Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 2
2 E FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ -kjarni málsins! Fast- ■ eigna- sölur á efirfar- andi sfðum Agnar Gústafsson 7 Ás 22 Ásbyrgi 6 Berg 20 Borgareign 13 Borgir 18 Eignamiðlunin 5 og 16 Eignasalan 6 Fasteignamark. 18 og 24 Fasteignamiðlun 11 Fasteignamiðstöðin 17 Fold 15 Framtíðín 22 Gimli B-9 Hátún 18 Hóll 12-13 Hraunhamar 23 Húsvangur 19 Kjöreign 10 Laufás 6 Lyngvfk 20 Óðal 7 SEFhf. 4 Sóreign 4 Skeifan 12 Valhöll 21 Þingholt 3 íf, HÚSIÐ er fimm hæðir og með Iyftu. Alls er það um 8.000 ferm., en af því eru nú til sölu öll önnur hæðin, um 2.000 ferm. og ennfremur um 300 ferm. á neðstu hæð. um 1.400 ferm. á þriðju hæð og um 1.700 ferm. á fjórðu og fimmtu hæð. Óskað er eftir tilboðum, en engar ákveðnar verðhugmynd- ir hafa verið settar fram. Vfii 5.000 ferm. til söln ■ Jlrhúsinn MEIRA en helmingur JL.-hússins við Hringbraut er nú til sölu hjá fasteignasölunni Hóli. Húsið er fimm hæðir með lyftu og byggt í kringum 1950. Alls er það um 8.000 ferm., en af því eru nú til sölu öll önnur hæðin, um 2.000 ferm. og ennfrem- ur um 300 ferm. á neðstu hæð. um 1.400 ferm. áþriðju hæðogum 1.700 ferm. á fjórðu og fimmtu hæð. Eigendur eru Jón Loftsson hf. og Loftur Jónsson og fjölskylda hans. Húsnæðið skiptist í margar mis- munandi einingar, sem eru allt frá 50 ferm upp í 2.000 ferm. — Öll önnur hæðin er tæpl 2.000 ferm. og henni er skipt í fjóra hluta, sem hægt er að kaupa hvem fyrir sig, en einnig er hægt að fá alla hæðina keypta í einu lagi, ef vill, sagði Franz Jezorski, fasteignasali á Hóli. — Hún er nú eitt stórt rými, sem er óinnréttað og ekki búið að stúka niður. Það er í góðu ástandi og rneð teppi á gólfum. A þriðju hæðinni eru til sölu um 1.400 ferm. í þessu húsnæði var áður búið að koma upp líkamsrækt- arstöð með æfingarsölum, en þar sem hún er nú hætt rekstri, er öll aðstaðan, sem henni tilheyrði jafn- framt til sölu. — Öll aðstaða í þess- ari líkamsræktarstöð er nýleg og afbragðs góð, sagði Franz ennfrem- ur. — Stöðin myndi því henta aðil- um, sem vilja setja upp þolfimstarf- semi en einnig minni íþróttafélögum, sem stunda karate eða annað sport af því tagi. Fjórða og fimmta hæð hússins eru líka til sölu. Þær skiptist í um 300 ferm. skrifstofuhúsnæði annars veg- ar og hins vegar í um 1.400 ferm. húsnæði, sem Siglingamálastofnun- in hefur á leigu. Skrifstofurýmið er laust, en Siglingamálstofnunin hefur leigusamning á sínu húsnæði til margra ára. Verzlunin Nóatún keypti á sínum tíma alla neðstu hæð hússins að undanskildum 300 fermetrum, sem skiptast í þtjú bil. Þau eru einnig til sölu nú, en eru öll í útleigu. — Ýmsir hafa sýnt áhuga á ann- arri hæðinni með það fyrir augum að breyta henni í íbúðir, þar sem útsýnið út yfir sjóinn er mjög skemmtilegt og staðurinn eftirsóttur að öðru leyti, sagði Franz ennfrem- ur. — Það gæti líka hentað ýmsum fyrirtækjum að samtengja aðra og þriðju hæðina, en það er vel hægt og vera þá með um 3.500 ferm. rými í húsinu. Það er ekki víða í borginni, sem svo stórar einingar liggja á lausu í góðu húsnæði við fjölfarinn stað. Þess má geta, að góð bílastæði eru bæði fyrir framan og aftan við húsið. Óskað er eftir tilboðum, en engar ákveðnar verðhugmyndir