Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 29 STJÓRNARMYNDUN Á LOKASTIGI „ _ Morgunblaðið/Þorkell HALLDOR Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra bera saman bækur sínar fyrir þing- flokksfundi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í gærmorgun. Morgunblaðið/Þorkell RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins fengu sér að borða saman að loknum þingflokksfundi í gær. Ólafur G. Einarsson sat ekki fundinn vegna veikinda. Á þingflokksfundi í dag ræðst hvort Ólafur G. verð- ur ráðherra í nýrri ríkisstjórn. enginn eigin ipað samninga við lífeyrissjóði um að fjár- festa í atvinnuuppbyggingu. I stjórnar'sáttmálanum er rætt um að stefna beri að aukinni erlendri fjár- festingu. Hagsmunir kynntir fyrir ESB-ríkjum í utanríkismálakafla sáttmálans er kveðið á um að treysta beri og rækta tengslin við Evrópusambandið á grundvelli samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Jafnframt verði fylgzt náið með þróuninni innan sambands- ins á næstu árum. Eftir að ábending- ar komu fram á þingflokksfundum, mun því hafa verið bætt við að vinna bæri að kynningu á hagsmunum og sjónarmiðum íslendinga meðal aðild- arríkja ESB. í utanríkismálakaflanum er jafn- framt rætt um stofnun Norðurheim- skautsráðs, eflingu norræns sam- starfs, að gæta beri hagsmuna íslands í úthafsveiðum og athuga möguleika á fríverzlunarsamstarfi við Norður- Ameríkuríki. Endurskoðun á lögum um LÍN í menntamálakafla sáttmálans er m.a. rætt um að endurskoða þurfi lög um Lánasjóð íslenzkra námsmanna. Þá er kveðið á um að efla beri verk- og starfsmenntun. Efla beri rannsókn- ir á vegum Háskóla íslands og auka framlög til nýsköpunarsjóðs stúdenta. Ein grein sáttmálans kveður á um endurskoðun vinnulöggjafarinnar, með það fyrir augum að fámennir starfshópar geti ekki valdið óeðlilegri röskun með vinnustöðvunum. Jöfnun atkvæðisréttar og einfaldari löggjöf Kveðið er á um að kosningalöggjöf- in skuli einfölduð og atkvæðisréttur jafnaður frá því sem nú er. Þá er stefnt að því að jafna launamun kynjanna. Ákvæði eru í sáttmálanum um efl- ingu löggæzlu og vernd borgaranna, forvarnir gegn vímuefnaneyzlu og vernd fjölskyldunnar. í umhverfismálum er lögð sérstök áherzla á átak í landgræðslu og stöðv- un gróðureyðingar. Ekki er minnzt á upptöku tilvísana- kerfis í heilbrigðisþjónustu í stjómar- sáttmálanum, en samkvæmt upplýs- flokkurinn hefur átt aðild að ríkis- stjórn. Sjálfstæðismenn á Reykjanesi áttu engan ráðhejra í Viðreisnar- stjórninni eftir að Ólafur Thors lét af embætti 1963, en þá sat Alþýðu- flokksmaður af Reykjanesi í ráðherra- stól. Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram embætti forseta Alþingis. Rætt hefur verið um að Sólveig Pétursdóttir taki við því af Salome Þorkelsdóttur. Barátta um fimmta stólinn hjá framsókn Halldór Ásgrímsson ætlar einnig að nota morguninn til að ræða eins- lega við þingmenn síns flokks um ráðherraefni hans. Hann mun síðan leggja fram tillögu fyrir þingflokkinn með nöfnum fimm þingmanna. Kosið verður um tillöguna og að því búnu verður ráðuneytunum, sem flokkurinn fær í sinn hlut, skipt milli ráðherranna. ingum Morgunblaðsins hefur það orð- ið að samkomulagi væntanlegra stjórnarflokka að upptöku tilvísana- kerfisins verði frestað og þess freistað að ná fram sáttum í málinu. Hópur manna kom að verkinu Talsverður hópur kom nálægt gerð stjórnarsáttmálans. Auk formanna og varaformanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem skipuðu hina eiginlegu viðræðunefnd, komu Samkvæmt heimildum Morgun- blaðisins er talið nokkuð víst að Hall- dór Ásgrímsson, Guðmundur Bjarna- son, Finnur Ingólfsson og Ingibjörg Pálmadóttir verði ráðherrar. Meiri óvissa ríkir um hver verður fimmti ráðherrann. Páll Pétursson, Siv Frið- leifsdóttir og Guðni Ágústsson sækj- ast