Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ]Mw0tiiiI'IjiMfe 1995 FIMMTUDAGUR 20. APRIL BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR Valdimar með tilboð um að þjálfa Selfoss Gert ráð fyrir að hann leiki með liðinu og jafnframt við- ræður við leikmennina Finn Jóhannsson og Sigurð Bjamason Valdimar Grímsson, landsliðsmaður í hand- knattleik sem leikið hefur með KA undanfarin tvö ár, verður væntanlega þjálfari 1. deildar liðs Selfoss í handknattleik næsta keppnistímabil og fari svo kemur hornamaður- inn einnig til með að leika með liðinu. Leik- mennirnir Finnur Jóhannsson, línumaður úr Val, og Sigurður Bjarnason skytta úr Stjörn- unni, hafa einnig verið í viðræðum við Selfyss- inga og var stefnt að því að ná samningum við þremenningana í gærkvöldi en málið var ekki í höfn þegar blaðið fór í prentun. „Við ætlum okkur á toppinn aftur og von- umst til að fá þessa menn," sagði Snorri Sigurfinnsson, stjórnarmaður í handknatt- leiksdeild Umf. Selfoss, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta yrði góður styrkur fyrir Selfossliðið og við gerum ráð fyrir að leik- mannahópurinn sem fyrir er verði óbreyttur. Við ætlum okkur stóra hluti á næsta keppnis- tímabili og reiknum með að vera með í topp- slagnum." Hann sagði einnig að reynslan frá síðasta keppnistímabili ætti eftir að skila sér vel, sérstaklega hjá yngri leikmönnum liðs- ins. VALDIMAR Qrfmsson íhugar að taka vlA þjálfun Selfoss. KNATTSPYRNA Blindslapp með skrekkinn AJAX og AC Milan tryggðu sér í gærkvðldi sæti í úrslitum Evrópu- . keppni meistaraliða í knattspyrnu. Danny Blind, fyrirliði Ajax, missti af síðustu tveimur úrslitalei U j iini liðsins i Evrópukeppni; keppni bik- arhafa 1987 og UEFA-keppninni 1992, þar sem hann varlleik- banni. Ekki munaði miklu að svo yrði einnig nú. Hann varði knöt 1 - inn með hendi á 75. mín., víta- spyrna var dæmd og Blind fékk að sjá gula spjaldið. Leikmenn Bayern urðu æfir, töldu Blind hafa átt að fá rautt spjald og þar með vera vikið af velli, en hann slapp með skrekkinn. Hefði hann séð rautt í gærkvðldi hefði Blind orðið í leikbanni í úrslitaleiknum. ¦ Undanúrslitin/D4. Vreni Schneider hætt á toppnum SVISSNESKA skiðadrottningin Vreni Schneider tilkynnti í gær að hún væri hætt keppni. Schneid- er, sem er 30 ára, tryggði sér heimsmeistaratitil- inn í samanlðgðu f heimsbikarnum í síðasta mánuði og var það í þriðja sinn á glæstum 11 ára ferli en hún sagðist vilja hætta á toppnum. Sagt hefur verið um Schneider að hún sé besta skíðakonan tíl þessa í alpagreinum en hún sigr- aði alls í 55 mótum hcimsb ikarsins og var þre- faldur ólympíumeistari. Aðeins Annemarie Mos- er-Prðll frá Austurríki á fleiri sigra að baki en hún sigraði alls í 62 heimsbikarmótum. 1989 var besta ár Schneiders en þá setti hún met með því að fagna 14 sinnum sigri á heimsbikar mótum en Svíinn Ingimar Stenmark náði mest að sigra 13 sinnum á sama tímabilinu á ferlinum. Möller á átta vikna bann yfir höfði sér fyrir leikaraskap ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Andy Möller hjá Bor- ussia Dortmund á yfir hðfði sér átta vikna bann fyrir leikaraskap i viðureign Dortmund og Karlsruhe í þýsku deildinni í liðinni viku. MðU- er lét sig detta inni í vítateig mót herjanna