Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 22
, MORGUNBLAÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 ERLENT Spámaðurinn finnur hann skyldi leyfa skáldmenninu að koma þessum sjónarmiðum sínum á framfæri í sjónvarpi landsmanna. í samkeppni við „Rósina vUltu“ sér nýj an miðil Alexander Solzhenits- yn, þekktasti andófs- maður Sovétríkjanna, tekur nú þátt í fjölmiðla- byltingunni í Rússlandi o g stýrir umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að gestimir séu óþarfir. ALEXANDER I. Solzhenitsyn, þekktasti andófsmaður Sovétríkj- anna sálugu, hefur fundið sér nýtt hlutverk í heimalandi sínu, Rúss- landi. Hann stýrir nú um umræðu- þáttum í sjónvarpi. Solzhenitsyn, sem er 76 ára gamall og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1970, stjómar nú umræðuþættinum „Á fundi Solzhenitsyns“ sem sýndur hefur verið í rússneska sjónvarpinu á tveggja vikna fresti frá því í sept- ember. í þætti sína sem gesti hef- ur Solzhenitsyn m.a. fengið Svitat- oslav N. Fedorov, þekktasta augn- lækni Rússlands, Vladímír P. Luk- in ,fyrrum sendiherra í Bandaríkj- unum og nokkra þekktustu blaða- menn landsins. Þættimir eru teknir upp í íbúð Solzhenitsyns og fer spjallið fram i bókaherberginu. Gesturinn og skáldið sitja hlið við hlið en að baki þeim gnæfir risastór bóka- skápur. Solzhenitsyn hefur minn- isblöð hjá sér á borðinu en yfír- leitt talar hann blaðlaust og talar mikið. SOLZHENÍTSYN var vel fagnað þegar hann kom aftur til Rússlands eftir 20 ára útlegð en hann kom fyrst til Vladívostok og fór þaðan með lest til Moskvu. Öllum sama um Gúlagið? Rússnesk dagblöð hafa hunds- að þátt Nóbelsskáldsins að mestu og hið sama hafa hinir ýmsu sjón- varpsgagnrýnendur gert. Aðrir stjómendur umræðuþátta virðast ekki óttast samkeppnina. „Hann hefur ekkert að segja í huga kyn- slóðarinnar sem kömst til vits og ára eftir perestrojku,“ ségir Arty- om nokkur Troitsky og vísar til umskiptastefnu þeirrar sem Mík- haíl S. Gorbatsjov, síðasti Sovét- leiðtoginn, boðaði. „Hveijum ætli sé svo sem ekki sama um Gúlag- eyjaklasann?" bætir Troitsky við en fyrir það ritverk fékk Solzhen- itsyn Nóbelsverðlaunin á sínum AÐALFUNDUR SAMSKIPA HF. 1995 Aðalfundur Samskipa hf. fyrir rekstrarárið 1994, verður haldinn í A-sal Hótels Sögu, föstudaginn 28. apríl nk. kl. 14:00. Dagskrá fundarins er samkvæmt 8. gr. samþykkta félagsins og verða eftirfarandi málefni tekin fyrir: 1. Stjóm félagsins skýrirfrá hag þess og rekstri á liðnu starfsári. 2. Stjórnin leggur fram ársreikning félagsins fyrir síðasta starfsár til staðfestingar, ásamtskýrslu endurskoðenda. 3. Tekin verður ákvörðun um tillögur stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað á reikningsárinu. 4. Breytingar á samþykktum félagsins, einkum vegna nýrra laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins við Holtabakka, Reykjavík. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins og við innganginn. SAMSKIP tíma. Síðar var hann gerður út- lægur frá Sovétríkjunum. Skáldið á þó enn vini og aðdá- endur. í einum þættinum lét hann þess getið að honum bærust 30 til 40 bréf á dag. Flest væru þau frá örvæntingarfullu eldra fólkí sem leitaði eftir aðstoð hans. í mörgum tilfellum væri fólk að fara fram á vernd, gagnvart dóm- stólum og því opinbera eða emb- ættismönnum. Solzhenitsyn dregur hvergi undan í gagnrýni sinni á rúss- neska stjómmálamenn. Hann hef- ur sagt að landið sé forystulaust vegna þess að öllum viðteknum gildum á sviði rúss- ----------- neskrar siðfræði og menningar almennt hafi verið varpað fyrir róða. Stjórnmálamennirnir vilja sýnilega fylgjast með framgöngu hans. Skrifstofa Borís N. Jeltsíns Rúss- landsforseta