Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 2
2 G FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR Sjónvarpið Stoð tvo FÖSTUDAGUR 21. APRÍL |f| QO nr ►Heymæði (Hofeber) nl. fct.UO Dönsk bíómynd frá 1991 byggð á sögum eftir Leif Pand- uro um dómara sem lendir í ógurlegum hremmingum. Leikstjóri: Annelise Hovmand. Aðaihlutverk: Frits Helmut, Lisbeth Dahl og Kirsten Lehfeldt, Axel Strobye og Peter Schröder. Þýð- andi: Veturliði Guðnason. LAUGARDAGUR 22. APRÍL VI nn 00 ►Doors Bandarísk Al. 4Ú.UU bíómynd frá 1991 um ævi og listamannsferil rokksöngvar- ans Jims Morrisons í hljómsveitinni Doors sem starfaði frá 1966 til 1971. SUIUNUDAGUR 23. APRIL VI nn 1C ►Hamingjusöm fjöl- nl. LL.HU skylda (Stastna rob- ina) Tékknesk sjónvarpsmynd frá 1993 sem fjallar á grátbroslegan hátt um dæmigerða smáborgaraijölskyldu og raunir hennar. FIMMTUDAGUR 27. APRIL V| 01 Ot ►Þögull ferðalangur l»l. L l.4u (A Silent Traveller) Kúrdísk bíómynd um lífið í stríðs- hijáðu þorpi í Kúrdistan. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 21. APRÍL VI ni IC ►Viðundraveröld nl. L 1.40 (Cool World) Blandað er saman ólíkri tækni teiknimynda og lifandi mynda. Hér segir af teikni- myndahöfundinum Jack Deebs sem lendir fyrirvaralaust inni í tvívíddar- heiminum sem hann skapaði. Mnn nr ► lllur snýr aftur . Lv.Lv (When a Stranger Calls Back) Julie er ung barnapía sem fær óvænta heimsókn frá ókunnugum manni seint um kvöld. Hann segir að bíll sinn hafi bilað og að hann þurfí að komast í síma til að hringja eftir aðstoð. Julie þorir ekki að hleypa manninum inn i húsið og býðst til þess að hringja fyrir hann. Stranglega bönnuð börnum. Kl. 1. | ►Kviksyndi (Quick- sand: No Escape) Doc er spilltur einkaspæjari sem kemst á snoðir um að Scott Reinhart, virðuleg- ur arkitekt, hafí átt aðild að morðmáli. LAUGARDAGUR 22. APRÍL V| 01 Cf| ►Eg giftist axar- l»l. L l.llU morðingja (So I Married an Ax Murderer) Mike Myers úr Wayne’s World er hér í hlutverki Charlies Mackenzie sem er mikið upp á kvenhöndina en forðast fast sam- band eins og heitan eldinn. Hann hef- ur átt ótal kærustur en alltaf tekist að losna frá þeim tímanlega með ein- um eða öðrum hætti. Viðhorf hans til kvenna breytast hins vegar þegar hann kynnist ungfrú Harriet Michaels en hún rekur kjötbúð í San Francisco. Bönnuð börnum. MOO OC ►Síðasta launmorðið . LÚ.L J (The Last Hit) Mich- ael Grant er afburðagóð leyniskytta sem starfaði á vegum bandaríska hers- ins í Víetnam en hefur hlaupist undan merkjum. Þegar honum býðst tæki- færi til að myrða Gyp ofursta, sem drap víetnamska kærustu hans með köidu blóði, þarf hann varla að hugsa sig um tvisvar. Stranglega bönnuð börnum. Kl. <| ^ jj ►Tvi'drangar (Twin Peaks: Fire Walk With Me) Ung stúlka hefur verið myrt og lík hennar er slætt upp úr Wind-ánni í Washingtonfylki. Leitin að morðingjanum ber alríkislögreglu- manninn Dale Cooper til smábæjarins Tvídranga í Bandaríkjunum. Strang- lega bönnuð börnum. SUNNUDAGUR 23. APRÍL Ifl 911 qi; ►Til varnar giftum lll.4U.UU manni (In Defence of a Married Man) Laura Simmons er traust eiginkona, góð húsmóðir og frá- bær lögfræðingur. Hún þarf á öllum þessum kostum sínum að halda þegar ótrúr eiginmaður hennar er sakaður um að hafa myrt hjákonu sína. Laura verður að sinna skyldum sínum við Robert þótt allir telji fullvíst að hann sé sekur, meira að segja sonur hans. Vonbrigðin eru við það að bera