Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 C 7 VIÐSKIPTI Frelsi tíl fnunkvæðis Sjónarhorn Á undanfömum árum hefur frelsi til frumkvæðis veríð að ryðja sér til rúms í erlendum fyrirtækjum. Höskuldur Frímannsson segir það beina afleiðingu harðnandi samkeppni þar sem nauðsyn- legt er að fullnýta hæfíleika starfsfólks. Höskuldur Frímannsson Frelsi til frumkvæðis (empower- ment) þýðir að sérhver starfsmaður er stundum leiðtoginn og að „hefð- bundnir" leiðtogar koma ekki alltaf fram sem slíkir. Nokkur dæmi um slíkt má lesa í neðangreindri upp- talningu: - Starfsmaður stöðvar framleiðslu- ferlið þótt það kosti tugi þúsunda á mínútu, vegna þess að hann eða hún tóku eftir galla. - Fólk með sama markmiðið skipu- leggur sig í sjálfshjálparhópa til þess að glíma við vandamál. - Vinnuhópur fer út á land í tvo mánuði til að hanna nýja kynslóð af tölvubúnaði án þess að fá heim- sókn frá aðalskrifstofu. - Að hafa ekki aðeins rétt til heldur þá skyldu að framkvæma starfsmat á yfirmanni þínum. - Eiga rödd í umræðunni um fram- tíðaráætlanir á eigin vinnustað. - Fá alla þá þjálfun og upplýsingar sem þörf er á til að geta unnið verk- efnið eða verið í starfinu. Frelsi til frumkvæðis þýðir að all- ir í samfélaginu eða fyrirtækinu geti haft áhrif á eigin framtíð og laðað fram eigin hæfileika til fulln- ustu. Það þýðir að gefa meiri völd til þeirra sem nú hafa litla mögu- leika til að stjóma því sem þeir gera og hafa ekki tök á að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar eru í kringum þá. Einhver kann að spytja hvort fyr- irtæki verði ekki stjórnlaust með þessu móti. Rannsóknir á valddreif- ingu hafa sýnt að völd eru ekki föst stærð eins og rjómakaka sem minnk- ar eftir því sem fleiri fá sneið. Þvert á móti aukast heildarvöld fyrirtækis- ins eftir því sem þeim er dreift víðar innan þess. Fyrirtæki sem taka upp frelsi til frumkvæðis taka eftir því að ákvarð- anatökukerfin halda áfram að starfa, þau tryggja að reglum sé viðhaldið og þær virtar til heilla fyr- ir fyrirtækið. Það sem breytist er að skipulag og kerfi sem styðja að fyrirtækið nái árangri, er þróað af starfsfólki fyrirtækisins, í stað þess að vera þvingað upp á það af æðstu stjórnendum. Starfsmenn fyrirtæk- isins eru reiðubúnir að samþykkja þau öfl sem binda þá við sameigin- legan tilgang. Hvað þarf til að innleiða frelsi til frumkvæðis? Verkefnið er tvíþætt. Að veita fólki frelsi til frumkvæðis og frelsa fyrirtækið úr ánauð. Fyrra atriðið þýðir að stjórnendur skilji fólk og þá andlegu leikni sem starfsmenn þurfa að ráða við til að geta laðað fram og lagt af mörkum áður óvirka (dulda, ómeðvitaða) hæfileika og þekkingu. Þetta þýðir líka að fólk er stutt til að fjarlægja efnislegar eða félagslegar hindranir á þroskabrautinni. Síðasta atriðið er að þróa stjórn- skipulag fyrirtækisins þannig að fleiri komist að við ákvarðanatöku. Það er sama hve mikið frelsi fólk hefur á starfssviði eða verkefnasviði sínu, það hefur ekki öðlast fyllilega frelsi til frumkvæðis nema það geti haft áhrif á ákvarðanatöku um þau mál sem snerta það sjálft. Hvað vinnst með frelsi til frumkvæðis? Athuganir á fyrirtækjum hafa sýnt að ávinningur af frelsi til frum- kvæðis er