Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ r KRIPALUJÓGA ^ OPIÐ HÚS í dag 22. apríl Samlelld dagskrá allan daglnn! væntanleg námskeið: Byrjendanámskeið: Hefst mánudaginn 24. apríl kl. 20. Leiðbeinandi Ingibjörg G. Guðmundsdóttir. Byrjendanámskeið: Hefst þriðjudaginn 2. mal kl. 16.30. Leiðbeinandi Áslaug Höskuldsdóttir. Heildrænn lífsstíll: Hefst þriðjudaginn 2. maí kl. 20. Leiðbeinandi Nanna Mjöll Atladóttir. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Ármúla 15., 2. hæð. Símar 588 9181/588 4200 kl. 17-19 alla virka daga - einnig símsvari. SÆTÚNI 8 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 69 15 00 • BEINN SlMI 69 14 00 • FAX 69 15 55 mmrnmmm mmmmmm mm mm íi TÆKNI- OG TOLVUDEILD TIME-LAPSE myndbandstækl með allt að 960 klst. upptöku. Sjónvarpsmyndavélar og sjónvarpsskjáir. ® Heimilistæki hf. Festu þjofinn a mynri Eftíplitskerfi frá PHiupsog sanyo Amerísk gæða framleiðsla White-Westinghouse • 75 - 450 lítrar • Stillanlegur vatnshiti • Tveir hitastillar • Tvö element • Glerungshúð að innan • Oryggisventill • Eínstefnulokar • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR 2 O ÁRA RAFVORUR ARMULI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411 NEYTENDUR Brenndur búðing- ur og íslenskur aldursforseti HANN er ekki aðeins sígildur gamli franski eftirrétturinn Créme brölée heldur hefur hann á allra síðustu árum verið hafínn til virðingar á nýjan leik af helstu meistarakokk- um. í þessu bakaða frauði eru egg og sykur, mjólk og rjómi, vanilla og ef vill appelsínuvatn. Rétturinn minnir með góðum vilja á aldursfor- seta íslenskra búðinga, Hvítmos, sem gefin er uppskrift að í handriti frá síðari hluta 15. aldar. Annars virðist Neytendasíðunni lífi lítið vera til af gömlum íslenskum uppskrift- um. Að minnsta kosti ef leitað er lengra en 200 ár aftur. I Hvítmos er saffran, ólíkt fínna krydd en vanilla, en bragðið eftir því sem næst verður komist ekki eins ljúft og af Créme brúlée. Mosin er nefnilega ósæt, nema mjólk sem í henni á að vera sé sykruð, en gerð að auki úr rifnu hveitibrauði, eggi og smjöri. Neytendasíðan vill heldur franska búðinginn, sem þekktur sérfræðingur um þarlenda matar- gerðarlist, Julia Childs, segir raunar kominn frá kreólum í Vesturheimi. En þeir fluttust þangað meðal ann- ars frá Frakklandi svo allt getur komið heim og saman og alltént hafa Frakkar eignað sér eftirrétt- inn. Á íslensku gæti hann heitið Brenndur búðingur, en látið það ekki aftra ykkur. Créme brúlée Eftirfarandi uppskrift er ætluð sex, undirbúningurinn tekur um 15 mínútur og baksturinn hálftíma. Þá kemur fjögurra tíma bið hið minnsta og svo örstutt lokaskref. Þeir sem vilja þykkari búðing geta tvöfaldað ijómann og sleppt mjólkinni. App- elsínublómavatninu má síðan sleppa: 2,5 dl mjólk 2,5 dl rjómi 4 stórar eggjarauður 2,5 dl sykur 1 /2 teskeið vanilludropar 1 msk. af appelsínublómavatni Hitið ofninn í 200 gráður. Hitið mjólk og ijóma að suðumörkum á meðalheitri plötu. Sláið eggjarauð- urnar saman við helming sykursins í skál þar til blandan þykknar svolít- - ið. Hrærið þá heitu mjólkinni og ijómanum saman við og bætið van- illu og appelsínublómavatni í ská- lina. Hellið þessu svo í sex litlar eld- fastar skálar. Setjið þær í kalt vatnsbað í ofnskúffu eða ofnföstu móti (vatnið ætti að ná hálfa leið upp hliðar smáskálanna) og bakið í 15-18 mín- útur, uns himna hefur myndast ofan á búðingnum. Hann er þá enn fljót- andi undir