Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 10
fiissisisss íÍfia8ÍÍÍ*ÍP«« Lögregla og vinnueftirlit Kanna vinnuvélar o g réttindi vélamanna SAMSTARFSVERKEFNI lög- reglu á Suðvesturlandi og vinnueftirlits hefst á mánu- dag. Þá verður ástand vinnu- véla og réttindi vélamanna könnuð. Verkefnið stendur út næstu viku. Kannað hvort banni er framfylgt Farið verður á vinnusvæði og upplýsingum komið á fram- færi við stjórnendur vinnuvéla um reglur sem gilda um rétt- indi til að stjórna vinnuvélum og um skráningu og skoðun farandvéla og vinnuvéla. Þá verður hugað að því hvort banni við akstri vinnuvéla á ákveðnum götum sé fram- fyigt. Að sögn Omars Smára Ar- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns í Reykjavík, var efnt til sams konar samstarfs- verkefnis fyrir tveimur árum. Aðeins hluti vinnuvéla tryggður I könnuninni fyrir tveimur árum kom í ljós að einungis hluti vinnuvéla var tryggður til aksturs á götum og rúmur helmingur ökumanna hafði ekki til þess réttindi. Ómar segir að verði óhöpp með þess- um vélum og öðrum ökutækj- um geti af því orðið verulegt vandamál. 10 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2 ára fangelsi fyrir nauðgunartilraun Sýslumaður veitir leyfi Eitthvað var um sinubruna á Suðurlandi en svo virðist sem menn geri sér ekki grein fyrir að enga elda megi kveikja án leyfis. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Hvolsvelli þurfti nokkuð að fylgjast með sinubrunum í Rangárvallasýslu í gær og kanna hvort tilskilin leyfí væru fyrir hendi en um þau þarf að sækja til sýslumanns. Má beita snjóskóflum Bergsveinn Alfonsson, aðal- varðstjóri hjá slökkviliðinu í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að slökkviliðið hefði farið í nokkur útköll í gær vegna sinubruna en auk þess hefðu borgarstarfsmenn fylgst vel með þeim svæðum sem einkum séu í hættu en það _eru svæði við Bústaðahverfí, Árbæjarhverfi, Breiðholt, Elliðaárdal, Fossvog og við Grafarvog. Bergsveinn segir að ekki hafí neinn verulegur skaði orðið í sinu- brunum í gær en hann beinir þeim tilmælum til almennings að fylgj- ast með og jafnvel leggja hönd á plóginn þegar vart verður við sinu- bruna. Hann segir að slökkviliðs- menn noti aðallega sérstakar klöppur til að slökkva sinubruna og vatn sé sárasjaldan notað. Snjó- skóflur komið að svipuðum notum og geti almenningur komið í veg fyrir tjón með því að beita þeim á sinuelda. Styrkir úr sjóðum Þjóðleikhússins ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ átti 45 ára afmæli á sumardaginn fyrsta og af því tilefni var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins og Egnersjóði. Þrír ungir leikarar - Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Korm- ákur - hlutu styrk úr fyrr- nefnda sjóðnum en styrkirnir úr hinum síðarnefnda féllu Randveri Þorlákssyni leikara, Páli Ragnarssyni ljósameistara og Jóhanni G. Jóhannssyni tón- listarstjóra í skaut. Menningarsjóður Þjóðleik- hússins var stofnaður á vígslu- daginn árið 1950 og var nú út- hlutað úr honum í þrítugasta sinn. 54 aðilar hafa í gegnum tíðina hlotið styrk úr sjóðnum. Egnersjóður var stofnaður af norska leikritaskáldinu Thorbjorn Egner á 25 ára af- mæli Þjóðleikhússins. Hefur átta sinnum verið úthlutað úr honum áður og hafa 17 einstakl- ingar orðið fyrir valinu. Stefán Baldursson Þjóðleik- hússtjóri segir að styrkjunum sé einkum ætlað að greiða götu listafólks sem vill afla sér auk- innar menntunnar eða kynna sér leiklist á erlendum vett- vangi. Þjóðleikhússtjóri situr í stjórn beggja sjóða en með hon- um í Egnersjóði sitja Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Sig- urður Sigurjónsson leikari en í Menningarsjóði Þjóðleikhússins Birgir Thorlacius fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jóhann Sig- urðarson leikari. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Kristin S.H. Styrmis- son, 37 ára gamlan mann, í 2 ára fangelsi, fyrir stórfellda líkams- árás og tilraun til nauðgunar og jafnframt til að greiða konu þeirri sem varð fyrir árásinni og nauðg- unartilrauninni 700 þúsund krónur í skaðabætur. Þetta er 28. refsidómur manns- ins, sem neitaði sakargiftum en var talinn sannur að sök m.a. á grundvelli rannsókna á tannförum sem fundust á handlegg hans og talið var sannað að konan hefði veitt honum þegar hún reyndi að veijast árás hans. