa fyrirtæk- in Íslenskar sjávarafurðir hf., Öss- ur hf., Fiugleiðir hf., Marel hf. og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hlotið þessa viðurkenningu. Útflutningsverðlaunin eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir mark- vert framlag til eflingar útflutn- ingsverslun og gjaldeyrisöflun ís- lensku þjóðarinnar. Úthlutunar- reglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða ein- staklingum, íslenskum eða erlend- um, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum og þjónustu til annarra landa. Veiting verðlaunanna tekur mið af verð- mætisaukningu útflutnings, hlut- deild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum mörk- uðum og fleiru. AÐALFUNDUR 1995 Aöalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 28. apríl 1995 í matsal fyrirtækisins aö Norðurgarði, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 17:00 DAGSKRÁ 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 18.gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis viþ lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til aö hækka hlutafé meö sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál, löglega upp borinn. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK Nýtt lánshæfismat fyrir sveitarfélögin Ný úttekt Handsals leiðir í ljós að aðeins 4 sveitarfélög af 31 voru með jöfnuð milli tekna og gjalda á árunum 1990-1993 HANDSAL hf. vinnur nú að sér- stöku lánshæfismati fyrir 31 bæj- ar- og sveitarfélag sem byggir á nýrri skýrslu fyrirtækisins um stöðu og rekstur þeirra á árunum 1990-1993. Ilverju sveitarfélagi verður gefín sérstök einkunn um lánshæfi þar sem ekki verður að- eins tekið tillit til fjárhagslegrar stöðu þeirra heldur einnig mann- fjöldaþróunar, stærðar, söluhæfni bréfanna á markaði o.s.frv. Að sögn Pálma Sigmarssonar, framkvæmdastjóra Handsals, verður í lánshæfismatinu reynt að áætla vaxtabil milli traustustu sveitarfélaganna og þeirra sem hafa lakara lánstraust. Hann segir að stór skuldug sveitarfélög þurfi að greiða um 0,3% hærri ávöxtun en þau sem betur standi. „Ávöxt- unarkrafan er núna á bilinu 5,9-7%. Bestu sveitarfélögin greiða kringum 5,9% raunávöxtun eins og Garðabær og Akranes. Hreppimir greiða 6,5-7% ávöxtun en stærri sveitarfélög 5,9-6,4% ávöxtun." Pálmi sagði aðspurður um hvort breytingar verði hugsanlega á lánskjörum sveitarfélaga í kjölfar slíks mat að þetta mat hefði verið huglægt hingað til því verðbréfa- fyrirtækin verðleggðu skuldabréf sveitarfélaga á eftirmarkaði. Samanburður í skýrslu Handsals er m.a. gerð- ur samanburður á þróun íbúa- fjölda, skatta, fastafjármuna, heildarskulda, vaxtagreiðslna, reksturskostnaði og hinna ýmsu málaflokka á árunum 1990-1993. Þar kemur t.d. í ljós að íbúum á Seyðisfírði hefur fækkað um 10% á þessu tímabili meðan íbúum hef- ur fjölgað um 10% í Mosfellsbæ og um 11% í Hafnarfírði. Þá kemur í ljós að árlegir skatt- ar á íbúa voru á bilinu 89-127 þúsund kr. 1993. Skattar eru hæstir á Seyðisfirði á hvern íbúa en lægstir í Kópavogi. Hins vegar hafa skattar á hvern íbúa hækkað mest í Hafnarfirði eða um 23% en lækkað um 14% í Reykjavík. Þá er töluverður munur á fasta- fjármunum á hvern íbúa og voru þeir mestir í Reykjavík árið 1993 eða 661 þúsund kr. en lægst á Akranesi eða 105 þúsund kr. Skuldastaðan er sömuleiðis mjög misjöfn. Heildarskuldir á hvern íbúa eru 274 þúsund í Vestur- byggð/Patrekshreppi en einungis 52 þúsund á Egilsstöðum. Nema árlegar vaxtagreiðslur allt að 20 þúsund krónum í Snæfellsbæ/Ól- afsvík en einungis 1.300 krónum á Dalvík. Sömuleiðis er kostnaður við yfirstjórn mjög mismunandi. í Snæfellsbæ/Ólafsvík er þessi kostnaður 17 þúsund krónur en um 3.400 krónur í Reykjavík. Þá vekur Handsal athygli á því að einungis 4 sveitarfélög ná jöfn- uði í tekjum og gjöldum. Öll hin stofna til skulda á tímabilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.