Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 35 En meðan árin þreyta hjðrtu hinna, sem horfðu á eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Mér er f fersku minni er ég hitti Þuríði í fyrsta sinn. Þá voru þau að opinbera trúlofun sína geislandi af hamingju, hún og Guttormur bróðir minn á heimili foreldra hennar, Skeggja Samúelssonar og Ragnheið- ar Jónsdóttur. Þarna hélt ræðu afí hennar, séra Jón Brandsson, til að óska þeim heilla og ég man ennþá orð hans um dótturdóttur sína — að frá því hún var lítil telpa hefði henni alltaf fylgt birta og gleði og sú væri ósk hans að þá sömu birtu myndi hún flytja með sér í sín nýju heimkynni. Sú ósk hans rættist svo sannarlega. Þessa unga Reykjavíkurstúlka vann hug og hjörtu allra í dalnum og af hennar hálfu var það gagnkvæmt. Segja má að þegar frá upphafi hafi hún eignast dalinn og dalurinn hana. Þurði var flest óvenju vel gefíð, bæði til hugar og handa: í skóla var hún mikill námshestur, og flest verk léku henni í höndum, enda var hún af hagleiksfólki komin. Auk heimilis- og uppeldisstarfa varð hún fljótlega þátttakandi í margvíslegu félags- starfi Fljótsdæla og lagði þar jafnan gjörva hönd á plóg. Það er ekki auðvelt hlutskipti að setjast inn á heimili þar sem fyrri húsbændur ráða enn ríkjum en það vandasama hlutverk leysti hún af- hendi með prýði eins og allt annað sem hún tók að sér. Bömin urðu fimm, öll afburða mannvænleg og vel gerð enda ekki kastað hendi til upp- eldis þeirra af foreldranna hálfu. Þar komu einnig við sögu afí og amma að ógleymdum elskulegum föður- bróður mínum Stefáni, sem var okkur systkinum sem annar faðir alla tíð. Síðar nutu Þuríður, Guttormur og börn þeirra góðvildar hans og ánægjulegs félagsskapar, en með þeim Þuríði og Stefáni myndaðist sérstök vinátta. Sjálfselska og eigingirni held ég að hafí verið eitthvað sem aldrei komst að í huga Þun'ðar. Hún var heillandi persónuleiki og mannbæt- andi að vera í návist hennar. Þess nutu böm hennar og bamabörn, sem öll hafa lánast svo frábærlega vel. Þau ber merki fagurs fordæmis þeirra hjóna beggja, sem voru svo samhent og glæsileg, bæði í sjón og raun. Nú er hún kvödd þessi yndislega kona og henni færðar þakkir fyrir allt, ekki síst umhyggju hennar fyrir tengdaforeldrunum og Stefáni frænda þegar þau gerðust ellimóð. Nú tekur Fljótsdalurinn, sem hún bast svo óijúfanlegum böndum og dáði af næmu fegurðarskyni, þreytt- an líkamann í faðm sinn og sá faðm- ur verður ömgglega hlýr. Sú birta sem hún bar jafnan með sér mun lifa áfram og lýsa minningu hennar í hugum þeirra mörgu sem nú eiga um sárt að binda. Missir þeirra Guttorms og afkom- endanna er ósegjanlega sár. Þeim og aldraðri móður, sem nú sér á eftir augasteini sínum, eru sendar hlýjar husanir frá okkur systrum, Þórarni, og börnum okkar. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (J. Hallgr.) Ragnheiður. Fegursta blómið í Fljótadal er föln- að. Dalurinn mun augum okkar systkinanna aldrei verða samur. Við vitum að í vor munu lækir dalsins verða^ vatnsmeiri því þeir gráta af sorg. í sumar mun Snæfellið í virðing- arskyni skrýðast bláum sparibúning og jökulröndin mun verða hvít sem aldrei fyrr. Þegar bárur Lagarfljóts- ins renna framhjá Geitagerði munu þær í lotningu hneigja sig fyrir minn- ingu Þuríðar, Dvalir til lengri tíma og heimsókn- ir í Geitagerði voru fastir punktar í æsku okkar systkinanna allra. Síðar þegar við flugum úr hreiðri en snerum aftur í leyfum var ætíð skroppið upp í Geitagerði. En næst þegar við kom- um mun Þuríður ekki koma fagnandi til dyra eða bera á borð veitingar eins og kóngafólk væri á ferð. Við fáum ekki framar tækifæri til þess að ræða við hana um heimsins gagn og nauðsynjar. Það