öll eftir ráðherrastól. Guðni er talinn eiga frekar litla möguleika. Nokkur andstaða er innan þing- flokksins við að Siv verði gerð að ráð- herra. Hún á hins vegar öflugan stuðning meðal óbreyttra liðsmanna flokksins á Reykjanesi og í Reykjavík. Því er stillt þannig upp að spumingin snúist um hvort framsókn stígi skref til gamals eða nýs tíma þegar valið er milli Páls og Siyjar. Páll nýtur stuðnings innan þingflokksins og margir telja eðlilegt að hann verði ráðherra og vísa þar til langrar þin- greynslu hans og öflugs stuðnings við einstakir þingmenn að viðræðum um ýmis mál. Flokkarnir kölluðu til eigin sérfræðinga á ýmsum sviðum og embættismenn úr ráðuneytum þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með, einkum úr fjármálaráðuneytinu, komu viðræðunefndunum til aðstoð- ar. Ritstjórar stjórnarsáttmálans voru tveir fyrrverandi aðstoðarmenn forsætisráðherra, hvor úr sínum flokki, Jón Sveinsson og Hreinn Loftsson. Framsóknarflokkinn i kjördæmi hans. Hugsanlegt er taiið að hvorki Páll eða Siv verði ráðherrar heldur verði leitað til einhvers þriðja þingmanns. í því sambandi hefur nafn Valgerðar Sverrisdóttur verið nefnt. Með því að gera hana að ráðherra þykir mögulegt að samræma sjónarmið um gamlan og nýjan tíma. Valgerður hefur verið þingmaður í átta ár og hefur því tals- verða þingreynslu. Hún hefur hins vegar ekki þá ímynd um gamlan tíma sem Páll þykir hafa. Valgerður kemur hins vegar úr sama kjördæmi og Guð- mundur Bjarnason. Framsóknarmenn úr öðrum kjördæmum sætta sig illa við að tveir ráðherrar komi úr sama kjördæmi. Flest bendir til að framsóknarmenn skipti ráðuneytunum á milli sín þann- ig að Halldór verði utanríkisráðherra, Finnur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ingibjörg heilbrigðis- og trygginga- ráðherra og Guðmundur félags- og landbúnaðarráðherra. Fimmti ráð- herrann verður þá umhverfisráðherra. Talað hefur verið um að Guðmundur fari með landbúnaðarmálin jafnvel þó að Páll verði ráðherra. Flokkarnir hafa ekki skipt for- mennsku í nefndum á milli sín ennþá og hefur verið talað um að láta það mál bíða fram í maí þegar þing kem- ur saman. Hins vegar hefur verið rætt um að stjómarandstaðan fái áfram formennsku í þremur þing- nefndum eins og fyrrverandi stjórnar- andstaða hafði á síðasta þingi. raefni á fundum í kvöld er ráðuneyti idbúnaðinn Samkomulag um sj ávarútvegsmál fest í málefnasamningi og verkefnaskrá Sameign fiski- miða bundin í sijórnarskrá Megindrættir samkomulags um breytingar í sjávarútvegsmálum voru innsiglaðir á fundi nokkurra þingmanna tilvonandi stjómarflokka á fimmtudag sem var svo endanlega sam- þykkt á þingflokksfundunum í gær. ISAMKOMULAGI því sem náðst hefur um sjávarútvegsmál milli Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks í væntanlegu ríkisstjórnar- samstarfi flokkanna er m.a. gert ráð fyrir að hlutur vertíðarbáta og minni báta á aflamarki, sem orðið hafa fyrir mestri aflaskerðingu að undan- förnu, verði bættur og að breytingar verði gerðar á banndagakerfínu þannig að svigrúm krókaleyfisbáta verði aukið. Samkomulag er um að þessar breytingar verði lögfestar á vorþingi. Deilt um orðalag um aflamarkskerfið I málefnasáttmála væntanlegrar ríkisstjórnar segir að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá. Nokkrar deil- ur urðu á þingflokksfundi sjálfstæð- ismanna í gær um upphafsorð kaf- lans um sjávarútvegsmál þar sem sagði að „byggt verði áfram á afla- markskerfinu að mestu“. Nokkrir þingmenn vildu að orðalaginu yrði breytt þannig að opnað yrði fyrir möguleika á endurskoðun núverandi kerfis á kjörtímabilinu og kom til snarpra orðaskipta á þingflokks1- fundinum, skv. upplýsingum Morg- unblaðsins. Formenn flokkanna fóru yfir málið á fundi eftir hádegi og urðu sammála um að breyta orða- lagi setningarinnar á þann veg að orðið „áfram“ var tekið út og að setningin hljóði svo, að að mestu verði byggt á aflamarkskerfinu við fiskveiðistjórnun. Mun vera sátt meðal þingmanna um þessa breyt- ingu. Ennfremur er gert ráð fyrir því í málefnasamningnum að aukið sam- ráð verði haft við sjómenn og útvegs- menn jafnhliða ráðgjöf fiskifræð- inga um veiðarnar. Sættir náðust á fundi þingmanna á fimmtudag Þingmenn Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum og Vesturlandi höfðu undirbúið tillögur um breytingar á fískveiðistjórnarlögunum sem þeir vildu að yrðu teknar inn í málefna- sáttmála stjórnarinnar. Á fimmtu- dag var svo haldinn fundur nokk- urra þingmanna úr báðum flokkum með Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra og Halldóri Asgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, þar sem samkomulag um meginatriði sjávarútvegsmálanna var innsiglað. Á fundinum voru auk Þorsteins og Halldórs þeir Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmunds- son og Vilhjálmur Egilsson, þing- menn Sjálfstæðisflokks, og Hjálmar Árnason, Gunnlaugur Sigmundsson, Stefán Guðmundsson og Guðni Ág- ústsson, þingmenn Framsóknar- flokks. Á fundinum var skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins farið yfir þær breytingar sem þingmennirnir hafa lagt áherslu á og náðist sam- komulag í öllum aðalatriðum um nokkur atriði sem sett eru fram í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar og verkefnaskrá sjávarútvegsráðu- neytisins. Úttekt á niismunandi leiðum við fiskveiðisljórnun Sjávarútvegskafli málefnasamn- ingsins er stuttorður en samhliða verður lögð fram sérstök verkefna- skrá sjávarútvegsráðuneytisins þar sem ýmsar breytingar sem sam- komulag hefur náðst um eru taldar upp, en stefnt er að því að verkefna- skráin verði nánar útfærð í sumar. í verkefnaskránni segir m.a. að gerð verði úttekt á kjörtímabilinu á mis- munandi leiðum við fiskveiðistjórn- un. Kostir og gallar ólíkra kerfa verði bornir saman og niðurstaða þeirrar athugunar verði lögð til grundvallar framtíðarskipunar þess- ara mála. í samkomulagi flokkanna er gert ráð fyrir að lögin um stjórn físk- veiða verði strax tekin til endurskoð- unar og lögð verði fram lagafrum- vörp á Alþingi í næsta mánuði þar sem lögfestar verði breytingar á banndagakerfinu þannig að ekki þurfi að koma til fjölgunar banndaga og opnað verði fyrir möguleika krókaleyfisbáta á að velja sér sókn- ardaga. í öðru lagi verður lagt fram frumvarp um aukið svigrúm vertíð- arbáta á aflamarki, sem hafa orðið fyrir mestri skerðingu, en nánar verður gengið frá því í frumvarpinu hvernig þeim verður bætt skerðingin á þorskkvóta. Stefnt er að endur- skoðun á reglum um úreldingu og endurnýjun fiskiskipaflotans og fengin lagaheimild fyrir breyttum reglum á vorþinginu. Meðal annars er rætt um að við endurnýjun flot- ans verði ekki eingöngu tekið tillit til rúmlestafjölda skipa heldur sókn- argetu þeirra almennt með tilliti til vélarafls. Með öðrum orðum að end- urnýjunarstuðlar fiskveiðistjórnun- arlaganna verði endurskilgreindir. Loks er að því stefnt að fallið verði frá gildistöku nýs ákvæðis í lögum um stjórn fiskveiða er kveður á um takmörkun á framsalsrétti frá 1. janúar 1996, en það felur í sér að útgerðarmenn megi ekki leysa til sín meiri aflaheimildir en þeir eiga fyrir. Byggtverður á núverandi kerfi Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði eftir þingflokksfund framsóknarmanna eftir hádegi í gær, að flokkamir væru búnir að ná lendingu í sjávar- útvegsmálum. Halldór sagði að þótt gerðar yrðu breytingar í sjávarútvegsmálum riðl- uðu þær á engan hátt núverandi kerfí. „Allir geta verið öruggir með að það verður byggt á því kerfi sem hefur verið byggt upp á undanförn- um árum, með lítilsháttar breyt- ingu,“ sagði Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.