hefur oftlega fengið útskriftir af þáttum Nóbels- skáldsins og hið sama hafa nokkr- ir þingmenn gert. Solzhenitsyn gagnrýndi harð- lega þá ákvörðun rússnesku ríkis- stjórnarinnar að endurskipu- leggja alla starfsemi rússneska ríkissjónvarpsins. Stöðin hefur verið einkavædd og er m.a. í eigu banka og fyrirtækja sem eru hlið- holl stjóm Jeltsíns. Hinn nýi sjón- varpsstjóri hafði það til marks um víðsýni sína og umburðarlyndi að <sss s s s s s s s s s s s Yfirleitt talar hann blað- laust og talar mikið IW///M Full búð af fallegum fötum og skóm - Fótin sem bömin vilja - ENGLABÖRNÍN Bankastiœti 10 'S s s s s s s s s s s s sssssss* Kannanir sýna að rússneskur almenningur hefur áhuga á þætti Solzhenitsyns þótt ekki sé hann sérlega vinsæll. í einni slíkri kváð- ust um 12% hafa horft á þátt hans en um 19,3% höfðu horft á samtalsþátt Vladímírs nokkurs Pozners sem nam sjónvarpsfræði sín undir handleiðslu hins banda- ríska Phils Donahue en hann hef- ur löngum þótt spila öðrum betur á tilfinningar áhorfenda. Vinsæl- astur allra þátta í sjónvarpinu í Rússlandi er þó „Rósin villta“, sápuópera sem er framleidd í Mexikó. Þykir ýmsum það til marks um að áhyggjur skáldsins af óhóflegum vestrænum áhrifum í Rússlandi hafi ekki reynst með öllu ástæðulausar. Solzhenitsyn sneri aftur heim til Rússlands í maí í fyrra eftir að hafa dvalist í 20 ár í útlegð, lengst af í Bandaríkjunum. Menn veltu þá mjög vöngum yfir því hvað biði hans í Rússlandi og hvort hann hygðist láta til sín taka á stjórnmálasviðinu. Ýmsir vöruðu opinberlega við málflutn- ingi hans sem löngum hefur ein- kennst af slavneskri þjóðernis- hyggju. Yngri menntamenn hika nú ekki við að láta skoðanir sínar á Solzhenitsyn í ljós. Skáldið og gagnrýnandinn Viktor Jerofejev segir að fagna beri því að Solz- henitsyn skuli nú kjósa að tala fremur en að skrifa: „Hann skrif- ar svo hræðilega rússnesku.“ Hann heldur því fram að Solzhen- itsyn sé nú aftur kominn heim á æskuslóðirnar í andlegum efnum: „Hann hefur á ný opinberað sitt innsta eðli - þegar upp er staðið er hann aðeins kennari - utan af landi.“ Nýjasta og mesta ritverk Solzhenitsyn „Rauða hjólið“ fékk kuldalegar viðtökur meðal rúss- neskra gagnrýnenda og almenn- ingur hefur leitt hjá sér ritverk þetta sem er 5.000 blaðsíður að lengd og fjallar um sögu bylting- arinnar í Rússlandi. Á besta sjónvarpstíma Svo virðist sem skáldið hafi afráðið að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, í sjónvarpinu. Solzhen- itsyn sér einn um að velja gesti í þátt sinn. Upprunalega stóð til að þátturinn yrði 15 mínútur en --------- skáldið heimtaði 20. Hann fékk einnig besta útsendingartíma, klukk- an 20 mínútur í tíu, strax að afloknum kvöldfréttunum. ' Solzhenitsyn þykir koma vel fyrir í þáttunum og virð- ist ekki finna til óþæginda frammi fyrir myndavélinni. „Sagan segir að Solzhenitsyn sé steinrunninn og forn en hann er Ijúfur og heill- andi,“ sagði einn þeirra sem þeg- ið hafa boð um að koma á fund skáldsins í sjónvarpinu. Gestirnir óþarfir Sá viðmælandi átti þó eins og aðrir í erfiðleikum með að komast að. Yfirleitt þróast þættirnir þannig að um eintal Solzhenitsyns er að ræða. Það er af þessum sökum sem breytingar hafa verið ákveðnar. Solzhenitsyn hefur komist að þeirri niðurstöðu að þættirnir verði betri verði gestin- um sleppt. Þess vegna mun hann koma einn fram í þættinum í næstu viku. „Hann mun nú tala einn. Hann telur sig nú undir það búinn að leiða þáttinn inn á þessa nýju braut vegna þess að nú skil- ur hann áhorfendur betur en áður,“ sagði Natalía, eiginkona skáldsins, í símaviðtali. UeimildJnterimtionuI Herald Tribune.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.