var sama hvaða málefni bar á góma, alltaf var Þur- íður vel heima og hafði ákveðnar skoðanir á málunum, enda víðlesin og vel menntuð. Minning um einstaka konu munu lifa í hjörtum okkar allra og við erum full þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Við biðjum Guð almáttugan að styrkja og hugga Guttorm, systkinin og böm þeirra, því missir þeirra er mikill. Systkinin Lagarfelli 3, Jón, Sigríður, Anna Birna, Þórhalla og fjöl- skyldur þeirra. KARL KRISTJÁNSSON + Karl Kristjánsson var fædd- ur 17. apríl 1937. Hann lést 12. apríl sl. Foreldrar hans voru Kristján Júlíus Jóhannesson bóndi í Hriflu í Ljósavatnshreppi og kona hans Kristjana Sig- valdadóttir. Þau létust þegar Karl var á barnsaldri og ólst hann upp hjá frændfólki sínu í Álftagerði í Mývatnssveit. Karl var kvæntur Hrefnu Steingríms- dóttur, f. 24.12. 1935. Synir þeirra eru tvíburarnir Hrafn og Þórir, f. 8. nóvember 1972. Börn Hrefnu frá fyrra hjónabandi eru AÐ MORGNI skírdags barst okkur sú harmafregn að Kalli vinur okkar hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður. Hugurinn neitaði að trúa því, en orð- in hljómuðu í eyrum: „Hann Kalli er dáinn.“ Það var svo stutt síðan þau Hrefna heimsóttu okkur glöð og hress. Margrét dóttir Hrefnu var nýbúin að láta skíra son sinn og afi hafði eignast alnafna. Við ætluðum að hittast öll í sumar fyrir norðan og eiga glaðar stundir saman eins og jafnan áður, en mennirnir áætla, Guð ræður. Við hittum Kalla fyrst sumarið 1970 þegar Hrefna vinkona kynnti okkur en við heimsóttum hana á Húsavík. Hæglátur, alvarlegur maður með þétt handtak. Hann vakti manni traust, það var fljótséð að þar var enginn yfirborðsmaður. Seinna kynntumst -við góðlátlegri glettni hans og skarpri greind. Ef orðið Ásgeir, f. 17.11. 1954, Ásdís, f. 20.3. 1957, Steingrímur, f. 8.3. 1962, Margrét, f. 21.4. 1963, og Gunnhildur, f. 24.6. 1964, Jóns- börn. Barnabörnin eru 12. Karl var tækjasljóri hjá Ræktunar- sambandinu Smára í Mývatns- sveit og nágrenni í mörg ár. Eftir að hann fluttist til Húsavík- ur hóf hann störf sem bifreiða- stjóri hjá olíudeild Kaupfélags Þingeyinga. Karl verður jarðsunginn í dag, 22. apríl, frá Húsvíkurkirkju og hefst athöfnin kl. 14.00. prúðmenni átti við nokkum mann þá var það Kalli. Okkur var mikils virði að eiga vináttu hans, hún var traust og sterk eins og hann sjálfur og stóð óhögguð hvernig sem vindar lífsins blésu. Við eigum svo margar hlýjar og yndislegar minningar frá samverustundum á liðnum árum að þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þeirra er okkur efst í huga. Góðir vinir eru eins og dýrmætar perlur og sárt að missa þá. Elsku Hrefna og fjölskylda, atvikin haga því svo að við getum ekki kvatt Kalla, við sendum því okkar innilegustu samúð- arkveðjur norður yfir heiðar og biðj- um Guð að hugga ykkur og senda ykkur styrk. Kalla viljum við þakka samfylgdina og munum ætíð að þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg og Ólafur. JONINA G UÐJÓNSDÓTTIR + Jónína Guðjóns- dóttir var fædd 25. febrúar 1903. Hún lést í Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 15. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ing- veldur Unadóttir og Guðjón Jónsson. Systkini Jónínu voru Hallgrímur, Þuríður, Þorvald- ur, Guðbjörg, Árný og Unnur auk þriggja systkina er létust í bernsku. Þá átti Jónína tvær uppeldissystur, þær Kristínu og Þuríði. Jónína var gift Þórði H. Gíslasyni sem lést 1993 og eignuðust þau fjög- ur börn sem öll eru á lífi. Þau eru Ingveldur Jónína, gift Rúti Snorrasyni, Hallgrímur, kvænt- ur Guðbjörgu Einarsdóttur, Ellý Björg, gift Hreini Svavars- syni, og Kristín Karítas, gift Einari Norðfjörð. Jónína verður jarðsungin frá Landakirkju