Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 F 11 land mitt undir eggsárum fingrum dauðans moldsárt í vindmjúkum greipum. Matthías Johanncssen. NÁTTÚRUVERNDARÁR EVRÓPU Uppblástur um og er reyndar þegar orðið hat- rammt deilumál þjóða í milli, t.d. í samskiptum ísraela og araba. Rúss- ar eru búnir að gera eitt stærsta stöðuvatn veraldar, Aralvatnið, að engu með gríðarlegum áveituskurð- um sem koma nú engum að gagni, og Kínveijar ráðgera miklar stíflu- gerðir til að tryggja neysluvatn í borgum og þéttbýli. Þetta eru að- eins nokkur dæmi um hrakandi vatnsbúskap jarðar. Álíka sögu er að segja víðs vegar um Bandaríkin þar sem gengið er á vatnsbirgðirnar svo þær ná ekki að endurnýjast með eðlilegum hætti. Þá er ekki annarra kosta völ en taka upp skömmtun eins og gert er gagnvart sjávarafla. En því miður hafa menn almennt ekki gert sér grein fyrir þessarri staðreynd". Vandinn að ná eyrum fólks... Lester R. Brown segir það vera meginverkefni stofnunarinnar að vekja athygli almennings á stöðu og þróun mála á öllum sviðum umhverfismála og hvetja til að- gæslu þar sem þörf er á. Þess vegna þurfi stofnunin að ná til fjöldans. „Þótt við náum eyrum ráðamanna hér í Washington mundi það í raun engu breyta," segir hann. „Þess vegna gerum við okkur far um að fjalla um þessi mál á aðgengilegan hátt og staðreyndum þannig lýst að bæði visindamenn og stjórnvöld á viðkomandi sviði fái um það vitn- eskju og geti hagað ráðum sínum eftir því. Við leitumst þannig við að koma okkur upp stuðnings- mannahópum á öllum sviðum um- hverfis- og náttúruverndar. í þess- arri viðleitni við að ná athygli fólks kemur okkur þó margt á óvart. Athygli almennings beinist ekki alltaf að því sem telst grundvallar- atriði málsins. Til dæmis er ekki sjálfgefið að fólk átti sig á því hvaða máli skipti þótt fjöldi tegunda sé í útrýmingarhættu í regnskógum hitabeltisins. En ef það kvisast að storkurinn sé orðinn sjaldgæfur í Evrópu eða ákveðinni andategund fækki í Bandaríkjunum verður uppi fótur og fit í fjölmiðlum. Annað dæmi um það hve erfitt getur verið að ná athygli fólks á því sem bein- línis skiptir sköpum fyrir þróun lífs á jörðinni er yfirvofandi hætta á hækkun hitastigs vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa. Þar er talað um meðaltalshækkun um 3 gráður á celsíus. Fólki finnst ekki muna miklu um það og því ástæðulaust að óttast. En það er öðru nær. Þessi breyting getur haft geigvænlegar afleiðingar. Við birtum grein um þetta í nýlegu hefti tímaritsins þar sem reynt var að vekja athygli tryggingarfélaga á því að þau yrðu hart úti ef svona færi, því þau þyrftu að bæta það tjón sem yrði af vaxandi tíðni stórviðra og nátt- úruhamfara sem kæmu í kjölfarið. Sem dæmi mætti taka fellibylinn Andrew, sem gekk yfir Flórída árið 1992 og lagði allt í rúst þar sem hann fór um. Þá urðu 7 trygginga- félög gjaldþrota. Og eitt stærsta tryggingafélag í heimi, Lloyds í Bretlandi, er í kröggum nú vegna bótakrafna af völdum illviðra síð- ustu ára. Loftslags- og veðurfars- breytingar sem verða óhjákvæmi- lega af völdum gróðurhúsaáhrif- anna ættu því að vera tryggingafé- lögum verulegt áhyggjuefni. Olíufélögin halda því hins vegar fram að ekkert sé sannað um þess- ar breytingar - frekari niðurstöður vanti og því ekki tímabært að veija fé til rannsókna á öðruvísi orkugjöf- um en olíu. Við viljum vekja at- hygli á þessum staðreyndum meðal þeirra sem hafa afl til að breyta þróuninni. Þótt menn almennt geri sér grein fyrir því að útblástur kol- tvísýrings er aðalorsök hækkunar hitastigsins, þá er ekki þann sam- takamátt sem til þarf að finna meðal almennings. Hann er hins vegar að finna hjá tryggingafélög- um á hinum alþjóðlega vettvangi". Með sama hætti vill Lester R. Brown fá sterk þjóðfélagsöfl