Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 12
12 G FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sígild tónlist sækir í sig veðrið Á árum áður kvörtuðu menn leynt og ljóst yfír tónlistarvali Ríkisút- varpsins og kölluðu „sinfóníugarg“. Nú eru breyttir tímar og upp -----------------------------------------——————---------*------ spretta útvarpsstöðvar sem leika einungis sígilda tónlist. Arni Matthíasson kynnti sér nýjustu ljósvakamiðlana. SÚ VAR tíð að menn töluðu niðr- andi um „sinfóníugargið" á Guf- unni gömlu og lækkuðu með fýlu- svip þegar sígild tónlist tók að óma. Það hlýtur því að vekja til nokkurrar umhugsunar þegar sprottnar eru upp tvær útvarps- stöðvar sem keppa við Ríkisút- varpið í útsendingu á sígildri tón- list, Sígilt-FM og Klassík 106,8, en sú síðari hóf reyndar útsend- ingar í síðustu viku. Nýjar leiðir í markaðssetningu Aukinn áhuga fólks á sígildri tónlist, sem meðal annars má sjá á aukinni sölu á slíkri tónlist á geisladiskum, má má meðal ann- ars rekja til þess að kynslóðir sem hafa alist upp við það að kaupa sér plötur og hlusta á útvarp, rokk- og poppkynslóðir, halda áfram að kaupa sér plötur. Tón- listarsmekkurinn hefur þó breyst í takt við aukinn þroska og aukinn tíma til að njóta tónlistar, eftir því sem afborgunum fækkar af húsinu og bílnum. Þegar sest er niður til að njóta næðis og upplýs- ingar á heimilinu nenna fáir að hlusta á Roxette, eða REM eða Rollingana — menn kjósa frekar Baeh eða Beéthoven eða jafnvel Boulez. Útgefendur hafa áttað sig á þessu og fyrir nokkrum árum stofnaði til að mynda Virgin- útgáfan breska, sem fræg er af poppi, sér deild innan fyrirtækis- ins til að gefa út sígilda tónlist. Að sögn forráðamanna Virgin 'töldu menn það kjörna leið til að halda áfram að reyta fé af þeim sem keyptu Virgin-poppplötur á áttunda áratugnum; þeir hefðu nú flestir tekið út þann þroska að vilja veigameiri tónlist og kjör- ið fyrir Virgin að selja þeim hana. Sú útgáfa hefur og gengið bráð- vel, enda fagmannlega að henni staðið og ekki síst hefur markaðs- setningin verið líkt og á poppplöt- um; útstillingar áberandi og mikið látið með útgáfuna í þar til gerð- um blöðum. Slíkt hefur reynst fleirum vel og þannig brá Decca útgáfan á það ráð að gefa út aft- ur gamlar óperuupptökur í nýjum búningi. Til að mynda tók fyrir- tækið Carmen-upptöku frá því á sjöunda áratugnum, setti mynd af nakinni fyrirsætu á umslagið, „listræna" vitanlega, og sjá — salan stóijókst. Tónlistaruppeldi Gufunnar Hér á landi er óhætt að skrifa tónlistaruppeldi þjóðarinnar að stórum hluta á þá ákvörðun tón- listarstjóra Ríkisútvarpsins að leggja áherslu á sígilda tónlist. , Víst var alvanalegt að barma sér yfir því að „Lög unga fólksins" væru ekki nemá einu sinni á viku og fátt um léttmeti þar fyrir utan og margur kvartaði leynt og ljóst yfir „sinfóníugarginu“ eins og getið er. Nú orðið blandast þó fáum hugur um að tónlistarupp- eldi. Ríkisútvarpsins hefur skilað þjóðinni á hærra menningarstig, að minnsta kosti ef miðað er við áhuga á sígildri tónlist og frammi- stöðu íslenskra tónskálda og flytj- enda. Sígilt-FM Sígilt-FM reið á vaðið með út- varpsstöð sína; stöðin hóf til- raunaútsendingar í nóvember síð- astliðnum, en Myndbær hf. rekur stöðina. Að sögn Jóhanns Briem, framkvæmdastjóra Myndbæjar, voru útsendingarnar í tilrauna- skyni til að byija með og tónlist- arval nokkuð tilviljanakennt. Eftir þetta tilraunaskeið er nú búið að ráða útvarpsstjóra, Hjört Hjartar- son, sem starfað hefur meðal ann- ars hjá Aðalstöðinni, Bylgjunni og Stöð 2, sem er nú að móta tónlistarstefnu stöðvarinnar og dagskrána, eins og sé að koma í ljós smám saman. „Við kusum að fara rólega af stað,“ segir Jó- hann, „og móta stöðina í róleg- heitum, en eftir að hafa kannað hvort markaður sá fyrir hendi fyrir slíka stöð má segja að því