Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 16
16 F FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUVERIUDARÁR EVRÓPU UNDUR Jökulsárgljúfra eru ótalmörg. Dettifoss er talinn voldugasti foss Evrópu og steypist ofaní Jökulsárgljúfur á þjóðgarðsmörkum í suðri. í HÓLMATUNGUM fer áin i gegn um sprungubelti og frá því streyma vatnsmiklar bergvatnslindir sem hoppa tærar og glitrandi út í kolmórautt jökulvatnið. Hér sem víða annars staðar í Gljúfrum eru það andstæðurnar sem heilla. Verndar- áætlanir AÁRINU 1994 fékk Náttúru- vemdarráð sérstaka fjár- veitingu til að vinna vemd- aráætlun um þjóðgarðinn í Jökuls- árgljúfram. En hvað er vemdará- ætlun? Hver era markmið slíkra áætlana og hvert er mikilvægi þeirra? Náttúruverndarár Evrópu Evrópuráðið tilnefndi árið 1995 náttúravemdarár Evrópu. Ráðið bendir á að ekki sé nægjanlegt að vemda náttúruna á friðuðum svæð- um ef utan þeirra fái náttúran ekki að þróast á eðlilegan máta og legg- ur sérstaka áherslu á land utan friðlýstra svæða og í nágrenni þétt- býlis. Forsögn Evrópuráðsins má túlka svo að ýmis viðhorf til lands og náttúra og vinnuaðferðir sem hingað til hafa tíðkast innan frið- lýstra svæða þurfi einnig að gilda utan þeirra. Fók þarf alls staðar að temja sér virðingu fyrir náttúra hvers staðar og varkárni í um- gengni við hana, jafnvel líka inni í borgum. í náttúruvemd felst að nýta skjmsamlega þegar til langs tíma er litið, taka aðeins höfuðstólinn en láta vextina óhreyfða.. Þar sem illá hefur verið farið með“náttúra felst vemd í því að hlúa að henni, græða og annast. Maðurinn ræktar, bygg- >r og mótar landið og gerir það um leið fábreyttara, lagar það að smekk og löngun hverrar kynslóðar. Mannshugurinn, þótt víðsýnn sé og hugmyndaríkur, getur ekki látið sér detta í hug öll þau tilbrigði um- hverfisins sem náttúran hefur skap- að í milljónir ára. Náttúravemd á friðlýstu svæði er að láta það í friði, viðurkenna að svæðið gefí mest af sér ef það fær sjálft að ráða breyt- ingum, bæði á landi og Kfi. Friðlýst svæði era af ýmsum gerðum og með margvísleg markmið en eitt hið mikilvægasta er að viðhalda fjölbreytileika. Leita hans, finna hann, fræða um hann svo að fólk skilji mikilvægi hans og virði hann. Það getum við líka gert í nágrenni þéttbýlis. Friðlýst svæði Fólkvangar era fyrst og fremst í nágrenni þéttbýlis. Á íslandi er þeim stjómað af sveitarfélögum í samráði við Náttúravemdarráð. Meginhlutverk fólkvanga er að veita fólki greiðan aðgang að nátt- úra. Gott dæmi um fólkvang er Bláfjallafólkvangur. Sambærilegt landsvæði fjarri þéttbýli væri vart friðlýst enda skæri það sig líklega ðkki úr umhverfinu. Nálægðin við mesta þéttbýli landsins gerir það mikilvægt að tryggja aðgang al- mennings að svæðinu og að opin- berir aðilar setji reglur um um- gengni og breytingar á landi þar og fylgi þeim eftir. Þó svo leitast sé við að vernda náttúra fólkvanga þá er oft horft í gegnum fíngur sér með framkvæmdir sem þjóna fólki sem þangað sækir. Meginmarkmið fólkvanga er jú að auðvelda fólki aðgang að náttúru. Friðlönd era annars eðlis. Þau eru stofnuð þar sem náttúran er sérstök, t.d. einstakar landslags- gerðir, mikilvæg gróðurlendi eða fuglalíf. Friðunin er gerð til þess að koma í veg fyrir að svæðunum verði spillt af gáleysi eða græðgi núlifandi kynslóðar. Nærri hálfrar aldar gömul orð Sigurðar Þórarins- sonar jarðfræðings eru enn í fullu gildi: „Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum og póli- tískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúramenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Það er ekki sjálfgefið að friðlönd séu ferða- mannastaðir. Óheftar heimsóknir fólks geta komið í veg fyrir að til- gangi friðlýsingar sé náð t.d. þar sem hann er sá að gefa náttúranni grið svo að hún fái viðhaldið sér eða til þess að maðurinn geti aflað sér mikilvægrar þekkingar um hana. Mjög fá svæði njóta strangr- ar náttúrufriðunar á íslandi, Surts- ey er þó gott dæmi um slíkt, en mörg svæði njóta takmarkaðrar friðunar. Þjóðgarðar eiga samkvæmt skilgreiningu að feta þrönga slóð og fara bil beggja. Þeir era stofnað- ir þar sem land er sérstakt, jafnvel einstætt, og ber þess vegna að njóta friðunar. En þjóðgarðar eiga líka að vera opnir fólki svo að það