Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Háþróaður hugbúnaður boðar nýjung í stafrænni skráningu á myndrænum söfnum Stafræna myndasafnið tekið til starfa NÝYERIÐ lauk svissneska hugbún- aðarfyrirtækið Docuphot AG samn- ingum við Bertelsmann-fjölmiðla- samsteypuna um samstarf varðandi sölu og áframhaldandi þróun á Image Finder, sem er hugbúnaður fyrir staf- ræna skráningu á myndrænum gagnasöfnum. Íslenska fyrirtækið Stafræna myndasafnið eh/f. hefur fylgst með þessari þróun og unnið að því að kynna starfsemi á grund- velli þessa hugbúnaðar hérlendis. Samkvæmt upplýsingu Einars Er- lendssonar hjá Stafræna myndasafn- inu áætlar Bertelsmann-fyrirtækja- samsteypan sem er annar stærsti flölmiðlarisinn í heiminum, að setja upp 350 stórar Docuphot-vinnslu- stöðvar á þessu ári víða í heiminum fyrir skráningu á myndrænum gag- nagrunnum. Ohætt sé því að fullyrða að þessi samningur sé mikil viður- kenning á þeirri þróunarvinnu ’ sem Docuphot AG hefur unnið að á liðn- um árum. Image Finder Pro hugbúnaðurinn frá Docuphot AG hefur verið í þróun síðastliðin sex ár. Á þessum árum hefur mikið breyst í tölvuheiminum og er Image Finder hugbúnaðurinn, sem Bertelsmann valdi úr §ölda ann- arra hugbúnaða, nú háþróaður hug- búnaður, sem hagnýst getur fjöl- mörgum mismunandi notendum, að sögn Einars Að hans sögn þarf að gera marg- ar strangar kröfur varðandi þann hugbúnað sem menn taka í notkun í uppbyggingu tölvuvæddra mynd- rænna gagnasafna. Sem dæmi megi nefna öryggi gagna , vemdun höf- undarréttar, háþróaðar öruggar sam- tengingar í gegnum gagnaflutnings- kerfi, auðvelda notkun og mikinn vinnsluhraða. Fjölmörg önnur atriði þarf einnig að hafa í huga, t.d. hugs- anlega þróun í framtíðinni. Einar segir nokkur ár liðin frá því að aðstandendur þessa nýstofnað ís- lenskA fyrirtækis, Stafræna mynda- safnsins eh/f, tóku að fylgjast með þróun á þessari tækni og kynna sér þær kröfur sem til hennar verður að gera. Þeir teldu hana nú hafa náð því stigi að vera orðin hagkvæmur kostur fyrir bæði lítil og stór mynda- söfn á Islandi. Hlutverk þessa nýja fyrirtækis, Stafræna myndasafnsins, er fyrst og fremst að veita aðstoð við uppbygg- ingu á stafrænni skráningu ljós- myndasafna og annarra myndrænna gagnagrunna. Með stafrænni skrán- ingu er átt við að myndefnið er skannað inn í tölvur þar sem skrán- ing þess fer fram. Öll umsýsla mynd- efnisins fer siðan fram með samskon- ar rafrænum hætti og Bertelsmann- samsteypan mun nota um allan heim. Einar segir fyrirtækið þegar kom- ið með samninga við stofnanir og fyrirtæki um að aðstoða við stafræna skráningu myndasafna þeirra. Þessir aðilar muni síðan taka við skráning- unni sjálfir þegar þeir væru í stakk búnir til þess. Til að byija með verður Stafræna myndasafnið með öflugan Macintosh-vélbúnað til allrar vinnslu. Seinna á árinu er hins vegar áætlað að bæta við UNIX-kerfi fyrir gagna- netssamskipti, sem þjóna eiga bæði Macintosh og NT Windows notendum. Stafræna myndasafnið verður á næstu vikum tengt háhraðanets- og X-25 gagnanetskerfi Pósts og síma. Einnig kveðst Einar gera ráð fyrir að fljótlega verði bætt við beinu upp- hringisambandi. Þá er fyrirhugað'að fyrirtækið verði með eigið netfang á Internetinu þegar tenging kemst þar þá í voru. Að sögn Einars hefur starfsemi Stafræna myndasafnsins þegar verið kynnt nokkrum erlendum samtökum og er í undirbúningi að safnið gerist aðili að sumum þeirra. Utgefendur Kaup og leit á myndum annars staðar frá er innbyggt i forritið auk búnaðar til að sjá um eigin myndasöfn. Með viðbótarhluta fæst hagkvæmast streymi efnis i gegn um framleiðsludeildirnar. Útreikningar á greiðslum til höfunda og notkunarvísbendingar eru fyrirhafnarminni. Image Finder gerir klerft að