Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ L ji AÐSEIMDAR GREINAR • • Oryggi sjómanna á minni bátum Athugasemdir við grein Guðmundar Hallvarðssonar frá 8. apríl sl A KOSNINGADAGINN 8. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Guðmund Hallvarðsson 16. þing- mann Reykjavíkurkjördæmis. Tilefni greinarinnar var að koma á fram- færi athugasemdum við grein mína „Öryggi sjómanna á minni bátum“ sem birtist í Fiskifréttum föstudag- inn 10. mars sl. og í Morgunblaðinu laugardaginn 1. apríl sl. Þingmaður- inn hefur eitt og annað við grein mína að athuga, m.a. þetta: Tilskrif formanns Vélstjórafélags íslands drógust í nokkrar vikur en birtast nú af einstakri tilviljun rétt fyrir kosningar. Hann fellur í þá gryfju að hagræða sannleikanum með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því að birta hluta og í engu samhengi það sem eftir mér er haft í þingtíðind- um. - Eða voru þetta kannske vald- ir kaflar af hálfu lögfræðings LÍÚ sem hann fékk í pósti. í annan stað hefði hann átt að geta frekar um þau tvö önnur lagafrumvörp sem fylgdu frumvarpinu um atvinnurétt- indi vélfræðinga og vélavarða þ.e. breytingar á lögum um atvinnurétt- indi skipstjómannanna á íslenskum skipum nr. 112/1984 svo og frum- varp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa sem ég mun sérstaklega koma inn á hér á eftir. Þingmaðurinn ber það upp á mig að í grein minni hagræði ég sannleikanum og slíti efnisatriði úr samhengi með vilja. Hér er um stór orð að ræða sem þingmaðurinn er beðinn, annað hvort, að staðfesta opinberlega með rökstuðningi, eða ef engin rök finnast, en þau koma engin fram í grein hans frá 8. apríl sl., þá að biðj- ast afsökunar á ummælum sínum. Ummæli af þessu tagi geta tæpast flokkast undir annað en róg af verstu tegund sem ekki er hægt að sitja undir og verður ekki setið undir. Þingmaðurinn gerir birtingartíma greinarinnar að umtalsefni og lætur í það skína að ég hafi valið hann, svona skömmu fyrir kosningar, í pólitískum tilgangi. Hvað vakir eigin- lega fyrir blessuðum þingmanninum? Var ég í framboði? Ekki mér vitan- lega. Hvaða pólitíska hagsmuni er verið að fjalla um? Virðulegi þing- maður, sannleikurinn um birtingar- tímann er sá að þessi grein var skrif- Svona vinnubrögð flokkast undir forsjálni, segir Helgi Laxdal, rík- ari en almennt gerist í okkar samfélagi. uð 28. feb. sl. eða um sama leyti og ég átti fyrmefnt símtal við þig. Ég ætlaði að fá hana birta í Fiskifréttum en var í fyrstu tjáð að hún fengist ekki birt þar strax þar sem búið væri að ráðstafa öðrum plássinu í blaðinu. Þá leitaði ég til Morgun- blaðsins og fékk þær upplýsingar að ég gæti fengið greinina birta, en engu væri hægt að lofa um hvenær röðin kæmi að henni, þar sem tölu- vert væri á lager af greinum sem biðu birtingar. Við þessa niðurstöðu sætti ég mig, enda ekki um annað að ræða, þar sem ég ræð engu um birtingu né birtingartíma á aðsendu efni hjá Morgunblaðinu, sem helst mátti skilja af orðum þingmannsins. Þú segir að ég hafi slitið áðurnefnd ummæli þín, sem birtust í þingtíðind- unum, úr samhengi með vilja og til þess að staðfesta þá skoðun þína