Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 21 SPRENGJUTILRÆÐIÐ í OKLAHOMA Reuter Leitað í rústunum LEITAÐ að fólki innan um sundurtætta bíla á stæðinu við stjórnsýsluhúsið. í fyrstu var talið, að um 500 kg af sprengiefni hefðu verið notuð en nú þykir víst, að sprengjan hafi verið miklu stærri. Rýtingsstunga í hjarta Banda- ríkjanna Washington. The Daily Telegraph. EKKI er hægt að skilja hvað liggur að baki ðhæfuverkinu í Oklahoma nema að litið _sé á hvaða stöðu „hjarta Bandaríkjanna" hefur í hugum þjóðarinnar. Áfallið var tvöfalt, Bandaríkjamenn fylltust ekki aðeins hryllingi vegna manntjónsins og eyðileggingarinnar, heldur vegna þess hvar ódæðismennirnir létu til skarar skríða. Þeir völdu stað um mið- bik Bandaríkjanna, eins langt og komist verður frá suðupotti þjóðar- brota á austur- og vesturströndinni. Árásin er sem rýtingsstunga í hjarta Bandaríkjanna. Þegar sprengjutilræðið var gert í World Trade Center í New York 1993 töldu íbúar Miðvesturríkj- anna það vera nokkuð sem aðeins gæti gerst þar í borg. Óeirðirnar í Los Angeles þóttu sömuleiðis eitt- hvað sem aðeins íbúar stórborgar- innar gætu átt von á. Kvikmyndir staðfesta þá klisju í hugum fólks í Miðvesturríkjunum að allt geti gerst í Los Angeles. Með öðrum orðum, fólk í Miðvesturríkjunum hefur hingað til ekki talið sig ekki eiga svo ýkja margt sameiginlegt með íbúum stórborganna á austur- og vesturströndinni. Enginn óhultur Bandarískir fjölmiðlar voru fljót- ir að átta sig á þýðingu staðarvals ódæðismannanna, „Jafnvel í Okla- homa“ var yfírskrift frétta The Washington Times af sprenging- unni. Prá þeirri stundu sem sprengjan sprakk getur enginn Bandaríkjamaður lengur talið sig óhultan gegn árásum hryðjuverka- manna. Það undirstrikar ef til vill enn frekar hversu tilviljanakennt valið á borginni er að færri gyðinga er vart að fínna í nokkurri borg í Bandaríkjunum en sú tilgáta hefur verið sett fram að íslamskir öfga- menn hafi staðið að tilræðinu. Varanleg áhrif á þjóðarsálina Miðvesturríkin draga ekki að sér marga ferðamenn, þeir sem leið eiga um, doka sjaldnast við. íbú- arnir þykja einstaklega vingjarn- legir og hafa mun meiri áhuga á því að heyra hvers vegna fólk heimsækir Miðvesturríkin en hvað- an það komi. Þeir eru föðurland- svinir og einangrunarsinnar, eru ekki hlynntir hernaðarafskiptum Bandaríkjamanna á erlendri grundu. Sprengjutilræðið mun hafa mik- il og varanleg áhrif, ekki aðeins á íbúa Miðvesturríkjanna, heldur alla bandarísku þjóðarsálina. Banda- ríkjamenn þekkja ofbeldi og hafa gripið til ýmissa ráða til að veija sig og sína. Hundar, byssur og rimlar í glugga eru almennar var- úðarráðstafanir. Menn standa hins vegar berskjaldaðir frammi fyrir hryðjuverkum í borgum, vel vopn- um búnir borgarar finna til vamar- leysis. Það sem kemur ef til vill mest á óvart er það hversu langur tími leið áður en hryðjuverkamenn beindu sjónum sínum að Banda- ríkjunum. Margir óttast vissulega um öryggi sitt á götum úti en að öðru leyti hafa bandarískar borgir að mörgu leyti verið öruggari en borgir í Evrópu. Allar vísbendingar um hættu á hryðjuverkum í Evrópu fæla