Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 G 7 SUIMNUDAGUR 23/4 Dorís í hvítu, með sex marglitum skjólstæðingum. Doris vinur dýranna Aukid ofbeldi ladar áhorfendur að Söguhetjur í þáttunum Stræti stórborgar, liggja í valnum. Þátturinn um Seinfeld, sem er sex ára, virðist sem nýr, því fáir hafa horft á hann til þessa. DORIS Day var bjartasta vonin, drottning úthverfahúsmæðranna og helsti gleðigjafí Rocks Hudsons að því er virtist á sjötta áratugnum. Doris á engan sinn líka á breiðtjald- inu í dag og spurningin er hvort áhorfendur þurfí ekki meira á henni að halda nú en nokkru sinni. Nýver- ið tók tímaritið Vanity Fair ítarlegt viðtal sem fröken Day veitti góðfús- lega eftir langt fjölmiðlahlé en hún er önnum kafin við störf í þágu gæludýra. - Hvert er þitt helsta sérkenni? „Bjartsýni." - Hvað finnst þér merkast af því sem þú hefur afrekað? „Allt sem ég hef unnið í þágu dýranna." - Hvar og hvenær upplifðir þú mesta hamingju? „Sumrin í Trenton, Ohio, í bernsku og þegar ég byijaði að vinna hjá Wamer bræðrum." - Hvað er fullkomin hamingja að þínum dómi? „Ég vildi að ég vissi svarið við því.“ - Hvað er þér dýrmætast? „Gæludýrin mín.“ - Hvar myndir þú vilja búa? „Hér í Carmel í Kaliforníu." - Hvað óttast þú mest? „Að fljúga.“ - Hvað fellur þér síst í eigin fari? „Fulikomnunarárátta." - Hvað fellur þér verst í fari ann- arra? „Óheiðarleiki." - Hvaða eiginleiki er ofmetnast- ur? „Lítillæti." - Hvað lætur þú helst eftir þér? „Að fara í stórmarkaðinn." - Hvað leiðist þér mest? „Viðskipti." - Hvað fellur þér best í fari karl- manns? „Hreinskilni." - Hvað fellurþér best ífari konu? „Það sama.“ - Hvað metur þú mest í fari vina þinna? „Trúmennsku." - Ef þú ættir að endurfæðast í einhverju líki, hvað telur þú að það yrði? „Sem fugl. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé dásam- legt að fljúga en bara ekki í flugvél." - Ef þú mættir ráða? „Þá myndi ég vilja vera eitt gælu- dýranna minna.“ - Hvernig þætti þér best að deyja? „Ekki.“ UM tíma var allt útlit fyrir að bandaríska sjónvarpsstöðin CBS yrði í fyrsta sæti í slagnum um áhorfendur, þriðja sjónvarpsárið í röð. Nú hefur NBC hins vegar tek- ist að lokka til sín fleiri áhorfendur í febrúar en CBS og Fox, þökk sé nýju þáttunum um Bráðavaktina og skotárásum á söguhetjur í lög- regluþáttum. Markhópur sjónvarpsstöðvanna er á aldrinum 18-49 ára og var CBS í þriðja sæti í febrúar miðað við áhorfendafjölda, með þeim afleiðingum að sjónvarpsstjórinn Howard Stringer skipti um at- vinnugrein. Allt útlit er fyrir að sjónvarps- stöðin ABC velti CBS úr sessi þeg- ar fjöldi áhorfenda á sjónvarpsárinu ’94/’95 er mældur. Seinfeld á NBC hefur tekið við af Handlögnum heimilisföður sem besta gaman- þáttaröðin ef marka má undanfarn- ar vikur. Heimilisfaðirinn er sýndur á þriðjudagskvöldum á sama tíma og Feðgar, þáttur um útvarpssál- ræðinginn Frasier sem áhorfendur ríkissjónvarpsins þekkja. Seinfeld sem nýr Þetta er sjötta sjónvarpsárið sem þættirnir um Seinfeld eru sýndir og bjóst enginn við því að þeir myndu ná slíkum vinsældum. Einn framleiðendanna, George Shapiro, hefur sínar skýringar á því. „Fyrstu þrjú árin horfðu fáir á þáttinn. Hann er því sem nýr í augum margra áhorfenda," segir hann. Þættirnir um Súperman, sem sýndir eru á ABC-sjónvarpsstöð- inni, hafa loksins náð vinsældum eftir tveggja