birtir þú viðbótarkafla úr þinni ræðu svo og ummæli Pálma Jónssonar al- þingismanns, sem hann viðhafði þeg- ar hann mælti fyrir frumvarpinu. En kemur eitthvað nýtt fram sem staðfestir þessa fullyrðingu þína? Þvert á móti, það sem þama kem- ur fram staðfestir enn frekar það sem ég hef áður sagt. Báðir látið þið þing- mennimir að því liggja að með fram- varpinu sé verið að ganga of langt varðandi menntun þessara manna. Það verður ekki skilið á annan hátt en þann, en að sú þekking sem fyrir- hugað er að bjóða uppá varðandi vélbúnað bátanna sé öryggi þeirra óviðkomandi þrátt fyrir dæmin sem ég rakti í grein minni sem ganga í þveröfuga átt. En í hveiju felast nú kröfumar? Staðreyndin er sú að með framvarpinu var verið að draga vera- lega úr kröfum á þessu sviði frá gild- andi lögum. Það sem meira er, í framvarpinu var hvorki námstími né námsefni ákveðið, þess í stað gert ráð fyrir því að menntamálaráðherra ákveði hvorutveggja í reglugerð. Til viðbótar fá þeir sem náð hafa vissum aldri og starfað hafa ákveðinn tíma í greininni sín réttindi send heim í pósti. Að þessu skoðuðu er mér ekki nokkur leið að átta mig á, á hvaða forsendu þingmaðurinn taldi að verið væri að ofgera þessum hópi með stíf- um reglum einfaldlega vegna þess að þær hafa ekki verið settar enn og enginn veit, ekki einu sinni þing- maðurinn, hvað þær koma til með að geyma. Svona vinnubrögð hljóta að flokkast undir forsjálni, ríkari en almennt gerist í okkar samfélagi. Þingmaðurinn er alveg hissa, af hveiju ég geti ekki, svona í leiðinni, tveggja annarra frumvarpa sem sam- in vora af sömu nefnd og fylgdust að í gegnum þingið og það að ég fjallaði ekki sérstaklega um þau á að staðfesta það að ég hafi slitið efnisatriði úr samhengi og hagrætt sannleikanum. Ég hafði athuga- semdir við ummæli þín sem tengdust afmörkuðu efni í einu frumvarpanna, ber að skilja þig svo að því að ég hafði athugasemdir við afmarkað efni í einu frumvarpanna þá beri mér skylda til að fjalla einnig um hin hvort sem ég hafði eitthvað um þau að segja eða ekki? Dæmalaus málflutningur. Þingmaðurinn gerir það að um- talsefni að enginn fulltrúi Sjómanna- félags Reykjavíkur hafí átt sæti í þeirri nefnd sem samdi frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa. Það er rétt, hitt er annað mál að um það er ekki að sakast við formann VSFÍ, hann skipaði ekki í nefndina, sem ég vona að þingmaðurinn geri sér grein fyrir. I nefndina skipaði samgönguráðherra Halldór Blöndal og ef þingmaðurinn hefur fram að færa athugasemdir við skipunina þá ætti hann að snúa sér til hans með þær. Það er líka rétt að það komi fram að ég óskaði eftir því margoft við formann nefndarinnar að fulltrúi frá Sjómannafélagi Reykjavíkur tæki þátt í störfum nefndarinnar þegar hún fjallaði um mönnunarmálin. Sama gerðu a.m.k. aðrir fulltrúar yfírmanna, en greinilega án árang- urs. Þetta vita bæði forastumenn Sjómannafélagsins og þingmaðurinn þótt hann nú þykist koma af fjöllum og hafi uppi dylgjur um með- ferð málsins í nefnd- inni. Hann gerir efni 6. gr. sem felld var út í samgöngunefnd þingsins, án þess að nefndin leitaði sér upp- lýsinga um hvað stæði að baki, sem er kapituli útaf fyrir sig, að sér- stöku umræðuefni og segir mig hafa beitt mér af ofurkappi fyrir efni hennar. Ekki veit ég hvaðan þingmaðurinn fékk sínar upplýsingar um störf nefndarinnar. Það er rétt, ég taldi efni greinar- innar nauðsynlegt, eingöngu af fag- legum forsendum sem er ef til vill framandi fyrir þingmanninn. Tilefnið er þetta: Með tilkomu mönnunar- nefndar er fellt.