hana ofurliði en hún verður að harka af sér og veija bamsföður sinn fyrir rétti. Kl 9? Áfl lausu (Singles) III. 4U.4U Rómantísk gaman- mynd um lífsglatt fólk á þrítugsaldri sem leitar stöðugt að hinni sönnu ást en forðast hana þó eins og heitan eld- inn. MÁNUDAGUR 24. APRÍL Kl 9Q 9R ►Njósnarinn sem lll. LÚ.LÚ elskaði mig (The Spy Who Loved Me) Óður skipakóngur hefur tekið kjamorkukafbáta frá Bret- um og Rússum traustataki og hefur í hyggju að hefja kjarnorkustríð sem myndi þvinga þjóðir heims til að taka sér búsetu undir yfirborði sjávar. Ráðamenn í Bretlandi og Rússlandi taka höndum saman og gera bestu njósnara sína, James Bond og Anyu Amasovu, út af örkinni. ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL M9Q Qfl ►Herbergið (The L- • Lu.uU Shaped Room) Bresk, þriggja stjörnu mynd um franska konu sem kemur til Lundúna og fær sér herbergi í niðumíddu gistihúsi. Þar búa margir skrýtnir fuglar og brátt takast ástir með þeirri frönsku og ungum, ráðvilltum rithöfundi. Bönnuð börnum MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL Kl 00 qn ►Óður til hafsins III. L U. U U (Prince of Tides) Tom Wingo kemur til New York í von um að geta hjálpað systur sinni sem hefur reynt að stytta sér aldur. Hann hefur náið samstarf við geðlækninn Susan Lowenstein og þarf hún að grafa upp ýmis viðkvæm leyndarmál sem tengj- ast sögu Wingo-íjölskyldunpar til að geta linað þrautir systurinnar. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL K| 00 1|| ►Sjónarvotturinn III. LL. IU (Fade to Black) Spennumynd um félagsmannfræðing- inn Del Calvin sem skráir athafnir nágranna sinna á myndband og notar upptökurnar við kennslu. Kvöld eitt kveikir hann annars hugar á mynd- bandstökuvélinni sem er beint að íbúð snoturrar ljósku að nafni Victoria Kil- burn. Bönnuð börnúm. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BIÓBORGIN / bráðri hættu -kir-k Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. Rikki ríki ★ ★ Dálagleg barnaskemmtun um ríkasta drenghnokka í heimi sem á allt nema vini. Macaulay Culkin fer hnignandi sem stjarna. Cobb kkk Ron Shelton leikstýrir vel skrifaðri mynd um skrímslið og goðsögnina Ty Cobb af krafti og Tommy Lee Jones leikur hrottann af mikilli innlifun svo úr verður einsleit en eftirminnileg mynd. Litlu graiiararnir k k Ágæt barnamynd sem fer rólega í gang en vinnur á eftir því sem á líð- ur. Litlu krakkamir standa sig vel, þó ekki með sömu ágætum og hinir sögufrægu forverar þeirra í Our Gang stuttmyndunum. Afhjúpun k kk Hún tælir hann í ófyrirleitnu valda- tafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. BÍÓHÖLLIN í bráðri hættu (sjá Bíóborgina) Slæmir félagar k'A Spennumynd með heldur ómerkilegum aðalpersónum og lítilli spennu í þokka- bót. Táldreginn kkk Linda Fiorentino fer á kostum sem voðakvendi í frábærri spennumynd um konu sem gerir allt fyrir peninga. „Ný-noir“ tryllir eins og þeir gerast bestir. Gettu betur kkk Robert Redford hefur gert fína mynd um frægt sjónvarpshneyksli vestra á sjötta áratugnum þegar sjónvarpið eins og missti meydóminn. Góður leik- hópur sem stendur sig með prýði og endursköpun fyrstu ára sjónvarpsins er frábær. Sagan endalausa 3 k'A Þriðja myndin um hættumar sem steðja að ævintýralandinu Fantasíu. Heldur klént allt sáman. HÁSKÓLABÍÓ Orðlaus kk Rómantísk gamanmynd sem á marga ágæta spretti enda Michael Keaton og Geena Davis skemmtileg í aðaihlut- verkum