til að takast á við vaxandi fæðuskort meðal þjóða heims. Starfsmenn stofnunarinnar skoðuðu málið og loks var ákveðið að vekja athygli á væntanlegri þróun þessara mála í Kína með tilliti til hagvaxtarins sem þar er í sjónmáli - rannsaka og skilgreina hvernig fæðuöflun og mataræði íbúa breytist við iðnvæð- inguna. Menn höfðu t.d. talið að hagvöxt- ur í Kína mundi verða til þess að Kínveijar færðust ofar í fæðustig- ann. Alþjóðabankinn spáði því lika að matvælaframleiðslan mundi auk- ast jafnt og þétt. En sérfræðingum bankans láðist að taka það með í reikninginn að þar sem þéttbýlið er mikið, eins og i Kína, áður en iðnvæðing gengur i garð, dregur úr afkastagetu í landbúnaðarfram- leiðslu. Sú þróun á sér fordæmi fyrr á árum að því er varðar bæði Japan, Suður-Kóreu ogTaivan. Um miðbik aldarinnar var jafnvægi í þessum löndum milli kornfram- leiðslu og neyslu. Þegar hagur vænkaðist fór neyslan langt fram úr framleiðslunni. Japanir leystu málið með korninnflutningi sem nemur nú 75% af neyslunni. Sama staða mun koma upp í Kína eins og var í Japan fyrir 30 árum. Mun- urinn er hins vegar sá að í Japan búa aðeins 120 milljónir en Kínverj- ar eru 1,2 milljarður. Þar mun vand- inn hafa mun víðtækari áhrif. Lester R. Brown skrifaði grein um þetta mál í haustútgáfu tima- rits stofnunarinnar undir fyrirsögn- inni: „Hver ætlar að sjá Kínveijum fyrir mat?“. Þessi grein vakti at- hygli í heimspressunni og var m.a. íjallað um hana í New York Times og Wall Street Journal og í bresku útvarpsstöðinni BBC. Kínveijar mótmæltu og sögðust geta verið sjálfum sér nógir. Lester R. Brown færi með rangt mál. Deilan milli hans og stjórnvalda í Kína stendur enn. En Brown ítrekar að með þess- um viðvörunum sé hann ekki að gagnrýna Kínveija og hann sýni stefnu þeirra í fólksíjölgunarvanda- málum meiri skilning en flestar þjóðir á Vesturlöndum. „Þessi grein um Kína hefur vak- ið meiri viðbrögð en nokkur önnur sem ég hef skrifað svo ég er nú með sérrit um málið í smíðurn," segir hann. „Ég var á ferð í Japan á dögunum. Þar hafði greinin líka vakið athygli því Japanir höfðu ein- göngu litið tií Kína í ljósi þess að þar yrði vænlegt til fjárfestingar í framtiðinni. Þeim hafði ekki komið til hugar að iðnvæðingin í Kína gæti orðið til að knýja fram verð- hækkun á korni á heimsmarkaðin- um, en það kæmi Japönum afar illa. Málið er ekki einfalt. Eitt er þó víst að ekki er hægt að stöðva iðnvæð- ingu í ríkjum þriðja heimsins til þess eins að iðnríkin geti búið við velmegun um ókomin ár. Allar þjóð- ir heims vilja ná því marki að búa við velmegun. Þess vegna þarf að endurskoða og endurmeta auðlindanýtingu jarð- arbúa og þeir sem búa í velferðar- ríkjum nú þurfa jafnvel að sætta sig við lakari kjör. Við hér hjá Worldwatch-stofn- unni eigum okkar andmælendur eins og við er að búast,“ segir for- stöðumaðurinn, „okkur er borið á brýn að við höldum uppi hræðslu- áróðri sem jaðri við skerðingu á frelsi einstaklingsins til athafna og þessu hugtaki gefið nafnið um- hverfissósíalismi! En það er alger óþarfi að ýkja um ástand náttúru- auðlinda jarðar. Allir sjá og vita hvernig málum er þar komið. I fyrir- lestrarferðum mínum bendi ég efa- semdarmönnum á þær fjölmörgu viðurkenningar sem Worldwatch- stofnunin hefur hlotið. Útbreiðsla ritanna sem gefin eru út á okkar vegum segir líka sína sögu. Og þegar ég verð var við að menn ef- ist um að málflutningur okkar nafi við rök að styðjast, bendi ég á að ritið okkar State of the World er notað við kennslu á eitt þúsund háskólakúrsum í Bandaríkjunum. Sú staðreynd er órækur vitnisburð- ur um vönduð vinnubrögð." Höfundur er Karl Blöndal, fréttamaður Morgunblaðsins í Bandarikjunum. myndir setja svip á samtíðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.