Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 16
16 E FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ GlæsHegar ntsýnisibúðir á homi Klappar- stígs og Skúlagötu NÚ er hafín sala á tuttugu og fjór- um nýjum íbúðum á Völundarlóð- inni svonefndu á horni Skúlagötu og Klapparstígs. Þar er að verki byggingafyrirtækið Steinvirki hf., sem er alfarið í eigu Islandsbanka. Ibúðirnar eru í tveimur fjölbýlishús- um við Klapparstíg 5 og 5A, sem snúa bæði til norðurs. Frá þeim er því geysilegt útsýni yfir höfnina og sundin til Esjunnar og Akrafjalls en einnig nokkuð til austurs. Ekki þarf að fara hátt til þess að njóta útsýnisins, því að það blasir við strax á annarri hæð og reynt að haga öllu skipulagi þann- ig, að útsýni verði frá sem flestum íbúðunum. Útsýn- ismögulejkamir verða enn meiri sökum þess, að stórir útskots- gluggar eru á flestum íbúðunum, sem snúa bæði í útsýnis- og sólar- átt og sumir opn- ast einnig út á svalir. Gluggar þess- ir eru þríhyrndir og skaga út úr íbúðunum. Þeir eru sannkallaðir útsýnisgluggar, því að þeir ná frá gólfí og upp i loft. Þessa glugga má hagnýta sér með ýmsu móti. Þar mætti t. d. eftir Magnús Sigurðsson FJÖLBÝLISHÚSIN tvö standa við Klapparstíg 5 og 5A. Þau snúa bæði til norðurs með miklu út- sýni yfir höfnina og sundin til Esjunnar og Akrafjalls. Verð íbúðanna er að sjálfsögðu mjög mismun- andi eftir stærð þeirra eða frá 5,3 millj. kr. upp í 7,9 millj. kr. íbúðunum fylgir húsbréfalán frá 2,1 upp í 3,5 millj. kr. og Islandsbanki sem seljandi býður sveigjanleg greiðslukjör og veitir öruggum kaupendum auk þess lán frá 1 millj. kr. eða meira eftir verði íbúðanna. Ibúðimar verða til sýnis nk. Iaugardag og sunnudag frá kl. 13-16 EIGMMIÐHJNIN % -Ábyrg þjónusta í áratugi. fflM, írf^SrnGNASAlA Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Laugamesvegur. 2ja herb. rúm- góð 60 fm ib. á 3. hæð. V. 4,5 m. 4399 Austurberg. Mjög falleg 58 fm íb. á 2. hæð í “bláu blokinni". Áhv. byggsj. ca. 2,8 m. V. 5,6 m. 4177 Rauðarárstígur. Falleg og björt 2ja herb. íb. á 1. hæð um 45 fm. Parket á holi og stofu. Rúmg. svefnherb. V. 4,3 m. 1597 Kambasel. 2ja herb. góð íb. á 2. hæð (efstu) í góðu húsi sem nýl. er búið að stand- setja að utan og innan. íb. er laus atrax. V. 5,1 m. 4336 Týsgata - ódýrt. 2ja herb. falleg og björt íb. á 1. hæð með sérinng. og þvot- tah. Laus strax. Áhv. 2,1 m. V. aðeins 3,9 m. 4301 Flétturimi. 2ja herb. góð og björt íb. á 1. hæð m. sérgarði. Laus strax. V. 5,7 m. 4311 í gamla miðbænum. 2ja herb. 50 fm góö íb. á 2. hæð í steinh. Nýstandsett baðh. Laus strax. V. 3,9 m. 4315 FlÚðaSel. Mjög falleg 2ja-3ja herb. 92 fm íb. á jarðh. í góðri blokk. Laus strax. Hagst. lán ca. 4 millj. V. 6,2 m. 4287 Kópavogsbraut. Mjögsnyrtii.51,5 fm íb. á jarðh. í góðu 4-býli. Sérinng. Vand- aðar innr. og gólfefni. Áhv. 2 m. langt. lán. V. 4,5 m. 4200 Við Grandaveg. 