úr lögunum ákvæðið um fjölda vélstjóra og annarra yfir- manna á einstökum skipum líkt og gerst hefur, það ég best veit, á hinum Norðurlöndunum. Það verður því hlutverk mönnunamefndar að ákveða hveiju skipi lágmarksmönn- un og gefa út skírteini þar um. A hinum Norðurlöndunum starfa undirmenn bæði á þilfari og í vélar- rúmi á kaupskipum. Til þess hafa þeir hlotið ákveðna grunnmenntun og þjálfun sem tekur allt að 26 mán- uði. Það segir sig sjálft að það hlýt- ur að hafa áhrif á störf og fjölda vélstjóra um borð í hveiju skipi hafi þeir sér til aðstoðar sérþjálfaða und- irmenn. Þess vegna vildi ég tryggja, ef til þessa kæmi hér á landi, að undir- menn kaupskipa hefðu líkan starfs- vettvang og gerist í næsta nágrenni, að þá hefðu þeir hlotið til þess ákveðna grunnþjálfun. I frumvarpinu var m.v. einn eftirtalinna námsá- fanga: Vélavarðanám, sveinsréttindi af málmiðnaðarbraut eða viðurkennt rafsuðunám. Til viðbótar gerði grein- in ráð fyrir því að ráðherra festi í reglugerð nánari ákvæði um mennt- un þessara manna. En af hveiju voru þessar námsbrautir valdar? Einfald- lega vegna þess að hér á landi er ekki boðið upp á nám og þjálfun fýrir undirmenn kaupskipa líkt og gerist með frændþjóðum okkar og þær námsbrautir sem hér hafa verið nefndar virðast falla einna best að störfum þessara manna. Dylgjur þingmannsins um það að ég hafí viljað að undirmenn kaup- skipa lykju vélavarðariami til þess eins að gera þá að félagsmönnum í VSFÍ lýsa bara einu, vanþekkingu þess sem slíkt festir á blað. Þingmað- urinn á að vita betur sem formaður Sjómannafélags Reykjavíkur um árabil og núverandi þingmaður. Starfsmenntun ein og sér ákvarðar ekki félagsaðild, það eru önnur atriði sem henni ráða. Þing- maðurinn hefur um það langt mál að deilur hafí verið uppi milli Sjó- mannafélags Reykja- víkur og útgerðar- manna kaupskipa varð- andi starfsvettvang undirmanna. Koma þær deilur þessu máli við? Nei, það gera þær ekki ef við tökum mark á þeim lögmönnum sem leitað var til um málið þegar það var í vinnslu. Þeirra niðurstaða var sú að í þeim tilfellum þegar kjarasamningur Sjómannafé- lags Reykjavíkur og væntanleg lög um áhafnir kaupskipa skarast, réði samningurinn. Þess vegna hefði 6. gr. framvarpsins, þótt hún hefði orð- ið að lögum, engu breytt um starfs- vettvang undirmanna um borð í kaupskipum. Enda átti hún ekki að breyta honum. Ákvæðið átti bara að tryggja það ,að ef Sjómannafélag Reykjavíkur einhvem tíma semdi um breytingu á starfsvettvangi sinna manna um borð í kaupskipum, þá þyrftu þeir sem starfa bæði á þilfari og í vél að uppfylla ákveðin námsskil- yrði. Af hveiju námsskilyrði? Vegna þess að vinnufyrirkomulag af þessu tagi hefur það í för með sér að undir- mönnunum