hafa verið settar fram. Franz Jezorski sagðist að lokum vera þokkalega bjartsýnn á sölu hússins, þar sem það væri með hagstæðum lánum, en lang- tímalán gætu fylgt. Því ættu kjörin að vera þægileg. Margar fyrirspum- ir hefðu borizt frá aðilum, sem hefðu áhuga á að breyta annarri hæðinni í íbúðir og eins hefðu nokkur stór fyrirtæki sýnt húsinu áhuga. I'iiiiiiilán íbúðir lausar hjá Búseta - Reylcjavík Um þessar mundir er til sölu búseturéttur í fímmtán íbúðum hjá Búseta - Reykjavik. Þetta eru end- ursöluíbúðir og verðið er breyti- legt. Fólk þarf að borga út um það bil 10 prósent af byggingarkostn- aði og síðan er greidd mánaðarleg leiga sem innifelur alla þætti kostnaðar við húsnæðið, þ.e.a.s. afborganir lána, fasteignagjöld, try&g>nRar, viðhald, hita og sam- eiginleg gjöld húsfélaga. Þórarinn Magnússon hjá Búseta -Reykjavik sagði í samtali við Morgunblaðið að vaxandi eftir- spum sé nú hjá félaginu. Íbúðimar em nýlegar, þær elstu frá árinu 1988 og þær yngstu vom teknar í notkun á þessu ári. „Nú gengur vel að koma íbúðunum út, en á tímabili var erfitt að koma stærstu og elstu íbúðunum út, vegna þess að lánshlutfall var þar lægra en nú er, 85 prósent í stað 90 prósent eins og verið hefur sl. fjögur til fimm ár.“ Þórarinn sagði ennfremur að í síðasta mánuði hefðu verið teknar í notkun ellefu nýjar íbúðir, þ.e. fjögur raðhús í Tindaseli í Breið- holti og sjö íbúðir í fjölbýlishúsi í Bessastaðahreppi. „Nú em í bygg- ingu hjá félaginu tíu íbúðir í Reykjavík og Hafnarfirði. Beðið er eftir nýrri úthlutun lána frá Húsnæðisstofnun ríkisins sem ráða framkvæmdahraðanum á næst- unni,“ sagði Þórarinn að lokum. MARKAÐURINN Breyttar aóstæóur Aaðstæður markaði hafa á húsnæðis- tekið miklum breytingum hér á landi á undan- fömum áratugum. Það er allt annað að festa kaup á íbúðarhúsnæði eða byggja í dag en var fyrir nokkram ámm. Það er ekki svo langt síðan að lánamöguleikar vom mun minni en nú er og lánskjör önnur, stundum betri en stundum ekki. Það sama á Fjármögnun á íbúðarkaupum þarf að liggja fyrir, þegar í þau er ráðist, segir Grétar J. Guðmunds- son, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Ellaerhætta á greiðsluerfíðleikum. «21 m H ú s h r c f a v i 6 s k i p t i Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands BankJ alira iandsmanna * LANDSBRÉF HF. Löggift veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. við um framboð á lóðum til hús- bygginga. Á sínum tíma þótti mikið happ að fá úthlutað lóð. Það var þegar eftirspum eftir lóðum var meiri en framboð. Eitt hefur þó ekki breyst, en það er að sjálfsögðu það að greiðslu- geta verður að vera fyrir hendi til að standa undir þeim fjárfestingum sem eftir Grétor J. ráðist er í. Mögu- Guðmundsson leikamir á þeim sviðum em aðrir nú en var. Þegar uppgangur var á vinnumarkaði var oft sá möguleiki til staðar að vinna myrkranna á milli til að standa undir greiðslu- byrði. Sá möguleiki stendur mörg- um hins vegar ekki til boða nú. Þess vegna er nú lögð megin áhersla á að fjármögnun vegna íbúðar- kaupa eða húsbygginga liggi að fullu fýrir áður en viðskipti eða framkvæmdir em ákveðnar. Þar gegnir greiðsiumatið í húsbréfa- kerfinu miklu hlutverki. íbúðarkaup áður Eflaust stóðu foreldrar margra þeirra, sem em