Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 10
10 F FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 NÁTTÚRUVERNDARÁR EVRÓPU MORGUNBLAÐIÐ Á vakt yfir veröldinni BANDARÍSKA umhverfís- vemdarstofnunin Worldwatch nýtur virðingar allra sem láta sig umhverfísmál á alþjóðavettvangi varða. Höfuðstöðvarnar eru í Washington en starfsmenn henn- ar eru á ferð og flugi um víða veröld til að afla gagna um stöðu umhverfísmála í öllum heimshlut- um. Aðaláhersla stofnunarinnar er útgáfa og á hennar vegum er gefínn út fjöldinn allur af bókum og ritum þar á meðal tímaritið World Watch sem kemur út á tveggja mánaða fresti. Ársritið State of the World sem er safn greina eftir starfsmenn stofnunar- innar um ástand allra þátta sem snerta umhverfísmál er gefið út á 30 tungumálum. Og annað rit sem líka kemur út árlega og heitir Vital Signs með greinum um stefnur og strauma ásamt töl- fræðilegum upplýsingum hefur hlotið mikla útbreiðslu. Þessi rit eru notuð sem kennslugögn í há- skólum og æðri menntastofnunum víða um heim. Samkvæmt nýlegri könnun er vitnað í greinar frá stofnuninni í fréttum fjölda fjöl- miðla að jafnaði 40 sinnum hvern dag allan ársins hring. Þrátt fyrir mikil umsvif eru starfsmenn stofnunarinnar aðeins 32 talsins, þar af starfa 16 við öflun upplýsinga og greinaskrif og 16 manns vinna við útgáfu og dreifingu. Stofnunin er sjálfstæð, rekin með frjálsum framlögum margra aðila en að jafnstórum hlut með tekjum af útgáfunni Forstöðumaður stofnunarinnar, Lester R. Brown, ræddi á dögun- um um starfsemina við Karl Blöndal, fréttamann Morgun- blaðsins í Bandaríkjunum. Þar kom m.a. fram að forstöðumaður- inn er hagfræðingur að mennt með landbúnaðarmál sem sér- grein. Hann starfaði á vegum Bandaríkjastjórnar í tíð þriggja forseta, Dwight Eisenhower, John Kennedy og Lyndon Johnson. Á þeim tíma var hann m.a. sendur til starfa á Indlandi og kynntist þar af eigin raun ástandi meðal vanþróaðra þjóða. Þegar Nixon tók við forsetaembættinu árið 1968 hætti Brown störfum hjá landbúnaðarráðuneytinu af pólit- ískum ástæðum og sneri sér alfar- ið að umhverfísmálum. Það var upphaf Worldwatch-stofnunar- innar. Bölsýni hefur fylgt manninum eins og rauður þráður frá upphafi vega. Heimur versnandi fer, segir orðtækið og er endurtekið kynslóð fram af kynslóð. Hjá Worldwatch stofnuninni í Bandaríkjunum halda menn fíngri á slagæð jarðar og fylgjast með heilsu hennar. Hjartslátturinn er veikur samkvæmt niðurstöðum og sjúklingurinn hætt kominn. Vand- ann má fyrst og fremst rekja til gífurlegrar fólksfjölgunar en sam- kvæmt fræðum stofnunarinnar er hann þó margþættur. Ekki dugar að ráða bót á hluta vandans heldur þarf að takast á við hann allan ef árangur á að nást. Lester R. Brown forstöðumaður stofnunarinnar var tekinn tali á skrifstofunni í Washington og spurður hvort hér væri á ferðinni svartagallsraus eða rammasta al- vara. Hann fullvissaði viðmæland- ann um að allir sem vinna að rann- sóknum og greinaskrifum á vegum stofnunarinnar dragi aðeins álykt- anir af staðreyndum og upplýsing- um sem fyrir liggja. Sjálfur sagðist HÉR er Worldwatch-stofnunin til húsa. LESTER R. Brown, for- stöðumaður World- watch-stofnunarinnar. hann ekkert vilja frekar en geta sagt að sjúklingurinn væri á bata- vegi. En því væri ekki að neita að framundan væru miklir umbrota- og óvissutímar. Vantsskortur sé yfirvofandi vandamál á jörðinni og matvælaframleiðslan muni engan veginn nægja til að metta sívax- andi fólksfjölda sem jörðina byggir. Hann spáir miklum sviptingum í orkubúskap jarðarbúa, olía muni víkja fyrir öðrum orkugjöfum sem ekki menga andrúmsloftið. Við það