byggja upp skráningarsafn mynda á einfaldan og hagkvæman hátt. Ljósmyndarar Hvort sem starf Ijósmyndarans er frétta-, auglýsinga-, eða portrett- Ijósmyndun þá eflir Image Finder tekjumöguleikana. Unnt er að bjóða viðskiptavinum aukna þjónustu með skráningu. Allt er á sínum stað á stafræna ) myndasafninu. Á. Myndasöfn Image Finder var þróað til að þjóna daglegum störfum hjá myndasöfnum. Myndin er þungamiðjan og vinnulag for- ritsins eykur afköst og dregur úr kostnaði. Sölukerfi forritsins k opnar nýja möguleika á markaðinum. Söfn, leikhús Á sviði menningarmála eru Ijósmyndir mikil- vægur þáttur skráningar. Á tímum sparnaðar gefur Image Finder kost á að halda á hagkvæman hátt utan um myndasöfn og gera þau aðgengileg fyrir notandann. Söfnin nýtast beturogeruþaðgóð rök fyrir því að viðhalda slíkri safnaþjónustu. Image Finder Kerfi, samsett af mörgum hlutum, með fjölbreytta notkunar- möguleika Prentsmiðjur Umsjón með myndefni viðskiptavina er aukið álag og fyrirhöfn. Image Finder býðurupp á möguleika á skjótri og hagkvæmri skráningu og samskiptum. Rafræn skráning myndasafna hjá fyrirtækjum og öðrum viðskiptavinum opnar nýja möguleika á þjónustu og söfnum. Iðnaður, viðskipti Mikill fjöldi mynda safnast fyrir hjá fyrirtækjum og stofnunum á ári hverju. Myndir eða teikningar og upplýsingar um þær nýtast ekki sem skyldi nema þegar umsjónaraðili þeinra er til staðar. Image Finder er óháður þekkingu ein- stakra starfsmanna á hvar myndimar eru geymdar og gerir kleift að nýta þær betur. Stofnanir Mikilvægt er fyrir margar stofnanir að koma sér upp skráningarkerfi á mynd- efni. Vinna er lýtur að fjölmiðlum er einnig stór þáttur I að efla áhrif og starf stofnana. Image Finder auðveldar að- gang að góðum myndum á skjótan hátt. Samskipti við fjölmiðla eflast með aðgengilegu myndasafni og skapar hentugar samskiptaleiðir. Hindurvitni og hagfræði Hagsjáin Þegar tveir upprennandi hagfræðingar birtu rann- sókn sem benti til að hækkun lágmarkslauna yki ekki atvinnuleysi varð uppi fótur og fít í Washing- ton. Nú liggja þeir og helsta tímarit bandarískra hagfræðinga undir ámæli um óvönduð vinnu- brögð. Benedikt Stefánsson segir frá því hvemig markaðslögmálin hlutu uppreisn æru. H’ORT er fréttnæmara, ef hundur bítur mann eða ef maður bítur hund? Blaðamenn læra af reynslunni að eltast frekar við síðari fréttina en þá fyrri. Hið óvænta gríp- ur alltaf augað. Þótt fræðimenn verði að fara hægar í sakimar en frétta- haukar- í ham, er ekki síður keppt um athygli á vettvangi vísindanna. Metorðastiginn er brattur og barátt- an hörð. Spumingin er hvort freist- ingin að veita áthygli geti borið dóm- greind fræðimannsins ofurliði. Kveikjan að þessum þönkum er saga tveggja upprennandi hagfræð- inga við Princeton háskóla sem skut- ust skyndilega upp á stjömuhimininn síðastliðið haust. Víðlesnasta hag- fræðirit Bandaríkjanna birti rann- sókn eftir þá félaga sem virtist koll- varpa viðtekinni kenningu í hag- fræði.* Clinton forseti og aðstoðar- menn hans gripu niðurstöðumar á lofti og beittu þeim af kappi í deilum við þingmenn. Annar tvímenning- anna hefur risið til metorða í Wash- ington, hinn er útnefndur til einna af æðstu verðlaunum greinarinnar. Skjótur frami Efni greinarinnar var rannsókn á áhrifum hækkunar á lágmarkslaun- um á atvinnu. Höfundamir, David Card og Alan Krueger, söfnuðu gögnum um laun og störf á skyndi- bitastöðum í New Jersey og Pennsyl- vaniu-fylki á árinu 1992. í New Jers- ey voru sett lög um hærri lágmarks- laun, en Pennsylvaniu ríkti óbreytt ástand. Niðurstöður rannsóknarinn- ar bentu til þess að atvinna í New Jersey hefði aukist eða staðið í stað, sem gengur þvert á hefðbundnar kenningar. Að vonum hefur þessum nýstár- legu niðurstöðum