2ja herb. ódýr 69 fm íb. í kjallara. Laus strax. V. 3,9 m. 3009 Austurströnd. GÓÖ 64 fm herb. íb. á 2. hæð ásamt stæói í bílag. Stórar svalir.og fallegt útsýni. Laus strax. V. 5,9 m. 3913 Hamraborg. 2ja herb. 64 fm góð íbúö á 1. hæö meó svölum. Bílgeymsla. Laus fljótl. V. 4,4 m. 3479 Víkurás. Rúmgóð 2ja herb. íb. um 60 fm. Góð sameign. Áhv. um 2,3 millj. frá Veðd. V. 4,9 m. 2287 Verslunarpláss við Lauga- veg óskast til leigu. Traust fyrir- tæki hefur beðið okkur að útvega 100-150 fm verslunarpláss við Laugaveg eða Banka- stræti til leigu. Uppl. veitir Sverrir. Vesturgata. Vorum að fá í einkasölu um 200 fm verslunarrými. Húsnæðið er laust nú þegar. V. 7,2 m. 5257 Smiðjuvegur. Vorum að fá í sölu nokkrar einingar á götuhæö frá 90 fm til 300 fm. Plássin eru öll á götuhæð og meö inn- keyrsludyrum að hluta. Gott verð og kjör. 5259 Fjárfestar - framtíðarfjár- festing. Til sölu vandað og glæsil. at- vinnuhúsnæði. Eignin er samtals um 670 fm og skiptist í 440 fm jarðh. með allt að 6 metra lofthæð og 230 fm skrifstofuhæð. Traust er- lent fyrirtæki er tilbúið að gera leigusamning um eignina nú þegar. Frekar uppl. veita Sverr- ir og Stefán. 5258 Grensásvegur - nýlegt. Mjög björt og rúmgóð skrifstofuhæð á 2. hæð um 457 fm sem er í dag máluð og með lýsingu en óinnréttuð. Staðsetning miðsvæðis. Gott verð og kjör í boði. 5256 Húsnæði óskast. Traustur aðili óskar eftir 6-800 fm verslunarhúsnæöi á einni eða tveimur hæðum. Góð aðkoma og bíla- stæði skilyrði. Nánari uppl. veitir Björn. Lyngás - nýlegt. Mjög vandað at- vinnuh. um 822 fm sem skiptist í stóran sal með mikilli lofthæð (ca. 6 m), skrifstofupláss o.fl. Rafknúnar dyr. öryggiskerfi. Gott verö og kjör. 5249 Eiðistorg. 6-7 herb. bjðrt og góð 238 fm skrifstofuhæö (3. hæð) sem gæti hentaö undir hvers konar starfsemi. Laust strax. V. 9,9 m. 5250 Súðarvogur. Tvö 150 fm iðnaöarrými á 2. hæð 3,5 m. lofthæð. Vörudyr og hlaupa- köttur. Seljast saman eða í sitt hvoru lagi. V. 4,3 m. pr. rými. 5248 í miðbænum. Glæsil. um 275 fm skrifstofuhæð (2. hæð) í nýl. húsi við Lækjar- torgiö. Fráb. staðsetning. Hæðin er laus nú þegar. V. 19,0 m. 5246 Skrifstofuhæð við Lauga- veg. Vorum að fá til sölu 206 fm (2.) hæð í steinhúsi við Laugaveg. Hæðin er innr. sem læknastofur og myndi henta vel sem slík, einnig fyrir lögmenn, arkitekta o.fl. 5244 Skeifan - skrifstofuhæð. Mjög góö skrifstofuh. (2.hæð) á besta stað í Skeifunni. Hæðin er um 250 fm og skiptist m.a. í móttöku, 7-8 skrifstofuh., kaffistofu o.fl. Ákv. sala, en skipti á 100 fm skrifstofuplássi koma einnig vel til greina. 