Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________VIÐSKIPTl________ Hægfara batí tekur við af langvarandi lægð Fjármál á fimmtudegi Efnahagsbatinn sem hófst árið 1993 er hægur en gæti varað enn í nokkur ár, jafnvel til alda-r móta. Sigurður B. Stefánsson segir mikilvæg- asta verkefnið við hagstjóm vera að nýta tekjuauk- ann á næstu misserum til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs og sveitarfélaga umfram tekjur Hagvöxtur og viðskiptajöfnuður 1980-1998 Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu 30% 10 *..*..* ’80 '85 '90 ..♦..f—H..4" '95 Raungengi krónunnar Vísitala, 1980 = 100 120 110 100 90 Áætlun •t t 4 i 4 t t t t 1 1 t t t ■»•*■• f-—t f Áætlaðir raunvextir á innlendum markaði c u Áætlun u'80 '90 95 -ll) ■■■■■■ -cv Opinberar skuldir í hlutfalli af VLF Áætlun % Efnahagsmál eru að jafnaði meðal torveldustu við- fangsefna stjórnvalda á hverjum tíma. Markmið ríkis- stjórna í flestum löndum er að auka velferð þegna sinna innan þeirra skilyrða sem jafnvægi og stöðugleiki í Þjóðarbúskapnum setja. Á næstu árum eru horfur á efnahagsbata (sjá efstu myndina) og þess vegna verður hagstjómarvandinn með öðrum formerkjum en á því kjörtímabili sem var að líða. í upphafi þess kjörtímabils varð ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að takast á við erfið úrlausnarefni - að hemja verðbólgu og viðskiptahalla en viðhalda samt nægri atvinnu - á tímum minnkandi framleiðslu, nærri 25% verðlækkunar á sjávarvöruútflutningi og nærri helmíngs niðurskurðar á þorskveiðiheimildum. Allt þetta gekk upp en það þarf einnig sterk bein til að þola góða daga. Samkvæmt ofan- nefndri spá reynir á þau bein á nýbyrjuðu kjörtímabili. STAÐA efnahagsmála er með allt öðru sniði við upp- haf kjörtímabilsins 1995 til 1999 en hún var vorið 1991. Þá var mikilvægast að sigr- ast á verðbólgu og festa stöðugleika í sessi en grunnur að minnkandi verðbólgu hafði verið lagður með skynsamlegum kjarasamningum í febrúar 1990. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar settist að völdum í sama mund og verðlag á sjávarafurðum tók að lækka á alþjóðlegum mark- aði og alls nam lækkunin 20-25% í erlendri mynt árin 1991 og 1992. Á kjörtímabilinu þurfti jafnframt að grípa til skerðingar á þorskveiði- heimildum í vemdarskyni. Við þess- ar aðstæður tókst engu að síður að stöðva skuldaaukningu þjóðar- innar í útlöndum og viðhalda at- vinnu eftir atvikum. Árið 1995 er „þriðja ár í uppsveiflu“ Efnahagsbati tók við af langvar- andi lægð árið 1993 (sjá efstu myndina) en það ár mældist hag- vöxtur (framleiðsluaukning) 1_,1% eftir 3,3% samdrátt árið áður. Árið 1995 er því „þriðja ár í uppsveiflu“ eins og það væri nefnt í útlöndum. Árið 1994 var hagvöxtur 2,8% og í ár er búist við 3% aukningu á landsframleiðslu. Það er þessi breyting úr samdrætti í framleiðslu- aukningu sem gerir að verkum að viðfangsefni hagstjómar eru með allt öðra sniði næstu misserin en á síðasta kjörtímabili. Nú þarf ekki að beita ríkisút- gjöldum og opinberam framkvæmd- um til að halda atvinnulífínu gang- andi heldur er hægt að snúa sér að því að vinna gegn hallarekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga og skuldaaukningu þeirra sem hefur verið ærin á síðustu áram (sjá neðstu myndina til hægri). Áð vemda kaupmátt krónunnar og halda verðbólgu í núlli verður æ mikilvægara