Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 27 Ljósmynd/Sigurður Grétar Sigurðsson. KÁTIR krakkar í sumarbúðum ÆSKR sumarið 1994. Með Guði í sumarfrí ÞÁ fer að líða að þeim tíma er fjölskyld- ur skipuleggja sum- arfriið sitt. Flestar fjölskyldur hafa, sem betur fer, tök á að nota einhvern tíma til samvista, hvort sem er heima eða á ferð. En sumarfrí barnanna er yfirleitt lengra en foreldranna, og hvað verður þá til tilbreyt- ingar og yndisauka? Eitt af því, sem til boða stendur, eru sum- arbúðir kirkjunnar. Kirkjubúðir í borg eru nýmæli í starfi kirkj- unnar í Reykjavík, en sumarbúðir í sveit hafa verið við lýði lengi. Eystra, nyrðra og vestra eru rekn- ar sumarbúðir á vegum þjóðkirkj- unnar, og eins syðra. í Hlíðardal í Ölfusi verða í sumar starfræktar sumarbúðir á vegum ÆSKR, sem er Æskulýðssamband Reykjavíkur- prófastsdæma. Sumarbúðir ÆSKR eru fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, og verða tveir átta daga flokkar ætlaðir 6-8 ára börnum sérstaklega. Eldri börnum, 9-12 ára, stendur til boða dvöl bæði í átta daga og ellefu daga í júní og júlí. Sumarbúða- stjóri er Gunnbjörg Óladóttir, en hún er með BA-próf í guðfræði og hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum og öðru fólki. Með henni starfar þrautþjálfað ungt fólk. Inn- ritun í sumarbúðirnar í Hlíðardals- skóla fer fram í Hallgrímskirkju kl. 17-19 hvern virkan dag utan föstudag, og hefst hún mánudaginn 24. apríl. Nánari upplýsingar fást þar, í síma 621625, og í sóknar- kirkjunni þinni. Markmið Markmiðið með sumarbúðastarfi þjóðkirkjunnar er að skapa börnum heilbrigða umgjörð til þroska á sál og líkama. Þar er þeim boðið að rækta trú á barnavininn besta, og veitt æfíng i bæn og Biblíulestri. Kirkja Krists um víða veröld lítur svo á, að það sé heilagur réttur barna að fá fræðslu og leiðsögn um heim kristinnar trúar, og sér- staklega svo, ef börnin eru skírð. Gefst foreldrum og guðfeðginum þarna tækifæri til að fá aðstoð við trúaruppeldi barna sinna. En sum- arbúðirnar eru að sjálfsögðu opnar öllum börnum, skírð- um sem óskírðum. Auk þessa megin- markmiðs, að stuðla að andlegu heilbrigði bamanna, er auðvitað mikil áhersla á eflingu líkamshreysti, svo sem vera ber í hollu sveitaloftinu. Eins og í öðrum sumarbúðum verður mikil útivera stunduð í Hlíðardal í sumar, íþróttir og ævintýralegar göngu- ferðir. Margt annað skondið og skemmti- legt verður í boði, s.s. smíðavöllur, torfæru- hjól og heimsókn á sveitabæ. Fer Guð í sumarfrí? Á sumrin liggur hefðbundið sunnudagaskólastarf kirkjunnar víðast hvar niðri, og fylgir oftast skólaárinu. Spurt hefur verið, hvort Guð sé þá í sumarfríi, og megi ekki Markmið sumar- búðastarfs þjóðkirkj- unnar er, segir María Agústsdóttir, að skapa börnum heilbrigða umgjörð til að þroska sál og líkama. vera að því að sinna börnunum sín- um. Réttara mun vera, að við hin höfum svo mikið að gera við að vera í sumarfríi, að enginn tími verður til andans eflingar. Sumar- búðastarf kirkjunnar í sveit og borg sannar hins vegar, að hvort tveggja er hægt að gera í einu, breyta til með batnandi veðri og eiga góðar stundir með Guði og hinum börnun- um hans. Þannig fer Guð í sum- arfrí - aldrei án barna sinna, en ávallt með þeim. Sumarbúðir kirkjunnar í Hlíðar- dal í Ölfusi eru ekki reknar með veraldlegan ágóða í huga, þó rekst- ur þeirra verði að standa undir sér. Ágóðinn er allur andlegur, að