ára streð. Þáttaröð- in um Súperman er sýnd á sunnu- dagskvöldum en það sem helst hefur ógnað vinsældum hans er framhaldsmyndaflokkurinn Se- aQuest. Ungir drengir hafa mest dá- læti á vísindaskáldsögum að mati sjónvarpsmanna en svo virðist sem endalausar breytingar á Sea- Quest hafi latt þá til áhorfs. „Súperman hefur átt fylgi að fagna hjá unglingsstúlkum og kvenþjóðinni og svo virðist sem strákarnir séu búnir að fá leið á vísindapælingunum,“ segir Alan Sternfeld einn yfirmanna ABC Sjónvarpsstöðvarinnar. Skotárásir auka áhorf Þættirnir Stræti stórborgar, sem Stöð 2 hefur tekið til sýningar, fengu fjölda áhorfenda á árinu þeg- ar brugðið var á það ráð að láta eina sögupersónanna verða fyrir skotárás. „Vonandi þarf fleira til en blóð og innyfli til að laða að áhorfendur,“ segir Henry Bromell framleiðandi þáttanna, sem bera heitið Homicide og sýndir eru á NBC. Þegar þetta kom á daginn brá CBS á það ráð að láta skjóta á Rose Phillips lögreglukonu í framhaldsþáttunum Allt á huldu, eða Under Suspicion sem Sjónvarp- ið hefur sýnt tvisvar til þessa. UTVARP Rói I kl. 15.00. Ó, dýra list. Umsjón: Póll Heiðar Jónsson. (Þótturinn verður endurtekinn ó miðvikudagskvöld kl. 20.00.) RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.07 Morgunandakt: Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. Verk eftir Jóseph Haydn. — Strengjakvartett f d-moll ópus 103. Amadeus kvartettinn leikur. — Sköpunin, lokaþáttur. Werner Krenn, Erna Spoorenberg og Robin Fairhutst syngja með Ríkisóperukórnum og Ffl- harmóníusveit Vfnarborgar; Karl Miinchinger stjórnar. 9.03 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti) 10.03 Hingað þeir sóttu. Um heim- sóknir erlendra manna til ís- lands og afleiðingar af komu þeirra hingað. Umsjón: Kristín Hafsteinsdóttir. (Endurflutt nk. þriðjudagskvöld kl. 23.10) 10.45 Veðurfregnir. 11.00 Messa f Neskirkju. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson prédikar. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.45 Veðurfregnir, auglýsingar og tónlist. 13.00 Heimsókn. Umsjón: Ævar Kjartansson. 14.00 „Dalur draums og veru- leika". Um Dalalíf Guðrúnar frá Lundi. Umsjón: Dagný Krist- jánsdóttir. Iæsarar: Guðrún Ás- mundsdóttir og Sigurður Skúla- son. (Áður á dagskrá 12. mars sl.) 15.00 Ó, dýra list. Um- sjón: Páll Heiðar Jónsson. (Þátturinn verður endurtekinn á miðvikudagskvöld kl. 20.00.) 16.05 Umhverfismál við aldahvörf. „Ekki er allt með felldu" -umhverfismál á 20. öld. Björn Guðbrand- ur Jónsson flytur fyrsta erindi. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Sunnudagsleik- ritið: Ífígenía f Álfs eftir Evrípídes. Þýð- ing: Helgi Hálfdanar- son. Leikstjóri: Þor- steinn Gunnarsson. Leikarar: Sigurður Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Karl Guðmundsson, Theodór Júlfusson, Sigrún Edda Björns- dóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Ellert A. Ingimundarson. Kór kvenna frá Kalk- is: Soffía Jakobsdótt- ir, Hanna Marfa Karlsdóttir og Valgerður Dan. (Upptaka gerð í Borgarleikhúsinu f aprfl 1994) 17.40 Sunnudagstónleikar f umsjá Þorkels Sigurbjörnssonar. M.a.: Frá tónleikum Kammermúsfk- klúbbsins sunnudaginn 4. des. 1994 Kvintett f. klarinettu, 2 fiðlur, lágfiðlu og selló op. 30 eftir Paul Hindemith. 18.30 Skáld um skáld. Umsjón: Sveinn Yngvi Egilsson. 