með hveiju árinu sem líður þegar litið er á íslenskan þjóð- arbúskap og erlendar samkeppnis- þjóðir. Þess vegna er brýnt að hægja veralega á_ eða stöðva skuldaaukningu á íslandi, hvort sem hún er á vegum ríkissjóðs, sveitarfélaga eða heimila. Útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt fram til aldamótanna Af daglegum fréttum um efna- hagsmál kann að vera erfitt að greina aðalatriði í framvindunni frá ýmsum smærri breytingum sem litlu máii skipta. Verðbólga mælist ýmist aðeins meiri en reiknað var með eða aðeins minni, viðskipta- halli er mikill eða lítill án þess að sú niðurstaða sé sett í samhengi við aðrar stærðir, vextir hækka eða lækka og jafnvel gætu skammtíma- vextir hækkað en langtímavextir lækkað og þannig mætti lengi telja. Samhengi á milli allra þessara þátta er aðeins hægt að greina þegar lit- ið er yfír nægilega langt tímabil til að skammtímasveiflur (sem oftast skiþta litlu máli) hverfi. Starf- semi í þjóðarbúskapnum mótast af tiltölulega hægri aukningu eða minnkun framleiðslu frá einu ári til þess næsta. Einn slíkur hringur, hagsveiflan, tekur að jafnaði um sjö til tíu ár. Á efstu myndinni sést greinilega að hagvöxtur náði há- marki árið 1987 og þá tók að hægja á framleiðsluaukningu, fyrst með hörðu bakslagi en síðan hægar og með töluverðum sveiflum milli ára. Loks var botninum náð árið 1992. Framleiðsla þjóðarbúsins hætti þá að minnka og við tók aukning um 1,1% árið 1993. Enginn veit ennþá hve lengi núverandi uppsveifla end- ist. í iðnríkjunum þar sem áratuga reynsla af hagstjóm er fýrir hendi reyna stjómvöld m.a. að beita hækkun vaxta á skammtímamark- aði ef aukning sýnist ætla að verða of ör til að kerfið ofhitni ekki og verðbólga taki að blása upp og síð- an lækkun vaxta til að leitast við að örva framleiðslu þegar þess sýn- ist þörf. Hægfara bati vekur ekki ugg um þenslu ennþá Á fyrstu áram í uppsveiflu batn- ar yfirleitt hagur fyrirtækja. Hagn- aður eykst og þau byija að fíár- festa í nýjum vélum og tækjum til að auka framleiðslugetu. Loks kem- ur að því að verðbólga eykst vegna þess að góður hagur fyrirtækja gerir þeim kleift að bjóða hærra verð fyrir hrávörar, vinnuafl og annað sem þarf til aukinnar fram- leiðslu. Þá taka vextir að hækka vegna meiri verðbólgu og meiri eft- irspurnar eftir lánsfé og vegna hærri vaxta verður dýrara að fjár- festa. Hagnaður fyriitækja minnk- ar þá aftur eða snýst í tap. Þau byija að draga úr framleiðslu og jafnvel að segja upp fólki og þá er samdráttarskeiðið að jafnaði ekki langt undan. I samdrætti leitar fjármagn inn á fjármálamarkað vegna þess að fjárfesting í atvinnulífínu er lítil og oft minni en nýr spamaður. Vextir geta þá farið lækkandi á ný. Lækk- andi vextir hafa oftast örvandi áhrif á hlutabréfaverð auk þess sem verð á fastvaxtaskuldabréfum hækkar. Eftir að vextir hafa lækkað nægi- lega mikið eða verið lágir nógu lengi tekur eftirspum að glæðast á ný, hagnaður fyrirtækja að aukast o.s.frv. Þessi hringur tekur oft um sjö til tíu ár eins og fyrr segir. Oft er torvelt að túlka tölur úr efna- hagslífínu en það getur hjálpað mikið til að setja þær í samhengi við stöðu þjóðarbúsins í hagsveifl- unni hveiju sinni. Sú uppsveifla sem hófst á íslandi árið 1993 er fremur hægfara a.m.k. ennþá þrátt fyrir að útflutnings- aukning hafí verið 6,4% árið 1993 og 10,2% árið 1994. Meðaltalshag- vöxtur