ekki verið tekið þegjandi. í Washington kættust að- stoðarmenn Bill Clmtons forseta. Hann lagði í vetur til atlögu við þing- meirihluta Repúblíkana í deilu um hækkun lágmarkslauna. Forsetinn vill nú hækka lágmarkslaun um 20%, úr 4,25 dollurum á klukkutíma í 5,15 dollara. Krueger hefur verið ráðinn æðsti efnahagsráðgjafí Robert Reich, atvinnumálaráðherra, þótt ráðningin sé talin óháð niðurstöðum og skrifum þeirra félaga. Card var hinsvegar nýlega tilnefndur til John Bates Clark verðlaunanna, sem samtök bandarískra hagfræðinga veita ann- að hvert ár þeim sem efnilegastur þykir í hópi hagfræðinga yngri en 40 ára. Félagamir hafa ekki látið deigan síga við að vega að hefðbundnum kenningum í atvinnuhagfræði og gáfu í síðasta mánuði út bók um rannsóknir sínar undir titlinum „Myth and Measurement,"" (Hindur- vitni og hagmælingar). Þeir félagar telja marga starfsbræður sína ofur- selda óraunsæjum kenningum og mæla með því að stéttin gefi ha- grannsóknum betri gaum. Eins og við mátti búast hafa marg- ir hagfræðingar dregið niðurstöðum- ar þeirra Cards og Kruegers í efa. Hefðbundnar kenningar um framboð og eftirspum benda til þess að ef ríkið hækkar lágmarkslaun leiti fleiri eftir vinnu og færri störf verði í boði. Þessi ráðstöfun ætti ekki að auka atvinnu eða draga úr atvinnuleysi. Kenning og athugun Undanfarin ár hafa hagfræðingar birt hundruð rannsókna á sambandi lágmarkslauna og atvinnu. Card og Kraeger era ekki fyrstir til að fínna vísbendingu um að hækkun lág- markslauna leiði ekki til aukins at- vinnuleysis, en hingað til hefur eng- um tekist að færa sannfærandi rök fyrir því af hveiju hefðbundnar kenn- ingar gefí ranga mynd af vinnumark- aði. Innan hagfræði ber af og til á togstreitu milli sjónarmiða þeirra sem leggja áherslu á að setja fram kenningar um hegðun fólks og hinna sem kjósa að kanna hvemig fólk hegði sér í raun. En hvort er mark- tækara, kenning um að vinnumark- aður hljóti að lúta lögmálum fram- boðs og eftirspumar, eða tölfræði- rannsókn á sambandi atvinnu og launa? Við þessari spumingu er ekki til einfalt svar. Vandinn er að markalín- umar milli kenningar og athugunar era ekki skýrar í reynd: Flestir hag- fræðingar verða því að fóta sig á báðum sviðum. Hagfræðingur sem skoðar niðurstöður tölfræðirann- sóknar kemst ekki hjá því að halla sér að ákveðinni kenningu og til- gátu. Rannsóknin er þannig ávalt lituð viðhorfí þess sem safnar gögn- unum og metur þau. Tölfræði gefur ekki afdráttarlausa niðurstöðu held- ur aðeins vísbendingu um líkumar á því að ákveðin kenning skýri áhrif einnar stærðar á aðra. Til þess að skýra hvemig viðhorf hagfræðingsins litar rannsóknina má líta á hvemig samband atvinnu og launa er lesið úr hagtölum. Þeir þættir sem hafa áhrif á atvinnu era eins og áður segir fyöldi þeirra sem leita að vinnu og spurn fyrirtækja eftir vinnuafli. Fleiri þættir en laun hafa áhrif á eftirspurn, til dæmis afköst starfsfólks og spum eftir þeirri vöra og þjónustu sem fyrirtæk- in selja. Framboð fólks í láglauna- störf getur einnig breyst vegna ytri aðstæðna. Þessi áhrif verður að sía úr gögnunum. Niðurstöðurnar era því mótaðar þeim forsendum sem fræðimaðurinn gefur sér um sam- hengi stærða. Rusl inn, rusl út? * Þannig er skiljanlegt að starfs- bræður Cards og Kruegers hafí litið á niðurstöðurnar gagnrýnum augum: Þótt einfaldar kenningar um framboð og eftirspum sanni í sjálfu sér ekk- ert, getur rannsókn sem bundin er við ákveðið tímabil og afmarkaðan markað ekki kollvarpað þrautreyndri kenningu. Þannig hvílir sönnunar- byrðin á þeim félögum að skýra af hveiju hækkun lægstu launa ætti ekki að draga úr spurn eftir starfs- fólki í þessi störf. Þeir Card og Kraeger virðast hins- vegar komnir í verri klípu. Fyrstu