era falin flóknari störf en áður. Störf sem sumpart falla undir verkstjórn yfirvélstjóra skip- anna. Þess vegna verður að tryggja það að undirmennirnir búi yfir næg- anlegri verkkunnáttu og hæfni í sam- ræmi við breytt störf. Sé það ekki gert eru breytingar í þessa átt gagns- lausar. Yfirvélstjórum skipanna er fenginn óþjálfaður starfskraftur sem ef til vill ræður ekki eða illa við sín verkefni. Þess vegna er vinnufyrir- komulag um borð og starfsmenntun einstakra áhafnarmeðlima ekki einkamál Sjómannafélags Reykja- víkur þótt það megi lesa úr orðum þingmannsins. I lokin getur þing- maðurinn þess að ég hafí leyft mér að tala við flokksbræður mína í Framsóknarflokknum, eins og hann orðar það, um ýmis mál sem félagið hefur varðað á liðnum áram. Flokks- bundinn er ég hvergi. Hitt er rétt, að ég hefi bæði snúið mér til þing- manna Framsóknarflokksins og þingmanna annarra flokka með ýmis mál sem félagið varðar og hefi í öli- um meginatriðum ekkert nema gott um þau samskipti að segja. Þing- menn hafa almennt tekið minni mála- leitan vel þótt þar á séu undantekn- ingar eins og gengur og tæpast get- ur talist fréttaefni. Ég hef einnig leitað til þín varðandi tvö mál sem félagið varðar. Kjósir þú að gera þín afskipti af þeim að blaðamáli er það auðsótt mál af minni hálfu. Höfundur er formaður VSFÍ. _____Æta._____ Helgi Laxdal Undarlegir eni eyiabúar IJndir sktlnlngstréiiu ÓLEYST er enn ráðgátan um það af hveiju verðandi íslendingar fluttu frá Noregi út yfir haf. Vitað er að þeir skáru sig úr um ýmis- legt þegar áður en þeir fluttu. Eitt er afar lífleg munnleg frásagnar- hefð, sem fomritin byggðust á seinna meir. Það hefur orðið til að myndast hafa getgátur um annan uppruna þeirra en þáverandi Norð- manna yfírleitt. Oft var orsök flutnings vestur yfir þijóska og útistöður við nýtt miðstýrt vald Haralds hárfagra. Margir komu frá úteyjum norskum eða eyjaklösum vestan Norðursjávar. - Þeir voru semsé meira og minna eyjabúar fyrir er þeir fluttu til hinna undar- legu útskeija er vér byggjum nú. Skýringanna á undarlegheitum ís- lendinga sé þarna að leita, þar eð eina reglan án undantekinga í heiminum er sú að eyjabúar séu skrítnir. Eyjar Miðjarðarhafsins eru þekktar fyrir sterkt ættarveldi og blóðhefnd. írar eru grunsamlega undarlegir. Færeyingar eru næst- þráasti þjóðflokkur jarðar. Eng- lendingar væru undarlegir einnig, hefðu þeir ekki alltaf litið á sig sem meginland, og á Evrasíu sem risa- stóra eyju suðaustan við England, sbr: fyrisagnir í enskum blöðum fyrr á öldinni: „Evrópa einöngruð frá Stóra-Bretlandi vegna þoku á Sundinu." Eina eyjan sem rúmar öll þessi undarlegheit meðal fárra íbúa sinna er Island. Er ættarveldi? Já! Er blóðhefnd? Já, en aðeins í mis- kunnarlausara formi en suður í Miðjarðarhafi. Borgríkið ísland er ekki fjölmennari en svo að í Iceland City hafa allir margséð öllum bregða fyrir og allir ganga um með einhvern hvarsáégnúaftur- þennan svip um göturnar. Fáinenn- ar klíkur og klön, oft afkomendur norðlenskra prestaætta sitja í ráðu- neytunum, stjómmálunum, skóla- kerfí og samskonar klíkur ráða listalífinu, ákveða t.d. bókmennta- smekkinn, hvaða