mikill, m.a. á eftirtöldum sviðum: Helgun (commitment): í fyrir- tækjunum myndast nánast trúarhiti um fyrirtækin og þau verkefni sem unnið er að innan þeirra. Fólk er reiðubúið að leggja sig meira fram. Betri þjónusta við viðskiptavini. Starfsmenn hafa betri tök á að bregðast rétt við óvæntum óskum viðskiptavina fyrirtækisins og þar með auka tryggð þeirra við fyrirtæk- ið. í verslunarkeðjunni Nordstorm hefur einn af yfirstjórnendum henn- ar gefið út eftirtalda reglu: Regla 1: Beittu ávallt dómgreind þinni. Regla 2: Það eru engar frekari reglur. Gerbreyting (transformation) ein- staklinga. Starfsmenn fyrirtækja tala um að þeir hafí fengið tækifæri til að vaxa persónulega. Þetta rekja þeir m.a. til þess að þeim var treyst og falin meiri ábyrgð. Kostnaður og sparnaður. Starfs- maður með frelsi til frumkvæðis getur brugðist mun fyrr við þegar gallar eða mistök finnast en ef mál- ið þarf að bíða ákvörðunar verk- stjóra eða einhvers annars yfir- manns. Að hafa rétt til þess að stöðva framleiðsluferilinn, þrátt fyrir óhemju kostnað, leiðir til þess að gallaðar vörur komast síður út á markaðinn. Það eru meiri líkur á fækkun galla í vörunum, að við- skiptavinirnir verði ánægðari og minni tími fari í að leysa úr kröfum óánægðra viðskiptavina. Hugsanleg vandamál Starfsmenn geta upplifað að þeir hafi axlað meiri ábyrgð en þeir ráða við. Streita með sínum fylgikvillum getur orðið afleiðing frelsis til frumkvæðis. Það er sérstaklega hætt við streitu þegar fyrirtæki hafa ekki vandað til undir- búnings, uppbyggingar upplýsinga- kerfa, þjálfunar og menntunar. Einnig er mönnum hættara við streitu þegar ekki er til staðar stuðn- ingskerfi, þar sem hlustað er vand- lega á starfsmanninn, honum sýnd samhygð og leitað með honum að úrlausn á vandanum. Lokaorð Fyrirtæki eru ekki risavaxin tíma- laus fyrirbæri sem hafa fest rætur að eilífu né eru þau óumbreytanleg. Þau eru sköpunarverk mannsins. Þess vegna má efast og spyija og endurhugsa hvernig þau starfa. Spurningalistinn er nánast óendan- legur en hér koma nokkur atriði sem má skoða: - Eru markmiðin rétt? - Hvernig virka kerfin og vinnu- brögðin? - Má skýra betur hvaða árangri við viljum ná? - Byggja skýrslugjöf og fundakerfi hugsanlega á gömlum og úreltum sjónarmiðum? - Eru starfsmenn þjálfaðir nógu markvisst til að gera betur það sem þeir eru að gera? Rekstur fyrirtækja er endalaust kapphlaup. Með viðhorfi frelsis til frumkvæðis hefur stjórnendum tek- ist að virkja alla starfsmenn til að læra fyrr, betur og markvissar þann- ig að þekkingunni er beitt jafnóðum í verkefnum þeirra. Akvörðunin sem stjómandinn getur tekið er hvort hann á að halda áfram í sama farinu eða koma fyrirtækinu upp úr hjólför- unum og beina kapphlaupinu á ný svið, þar sem fyrirtæki hans er fyrst til að hagnýta sér ný tækifæri og ákveða keppnisreglurnar. Höfundur er rekstrarr&ðgjafi þjá Ráðgarði og lektor við Háskóla íslands. Daglegar fréttir á ensku á Intemeti NÝ FRÉTTAÞJÓNUSTA á Inter- neti frá Iceland Review markar tímamót í samskiptum útlend- inga við ísland að því leyti að nú geta þeir í fyrsta sinn fylgst með gangi mála á Islandi frá degi til dags. Frá mánaðamótum hefur út- gáfufyrirtækið Iceland Review starfrækt