í dag, 22. apríl, og hefst athöfnin kl. 14.00. OKKUR systkinin langar áð kveðja ömmu Jónu með örfáum orðum en við eigum margar ljúfar minningar um hana og afa Tóta. Eftir gosið í Eyjum fluttust þau með okkur hingað á Ósabakkann og bjuggu hjá okkur í ellefu ár. Það var stundum gott að geta flúið niður í kjallara til ömmu og afa þegar mamma og pabbi voru að leggja okkur lífsreglurnar. Þar fann maður ömmu ævinlega hekl- andi í græna stólnum og afa grúsk- andi í veiðidótinu. Hún amma var ekki lengi að koma okkur í gott skap enda var hún létt í lund. Heimatilbúnu djús- frostpinnarnir voru ofarlega á vin- sældalistanum og eftirvæntingin leyndi sér ekki í hjörtum lítilla krakka þegar amman nálgaðist frystihólfið. Morgunkaffíð hjá þeim gömlu var fastur liður og það var á slíkum stundum sem þau komu okkur upp á ýmsa „góða ósiði“ eins og að drekka kaffi. Spilakvöldin uppi í stofu á fimmtudögum voru þó eftirminni- legust. Afi var þá spenntastur og lifði sig inn í leikinn. Amma var alltaf síðust upp og á leiðinni leit hún inn til okkar og laumaði að okkur sælgæti þegar við vorum búin að bursta tennumar. Yfir þessu ríkti mikil leynd því hún hvíslaði að okkur: „Látið ekki mömmu og pabba vita!“ Þegar amma veiktist og þau fluttust til Eyja var erfitt að venj- ast tómleikanum í húsinu og sökn- uðurinn var mikill. Á slíkum stund- um var gott að eiga minningar og þessar sömu minningar munu fylgja okkur í gegnum lífið. Guð blessi minningu ykkar, Einar Þór, Sólveig, Þórður og Bergsteinn. Duftið hverfur til jarðarinnar þar sem það áður var, en andinn fer til Guðs, sem gaf hann. (Ók. höf.) „Hún amma er ekki með barn í maganum eins og þú, þar er bara grautur.“ Þessa setningu sagði Júl- ía litla dótturdóttir Jónu við mig þegar ég mætti í fyrsta fjölskyldu- jólaboðið fyrir rúmum tuttugu árum. Jónu ömmu, sem löngu var komin úr barneign, tókst að koma þeirri stuttu í skilning um ástæðu þess hversu framstæðar við báðar vorum og það þó heym Júlíu væri engin en það kom ekki í veg fyrir að þær tvær gætu tjáð sig sín á milli. Hún Jóna amma var amma eins og ömmur eiga að vera. Hún hafði alltaf tíma fyrir ungana sína hvort heldur var að hjálpa til við að byggja kofa, kenna manngang- inn í skák eða bara að hlusta á þau stuttu þegar eitthvað plagaði eða þegar þau höfðu frá einhveiju skemmtilegu að segja. Þá var hún sérfræðing- ur í heimalöguðum frostpinnum sem ávallt kölluðu fram bros og/eða þurrkuðu burt tár hjá litlum ljúfling- um. Jóna hafði mikinn áhuga á að fylgjast með allskonar íþróttum og sérstaklega knatt- spymu. Hún var ein- lægur aðdáandi Knatt- spyrnufélagsins Týs og ÍBV og þeg- ar stuttfættir afkomendur hennar hófu að eltast við bolta í „alvöru“ leikjum, stóð amma oftar en ekki á línunni og hvatti sína menn. Jónu, þessari yndislegu konu, kynntist ég fyrir rúíhum tveimur áratugum. Hún var móðuramma mannsins míns og hennar fyrsta langömmubarn var einkasonur okk- ar hjóna. Þau Jóna og Þórður bjuggu lengst af á Urðarveginum í Vestmannaeyjum, en eftir eldgos- ið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur, í kjallarann á Ósabakkanum til Stínu dóttur sinnar og Einars manns hennar og þar bjuggu þau í rúm 11 ár. Að heimsækja þau hjón á Ósabakkann var eiginlega kapítuli útaf fyrir sig. Bakkelsi í tonnavís var á borðum og aldrei borðaði maður nóg. Kveikt var á sjónvarpinu frá því stundarfjórð- ungi fyrir útsendingu og elskan hún Jóna byrjaði að hekla sínar frægu hyrnur um leið og klukkan sást á skerminum en þá brá Þórður sér í geymsluna, sótti veiðistöngina ásamt viðeigandi fylgihlutum og fór yfir veiðisögur síðustu mánaða. Sjálfsagt hefði minn betri helming- ur átt í einhveiju basli með að fá mig með sér í þessar