börn- in okkar fái að njóta þeirra forrétt- inda að fara með Guði í sumarfrí. Höfundur er prcstur við Dómkirkjuna í Reykjavík. María Ágústsdóttir Slasaðir látnir borga Á ÁRINU 1991 varð íslenskum vátrygginga- félögum ljóst, að af- koma þeirra hafði farið versnandi. Blasti við þeim verulegur tap- rekstur það ár. Einkum mun afkoman á sviði ökutækjatrygginganna hafa verið slæm. Iðgjöld stóðu ekki undir tjónum og reksturskostnaði. Hin eðlilegu viðbrögð við þessu fólust vita- skuld í að hækka ið- gjöldin. Það töldu félög- in erfitt að gera. „Þjóðarsátt" var í gildi og ekkert mátti hækka. Við þessar aðstæður tóku félögin sig saman undir forystu Sambands íslenskra tryggingafélaga og settu sér heimasmíðaðar reglur um „verklag við mat á fjártjóni vegna líkamstjóna". Tóku reglurnar gildi hjá félögunum þann 1. nóvember 1991. Þessar reglur voru í grundvall- aratriðum frábrugðnar þeim laga- reglum sem dómstólar höfðu jafnan beitt við ákvörðun bóta til slasaðra manna. Einkum var reglunum beint gegn þeim sem orðið höfðu fyrir „minni háttar“ slysum, þ.e.a.s. slys- um þar sem örorka var metin 15% eða lægri. Þeir sem ekki vildu bíða í 3 ár með uppgjör gátu fengið bætur samkvæmt reglunum. Voru þær í flestum tilvikum aðeins lítill hluti þeirra bóta sem viðkomandi tjónþoli átti rétt á samkvæmt viðtekinni laga- framkvæmd. Jafnframt var tekið fram, að þessar bætur skyldu aðeins standa tjónþolunum til boðá að þeim væri veitt viðtaka án fyrirvara. Afleiðingin af þessari sameigin- legu afstöðu vátryggingafélaganna varð sú, að Ijöldanum af bótamálum vegna líkamstjóna var vísað til dóm- stólanna. En fjöldi þeirra mun líka hafa verið gerður upp hjá félögunum á hinum heimasmíðuðu forsendum þeirra og gegn fullnaðarkvittunum þeim sem félögin heimtuðu. Sjálfsagt hafa það aðallega verið bætur til þess fólks sem hafði bágustu aðstæð- urnar og áttu því verst með að bíða að láta reyna á réttarstöðu sína fýr- ir dómi og þurfa þar með að bíða í nokkur misseri eða ár eftir bótum sínum. Starfsmenn félaganna hafa sagt að nokkur hundruð mál hafa verið gerð upp eftir „verklagsreglun- um“. Og afkoma félaganna snar- batnaði, því að iðgjöldin voru ekkert lækkuð, þó að bótagreiðslurnar lækkuðu svo mjög. Þann 25. mars sl. birti Morgunblaðið t.d. frétt um bestu afkomu Sjóvá-Almennra trygginga hf. frá stofnun félagsins. Fréttinni fylgdi m.a. súlurit það um hagnað félagsins á núvirði árin 1988-1994, sem endurbirt er hér. Afkoma annarra vátryggingafélaga mun hafa tekið víðlíka breytingum á sama tímabili. Nokkrum dögum eftir að Morg- unblaðið birti hið stolta súlurit, eða þann 30. mars sl., kvað Hæstiréttur upp fyrsta dóminn þar sem fyrr- greindar „verklagsreglur" vátrygg- ingafélaganna komu við sögu. Þar kom ekkert á óvart. „Verklagsregl- urnar“ voru ekki taldar hafa nokkra þýðingu fyrir sakarefni málsins. Beitt var hefðbundnum aðferðum við mat á örorku tjónþolans. Fékk hann dæmdan bótahöfuðstól, sem var rúmlega átta sirmum hærri en tilboð vátryggingafélagsins eftir verklags- reglunum hafði verið. Sá mikli mun- ur er að vísu ekki dæmigerður, þar sem önnur atriði koma einnig við sögu. Engu að síður er ljóst að mun- urinn er margfaldur. Ekki er á því nokkur vafi, að þeir fyrirsvarsmenn vátryggingafélaga sem beittu sér fyrir setningu „verk- lagsreglnanna" vissu harla vel að þær fengju aldrei staðist neina próf- un fyrir dómi. Samt voru þær settar og í