tilraunaskeiði sé lokið og við tekur fullmótuð útvarpsstöð." Hann segir stefnu stöðvarinnar að draga úr masi og .auka hlut tónlistar í kjölfarið ogf viðtökur áheyrenda séu sönnun þess að rétt sé staðið að verki í öllum meginatriðum. „Segja má að aðalatriðið í þessum rekstri er að hann er sáralítill hluti af þeirri starfsemi sem við erum með hjá Myndbæ. Stöðin er fjár- mögnuð í dag að verulega leyti með auglýsingum og við gerum ráð fyrir því að hún fari að standa undir sér á næstu mánuðum." Tónlistarval Sígilt-FM hefur verið nokkuð tilviljanakennt, og þannig hefur sumum hnykkt við að heyra Beethoven-sinfóníur uppúr hádegi á virkum degi, en Jóhann segir að það ráðist að nokkru af því að dagskrárgerð stöðvarinnar hefur verið unnin af áhugafólki og tónlistarnemum. Nú sitji aftur á móti nýr útvarps- stjóri við að skipuleggja starfsem- ina og móti tónlistarstefnuna. „Ungt fólk í dag vill frekar hlusta á klassík og er farið að meta verk gömlu meistaranna meira. Sífelldar breytingar eru líka hluti af lífsmynstri fólks í dag, verða æ hraðari, og það er mat okkar að fólk horfi æ minna á sjónvarp, en kjósi heldur að hlusta á útvarp og hafa þá eitt- hvað annað fyrir stafni samhliða; sjónvarpið bindur fólk við skjáinn, en útvarpið veitir meira frelsi og í þessum mikla hraða nútímans vill fólk frekar fá frið og geta notið þægilegrar tónlistar.“ Klassík 106,8 Um páskana hóf göngu sína önnur útvarpsstöð sem sérhæft hefur sig í útsendingu á sígildri tónlist, Klassík 106,8. Þar er við stjómvölinn Randver Þorláksson, en stöðina rekur Aflvaki hf., sem einnig rekur Aðalstöðina og X-ið. Randver segir að aukinn áhugi á sígildri tónlist sé rót stöðvarinnar, aðgengi að sígildri tónlist sé meira, geisladiskasala meiri og fólk upplýstara, „og ætli það séu ekki margir orðnir leiðir á að hlusta á poppgargið," segir hann. Randver segir að sígild tónlist sæki í sig veðrið víða um heim, ekki síst í útvarpi og þá helst fyr- ir það að tónlistin er gerð aðgengi- legri, í stað þess að demba yfir fólk heilli Beethoven-sinfóníu, er það gert í smærri bitum og kræsi- legum. Tónlistarstefna Klassík 106,8 er ekki fullmótuð og Randver seg- ir að hún eigi eftir að mótast og fari nokkuð eftir áhuga og smekk dagskrárgerðarmanna. „Auðvitað er rúm fyrir alla tónlist á stöð- inni,“ segir hann, „og mér finnst ekki líklega að settar verð hömlur við tónlistinni sem leikin er.“ Hann tekur því þó ekki líklega að menn eigi eftir að heyra Karl-Heinz Stockhausen um miðjan dag, en hann eigi sitt pláss eins og aðrir. „Ef einhver ber hann sæmilega fram á Stockhausen eins mikið erindi í Klassík 106,8 og Beethov- en.“ Randver segir að þó stöðin sé farin af stað séu útsendingar nokkuð tilraunakenndar eins og er, dagskráin sé ekki fullmótuð og sendir stöðvarinnar ekki eins öflugur og vonast var til, en úr því verði bætt í næsta mánuði. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi stöð geti staðið undir sér,“ segir Randver, „við njótum rekstrarhagræðis af samstarfinu við Aðalstöðina og X-ið og það er í raun ekki svo dýrt að reka út- varpsstöð ef vel er að verki stað- ið.“ Randver segir að meðal nýj- unga sem Klassík 106,8 bryddi upp á sé að stöðin hafi komið sér upp tölvu með hörðum disk sem geymi á annað hundrað tíma af tónlist og hann hafi valið inn á. Sú tölva sé áberandi til að byija með, en eftir þvi sem stöðinni vex fískur um hrygg verði meira um dagskrárgerð og i framtíðinni sjái tölvan helst um tónlistarval á nótt- inni. Einnig segist hann vilja kynna nýjar plötur, helst áður en þær koma út og nefnir sem dæmi um það að sumardaginn fyrsta, í kvöld, ætli hann að kynna óút- kominn geisladisk með Kristjáni Jóhannssyni. Á þeim geisladiski sé að finna mikið söngvaraval, þekkta tenóra og óþekkta, en Sony-útgáfan gefur diskinn út í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.