Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 F 13 NATTURUVERNDARÁR EVRÓPU Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi G ARÐYRKJUSKÓLI ríkisins er rekinn að Reykjum í Ölfusi. Ríkissjóður keypti Reyki árið 1930 og stuttu seinna var reist þar vinnu- og hressingarhæli fyrir berklaveikt fólk sem rekið var fram til ársins 1938. Garðyrkjuskól- inn var stofnaður ári seinna eða árið 1939. Reykir eru oft nefndir í ís- landssögunni og að Reykjum eyddi Ingólfur Arnarson síðustu æviárum sinum. Hann er síðan talinn heygður í Inghóli á Ingólfsfjalli. Næst koma Reykir fram á sögusviðið á Sturl- ungaöld en þá setur þar staðfestu sína Gissur jarl Þorvaldsson. Einnig virðist Ögmundur Pálsson hafa haft bækistöð að Reykjum. Gissur Einars- son biskup veitti Oddi Gottskálkssyni Reyki er hann hafði þýtt Nýja testa- mentið fyrstur manna á íslensku. Oddur býr að Reykjum 1540-1546 og vinnur þar eljuverk við að þýða bækur fýrir Guðs kristni. Hálfdán Jónsson lögréttumaður býr á staðn- um um 1700 og skrifaði hann lýsingu Ölfushrepps. Kirkja var á staðnum frá 1200 til 1909. Að Reykjum er nátturufar og lífríki mjög fjölbreytt og eru Reykir kjörinn staður til nátt- uruskoðunar. Þar er jarðhiti mikill og hverir sem laðað hafa að ferða- menn og náttúrufræðinga allt frá því á 18. öld. Nemendur skólans skólaárin 1994-1996 eru fjörutíu og sex talsins á fjórum brautum. Meðalaldur nem- enda er 28 ár sem er mikil breyting frá því sem áður var þegar margir nemendur komu í skólann beint úr grunnskóla. Þetta má að stórum hluta rekja til hugarfarsbreytingar í þjóðfélaginu varðandi umhverfis- og garðyrkjumál auk þess sem inntöku- skilyrðum hefur verið breytt. Nú er krafist undirbúningsnáms í fjöl- brauta- eða menntaskólum og stór hluti nemenda hefur lokið stúdents- prófi. Á umhverfisbraut eru ellefu nem- endur í umhverfis- og náttúruvemd- arnámi. Umhverfisbraut tók til starfa 1988 og markmið námsins er að veita fræðslu í umhverfis- og nátt- úruvemd og nýtingu mannsins á umhverfinu í leik og starfi. í bóklega náminu sem er tveir vetur og verkn- áminu sem er sautján mánuðir öðlast nemendur fagþekkingu er eflir skiln- ing þeirra á samþættingu náttúruu- mönnunar, verkstjórnunar og fræðslu. Nemendur af umhverf- isbraut fara flestir til starfa við eftir- lit, fræðslu og umönnun á útivistar- - að veita fræðslu í náttúru- og um- hverfisvernd. svæðum, fólkvöngum og þjóðgörð- um. Á Garðplöntubraut eru nú 14 nem- endur. Garðplöntubraut tók til starfa 1978 og markmið námsins er að veita fræðslu um uppeldi á garðplönt- um, skjólbeltaplöntum og skógarp- löntum. Mikil áhersla er lögð á plöntuþekkingu hvað varðar tré, runna, fjölær blóm og sumarblóm. Skrúðgarðyrkjubraut tók til starfa árið 1976 og er markmið námsins að veita fræðslu um undirstöðuatriði við byggingu garða, viðhald þeirra og umhirðu ásamt klippingu trjáa og runna. Þar sem skrúðgarðyrkja er lögbundin iðngrein stunda nem- endur verknám hjá viðurkenndum skrúðgarðyrkjumeisturum. Að námi loknu taka nemendur sveinspróf og vilji þeir fá meistararéttindi þurfa þeir að bæta við sig einu ári í meista- raskóla. Á Skrúðgarðyrkjubraut eru nú 13 nemendur. Blómaskreytinga- og markaðsbra- ut er yngsta brautin við skólann og tók til starfa árið 1990. Á brautinni eru nú átta nemendur að mennta sig í blómaskreytingum, sölu, geymslu, og notkun garðyrkjuafurða auk þess sem farið er í markaðsfræði og rækt- un plantna í heimahúsum. Við skólann er einnig Ylræktar- og útimatjurtabraut en hún er ekki starfrækt á þessu misseri. Ylræktar- og útimatjurtabraut býður upp á nám í ræktun matjurta, pottablóma og afskorinna blóma í gróðurhúsum ásamt útiræktun matjurta, geymslu- fræði og gróðurhúsabyggingafræði. Sumardagurinn fyrsti Sú hefð hefur skapast að nemend- ur hafa opið hús í Garðyrkjuskól- anum á sumardaginn fyrsta annað hvert ár. Þetta er afar skemmtileg hefð og hefur mælst mjög vel fyrir og hafa gestir verið á bilinu 4- 6.000. Margt er að skoða að Reykjum auk þess sem nemendur verða með kynn- ingu á bcautum skólans og ýmis fyr- irtæki tengd garðyrkju verða á staðnum að kynna vörur sínar. Gest- ir geta svo keypt sér kaffi og með því á milli þess sem gengið er um Mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar í nágrenni þéttbýlis AÐILDARLÖND Evrópuráðs- ins leggja mikla áherslu á umhverfis- og náttúruvernd og vilja stuðla að aukinni þátttöku alls almennings við þann málstað. Evrópuráðið stóð að sérstöku náttúruverndarátaki árið 1970 sem þótti takast vel. Þá var lögð áhersla á fjölgun friðlýstra