yfirborðinu. Kælið skál- arnar í ísskáp í fjóra tíma að minnsta kosti. Hitið nú grillið í ofninum og strá- ið yfir hveija skál matskeið af sykr- inum sem eftir er. Setjið búðings- skálarnar nálægt grillinu og bíðið 2-3 mínútur meðan sykurinn bráðn- ar í karamellu. Passið að hafa ekki skálamar lengur undir grillinu, því þá sýður búðingurinn upp gegnum sykurlokið. Látið kólna og berið fram meðan karamellan er stökk, innan tveggja til þriggja tíma. Gamlar íslenskar uppskriftir Elsta íslenska kokkabókin er oft talin Einfalt matreiðsluvasa-kver fyrir heldri manna húsfreyjur eftir Mörtu Maríu Stephensen. Kverið kom út árið 1800 en vel má leita lengra aftur. í handritadeild Lands- CRÉME brúlée er einn frægasti franski eftirrétturinn. bókasafns eru fáein brot með matar- uppskriftum úr eldri bókum, oftast samsettum af ýmiskonar efni. Eitt þessara brota er til að mynda aftan í Snorra-Eddu, skrifaðri ásamt fleiri „fornfræða-ritlingum" á 17. og 18. öld og samanfestri í eitt á Flatey í Breiðafirði árið 1830. Þama segir af brennivíns dygðum sé það hóflega brúkað og um matargerð, en rithönd- in er síra Páls Bjömssonar í Selárdal. Brot úr matreiðslubók er síðan í samtíningi frá 18. og 19. öld (ÍB- 651,8vö). Gefín er uppskrift að kál- saupi og ýmsum grænmetissúpum og stöppum öðram. Kartöflubrauð er þarna, kornmatur og fínerí eins og perlugijónasaup. Nokkuð langur kafli um skelfísk er loks í þessu hand- riti, geymsluaðferðir og steikingu, krækling og krydduð ígulker. Þriðja gamla handritið, sem Sjöfn Kristjánsdóttir á handritadeild fann til fyrir blaðið, er frá 18. öld. Þar eru meðal annars skráðar skáldskap- arkenningar, steinafræði og kafli um grös, mat og drykk. Sjöfn segir býsna lítið um matreiðslubækur frá því fyr- ir 1800 í deildinni, líklega vegna þess að ástæðulaust hafi þótt að skrifa upp jafn sjálfsagða hluti og aðferðir við matargerð. Þannig sé yfirleitt vísað til venju þegar minnst er á algengan mat eins og rúllupylsu. „Líklega hefur lítið verið um mat- reiðslubækur í íslenskum hlóðaeld- húsum,“ segir Sjöfn, „og þær hafa þá eyðst þar upp. En helsta ástæða matreiðslubókaskrifa hafa verið þýð- ingar erlendra uppskrifta, til að auðga íslenská matargerð og venjur. Varðveisla gamalla hátta gæti verið önnur ástæða, þótt mér virðist hún ekki eiga við um þessi handrit." Hvítmos Þar með er ekki öll sagan sögð því Konunglega akademían í Dyflinni varðveitir íslenskar matar- uppskriftir í handriti frá síðari hluta 15. aldar. Og Henning nokkur Lars- en gaf þær út í Ósló árið 1931 í lækningabókinni An Old Icelandic Medical Miscellany. Ein þessara uppskrifta er einmitt að Hvítmús- inni, eins og hún væri kölluð núna, og hljóðar svona orðrétt: „Maður skal taka sæta mjólk og vel stappað hveitibrauð og slegið egg og vel malið saffran. Láta það velia allt saman til þess verður þykkt. Síðan láti það upp á disk og kasti í smjörvi. Þetta heitir Hvítm- os.“ Ráðleggingar fjallahjólamanns um búnað þegar ferðast er langar leiðir á hjóli Bögglaberar og töskur Ferðalög á hjólum eiga vaxandi vinsældum að fagna. Hér segir Magn- ús Bergsson formaður Islenska fjallahjóla- klúbbsins fráýmsu sem menn skyldu huga að. BÖGGLABERAR verða að vera sterkir, og sérstaklega ef ekki er hjólað á malbiki. Þeir sem eru að fara í sína fyrstu ferð eru oft ofhlaðn- ir farangri og fylgir því sú hætta að eitthvað láti undan. Áthuga þarf all- ar suður þegar bögglaberar eru keyptir. Hafa ber í huga, að því fleiri