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist á konuna aðfara- nótt 10. júlí sl. eftir að þau höfðu farið saman í ökuferð frá heimili hennar og eiginmanns hennar, sem er kunningi hins dæmda, og ekið að Rauðavatni. Fólkið hafði verið við drykkju á heimili sambýlisfólksins en eftir að maðurinn var sofnaður fóru árásarmaðurinn og konan í bíltúr að Rauðavatni þar sem hún sagði að maðurinn hefði fellt hana til jarðar, þrengt að hálsi hennar, slegið hana í andlitið og reynt að þröngva henni til samræðis við sig. Konan hlaut mikla áverka; 2 Sinueldar valda óþægindum og skaða Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Bílalest Austfirðinga ÞEIR voru ekki öfundsverðir Austfirðingarnir sem héldu á mið- vikudagsmorgun af stað til Akur- eyrar að taka þátt í Andrésar andarleikunum á skíðum sem nú standa yfir. Ferðin sem að jafnaði tekur um 4 tíma tók IIV2 tíma alls. Kolófært var yfir Möðrudals- öræfin en fyrir um 70 bíla' lest fóru snjóblásari og plógur. Ófærð og leiðindaveður komu þannig í veg fyrir að Austfirðingar næðu setningarathöfn leikanna, en þeir komu í tæka tíð til að taka þátt i keppninni sem hófst á fimmtu- dag. Yfirvöld óska sam- vinnu við almenning TALSVERT mikið hefur verið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land síðustu daga. Slökkviliðið í Hafnarfírði hafði ekki undan að sinna útköllum vegna sinubruna í gær og voru slökkviliðsmenn varla farnir frá Jófríðarstaðatúni eftir að hafa slökkt þar í sinu þegar tilkynnt var um að búið væri að kveikja þar aftur. Slökkvilið, lögregla, garðyrkju- stjóri og gatnamálastjórinn í Reykjavík sendu í gær frá sér sameiginlega viðvörun vegna hættu á sinubrunum. Þar er þeim tilmælum beint til foreldra og uppalenda að taka höndum saman um að koma í veg fyrir sinubrenn- ur í Reykjavík. Sinubrunar varða sektum Bent er á að í lögum um sinu- brennur og meðferð elda á víða- vangi segir m.a. að bannað sé að kveikja í sinu og brenna sinu inn- an kaupstaða eða kauptúna 0g varði brot á þessum ákvæðum sektum. Minnt er á að stórtjón hafí orðið þegar eldur hafi borist í verðmæti og legið hafi við slysum þegar börn hafi lokast á milli eld- , geiranna. Þá segir að það sé gamall mis- skilningur að sinubrennur séu til bóta fyrir gróður. sprungur fundust í höfuðkúpu hennar, hún hlaut glóðaraugu á bæði augu og ýmsa aðra áverka í andlit, útlimi og bak auk þess sem flísaðist úr beini í ökkla. Hún komst undan manninum berfætt, klæðalítil og illa til reika og gat leitað sér aðstoðar í húsum í Seláshverfi þar sem íbúar hringdu á lögreglu. Hún benti strax á Kristin S.H. Styrmisson sem árásarmanninn og var hann handtekinn síðar um nóttina en neitaði öllum sakargift- um. Hann var með ýmsa áverka, m.a. nokkra sem taldir voru eftir mannsbit, en gaf þá skýringu að um brunasár væri að ræða. Tannaför sönnun Niðurstaða rannsóknar tann- læknis sem lögregla kvaddi til aðstoðar var sú að um tannaför væri að ræða og að um væri að ræða bitför eftir konuna. Að auki fundust í bíl mannsins föt af konunni, þar á meðal skór og sokkar. Hann var því talinn sekur um stórfellda líkamsárás og tilraun til nauðgunar og var refsing hans talin hæfileg 2 ára fangelsi. Um er að ræða 28. refsidóm Kristins S.H. Styrmissonar, sem samtals hafði fyrir verið dæmdur í 6 ára óskilorðsbundið fangelsi, einkum fyrir skjalafals, þjófnað, fjársvik og ölvunarakstur. Áð auki hefur verið sæst á sektargreiðslur fyrir ýmis brot. Frá refsingunni dregst 16 daga gæsluvarðhald sem hann sætti við rannsókn málsins. Morgunblaðið/Kristinn 240 HVOLPAFULLAR minkalæður og 150 högnar komu til landsins frá Danmörku í fyrradag og verða dýrin notuð til að kynbæta íslenska minkastofninn. Minkar til kynbóta BÆNDASAMTÖKIN hafa flutt inn 240 hvolpafullar minkalæður frá fjórum dönskum minkabúum. Læðurnar verða í sóttkví á Hvan- neyri í 16 mánuði og verða af- komendur iæðanna boðnir ís- lenskum loðdýrabændum til sölu til að kynbæta íslenska minka- stofninn. Arvid Kro, starfsmaður hjá Sambandi íslenskra loðdýra- ræktenda, segir að búast megi við um 1.000 hvolpum úr læðun- um. Hann segir að besti minka- stofninn í heimi sé sá danski. Þörf sé á því að fá nýtt blóð inn í íslenska stofninn vegna hættu á skyldleikarækt og einnig til þess að bæta hárgæði og frjósemi íslenska stofnsins. Bændasamtökin fluttu minka- læðurnar inn. Einnig voru fluttir inn 150 högnar sem þrír bændur í Vopnafirði hafa keypt. STYRKÞEGARNIR sex að lokinni úthlutun á sumardaginn fyrsta. Mwam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.