muni mörg risafyrirtæki og sam- steypur riða til falls - jafnvel verða gjaldþrota - en þeir sem svari kalli tímans muni eflast að sama skapi. Lester R. Brown telur að ekki séu möguleikar á því að auka svo nokkru nemi á alþjóðamælikvarða flatarmál ræktarlands til matvæla- framleiðslu og ekki sé heldur unnt að auka framleiðslumagn á hvern hektara frá því sem nú er þar sem jarðvegurinn sé orðinn rýr og tak- mörk séu fýrir því hvað hægt sé að drífa upp með áburðarnotkun. Vegna hinnar gífurlegu fólksfjölg- unar eykst jafnframt krafan um landsvæði til annarra afnota. Er heimurinn á helvegi? „Ástandið er vissulega uggvæn- legt,“ segir Lester R. Brown. „Við reynum að gera grein fyrir því í ritum okkar þar sem allir þættir sem að umhverfismálum lúta eru teknir fyrir, allt frá afvopnunarmál- um og til úttektar á ástandi heims- hafanna. Við vildum gjarnan að þessi rit væru með bjartara yfir- bragði. Að þar væri t.d. hægt að fullyrða að á síðasta ári hefði skóg- lendi jarðar aukist í fyrsta skipti á okkar tímum - eða að talsvert hefði dregið úr fólksfjölguninni á síðasta ári eða fæðingartíðni hefði lækkað meðal vanþróuðu þjóðanna. En allt frá því við hófum útgáfustarfsem- ina fyrir 11 árum, þar sem fjallað er um þessi mál á veraldarvísu, hefur ekki náðst verulegur árangur nema að því er varðar notkun klórflúorkolefnis. Sú notkun hefur dregist saman um allt að 70% frá árinu 1988. Lester R. Brown hefur sérstak- lega áhyggjur af þróuninni á tveim- ur sviðum umhverfismála en það er eins og áður sagði fólksfjölgunar- vandinn og svo yfirvofandi lofts- lagsbreytingar á jörðinni. „Það er íhugunarefni fyrir okkur sem nú lifum að á síðustu 40-50 árum hef- ur íbúum jarðar fjölgað meira en fólksfjölgunin varð- á undangengn- um fjórum milljónum ára - þ.e.a.s. frá upphafí mannkyns og fram á okkar daga,“ segir hann. Talið berst að hrakspám sem breski rithöfundurinn Thomas R. Malthus birti í ritum sínum árið 1798. Þar heldur hann því fram að stöðug fjölgun mannkyns muni leiða tíl þess að náttúruauðlindir jarðar muni ganga til þurrðar. Sam- tímamenn Malthusar gerðu gys að þessum fullyrðingum. Nokkru síðar tók iðnbyltingin við og tæknilegar framfarir í kjölfarið. Þá jukust af- köst við ræktun lands og það voru nægar ástæður til að afsanna kenn- ingar hans. Menn voru þess fullviss- ir að ráð fyndust við hveijum vanda. Lester R. Brown segir mál horfa öðruvísi við í dag. „Ég held að Malthus hafi haft rétt fýrir sér að mörgu leyti og spár hans hafi reynst sannar upp að vissu marki. Sú staðreynd að 700 milljónir manna eru nú á barmi hungurdauða styður kenningar hans. Því verður ekki á móti mælt. Og allt bendir því miður til þess að ástandið eigi eftir að versna ef taka á mið af því hvernig mannkyn- ið umgengst vistkerfið og takmark- aðar auðlindir jarðar." Lester R. Brown telur orkuskort ekki verða höfuðvandamál á næstu áratugum þótt svo hafí verið álitið fyrir 20 árum. Fæðuskortur er í hans huga efstur á blaði þar. „Landbúnaðar- framleiðslan verður ekki aukin þeg- ar á heildina er litið og sjávarafli dregst saman vegna þess að þar hefur verið stunduð rányrkja með þeim hætti að árgangar hafa ekki náð að endurnýjast. Fiskur er að verða rándýr lúxusvara en ekki fá- tækramatur eins og áður var. Þar er komið að endimörkum auðlindar- innar og brýnt að snúa þróuninni við. Um það er ekki deilt. Þegar varað var við þessu fyrir tveimur árum var fullyrt að hér væru óþarfa hrakspár á ferðinni - nóg væri af fiski í sjónum. Þær raddir heyrast ekki lengur. Þá er skortur á fersku vatni vax- andi vandamál í mörgum heimshlut-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.