svæða og varðveislu fjölbreytileika lífrí- kisins. Á Náttúruverndarári Evrópu 1995 er lögð áhersla á útivist í nágrenni þéttbýlissvæða og þátt- töku bæjar- og sveitarfélaga í verndun náttúrulegra svæða utan friðlýstra eða hefðbundinna úti- svæðið og kíkt inn í gróðurhúsin sem hafa ýmislegt að geyma. Sem dæmi má nefna að í einu húsinu eru ræktaðar bananaplöntur auk ýmissa annarra suðrænna og skemmtilegra plantna. Þá eru í einu húsi pottap- löntur af öllum mögulegum og ómögulegum tegundum. í stærsta gróðurhúsi landsins geta gestir litið á verk skrúðgarðyrkjunema og kannski kvikna þar einhveijar hug- myndir um útfærslu á einkagarðin- um. Auk alls þess sem að framan er nefnt verður á boðstólum íslenskt grænmeti og geta þeir sem áhuga hafa litið ínn í ræktunarhúsin og kynnt sér hvernig ferlið er frá því að plöntunni er komið fyrir í gróður- húsi og tii þess er hún er komin á disk neytenda. Gestir geta einnig leitað ráða varðandi þau vandamál sem við er að etja í garðyrkjunni og munu nemendur reyna af fremsta megni að svara þeim spumingum sem upp kunna að koma. Þá stendur öllum gestum sýningarinnar til boða að fara endurgjaldslaust í sund í sundlauginni í Laugaskarði sem er ein skemmtilegasta sundlaug lands- ins með náttúrulegu gufubaði og heitum pottum. Elín Óladáttir nemandi í Garðyrkjuskóla ríkisins. Náttúruminjagangan RAÐGÖNGUR hafa verið nær árvissar í ferðaáætlun ferða- félagsins undanfarin ár og oftast notið mikilla vinsælda. Lýðveldis- gangan í fyrra sló fyrri aðsóknarmet en þá voru 1.165 þátttakendur. í þeirri raðgöngu kom til ný ferðatil- högun, þ.e. ferðir vom færri og hún náði yfir styttra tímabil en áður. Þetta gafst það vel að raðgangan 1995, sem kölluð hefur verið nátt- úmminjagangan, verður með svip- uðu sniði, en gönguleiðin að sjálf- sögðu önnur. Náttúruminjagangan er eitt af því sem ferðafélagið vill leggja að mörk- um í tilefni náttúruverndarársins 1995 sem Evrópuráðið og aðild- arlönd þess standa fyrir. Markmið náttúmverndarársins er ekki síst að vekja athygli á náttúruvernd utan firðlýstra svæða. Á náttúruminja- skrá em einmitt svæði og staðir sem ekki hafa enn verið friðlýstir. Upp- hafsgangan hefst núna á sunnudag- inn kemur, 23. aprfl, við Suðurnes á Seltjarnarnesi og verður gengið að hringsjá ferðafélagsins á Val- húsahæð og áfram eftir því sem tími leyfir. í næstu áföngum er farið upp að Elliðavatni og síðan suður í Kald- ársel og áfram með Reykjanessfjall- garði að ströndinni við Selatanga þar sem göngunni lýkur með fjöl- skyldu- og fræðsluferð þann 25. júní. Þetta er ákaflega fjölbreytt göngu- leið en meðal staða á náttúrminja- skrá sem þarna koma við sögu má nefna Suðurnes og Seltjarnarnes- fjömr, Valhúsahæð, Öskjuhlíð, Ellið- árdal, Myllulækjartjörn, Vífilsstaða- vatn, Búrfellsgjá, svæði við Trölla- dyngju á Reykjanesskaga og Katla- hraun við Selatanga. Göngurnar eru í ferðaáætlun ferðafélagsins merktar með N-1 til N-8.1 ferðina á sunnudaginn verður rútuferð frá Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6, kl. 13 með viðkomu á BSÍ, austan megin, en einnig verður hægt að mæta á eigin vegum út í Suðurnes. Þessi fyrsta ganga verður fyrir alla fjölskylduna en áfangarnir verða síðan tvískiptir, það er að jafn- an verður styttri og lengri ganga í boði. Ferðafélagið vill hvetja sem flesta til þátttöku, en ferðir félagsins eru öllum opnar. Þátttökuseðill í göngunni gildir sem happdrætti- smiði og einnig verður viðurkenning veitt þeim sem fara flesta eða alla áfanga. - Leysir máliö! Fjölbreyttir möguleikar - ódýrara og auöveldara en þú heldur.) Hentar fyrir GRÆNMETISRÆKT - GRÓÐURSVÆÐI - SKRÚÐGARÐA - LEIKSVÆÐI FÓTBOLTAVELLI (gras-, gervigras- og malarvelli) - GOLFVELLI o.fl. Leitið nánari upplýsinga. w~\ 4ív vistarsvæða. Jafnframt er lögð áhersla á að hvetja fólk til að temja sér betri umgengni og vakna til vitundar um lífríkið, náttúruna og umhverfið. Undirbúningsnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur unn- ið síðastliðin ár að undirbúningi vegna þess átaks og vonar að sam- tök, fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar láti til sín taka og leggi fram sinn skerf til náttúru- verndar- og umhverfismála í sum- ar í sínu heimahéraði. Baldvin Jónsson, formaður undirbúningsnefndar. mm \ ÆMm RáSgjöf sérfræðingo u m gar&- og gró&urrækt GRÓÐURVÖRUR VERSIUN SÖIUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smi&juvegi 5 • 200 Kópavogi • Simi: 554 321 1 • Fax: 554 2100 rrot REGNERBAU CALW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.