áranna 1980 til 1995 er 2,4% (sjá mynd) og aukning áranna 1994 og 1995 er aðeins 2,8% og 3% eða lítillega yfir meðaltali síðustu fimmtán ára. Af þeim ástæðum ætti ekki að vera ástæða til að beita hagstjórnartækjum til aðhalds að sinni, t.d. vaxtahækkun til að halda aftur af eftirspurn eða skattahækk- un til að minnka kaupgetu almenn- ings. Efnahagsbati á Vesturlöndum afar mikilvægoir íslendingum Framleiðsluaukningu síðustu missera er auk þess að langmestu leyti að rekja til aukningar í útflutn- ingi, þ.e. til aukinnar kaupgetu út- lendinga, en eftirspum hér innan- lands hefur aðeins aukist lítillega. Velta í smásöluverslun var 4,5% hærri í desember 1994 en í sama mánuði 1993 en sú aukning kom á eftir tveggja ára samdrætti í smá- söluverslun frá miðju ári 1992 til miðs árs 1994. Þá hefur orðið nokk- ur aukning í innflutningi bifreiða svo litið sé á annan mælikvarða á eftirspum. Aukningin er þó svo lít- il, a.m.k. ennþá, að naumast er til- efni til að hafa áhyggjur af. Miklu fremur er ástæða til að fagna hæg- fara bata eftir langvarandi lægð. Aukin velmegun íslendinga á tuttugustu öldinni er að veralegu leyti byggð á sívaxandi útflutnings- verðmæti sjávarafurða allt fram á síðustu ár. Breytingar á útflutn- ingsverðmæti frá einu ári til annars hafa oftast haft meiri áhrif á fram- vindu þjóðarbúskaparins en flest annað. Utflutningsverðmæti ræðst af sjávaraflanum sjálfum og af verðlagi fiskafurða á alþjóðlegum markaði, þ.e. af tveimur óskyldum þáttum. Þess vegna er oft erfiðara að greina hagsveiflustöðuna á ís- landi en í nálægum ríkjum þar sem stór hluti framleiðslunnar er ekki háður hitastigi sjávar, nýliðun eða öðrum náttúrulegum skilyrðum. Með sívaxandi samskiptum milli þjóða, stórauknu upplýsingaflæði og fijálsu flæði fjármagns leikur ekki vafí á því að áhrif hagsveiflu í viðskiptalöndum okkar gætir hér í ríkara mæli nú en nokkru sinni fyrr. Það var ekki síst minni eftir- spum vegna samdráttar í iðnríkjun- um sem dró máttinn úr framleiðslu á íslandi árin 1991 og 1992. Það var ekki síður uppsveifla í iðnríkjun- um og aukin sala til útlendinga heldur en smugufiskirí og loðnu- frysting sem leiddi til 10,2% aukn- ingar á útflutningi á árinu 1994. Miklu máli skiptir því fyrir Islend- inga hve lengi efnahagsbati helst í viðskiptalöndunum. Bandaríkin og Bretland eru komin lengst í hagsveiflunni í Bandaríkjunum hófst upp- sveifla árið 1992 - en aðeins of seint að því er fréttaskýrendur hermdu til að George Bush næði endurkjöri í forsetakosningum þá um haustið. í febrúar árið 1994 var hagvöxtur orðinn það mikill (vextir náðu lágmarki haustið 1993) að bandaríski seðlabankinn greip til vaxtahækkunar til að halda aftur af þenslu og til að reyna að lengja aukningarskeiðið sem mest. Bylgja vaxtahækkunar breiddi skjótt úr sér til Evrópulanda og náði að lokum til flestra ríkja heimsins en til ís- lands barst hún síðla sumars 1994. Engu að síður var árið 1994 afar hagstætt í flestum ríkjum og hag- vöxtur vel yfir meðallagi víðast hvar. Það er einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem lengst er liðið á bataskeiðið síðan 1991/92 sem menn velta vöngum yfir því hve lengi hagvöxtur muni endast ennþá áður en tekur að hægja á fram- leiðslu aftur. Stóraukin milliríkja- viðskipti, vaxandi samkeppni frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.