5241 Tindasel - efra Breiðholt. Um 660 fm mjög gott atvinnuhúsnæöi á 1. hæð. Hentar vel undir ýmiss konar þjónustu eða verslun. Mjög gott verð og kjör í boöi. 5245 Hlíðarsmári. Um 460 fm gott rými á jarðh. sem gæti hentað undir ýmiskonar þjón- ustustarfsemi. Húsnæðið er tilb. til afh. nú þegar. Góö aökoma. Hagstæð kjör. 5217 hafa eldhúsborð til þess að sitja við og horfa um leið til tveggja átta. Slíkir útsýnisgluggar eru ekki al- gengir í fjölbýlishúsum hér og gefa því íbúðunum all sérstæðan og skemmtilegan svip. Auk þessara glugga eru íbúðirnar með djúpum og rúmgóðum suðursvölum. Vel er til þessara húsa vandað, en þau eru sjö hæðir með kjallaran- um. Þau eru steingrá og með mæn- isþaki eins og önnur hús á Völund- arlóðinni, enda mænisþak ríkjandi þakform á byggðinni í kring. Húsin eru einangruð að innan á hefðbund- inn hátt og innveggirnir gifsklædd- ir með tvöföldu gifsbyrði. Yfirleitt eru tvær íbúðir á hæð nema efst, en þar eru íbúðirnar á tveimur hæðum og skiptast því öðru vísi. Húsbréfalán og lán frá Islandsbanka íbúðirnar verða seldar tilbúnar til innréttinga, eins og kallað er á fagmáli og þær eru til afhendingar strax. Að sögn Dans Wiium, fast- eignasala í Kjöreign, sem hefur þessar íbúðir til sölu, er verðið á þeim hagstætt, en það er frá 54.000 upp í tæpar 70.000 kr. á fermetra. Verð íbúðanna er að sjálfsögðu mjög mismunandi eftir stærð þeirra eða frá 5,3 millj. kr. upp í 7,9 millj. kr. Staðsetning íbúðanna ræður líka miklu um verð þeirra, því að sumar íbúðirnar njóta óneitanlega betra útsýnis en aðrar. Þær íbúðir, sem snúa til norðurs hafa bezta útsýnið og því hærra, Sem þær eru, þeim mun stórfenglegra verður útsýnið. íbúðunum fylgir húsbréfaján frá 2,1 upp í 3,5 millj. kr. og íslands- banki sem seljandi býður sveigjan- leg greiðslukjör og veitir öruggum kaupendum auk þess lán frá 1 millj. kr._ eða meira eftir verði íbúðanna. Ibúðir þessar eru flestar 3ja her- bergja, en samt nokkuð mismun- andi að stærð. Þær minnstu eru rúml 80 ferm., aðrar eru í kringum 95 ferm og þær stærstu um 105 ferm. Á efstu hæð eru ennfremur nokkrar stórar 2ja herb. íbúðir á tveimur hæðum á bilinu 75-90 ferm. og í öðru fjölbýlishúsinu er ein 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum, sem er um 147 ferm. Inni í þessum fer- metrafjölda er sérgeymsla í kjall- ara, en þar er líka sameiginlegt þvottahús. Öllum íbúðunum fylgir ennfremur sér stæði í lokuðu bíl- skýli. Íbúðirnar eru seldar tilbúnar undir innréttingar en án milliveggja að öðru leyti en því, að búið er að setja upp veggi í baðherbergjum. Útveggir og loft eru frágengin og gólf frágengin undir dúk eða par- kett. Með í kaupunum fylgir enn- fremur frágangur lóða, uppsetning á lyftum og allur frágangur á sam- eign innanhúss. Það kemur hins vegar í hlut kaupenda að setja upp milliveggi og þeir geta því ráðið herbergjaskipan og eins herbergja- fjölda. Langur aðdragandi Mörg ár eru síðan byggingafram- kvæmdir hófust á Völundarlóðinni, en þær hafa gengið í talsverðum rykkjum. Byggingafyrirtækið Steintak hf. keypti lóðina af Reykjavíkurborg 1988 og hóf þar miklar byggingaframkvæmdir. Ætlunin var að reisa 109 íbúðir á lóðinni í alls 14 ijölbýlishúsum. Mjög vel skyldi til þessara íbúða vandað, en hönnuðir voru