bandaríska ferðamenn frá. Dæmi um það var bandarísk stúlka sem gifti sig í Bretlandi skömmu eftir að Persaflóastríðið braust út. Henni tókst ekki að fá einn ein- asta vin eða ættingja til að vera viðstadda brúðkaupið þar sem þeir óttuðust hryðjuverk svo mjög. Breytingar í vændum Bandaríkin eru opið þjóðfélag sem á sér marga óvini erlendis. Landamærin eru löng og því erfitt að halda uppi nægri gæslu og stefnan gagnvart innflytjendum ekki nærri því eins ströng og í mörgum Evrópulöndum. Banda- ríkjamenn eiga bágt með að gera afturreka fólk sem flýr óvinaríki Bandaríkjanna. Andstaðan við ólöglega innflytj- endur hefur hins vegar aukist í Bandaríkjunum. Misnotkun á vel- ferðarkerfinu er tengd þeim og því er líklegt að Bandaríkjamenn líti framvegis sér nær, reyni að finna meinin og skera þau burt. „E g finn ekk- ert nema lík“ Oklahomaborg. The Daily Telegraph. LÆKNIRINN lá ofan í vatni þegar 'hann tók fótinn af tvítugri stúlku, sem var föst í rústum stjómsýslu- hússins í Oklahomaborg. Hún var föst undir burðarbita, sem var mörg hundmð tonn á þyngd, og engin tök voru á að svæfa hana. Þannig eru aðstæðumar í rústunum en stúlkan var heppin. Einn björgunaimann- anna lýsti leitinni þannig: „Ég fínn ekkert nema lík, Iík og aftur lík.“ Aflimun á staðnum Læknirinn, dr. Andy Sullivan, lá á maganum í rúmlega 30 sm djúpu vatni þegar hann tók fótinn af stúlk- unni og aðstoðarmaður hans sagði, að ekki hefði verið um annað að ræða. Stúlkunni varð að bjarga strax enda fóturinn kraminn undir steypubita, sem engin leið var að eiga við. „Þið skuluð finna þá, sem þetta gerðu. Sjálfur hef ég ekkert fundið nema barnsfingur og bandaríska fánann," sagði einn björgunarmann- anna, sem leituðu í rústunum, en aðrir báru út hvert líkið á fætur öðru. Við leitina eru notaðir hund- ar, hlustunartæki og örsmáar myndavélar á þráðarenda, sem unnt er að smeygja undir og inn i brakið. Nokkur hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í björgunarstarfinu og fæstir þeirra gátu gert sér í hugarlund hvað við þeim blasti inni í stjórnsýsluhúsinu. „Það var blóð um allt, ég sá mann, sem hafði rifn- að í sundur. Það eina, sem við gát- um gert, var að hylja líkamsleifam- ar,“ sagði Michelle Dykstra og ann- ar, Robert Buckner, kvaðst vilja geta gefið sitt eigið líf fyrir börnin, „aðeins eitt þeirra". Saknar konu sinnar og sonar Rétt við bygginguna bíða enn ætt- ingjar þeirra, sem saknað er, og eng- •• rveuier LOGREGLUMAÐUR með slasað barn í fanginu skömmu eftir sprenginguna, konan er slösuð en hefur verið veitt skyndihjálp. inn á von á góðum fréttum. „Ég hef stýrði dagheimilinu í byggingunni og ekki fundið son minn og konu rnína," var með tveggja ára gamlan son sagði Anthony Cooper. Kona hans þeirra hjóna með sér. Eftirlýstir afFBI ALRÍKISLÖGREGLAN birti í gær teikningu af tveimur hvítum mönnum, sem taldir eru tengjast tilræðinu. Hafa þeir ekki verið nafngreindir en þeir eru sagðir vopnaðir og mjög hættulegir. Eru þeir sagðir hafa tekið á leigu bilaleigubíl í Kansas 17. apríl sl., sem síðan var notaður undir sprengi- efnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.