rithöfundar eða ritverk eru á vetur setjandi og hver ekki. Frá kokkteilboðunum í nóvember og desember hvert ár ganga boðin út um hver skuli sett- ur á og hver myrtur, með hægu aðferðinni, þ.e. þeirri kvalafyllri. Sjálfur hef ég t.d. setið og hlustað á bókasafnsfræðinga láta boð út ganga um að þessi bók sé léleg en hin góð, og þá að sjálfsögðu að bókunum ólesnum. Morðin taka etv. tíu ár f stað sekúndu, og þján- ingin í réttu hlutfalli við lengdina. Oscar Wilde hefur lýst því í frægu kvæði um morðingja hvemig hin hægvirkari vopn eru miskunnar- lausari en hin. Góðir höfundar sem em ekki í náðinni eiga sér ekki viðreisnar von, og verk þeirra hverfa héðan til eilífðar. Þau em ekki dæmd eftir þvf hvað í þeim stendur, heldur hvert sé nafn höf- undar. Sjálfur er ég ókunnugri högum meðal myndlistarmanna og tónlist- armanna, en ekki kæmi á óvart að giltu sömu lögmál lögleysunnar þar. í fáveldi ættarsamfélagsins er þetta vald oft óformlegt og því óátækt. Sá sem finnur ekki óvin sinn getur ekki ráðist til atlögu við hann. Fróðlegt er að ferðast með hin- um innfæddu þessarar eyþjóðar suður um lönd og fylgjast með við- brögðum þeirra þegar þeir sjá þá ótrúlegu nýlundu, að hægt sé að lifa lífinu á annan veg, og vita- skuld verri, en þeir lifa sjálfir. Spánveijar em letingjar og ómenni, ítalir glæpalýður upp til hópa.Húsin þeirra em hrörleg eða ónýt. Hvergi em hús betur byggð en á íslandi. Svo hafa þau þann kost að vera rétthyrnd og ekkert óþarfa flúr á þeim eins og hjá þeim þarna suður frá. Þannig sólar- landaferðir enda oftast á þann hamingjusama veg að menn koma heim til sín og hafa fengið stað- fest að allt sé best hjá okkur, í Ieeland City eða úthverfum henn- ar. En fróðleiksþyrstir em hinir inn- fæddu. Það einkennir gáfaða þjóð. Þannig er afar mikið um erlendar fréttir í öllum þeim fjölmiðlum er þær flytja. Þær em hins vegar oft dálítið sérstakar að því leyti að þær snúast ekki um að auka við það sem við vitum um erlendar þjóðir, heldur um það hvað þær vita um okkur. Yfírritaður var fréttaritari íslensks íjölmiðils í erlendu ríki um nokkurra ára skeið. Þó nokkuð var um að ég yrði að neita tilmælum frá hinum eða þessum um að flytja af því fréttir þegar lögreglulúðra- sveit Hesteyrar spilaði á einhveiju torgi úti í úthverfum. Það gat þurft hörku að komast hjá að flytja svona fréttir. Yfírleitt er það spuming hvort ekki einkenni þessa þjóð miklu sjálf- lægari hugsun en gengur og gerist meðal gróinna menningarþjóða Evrópu, bæði sjálflæg hugsun á vegum þjóðarinnar og á vegum hvers manns um sig. Umferðar- menningin er sýning á því hvemig hefur tekist til að kenna mönnum félagslega hegðun með tilliti til annarra. Þeim sem hafa skólast í umferð á evrópskum vegum fínnst enn að hann sé að aka inn í hænsnahóp þegar hann ekur út á reykvískar götur. Þó skal viðurkennt að þetta fer hægt batnandi - en hægt. Skyldi það taka þjóðina tvö hundruð ár að Iosna við einstaklingshyggju bændamenningarinnar og taka upp félagslega hegðun borgarbúans? Egill Egilsson r. » i I i i > > i i f' > í > > > i i: i í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.