en endirinn er væmið Holly- woodnúmer sem skemmir mikið fyrir. Barnið frá Macon kk Ný mynd Peters Greenaways er mikið fyrir augað en sviðsetningin er þung- lamalég og leikurinn svona bærilegur. Enginn íslenskur texti. Nakinn í New York k'Á Rómantísk gamanmynd um fólk á listabrautinni sem vaknar aldrei al- mennilega til lífsins og hefur á endan- um sáralítið nýtt fram að færa. Eng- inn íslenskur texti. Ein stór fjöiskyida k'A Kúgaður kærasti barnar fímm á einu bretti. Þokkaleg hugmynd fær slæma úrvinnslu í flesta staði. Stökksvæðið k'A Góð háloftaatriði eru nánast það eina sem gleður augað í íburðarmikilli en mislukkaðri spennumynd sem reynist ekki annað en B-mynd í jólafötunum. Nell kk'h Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem framleiðir og fer með titilhlutverk ungrar konu er hefur ekki komist í kynni við samtíðina. Skógardýrið Húgó kk Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. Forrest Gump kkk'A Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ Heimskur heimskari kkk Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. Inn um ógnardyr k k Ný hrollvekja frá Carpenter setur hann ekki aftur á toppinn en það eru hlutir í henni sem eru ágætir. Vasapeningar k Óttalega ómerkileg og væmin mynd um strák sem fínnur nýja konu handa föður sínum. Corrina, Corrina kk Meinleysisleg mynd um samdrátt blökkukonu og hvíts manns á sjötta áratugnum. REGNBOGINN Parísartískan kk Nýjasta mynd Roberts Altmans er hvergi nærri eins góð og hinar tvær sem komu á undan. Minni menn hafa svosem orðið fómarlömb Parísartís- kunnar. Týndir í óbyggðum k k Ævintýramynd gerð í Lassí-hefðinni um ungan dreng og hundinn hans, sem villast í óbyggðum. Ekki svo galin ftöl- skylduskemmtun. Rita Hayworth og Shawshank- fangelsið kkk í alla staði sérlega vel gerð mynd um vináttu innan fangelsisveggjanna og meinfyndna hefnd. Robbins og Free- man frábærir saman. Himneskar verur kkk'A Afburðavel gerð mynd sem gefur inn- sýn í andlega brenglun tveggja ungl- ingsstúlkna er hefur í för með sér hrottalegar afleiðingar. / beinni k'A Hringavitleysa um þijá þungarokkara sem yfírtaka útvarpsstöð. Góðir leikar- ar innan um og eintaka brandarar hlægilegir en svo er það búið. Reyfari kkk'A Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. SAGABÍÓ Banvænn leikur kkk Lögfræðiprófessor kemur dauða- dæmdum fanga til hjálpar í ágætlega gerðum trylli þar sem Sean Connery er traustur sem fyrr í hlutverki hins réttláta manns. Rikki ríki (sjá Bíóborgina) Konungur Ijónanna kkk Pottþétt fjölskyiduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfínnanlegri íslenskri tal- setningu. STJÖRNUBÍÓ Bardagamaðurinn kk Mynd sem er nánast tölvuleikur á tjaldi enda byggð á einum slíkum. Tæknibrellujmar og Raul Julia standa uppúr. Vindar fortíðar kkk Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega stórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir. Matur, drykkur, maður, kona k k k Frumþarfimar teknar fyrir af hinum snjalla tævanska leikstjóra Ang Lee. Fjölskylduvandamál roskins fóður og þriggja dætra skoðuð í gamni og alvöru. Á köldum klaka kkk Ungur Japani kynnist landi og þjóð í vetrarham í þessari nýjustu mynd Friðriks Þórs. Kynni hans af mönnum og draugum sýnd í skondnu ljósi og mörg góðkunn viðfangsefni leikstjór- ans í forgrunni eins og sveitin og dauð- inn og hið yfimáttúrulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.