geti komið og notið náttúrannar án þess að hún skaðist. Friðlýst svæði - fyrirmyndir Vísindaleg þekking manna á umhverfinu eykst stöðugt. Jafn- framt verður augljósara að skilning skortir á flóknu samspili umhverfis- þátta og þeim áhrifum sem gjörðir mannsins geta haft á náttúra Jarð- arinnar. Menn sjá að aldrei er of varlega farið. Á friðlýstum svæðum er reynt að flana ekki að neinu. Metið er hvort framkvæmdir sem fyrirhug- aðar eru séu bráðnauðsynlegar og ef svo er þá er reynt að sjá fyrir hugsanleg áhrif þeirra áður en haf- ist er handa. Tekið er tillit til þeirr- ar náttúru sem fyrir er og starfsemi mannsins löguð að henni svo að sem minnstu sé raskað. Náttúran er skoðuð, gerð aðgengileg, hún sýnd og um hana kennt til að auka virð- ingu sem flestra fyrir henni. Fylgst er með hvort umsvif mannsins breyti náttúranni til verri vegar og komi það í ljós er reynt að bæta úr. Til þess að allt þetta sé unnt verður að rannsaka náttúruna ítar- lega, skrá þau verðmæti sem hún geymir og gera áætlun um á hvern hátt þau verði best vernduð. V er ndaráætlanir Erlendis er löng hefð fyrir sér- stökum áætlunum um tilhögun á náttúruvemdarsvæðum svo að markmið með friðun þeirra náist. Brautryðjendur á því sviði, sem flestum öðrum sem tengjast friðlýs- ingu lands, eru Bandaríkjamenn. Þeir hafa allt frá upphafi Þjóð- garðastofnunarinnar árið 1916 lagt vinnu í að skipuleggja verndun frið- lýstra svæða. Á síðustu áratugum hafa þeir unnið miklar og vandaðar vemdaráætlanir um þjóðgarða sína og önnur friðlýst svæði. A náttúru- vemdarsvæðum Vesturheims hefur líka í áratugi verið stunduð öflug umhverfisfræðsla svo að fastagestir þjóðgarða era margir áhugasamir um áætlanagerðina og eru mjög hæfir til að hafa áhrif á vinnuna bæði af fagmennsku og ábyrgð. Aðrar þjóðir hafa fetað dyggilega í spor brautryðjendanna. A öllum Norðurlöndunum eru gerðar vernd- aráætlanir um friðlýst svæði, frá árinu 1972 hefur verið lögbundið í Bretlandi að gera verndaráætlanir um útivistarþjóðgarða og þannig mætti áfram telja. Gerð vemdaráætlunar hefst á að safnað er upplýsingum um svæðið og helstu auðlindum þess lýst, jarð- myndunum, fjöllum, vötnum, foss- um, landslagi, gróðri, dýrum, forn- minjum, sögu, leiðum, náttúrufeg- urð, veðri, víðáttu, kyrrð, aðstæðum til útivistar. Mikilvægt er að þessar grunnupplýsingar séu ítarlegar og góðar, allt annað byggir á þeim, og þær eru nauðsynlegar til að hægt sé að fylgjast með breytingum á svæðinu. Síðan er reynt að meta verðmæti náttúralegra, menningar- legra og félagslegra auðlinda svæð- isins bæði í nútíð og framtíð fyrir heimamenn, þjóðina alla og á heimsvísu. Loks era settar „fram rökstuddar tillögur um verndun eða friðun hverrar auðlindar svo að gildi hennar skerðist ekki, að svo miklu leyti sem menn fá við það ráðið. Tilgangurinn er að allar ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna svæðis- ins verði markvissar og byggist á þekkingu og yfírsýn svo að komandi kynslóðir hafi ekki síðri möguleika en núlifandi að njóta svæðisins. Verndaráætlun um ákveðið svæði verður ekki gerð í eitt skipti fyrir öll heldur þarf hún að vera í stöðugri endurskoðun í kjölfar auk- innar þekkingar á náttúranni og breyttra áherslna í náttúruvernd. Núna er t.d. verið að endurskoða mörk elsta þjóðgarðs í heimi, Yellowstone. í ljós hefur komið að heita vatnið sem gýs úr hveram þjóðgarðsins á upptök sín í geymi í jarðlögunum, mun víðáttumeiri en hingað til hefur verið talið. Nýting vatns úr geyminum utan þjóðgarðs- ins gæti haft áhrif á hverina innan hans og rýrt gildi þjóðgarðsins. Þess vegna er leitast við að friðlýsa miklvæg svæði utan þjóðgarðsins og bæta þeim við þjóðgarðinn. Verndaráætlanir á íslandi Skortur á ýmsum grunnrann- sóknum á náttúru landsins, og verndaráætlunum sem byggja á þeim, verður til þess að náttúru- vemdargildi svæða era oft óljós þótt metið hafi verið gildi svæðanna til annars konar landnýtingar svo sem landbúnaðar, orkunýtingar eða ferðamennsku. í hefðbundnu skipu- lagi er hætta á að hallað sé á nátt- úruvernd vegna þess misvægis sem ríkir á milli verndaráætlana annars vegar og t.d. virkjanaáætlana hins vegar. Almennt er viðurkennt að náttúruvernd borgi sig þegar til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.