stög sem halda grindinni saman, því sterkari verður bögglaberinn. Best er að hafa hann úr ál- eða stál pípum frekar en úr teinum. Athuga skal vel suður og frágang á stöðum sem mikið mæðir á, t.d. á festingunni, þar sem bögglaberinn er festur við gaffalenda hjólsins. Ef bögglaberinn er úr áli er best að styrkja suðumar betur. Hægt er að láta gera það hjá fyrirtæki í Kópavogi sem heitir Al- tækni. Athugið að stálbögglaberar þola oft meira álag en álbögglaber- ar. Fyrir þá sem gera miklar kröfur, eru bestu bögglaberamir gerðir úr léttum „cromolid“-stálpípum. Má þar ma. nefna bögglabera frá Bmce Gordon Cycles, en þeir em því miður ófáanlegir hér á landi. Skrúfurnar, sem festa bögglaber- ann við hjólið, þurfa að vera úr sér- staklega hertu stáli. Þær er að fá í versluninni GJ Fossberg. Passið að setja lásró með hverri skrúfu svo að hún losni ekki. Á flestum hjólum er ekki unnt að setja ró á skrúfuna, sem er drifmegin að aftan, vegna þess að keðjan rekst í hana. Þar verður að setja gengjulím, (t.d. Loc Tite), sem líka fæst hjá GJ Foss- berg. Mikiivægt er að sem flestar skrúfur séu fyrir sömu lyklastærð svo að ekki þurfi að hafa marga lykla með í ferðalög. Sexkantar eru betri en skiptilyklar. í sumum versl- unum er unnt að skipta út skrúf- unni sem festir sveifína á sveifaröx- ulinn og fá í hennar stað skrúfu með sexkanthaus. Með henni má bæði festa sveifina og losa frá öxlin- um. Töskur Góðar töskur skipta miklu máli. Varast ber þunnar nælontöskur. Nú er töskuúrvalið orðið nokkuð gott hér á landi. Töskur, gerðar úr Cord- ura eða Ks-100 efnum, henta vel íslenskum aðstæðum. Þó að hér séu nefnd þessi tvö efni, em mörg önnur efni sem duga nokkuð vel við venju- legt álag. Töskurnar þurfa að vera með hörðu baki, svo að þær fari ekki í teinana. Athuga þarf, hvort vel sé gengið frá saumum, festingum og krókum, að utan sem innan. Rétt er að athuga, hvort töskurnar passa vel á bögglaberann með því að máta þær þegar þær eru keyptar. Þá má ekk- ert los vera á töskunum. Ekki mega þær vera reyrðar þannig niður, að reyni á festingamar eða erfítt verði að losa þær af bögglaberanum. Einn- ig þarf góð regnhetta að vera yfír opinu og ólar til að herða að farangri. Einn kost hafa Karrimor-töskur fram yfir aðrar töskur. Það em krók- amir. Þeir eru sterkir og er hægt að skipta um þá ef þeir brotna. Þeir era stillanlegir, og hægt er að ljölga þeim. Það er góður kostur ef menn eru með álbögglabera, því að álags- dreifingin verður jafnari. Því miður eru ekki fáanlegar nein- ar töskur hér á landi sem eru vatns- heldar. Því er gott ráð að pakka öllu í plastpoka. Plastpokar varna því líka að farangur eyðileggist vegna hrist- ings. Þeir sem vilja töskur úr vatns- heldu efni, fá þær i Þýskalandi. Þær heita Ortlib, en frést hefur að Karri- mor-verksmiðjan sé farin að fram- leiða töskur úr líku efni. Þessum töskum fylgir þó sá galli að efnið „andar“ ekki og ef vatn á annað borð kemst í þær getur aliur farang- ur farið á flot. Aldrei ætti að bera farangur á bakinu eða á annan hátt utan á sér, nema viðkvæman búnað ss. myndvél. Það er líka slæmt að hlaða öllum farangri aðeins aftan á hjólið. Þu- malfingursregla er að hafa 40% þungans framan á hjólinu en 60% að aftan. Sumir mæla með 60% að fram- an og 40% að aftan. Láttu þér ekki bregða þegar þú stígur á hjólið, eftir að farangur er kominn á það. Þú venst tilfinningunni eftir tvo daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.