Morgunblaðið - 22.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 22.04.1995, Side 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 90. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfirvöld óttast að 200 manns hafi farist í hermdarverkinu í Oklahoma Reuter BJÖRGUNARMAÐUR í krana, umlukinn stálbúri vegna hættu á frekara hruni, leitar í brakinu í Oklahomaborg. Staðfest var í gær að fundist hefðu tvö lík í húsi rétt við stjórnsýsluhúsið. Ottast menn að lík séu í fleiri sködduðum húsum. Nýnasistar grun- aðir um tilræðið KONA úr röðum þeirra sem veita áfallahjálp reynir að hugga ungan mann sem átti aðstandendur í stjórnsýsluhúsinu. Oklahomaborg, Washington. Reuter. BANDARÍSKIR lögreglumenn réð- ust í gærkvöldi inn í afskekkt býli tveggja bræðra úr röðum herskárra nýnasista í Michigan en talið er að þeir hafi átt aðild að sprengjutilræð- inu í Oklahomaborg. Var ætlunin að leita sönnunargagna en ekki var neinn handtekinn. Annar bróðirinn var þegar í vörslu yfirvalda ásamt öðrum manni. Staðfest var í gær að minnst 65 manns hefðu farist í til- ræðinu á miðvikudag en nær 150 að auki væri enn saknað, vitað væri um fleiri lík í rústunum. Rúmlega 400 slösuðust, sumir alvarlega. Maður, sem sagður er heita Terry Nichols og grunaður er um aðild að sprengjutilræðinu á miðvikudag, gaf sig í gær fram við lögregiuna í Kans- as. Að sögn Janet Reno dómsmála- ráðherra var félagi hans, Timothy McVeigh, 27 ára, handtekinn í Okla- homa vegna umferðarlagabrots að- eins 90 mínútum eftir tilræðið. Hann reyndist vera vopnaður en lögreglan virðist ekki hafa grunað hann um aðild að tilræðinu fyrr en í gær. Sjónvarpsstöðin ABC sagði að mennirnir væru báðir í hemum, þeir væru sérfræðingar í meðferð sprengiefna og hefðu verið fjarver- andi án leyfls yfirmanna sinna. Báð- ir mennirnir eru taldir vera í áður- nefndum nýnasistahóp, Varaliði Mic- higan, sem mun eiga gnægð vopna. CNN-sjónvarpsstöðin fullyrti að samtökin hefðu haldið fund í Kansas skömmu fyrir tilræðið en bíll hinna grunuðu var leigður í Kansas. Vopnaður öfgahópur k Aðalstöðvar öfgahópsins eru við bæinn Decker í norðurhluta Michigan þar sem umsáturslið lögreglunnar hafði mikinn viðbúnað í gærkvöldi. Samtökin segja að félagar séu alls 2.000 í ríkinu en liðsmenn em í alls níu sambandsríkjum. Byssu- og hernaðardýrkun er mikil meðal félag- anna og þeir eru margir hugfangnir af skáldsögu þar sem sprengja, gerð úr nítratáburði eins og notaður var í Oklahomaborg, er látin eyða aðal- stöðvum alríkislögreglunnar, FBI. Prestur og byssusali Leiðtogi Varaliðsins er Norm 01- son, 47 ára gamall liðsforingi í flug- hernum en jafnframt prestur og eig- andi byssuverslunar. Samtök hans munu vera í tengslum við annan hóp, Kirkju arísku þjóðarinnar, sem hefur á hinn bóginn vísað á bug ásök- unum um kynþáttaöfgar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti taldi í gær of snemmt að fullyrða að umræddur nýnasistahópur væri sek- ur um verkið en lýsti ánægju sinni með störf lögreglunnar. Hann sagði aðspurður rangt að ganga út frá því að útlendingar hefðu verið að verki en í fyrstu beindist grunurinn einkum að hryðjuverkamönnum frá Miðaust- urlöndum. Lítil von mun vera um að fleiri finnist á lífi í stjórnsýsluhúsinu. Skemmdir urðu á 75 nálægum bygg- ingum og mörgum bifreiðum af völd- um sprengjunnar. ■ Rýtingsstunga/21 Uppreisnarmenn Tsjetsjena veijast enn í bænum Bamút Rússar bjóða við- ræður án skilyrða Moskvu. Rcutcr. VIKTOR Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, bauð í gær upp- reisnarmönnum undir forystu Dzhokars Dúdajevs í Kákasushérað- inu Tsjetsjníju vopnahlé án skilyrða og friðarviðræður. Kom þetta fram í yfirlýsingu ráðherrans sem flutt var um 350 embættismönnum, ætt- flokkaleiðtogum og öldungum hér- aðsins í höfuðstaðnum Grosní en þeir ræddu leiðir til að binda enda á átökin við Rússa. Níkolaj Semjonov, einn af aðstoð- arforsætisráðherrum Rússa, las upp yfirlýsinguna, þar sem einnig var boðin sakaruppgjpf. Dúdajev hafði ekki svarað tilboðinu er síðast fréttist. Tsjernomýrdín hefur lengi verið hlynntur því að samningaleiðin verði reynd. Fyrir nokkrum vikum sagði yfirmaður hernaðaraðgerða Rússa í héraðinu að ekki yrði rætt við leið- toga uppreisnarinnar nema þeir af- hentu vopn sín og leystu upp her- flokkana. Varist í Bamút Rússneska herstjórnin skýrði frá hörðum bardögum í vestur- og mið- hluta Tsjetsjníju þar sem uppreisnar- menn hefðu enn nokkra fótfestu en sókn Rússa gengi vel. í gær var haft eftir leiðtoga bráða- birgðahéraðsstjórnar, sem Rússar hafa komið á laggirnar, að sú ákvörðun að flugherinn skuli ekki gera árásir á stöðvar uppreisnar- manna í Bamút valdi því að það muni taka a.m.k. viku að ná bænum. Flokkur uppreisnarmanna hefur þar bækistöðvar í mannvirki sem áður hýsti sovéska eldflaugastöð og er mjög rammbyggilegt. Bamút er síð- asta vígi manna Dúdajevs á láglendi í Tsjetsjníju og er rétt hjá landamær- um grannhéraðsins Ingúsetíu. Hermálasérfræðingar segja að Rússar vilji greinilega að bardögum Ijúki áður en tugir erlendra þjóðar- leiðtoga koma til Moskvu vegna hátíðarhalda 9. maí í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá styijaldarlokum í Evrópu. Mannréttindahópar og ráðamenn ýmissa þjóða hafa gagn- rýnt stríðsreksturinn gegn Tsjetsjen- um sem kostað hefur þúsundir mannslífa, einkum meðal óbreyttra borgara. I Bandaríkjunum var reynt að fá Bill Clinton forseta til að hætta við Moskvuför vegna Tsjetsjníju. Reuter Minnismerki hreinsað RÚSSNESKI myndhöggvarinn Vjakeslav Klíkov hreinsar minnis- merki um hershöfðingjann Ge- orgíj Zjúkov, sem fór fyrir rúss- neska hernum í síðari heimsstyij- öldinni. Til stcndur að reisa minn- ismerkið í miðborg Moskvu. Þann 9. maí verður hálf öld liðin frá því að sigur vannst, á Þjóðveijum. Barentshaf Viðræður um miðlínu Ósió. Reuter. NORÐMENN og Rússar hafa ákveð- ið að taka upp að nýju samningaum- leitanir í deilu þjóðanna um skipt- ingu lögsögu í Barentshafi. Að sögn talsmanns norska utanríkisráðu- neytisins, Káre Eltervaag, munu háttsettir fulltrúar landanna eiga óformlegar viðræður í Ósló á mánu- dag og þriðjudag um hvar miðlína skuli liggja. Þjóðirnar hafa deilt um málið í 21 ár en ekki hefur verið fundað í því í tvö ár. Töldu deiluaðilar því tíma til kominn að taka það upp að nýju. Olía og gas Norðmenn og Rússar deila um hafsvæði sem er á stærð við Eng- land. Vera kann að þar sé að finna olíu og gas, auk þess sem gjöfulir fiskistofnar eru þar. Barentshaf er einnig afar mikilvægt hernaðarlega vegna þess hve Rússar eiga fáar íslausar hafnir, helstu flotastöðvar þeirra eru á Kólaskaga við Barents- haf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.