að festa kaup á sinni fyrstu íbúð í dag, í svipuðum spomm og þeir fyrir tveimur til þremur áratugum. Þá var helsta aðferðin til að eignast íbúðarhús- næði sú, að vinna eins mikið og mögulegt var, vera með allar klær uti eftir þeim lánum sem hugsan- legt var að fá, og á tímabili var unnt að vona að verðbólgan myndi hjálpa til við að láta dæmið ganga upp. Þessar aðferðir ganga því mið- ur ekki lengur. Reynslan hefur sýnt, að til að láta íbúðarkaup eða bygg- ingu íbúðarhúsnæðis ganga upp. er nauðsynlegt að fyrir liggi hvem- ig fjármögnun verður háttað áður en ákvarðanir em teknar. Aukin ráðgjöf Ráðgjöfum ýmiss konar hefur fjölgað verulega á undanförnum áram á hinum ýmsu sviðum er tengjast húsnæðismálum og fjár- málum almennt. Það er af sem áður var, þegar það var í raun einungis unnt að leita til fasteignasala til að fá upplýsingar um þá þætti sem snem að íbúðarkaupum og til hönn- uða eða iðnðarmanna varðandi það sem kom húsbyggingum við. Þegar greiðslumatið í húsbréfakerfinu var fært frá Húsnæðisstofnun yfir til banka og sparisjóða á árinu 1991 var það liður í því að auka þá ráð- gjöf sem íbúðarkaupendum og hús- byggjendum stendur til boða. Hugs- unin var sú, að aukin ráðgjöf myndi leiða til þess að fasteignaviðskipti og húsbyggingar yrðu ömggari, þar sem innlánsstofnanir ættu að hafa besta aðstöðu til að vega og meta greiðslugetu hvers og eins. Eina rétta íbúðin Staðsetning ibúðar, nálægð við vinnustað og þjónustu, gerð íbúðar og umhverfi ræður líklega mestu um hvaða óskir kaupendur leggja til gmndvallar, þegar ákvarðanir em teknar um íbúðarkaup. Greiðslugeta og lánamöguleikar hafa þó mest að segja um hvernig húsnæði kaupendur eiga möguleika á að eignast. Það er ekki gefið mál að óskir um íbúðarhúsnæði séu í fullu samræmi við möguleikana. Meiri líkur em á að óskirnar rætist fýrr eða síðar ef möguleikamir ráða meim en óskimar í hvert skipti sem íbúðarkaup eru ákveðin. Húsnæðisráðgjafar heyra þá sem standa í íbúðarkaupum stundum segja sem svo, að eina rétta íbúðin sé fundin. Ibúðin sem leitað hefur verið að í öll þessi ár. í þeim tilvik- um sem greiðslugeta og greiðslu- byrði vegna slíkra íbúðarkaupa fer saman er allt í lagi. Það er hins vegar erfíðara um vik, þegar leitað er logandi ljósi að leiðum til að láta dæmið ganga upp. Líkurinar á að það mistakist em þá oft miklar. Fjármögnun liggi fyrir Aðstæður em aðrar á fasteigna- markaði nú en var, þegar unnt var að taka áhættuna af því að allt myndi bjargast. Slíkt gerist oft í dag. Ef fjármögnun liggur ekki að fullu fýrir áður en íbúðarkaup em ákveðin em oft þó nokkrar líkur á að vemlegir greiðsluerfiðleikar komi upp. Greiðslumatið í húsbréfa- kerfinu er hugsað út frá þessu sjón- arhorni. Það er fyrst og fremst ráð- gefandi. Það íbúðarverð sem fram kemur í greiðslumatinu segir ein- ungis til um það hámarksverð sem umsækjandinn er talinn hafa getu til að ráðast í, en alls ekki það verð sem stefna beri að. Það er gengið út frá því að umsækjendur taki sjálfstæðar ákvarðanir, innan þeirra marka sem greiðslumatið segir til um. Markmiðið er, að íbúð- arkaupendur leggi dæmið vel niður fyrir sér, leiti allra upplýsinga og láti möguleikana ráða frekar en óskirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.