vísbendingamar um að alvarlegir gallar gætu leynst í rannsókn þeirra komu fram á ársþingi Bandarísku hagfræðisamtakanna í Janúar.’” Þar sýndu hagfræðingar við A&M há- skóla í Texas og Chicago-háskóla niðurstöður rannsóknar sem benti til þess að atvinnurekendur í New Jers- ey fylki hefðu verið viðbúnir því að fylkisstjómin myndi hækka lág- markslaun. Stjómin í Washington hækkaði nefnilega lágmarkið á landsvísu ári áður. Atvinna hafði því þegar dregist saman og áhrif launa- hækkunar í New Jersey geta virst minni fyrir vikið. Aðrir hagfræðingar hafa hinsveg- ar fundið alvarlegri veilu í rannsókn- inni. Þeir Card og Kraeger söfnuðu gögnunum með því að hringja í skyndibitastaði sem valdir voru af handahófí. Þannig byggðust upplýs- ingar um fjölda starfsfólks, vinnu- stundir og laun á vitneskju þeirra sem svöraðu símanum í hveiju til- viki. Þar sem hringja þurfti í veit- ingastaðina tvisvar, fyrst í febrúar og síðar í nóvember, réði tilviljun því hvort sá sem fyrir svörum varð hafði sambærileg gögn undir höndum og áður eða gat veitt réttar upplýs- ingar. Aðferðin virðist hafa leitt til ónákvæmni og skekkju. Hagfræðingar sem borið hafa gögn Cards og Kraegers saman við tölur sem nú liggja fyrir úr launabók- haldi viðkomandi fyrirtækja segja að gögnin gefi mjög villandi mynd af því sem raunverulega gerðist. Þegar launatölur úr úrtaki þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni era not- aðar til þess að skoða áhrif laga- breytingarinnar á atvinnu í New Jersey virðist atvinna hafa dregist saman, líklega um ein 5%, eins og við var að búast af kenningum um framboð og eftirspum. Card og Kraeger héldu því fram að atvinna í New Jersey hefði aukist um 12% samanborið við Pennsylvaniu-fylki, þrátt fyrir hækkun lágmarkslauna á fyrri staðnum. Vopnin snúast Ef sú gagnrýni sem hefur komið fram undanfamar vikur á rannsókn Cards og Kraegers á við rök að styðj- ast vakna margar spumingar. í fyrsta lagi eiga hagfræðitímarit að gera strangar kröfur til greina sem sendar era inn til birtingar. Að jafn- aði fara greinar, nafnlausar, fyrir þijá sérfræðinga sem eiga að ganga úr skugga um að gögn og rannsókn- araðferðir standist ströngustu kröfur. Það yrði álitshnekkir fyrir samtök bandarískra hagfræðinga ef höfuðrit þeirra hefði birt rannsókn sem byggð var á villandi gögnum. Þá virðist sem vopnin geti snúist í höndum Clintons, Reichs og ráð- gjafa þeirra. Niðurstöðum þeirra Cards og Kruegers hefur til dæmis verið beitt óspart á fundum efna- hagsnefndar Bandaríkjaþings til þess að kveða í kútinn hagfræðinga sem lýstu því áliti að hækkun lágmarks- launa myndi að líkindum auka at- vinnuleysi. Stjórnmálamenn þurfa á ráðgjöf- um að halda og margir hagfræðingar sækjast eftir því að veita ráð um hagstjórn og efnahagsmál. Undan- farin ár hefur byrinn snúist gegn þeim sem styðja afskipti ríkisvaldsins af verði, framleiðslu og launum. Virk afskipti kreijast einnig fyllri þekk- ingar en hagfræðingar búa oftast yfir. Þessi saga sýnir að stundum er varkárra að treysta einfaldri kenn- ingu, sem byggð er á skýrum for- sendum, heldur en hagtölum sem sýna „hvað gerðist í raun og vera.“ Markaðslögmálin láta ekki að sér hæða. * David Card og Alan B. Krueger (1994) “Minimum Wages and Employment: A Case Study of the Fast Food Industry in New Jers- ey and Pennsylvania," American Economic Review, September. ** Princeton University Press, Mars 1995. *** Donald R. Deere, Finish R. Welch og Kevin M. Murphy (1995) „Employment and the 1990-91 Minimum Wage Hike,“ AER, Mal. Richard B. Berman (1995) „Dog Bites Man: Minimum Wage Hikes Still Hurt“ Wall Street Joumal, 5. Apríl. Höfundur er við doktorsnám í hagfræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.