daglega fréttaþjón- ustu á ensku á Interneti. I frétt frá Iceland Review kemur fram að daglegum heimsóknum á heimasíður Iceland Review fjölg- aði um 300% að meðaltali fyrstu vikuna eftir að fréttaþjónustan fór af stað. Fjöldi erlendra heim- sókna jókst enn meira því að meðaltali guðuðu um 60 manns á glugga Iceland Review í mars en það sem af er apríl hafa frá 200 og upp í nærri 600 erlendir gestir gert vart við sig á degi hverjum. Fram kemur að Iceland Revi- ew hefur ákveðið að veita þessa þjónustu án endurgjalds og því megi búast við enn fleiri heim- sóknum þegar þessi fréttaþjón- usta verði betur kynnt á netinu. Einnig segir að fram til þessa hafi útlendingar, sem ekki skilja íslensku, verið háðir mánaðar- legr*i útkomu News From Iceland og tilviljanakenndum fréttaflutn- inga alþjóðlegra fréttastofa. Nú geta þeir útlendingar sem áhuga hafa eða eiga hagsmuna að gæta í fyrsta skipti fylgst með gangi mála hér á landi frá degi til dags. Það sé ekki hvað síst á sviði viðskipta- og ferðaþjónustu sem þörfin fyrir trausta upplýsingam- iðlun hafi aukist. Þeim erlendu viðskiptamönnum sem hagsmuna eiga að gæta á Islandi fjölgi á degi hveijum og hópur ferða- manna sem kynnst hefur íslandi af eigin raun og er líklegur til að halda einhveiju sambandi við landið stækkar um sem nemur 180.000 manns á ári hveiju. Daily News From Iceland er að finna á veraldarvefnum á slóð- inni http://www.ccentrum.is/ic- erev/ VIDSKIPTI/ATVINNULIF DAGBOK Námstefna um mæliaðferðir í matvælaiðnaði MFTC á íslandi heldur náms- stefnu um tækninýjungar og hraðvirkar mæliaðferðir í matvælaiðnaði 27.-28. apríl nk. Eins og á námstefnu sem haldin var í síðasta mánuði, verður áhersla lögð á lausnir sem nýtast framleiðendunum sjálfum við að efla innra eftir- lit. Gestafyrirlesarar koma frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, embætti yfirdýralæknis og Vicam technology (USA). Síðari daginn (kl. 9-12) verð- ur sett upp rannsóknarstofa til að kynna nokkrar mæliað- ferðir . Aðalfundir mAÐALFUNDUR Tækniv- als hf. verður haldinn þriðju- daginn 9. maí nk. í Húnabúð, Skeifunni 17, 3. hæð, og hefst kl. 20.00. MAÐALFUNDUR Skag- strendings hf. verður haldinn í Fellsborg, Skagaströnd, fimmtudaginn 27. april og hefst hann kl. 17.00. MAÐALFUNDUR Út- gerðarfélags Akureyringa verður haldinn í matsal UA mánudaginn 24. apríl nk. og hefst kl. 16.00 MAÐALFUNDUR SR-mjöls verður haldinn föstudaginn 28. apríl nk. kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík. MAÐALFUNDUR Lyfja- verslunar íslands hf. verður haldinn í Háskólabíó laugar- daginn 29. apríl og hefst kl. 10.00. MAÐALFUNDUR Granda hf. verður haldinn föstudaginn 28. apríl. í matsal fyrirtækis- ins að Norðurgarði og hefst kl. 17.00. (!) Ráðstefnuskrifstofa ”*”ÍSLANDS SÍMI 626070 ■ FAX 626073 Við sjáum um hraðsendingamar á HM'95 FORGANGSPÓSTUR 90 nfgreiðiluataðir um ianð ailf Viötökustaöir sendinga eru á póst- og símstöðvum unr land allt og í Hraðflutnings- deildinni,,Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar ísíma 550 7300, fax 550 7309. Opið frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00. PÓSTUR ©§ §ÍMI MéNtíiTUAMI HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.