18.50 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Veðurfregnir. 19.35 Frost og funi. Helgarþáttur barna. Umsjón: Elfsabet Brekk- an. 20.20 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 21.00 Við endimörk vetrarbraut- arinnar. Rispa í umsjón Jóns Halls Stefánssonar og Jóns Karls Helgasonar. (Úrval úr dagskrá frá síðasta vetrardegi). 22.07 Tónlist á síðkvöldi. — Konsertínó fyrir klarinett, fag- ott og strengi eftir Richard Strauss. Manfred Weise og og Wolfgang Liebscher leika með Ríkishljómsveitinni 1 Dresden; Rudolf Kempe stjórnar. 22.27 Orð kvöldsins: Ellnborg Sturludóttir flytur. 22.30 Veðurfregnir. 22.35 Litla djasshornið. Art Bla- key’s Jazz Messengers leika franskan kvikmyndadjass frá 1959 og 1960. 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: Illugi Jökuisson. 0.10 Stundarkorn f dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur frá morgni) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Fríttir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.15 Funi. Helgarþáttur barna. Umsjón: Elísabet Brekkan. 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari 13.00 Þriðji maðurinn. Umsjón: Árni Þórarinsson og Ingólfur Mar- geirsson. 14.00 Helgarútgáfan. 16.05 Dagbókarbrot Þorsteins J. 17.00 Tengja. Umsjón Kristján Sigurjónsson. 19.32 Milli steins og sleggju. 20.30 Úr ýmsum áttum. Andrea Jónsdóttir. 22.10 Frá Hró- arskelduhátíðinni. Ásmundur Jóns- son og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.00 Heimsendir. Margrét Blön- dal og Siguijón Kjartansson. 24.10 Margfætlan - Þáttur fyrir ungl- inga. 1.00 Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPID 1.00 Veðurfregnir. Næturtónar. 2.00 Fréttir. 2.05 Tangó fyrir tvo. Svanhildur Jakobsdóttir. 3.00Næt- urtónar 4.00 Þjóðarþel. 4.30 Veð- urfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stefnumót með Ólafi Þórðarsyni. 6.00 Fréttir, veður, færð og flugsamgöngur. 6.05 Morguntónar. Ljúf lög f morguns- árið. 6.45 Veðurfréttir. ADALSTÖDIN FM 90,9 / 103,2 10.00 í upphafi. Þáttur um kristi- leg málefni. 12.00 Bjarni Arason. 16.00 Inga Rún. 19.00 Magnús Þórsson. 22.00 Lífslindin. 24.00 Ókynnt tónlist. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 8.00 Ólafur Már Björnsson. 13.00 Halldór Backman. 17.15 Við heygarðs- hornið. Bjarni Dagur Jónsson. 20.00 Sunnudagskvöld. Ljúf tónlist með Erlu Friðgeirsdóttur. 24.00 Næturvaktin. Fráttir lcl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BROSID FM 96,7 10.00 Gylfi Guðmundsson 13.00 Jón Gröndal og Tónlistarkrossgát- an. 16.00 Helgartónlist. 20.00 Pál- fna Sigurðardóttir 23.00 Nætur- tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Tónlist. 9.00 Kirkjudagskrá. 11.00 Tónlist. 13.00 Kirkjudag- skrá. 15.00 Tónlist. 17.00 Kirkju- dagskrá. 19.00 Tónlist. 22.00 Ró- legt og fræðandi. SÍGILT-FM FM 94,3 9.00Tónleikar 12.00 í hádeginu. 13.00 Sunnudagskonsert. 16.00 íslenskir tónar. 18.00 Ljúfir tónar. 20.00 Tónleikar. 24.00 Næturtón- ar. FM 957 FM 95,7 10.00 Helga sigrún. 13.00 Ragnar Bjarnason. 16.00Sunnudagssfð- degi með Jóhanni Jóhannssyni. 19.00 Ásgeir Kolbeinsson. 22.00 Rólegt og rómantfskt. Stefán Sig- urðsson. X-IÐ FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Henní Árnadóttir. 17.00 Hvfta tjaldið 19.00 Rokk X. 21.00 Sýrður ijómi. 24.00 Næturdag- skrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.