arkitekt- arnir Guðni Pálsson og Dagný Helgadóttir. Steintak varð hins veg- ar vegar gjaldþrota 1989 og hafði þá aðeins byggt upp þrjú fjölbýlis- hús og það fjórða að hluta, sem stendur við Skúlagötu 10. í þessum húsum voru 66 íbúðir, en þær voru ekki allar seldar og sumar óklárað- ar. Öll sameign var líka ófrágengin og ekki ofsagt, að allt hafi verið þarna í ólestri. Árið 1991 náðist svo samkomu- lag milli íbúðareigenda, Reykjavík- urborgar og íslandsbanka, sem voru helztu kröfuhafar Steintaks hf., um stofnun byggingarfélagsins Klappar hf., sem skyldi halda áfram byggingarframkvæmdum á lóðinni. Haldið var áfram við að klára sam- eignina, lokið við að steypa upp Skúlagötu 10 og auk þess steypt upp húsin Klapparstígur 5 og 5Á. Eins og áður komu upp miklir fjár- hagserfíðleikar vegna þessara framkvæmda og svo fór, að þær stöðvuðust á ný á árinu 1992. Síðsumars í fýrra var aftur tekið til við byggingaframkvæmdir á Klapparlóðinni, en þá hafði orðið sú breyting á, að Steinvirki hf. í eigu íslandsbanka hafði yfirtekið framkvæmdir Klappar hf. við fjöl- býlishúsin tvö að Klapparstíg 5 og 5A. — Það er mikið um, að íslands- banki eignist íbúðir á uppboðum rétt eins og aðrir bankar, en það er sjaldgæfara, að bankinn eignist heilar blokkir eins og í þessu til- felli, sagði Hermann Björnsson, for- stöðumaður rekstrardeildar ís- landsbanka. — Oft eignast bankinn líka byggingalóðir, þar sem ekki er byijað á framkvæmdum, þó að byggingarréttur liggi fyrir. Fyrir- tæki íslandsbanka, Steinvirki hf, eignaðist íbúðirnar við Klapparstíg 5 og 5A formlega ekki fyrr en á sl. sumri, þannig að þær eru ekki búnar að vera lengi í eigu bankans. Áður voru þær í eigu byggingarfé- lagsins Klappar hf. Þá var tekin ákvörðun um það í samráði við húsfélag húsanna við Skúlagötu 10, Klapparstíg 1, 1A og 3, að íbúðareigendur tækju sig saman um að setja upp lyftur og ljúka frágangi við bílskýli og lóð, en þar var miklu verki ólokið, þó að þessi verkefni væru misjafnlega langt komin. Framkvæmdum að ljúka Framkvæmdir við Klapparstíg 5 og 5A hafa gengið vel í vetur og er nú verið að ljúka þeim með því að ganga frá bílastæðum og setja upp lyftu í húsunum. í sumar verð- ur jafnframt lokið við frágang á lóð. Þessar framkvæmdir voru boðnar út í nokkrum þáttum og hafa margir kunnir verktakar tekið þátt í framkvæmd þeirra. Á meðal þeirra eru K. S. verktakar hf. Hann- es Björnsson múrarmeistari, raf- verktakafyrirtækið Rafco hf. Einar Ólafsson 'málarameistari, Blikk- smiðjan Vík hf., Gísli Benediktsson pípulagningameistari, (Iselekt) og verkfræðiþjónusta Magnúsar Bjarnasonar. FLESTAR íbúðirnar eru með útskotsgluggum, en það eru þríhyrndir glergluggar, sem skaga út úr íbúðunum. Þetta eru sannkallaðir útsýnisgluggar, því að þeir ná alveg frá gólfi og upp í loft. Auk þess eru íbúðirnar með djúpum og rúmgóðum suðursvölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.