heimsóknir nema vegna þess hve ánægjulegar þær voru alltaf, hve vel var tekið á móti okkur og hversu innilega launfyndni Jónu skemmti mér. Á vissan hátt var ég hálfgerður fíkill á fyndni hennar, gat hlegið í marga daga af sumum setningunum sem hún laumaði út úr sér, ekki bara vegna þess hvernig þær voru, held- ur líka og ekki hvað síst vegna þess hvernig og með hverskonar áherslum þær voru sagðar. Þær voru kallaðar systumar frá Sandfelli, þ.e. Guðbjörg, Þura, Ámý, Jóna og Unnur. Guðbjörgu og Árnýju kynntist ég aldrei, þær létust fyrir mína tið, en fyrir utan Jónu var ég svo heppin að kynnast lítillega Þum, sem er látin, og svo Unni, en það kitlaði látlaust hlátur- taugarnar að hlusta á þessar skemmtilegu systur. Þura og Jóna voru svo ótrúlega launfyndnar og Unnur svo drepfyndin, bara ef hún opnaði munninn. Þau elskulegu hjón, Jóna og Þórður, eignuðust fjögur börn, sem öll eru svo vönduð að það segir sig sjálft að upplagið og uppeldið hefur aldeilis ekki verið af verri endanum. Ég er svo heppin að hafa eignast þá dásamlegustu tengdamóður sem hugsast getur, haná Ingu, en hún er elsta barn þessara sæmdarhjóna, hin eru Grímur og Ellý, sem hafa sömu frásagnargáfu og Unnur frænka og svo Stína sem er jafn skemmtilega launfyndin og Jóna móðir hennar var. Jóna fékk heilablóðfall fyrir níu ámm og lamaðist við það helmingur líkamans. Fljótlega uppúr því fluttu þau Þórður aftur til Eyja, fyrst voru þau saman á elliheimilinu en síðustu árin lá Jóna á sjúkrahúsinu. Jóna hafði ótrúlegt jafnaðargeð og lagði fólki aldrei annað en gott til. Hún hafði beðið endalokanna lengi er kvartaði ekki yfír þeirri bið, það var ekki í hennar anda. Hún Jóna var góð kona. Hún var hvunndags- hetja. Blessuð sé minning hennar. Hrefna. Þegar mér var tilkynnt um and- lát ömmu, streymdu margar minn- ingar í gegnum huga minn. Minningin um vinalegt brosið, góða skapið, þar sem hún sat við að hekla sínar þekktu hyrnur, sem hún bæði gaf og seldi mikið af. Minningar frá því þegar ég var lítil stelpa og fór í heimsóknir á Urðarveginn. Sitjandi með henni -við eldhúsborðið með kaffibland og kringlu. Skiptf þá ekki máli þótt tímasetningin hjá mér væri ekki alltaf sem best og ég raskaði eftir- miðdagsblundinum hennar, alltaf var mér tekið opnum örmum. Svo og þolinmæðin við hekl- og pijóna- kennsluna. Jólaboðin á aðfanga- dagskvöld þegar böm og bamabörn komu saman, borðuðu jólamatinn, tóku upp gjafimar, dönsuðu kring- um jólatréð og sungu jólasálma. Minningar frá fímm ára afmælis- deginum, þegar ég sat við eldhús- gluggann og beið eftir ömmu og afa, sá þau koma upp brekkuna með dúkkuvagn, sem ég auðvitað vissi um leið hver átti að fá. Minningar frá ferðalögum sem afí og amma voru með okkur, þar sem amma kom með sínar ómiss- andi kleinur og flatkökur. Minning- ar frá seinni árum, heimsóknir á Ósabakka, þar sem þau bjuggu eft- ir gos, þangað sem ég kom með mín börn sem fengu þessar sömu hlýju móttökur hjá „ömmu löngu“. Þorrablótin sem hún hélt og sá um, og passaði upp á að ,Jólatréð“ væri ekki tekið niður áður. Minningar síðustu ára, heim- sóknir á Hraunbúðir í Eyjum, en þangað flutti afi með hana eftir að hún veiktist, og síðan á Sjúkrahús Vestmannaeyja, heimsóknir sem urðu of fáar þó að hugurinn hafi oft verið hjá henni. Amma var trúuð kona, hafði sín- ar ákveðnu skoðanir á ýmsum mál- um, en reyndi aldrei að þrengja þeim upp á aðra. Hún var góð í sér, en aldrei mátti hafa hátt um neitt sem hún gaf eða gerði fyrir aðra. Viðkvæðið var alltaf: Uss, láttu engan vita, þetta er bara okkar í milli. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, takk fyrir allt. Kveðja, Jóna Rútsdóttir. Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.