og uppskar vítaspyrnu sem Dortmund jafnaði úr en liðið vann síðan 2:1. Á sjónvarpsmynd sást grcinilega að þessi 27 ára miðjumaður f 611 með tilþrifum án þess að mótherji hafi átt hlut að máli. Eftir leikinn viðurkenndi hann að hafa haft rangt við en hann sagðist hafa látíð hjá líða að gera athugasemdir við vítaspyrnudóm- inn vegna þess að Winfried Schafer, þjálfari Karlsruhe, væri sér ekki að skapi. Miklar um- ræður hafa verið um málið f þýskum fjölmiðlum og á Möller að mæta hjá þýska knattspyrnusam- bandinu í dag vegna þess en farið hefur verið fram á átta vikna bann fyrir óprúðmannlega framkomu. Þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður er kallaður fyrir í Þýskalandi vegna svona brots en verði bannið að veruleika getur Möller ekki tekið þátt i áframhaldandi baráttu Dortmund uni þýska meistarat itilinn i vor en félagið varð síðast meistari 1963. Fjórir miðherjar Sviss meiddir NESTOR Subiat, miðherji Grasshoppers, sem er efst í svissnesku deildinni, meiddist f bikarieik um helgina og leikur ekki með Sviss gegn Tyrk- landi í Evr ópukeppn inni á miðvikudag en hann gerði bæði mðrkin f 2:2 leiknum við Ungverja í síðasta mánuði. Þrf r aðrir miðherjar sem leikið hafa með landsliðinu að undanf ðrnu eru einnig meiddir eða Stephane Chapuisat hjá Borussia Dortmund, Adrian Knup hjá Karlsruhe og Ku- bilay Tuerkyilmaz hjá Galatasaray. Varamarkvörður Svía gefur ekki kost á sér í landsliðið fyrir Ungverjaleikinn Hefur ekki áhuga á að horfa lengur á Thomas Ravelli leika Lars Erickson, markvörður Norr- köpíng, gefur ekki kost á sér í sænska landsliðið, sem leikur gegn ^^^^^_ Ungverjalandi í Pr^^^^ Búdapest í Evrópu- GrétariÞór keppni landsliða 26. Eyþórssyni apríl. „Ég hef ekki íSvíþjóð áhuga að sitja á bekknum leik eftir leik og horfa á Ravelli leika," sagði Erickson. Miklar breytingar eru á sænska hópnum frá síðasta leik. Joachim Björklund og Martin Dahlin taka út leikbann, Henrik Larsson er meiddur en Jesper Blomqvist og Stefan Rehn hjá IFK Gautaborg voru settir út. Þá má geta þess að Anders Limpar, leikmaður hjá Ever- ton, tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér — vildi nota alla sína krafta til að bjarga Everton frá falli og vera með í undirbúningi liðsins fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley. Limpar hefur ekki verið ánægður með hvað hann hefur feng- ið lítið að leika, en hann var ekki notaður í HM í Bandarflqunum. Tommy Svensson hefur valið þrjá nýliða í landsliðshóp sinn. Varnar- manninn Jesper Mattson og sóknar- leikmanninn Robert Andersson, sem leika með Halmstad og mark- vörðinn Bengt Andersson, sem er fyrsti leikmaður Orgryte sem valinn er í landslið fyrir utan Rúnar Krist- insson, en annars skipa eftirtaldir leikmenn landsliðshóp Svía: Thom- as Ravelli, Bengt Andersson, Patrik Andersson, Pontus Kámark, Roger Ljung, Roiand Nilsson, Mikael Nils- son, Jesper Mattsson, Klas Inges- son, H&kan Mild, Stefan Schwarz, Jonas Thern, Par Zetterberg, Ken- neth Andersson, Niclas Alexanders- son, Robert Andersson, Niklas Gud- mundsson, Magnus Erlingmark. íslendingar leika gegn Svíum í EM í Gautaborg 1. júní. HANDKNATTLEIKUR: HÉÐINN GILSSON MISSIR AF LOKAUNDIRBÚNINGNUM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.