þokkabót það skilyrði sett að fólkið, sem ekki gat beðið eftir bótum sínum, gæfi fyrirvaralausar kvittan- ir. Helst vildu félögin að fólkið, sem bæturnar þáði, nyti aðstoðar lög- manns. Þá væri síður unnt að taka mál upp síðar eftir að staðfesting dómstóla væri fengin á að allt of lágar bætur hefðu verið greiddar. Því miður munu ein- hveijir starfandi lög- menn hafa látið hafa sig til þessara verka. Fróðlegt væri að fá upplýst hversu mörg mál hafa verið gerð upp hjá íslensku vátrygg- ingafélögunum eftir „verklagsreglum" allt fram á þennan dag. Skora ég á þau að birta upplýsingar um þetta á opinberum vettvangi. Mig grunar að „hagn- aður“ félaganna af þessari starfsemi und- anfarin ár skýri a.m.k. verulegan hluta hinnar bættu afkomu þeirra. Framkoma vátryggingafélaganna í þessu máli er forkastanleg. Starf- semi vátryggingafélags felst í að bæta mönnum tjón sem þeir hafa orðið fyrir og fellur undir vátrygg- ingu, sem félagið hefur selt. Sér- hvert vátryggingafélag, sem metur orðspor sitt einhvers, hlýtur að leggja á það áherslu að tjónabætur þess séu ákveðnar í samræmi við gildandi réttarreglur á hveijum tíma. Slíkt félag sækir ekki fé með þvingunum í vasa þeirra sem hallir standa. Ef iðgjöld standa ekki undir kostnaði við þessa starfsemi verður að hækka þau. Þar koma ekki önnur úrræði til greina. íslensku félögin fóru aðra leið þegar að þeim kreppti í rekstri. Þau þvinguðu tjónþolana til að greiða tapið. Sýnu verst við framgöngu þeirra var að synja tjónþolum um fyrirvara við móttöku bóta. Vátrygg- ingafélag getur aldrei verið þekkt fyrir að synja þeim sem bætur fær um að gera fyrirvara. Með fyrirvara er móttakandi bótanna aðeins að vemda rétt sinn til að láta reyna á Ástæða er til að skora á stjórnendur tryggingafélaganna að taka á ný upp skamm- lausa starfshætti, segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Félögin eiga að greiða mönnum bætur í samræmi við lagareglur. réttmæti bótauppgjörs. Vátrygg- ingafélag, sem einhveijar kröfur ger- ir til sjálfs sín, getur aldrei verið andvígt slíku. Það býður mönnum bætur á þeim eina grundvelli að um réttar bótagreiðslur sé að ræða skv. gildandi rétti. Það hvetur fremur tjónþola en letur til að láta reyna á réttmæti uppgjörs, sé hann ekki sátt- ur við bótatilboð félagsins. Félag sem neitar mönnum um að gera fyrirvara hefur vonda samvisku. íslensku vátryggingafélögin hafa áreiðanlega vonda samvisku af þeirri framkomu sinni sem að ofan er lýst. Meðal stjórnenda félaganna sjálfra eru ýmsir mætir menn, sem vanhugs- að og vegna afkomuóttans hafa látið hafa sig til ósæmilegra verka. Ástæða er til að skora á þá að bæta nú ráð sitt og láta félögin taka á ný upp skammlausa starfshætti. í því felst aðeins að félögin setji sér þau markmið að greiða mönnum bætur í samræmi við lagareglur, eins og þeim er beitt af dómstólum landsins. Höfundur er hæstaféttar- lögmaður. HEIMILISTÆKI Enn er lag aö kaupa þessi frábæru heimilistæki á kynningarverði. mrrnr-K Si 3ja hraða vifta/m. Ijósi ■ Ofn með undir- og yfirhita, grilli og snúningsteini. ■ 4ra hellu helluborð Litir: Hvítt eða brúnt. Verð fyrir allt þetta aðeins kr. 37.800 stgr. ‘Jayajeni 9, sími 588-7332. Jón Steinar Gunnlaugsson Úr rekstri Sjóvár-Almennra trygginga hf. Hagnaður á núvirði (1994) 69 76 milljónlr nHtljónir milljón 1988 1989 1990 170 mllljónlr milljónlr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.